Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Page 66

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Page 66
ENGAN BIKAR í VESTURBÆNUM, TAKK! LEIKMENN Gróttu, sem eru nánast allir uppaldir KR-ingar, urðu mjög sárir þegar knattspyrnudeild KR synjaði KSÍ um leyfi til þess að fá að afhenda Gróttu bikarinn fyrir sigur í 4. deild í leikhléi leiks KR og Fram í Samskipa- deildinni, KSÍ hélt að það yrði ekkert tiltökumál því margir leikmanna Gróttu léku fyrir KR til margra ára og má því segja að um vinafélög sé að ræða. Nægir þar að nefna Sæbjörn Guðmundsson, þjálfara KR, og Erling Aðalsteinsson, markahæsta leikmann allra deilda. Rök stjórnar KR voru þau að afhending bikarsins myndi trufla leikmenn KR og Fram. Leikmenn Gróttu áttu erfitt með að sætta sig við þetta og skildu ekki hvernig afhending- in gæti truflað leikmenn þar sem þeir væru að sötra te í búningsklefunum á meðan hún færi fram. Leitað var til Breiðabliks um að fá að afhenda Gróttu bikarinn í leik Breiðabliks og Vals og var það vitanlega samþykkt án um- hugsunar. Leikmenn Gróttu hugsa ekki hlýtt til sumra stjórnarmanna KR þessa dagana en sagan segir að stjórnar- mennirnir hafi ekki viljað að annað fé- lag en KR fengi afhentan bikar á KR- vellinum. SANNGJÖRN SKIPTI GRÓTTA lék tvo heimaleiki sína í úrslitakeppni 4. deildar á KR-vellinum en það fengu þeir eftir að búið var að semja við Vesturbæjarrisann. í stað þessara tveggja heimaleikja fékk KR leyfi hjá Gróttu til þess að allir heima- leikir meistaraflokks KR í körfubolta færu fram í íþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi. Sanngjörn skipti? Þótt Sæbjörn Guðmundsson (t.h) hafi leikið með KR um langt árabil fékk hann ekki að taka við sigurlaun- unum í 4. deild á KR-vellinum. BESTIÁRANGURINN?? Þótt VALSLIÐIÐ í knattspyrnu hafi valdið töluverðum vonbrigðum í sum- ar, þegar á heildina er litið, er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að liðið er með bestan heildarárangur allra liða í deildinni. Liðið lék til úrslita um Reykjavíkurmeistaratitilinn, sigr- aði í Meistarakeppninni, sigraði í Mjólkurbikarkeppninni og varð í 4. sæti í Samskipadeildinni en samt eru margir óánægðir. Þess má til gamans geta að Valur hefur aldrei hafnað neðar en í 5. sæti í 1. deild, frá upphafi. LANDSLIÐS- FYRIRLIÐINN FÉKK EKKERT STIG Athygli vekur að Atli Eð- valdsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og einn markahæsti leikmaður Samskipadeildarinnar, skuli ekki fá eitt einasta atkvæði frá þjálfurum liðanna í lið ársins. Atli fékk heldur ekkert stig í fyrra og gefur það til kynna að íslenskum þjálfurum finnist lítið til Atla koma. Þá vekur það líka athygli að önnur „gömul brýni" í KR fá heldur ekki stig í kjörinu. Þetta eru þeir Pétur Pétursson og Ragn- arMargeirsson. Ragnarátti eitt sitt besta keppnistímabil með KR í fyrra en hefur ekki náð að sýna sömu snilli ísumar. Pétur átti við meiðsli að stríða fram- an af mótinu og meiddist síð- an að nýju í næstsíðasta leik í deildinnni. Það er spurning hvort þessir þrír leikmenn séu að brenna út eða hvort þajlfar- ar í 1. deild hafi yfirleitt ekkert álit á þeim. Bifreiðaeigendur BÍLAÞVOTTUR — BÓN Vitið þið að hjá okkur tekur aðeins 15-20 mín. að fá bílinn þveginn og bónaðan. Hægt er að fá bílinn ein- göngu handþveginn. Komið reglulega. Ekki þarf að panta tíma, þar sem við erum með færibandakerfi. Ódýr og góð þjónusta. BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐIN HF. Sigtúni 3, sími 14820 66

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.