Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Síða 64

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Síða 64
 Sólveig Björnsdóttir. SÚ EFNILEGASTA LANDSLIÐ LOGA ÍÞRÓTTABLAÐIÐ fór þess á leit við Loga Ólafsson, þjálfara íslands- meistara Víkings í knattspyrnu, að hann stillti upp landsliði íslands. Hann valdi leikmenn sem hann telur að séu verðugir fulltrúar íslands þessa stundina, miðað við frammi- stöðu þeirra að undanförnu. Guðmundur Hreiðarsson, Víkingi Guðni Bergsson, Tottenham Helgi Bjarnason, Víkingi Sævar Jónsson, Val Ólafur Þórðarson, Lyn Hlynur Stefánsson, ÍBV Guðmundur Ingi Magnússon, Víkingi Atli Helgason, Víkingi Arnór Guðjohnsen, Bordeaux Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart Atli Einarsson, Víkingi UPPSKERUHÁTÍÐ Á AUSTURLANDI SÓLVEIG BJÖRNSDÓTTIR heitir 15 ára gömul frjálsíþróttastúlka í KR en hún þykir ein sú efnilegasta í frjálsum á landinu. Sólveig varð fjórfaldur ís- landsmeistari í aldursflokki 15-18 ára í ár en hún sigraði í 50 m grindahlaupi innanhúss og sömuleiðis í 100 m og 300 m grindahlaupi utanhúss. Þá sigraði hún einnig í 200 m hlaupi í sínum ald- ursflokki. Hennar besti árangur er 60,98 sek. í 400 m hlaupi, 26,77 sek. í 200 m hlaupi og 47,2 sek. í 300 m grindahlaupi. Sólveig á sannarlega framtíðina fyrir sér og það verður gam- an að fylgjast með henni á komandi árum. Uppskeruhátíð knattspyrnumanna á Austurlandi fór fram á Egilsstöðum í ágúst og var mikið um dýrðir. Um 200 manns mættu í mat á Hótel Valaskjálf og fóru margir knattspyrnmenn heim með viðurkenningar í farteskinu. Hjá kvenfólkinu var ÁSGERÐUR INGI- BERGSDÓTTIR frá Sindra, Hornafirði, bæði kjörin besti og efnilegasti leik- maður Austurlands, OLGA EINARS- DÓTTIR frá Hetti varð markahæst og FRIÐDÓRA KRISTINSDÓTTIR frá Sindra var kjörin besti markmaðurinn. Hjá karlmönnunum var ÞRÁNDUR SIG- URÐSSON frá Sindra kjörinn besti leik- maður E-riðils í 4. deildinni og EY- STEINN HAUKSSON, Hetti, kjörinn sá efnilegasti. Þess má til gamans geta að Eysteinn er góður handboltamaður og hefur leikið með unglingalandsliði ís- lands. Markahæsti leikmaður riðilsins var JÓNATAN VILHJÁLMSSON frá Hetti en hann skoraði 16 mörk í sumar. Að lokum var SIGURÐUR JÓNSSON (Baddi) frá Leikni kjörinn besti mark- vörðurinn. Reyndar fengu markverðir Hattar flest atkvæði en þar sem þeir voru tveir og léku nánast jafnmarga leiki skiptust atkvæðin á milli þeirra þannig að Sigurður hlaut útnefninguna þegar upp var staðið. Þessi mynd var tekin á Egilsstöðum fyrir u.þ.b. fimm árum. Margir þessara stráka leika nú með meistaraflokki Hettis. 64

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.