Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Side 67

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Side 67
Freyr Sverrisson, fyrrum leikmaður ÍBK, þjálfaði og lék með Hetti frá Egilsstöðum sl. sumar. Hann stefnir örugglega á sæti í 3. sæti á næsta ári. AUSTFIRÐINGAR í 1. DEILD Þótt AUSTFIRÐINGAR hafi aldrei getað státað sig af því að eiga lið í 1. deild í knattspyrnu karla hafa margir leikmenn af Austfjörðum leikið í 1. deild. Mönnum fyrir austan taldist til að rúmlega 20 strákar, sem hafa alist upp á Austurlandi og leikið í 3. og 4. deild, hafi leikið með liðum í 1. deild. Það er því spurning hvort þessir, sem eru enn að, sameinist ekki og rífi eitt- hvert lið upp fyrir austan. Austfirðingar eiga ekki heldur lið í 2. deild en Þróttur frá Neskaupstað heldur uppi heiðri Austfirðinga í 3. deiid. Höttur á Egils- stöðum var aðeins marki frá því að komast upp í 3. deild en liðið hefði þurft að gera jafntefii við Ægi í síðasta leik liðsins í úrslitakeppninni til þess að komast upp um deild. Reyndar eru það stúlkurnar sem slá strákunum heldur betur við því næsta sumar leika tvö lið frá Austurlandi í 1. deild kvenna. Þróttur frá Neskaupstað hélt sæti sínu í deildinni og stúlkurnar í Hetti á Egilsstöðum unnu sig upp í 1. deild í sumar. Strákar! Ætlið þið að láta þetta viðgangast? M-EINKUNNAGJÖFIN Það verður að segjast eins og er að M-EINKUNNAGJÖF Morgunblaðsins fær slæma útreið hjá leikmönnum í 1. deild ef marka má svör þeirra í skoð- anakönnun ÍÞRÓTTABLAÐSINS. Lang- flestir segja að M-einkunnagjöfin gefi sjaldan rétta mynd af frammistöðu leikmanna. Er við öðru að búast ef marka má einkunnagjafir tii leikmanna eftir suma leiki sumarsins? Til að mynda fékk ekki einn einasti leikmaður M í sigri FH á Stjörnunni í júní síðast- liðnum. Það þykir næsta ótrúlegt að enginn þeirra 22 leikmanna sem hófu leikinn hafi sýnt einhverja tilburði. íþróttafréttamaðurinn hlýtur að hafa verið mjög illa fyrirkallaður. Það er vfst annað hvort í ökkla eða eyra, í þessu eins og öðru, því eftir að KR hafði tap- aði 0:2 fyrir FH í Hafnarfirði fékk hver einasti leikmaður KR eitt M eða fleiri fyrir góða frammistöðu í leiknum. Er það furða að leikmönnum skuli finnast lítið til þessa koma! BANNAÐ AÐ FAGNA SIGRI! Nokkrum dögum eftir seinni ÚR- SLITALEIK VALS OG FH í Mjólkurbikar- keppninni fékk formaður Vals upp- hringingu frá vallarstarfsmanni Laug- ardalsvallarins sem óskaði eftir því að formaðurinn kæmi niður í Laugardal hið snarasta. Formaðurinn hélt að Valsmenn hefðu eyðilagt búningsklef- ann eða gert eitthvað hroðalegt af sér og hélt því í snarhasti á fund starfs- mannsins. Sá tók á móti formanninum alvarlegur á svip og sagði að svona umgengni væri Val ekki til fyrirmyndar. Búningsklefanum hafði verið læst eftir leikinn og öllum starfsmönnum sagt að hann yrði ekki þrifinn fyrr en formaður Vals væri búinn að kíkja á aðstæður. Þegar dyrnar voru opnaðar sá formað- urinn ekkert athugavert við klefann annað en gras undan skóm á gólfinu og nokkur sjúkrateip sem fylgja öllum knattspyrnumönnum. Veggirnir voru skítugir eins og gengur og gerist og því ekkert athugavert við klefann að mati formannsins. „Finnst þér þetta hægt?“ spurði vallarstarfsmaðurinn loksins. „Sérðu kampavínssletturnar í loftinu?" ÓLIERFIÐASTUR Norskur dómari, sem dæmdi á Norðurlandamóti drengja- landsliða í knattspyrnu sem fór fram í Vestmannaeyjum í sum- ar, var spurður álits á ÓLAFI ÞÓRÐARSYNI. Dómarinn, sem dæmir í norsku 1. deildinni, kannaðist heldur betur við Ólaf og sagði að það væri samdóma álit dómara í Noregi að hann væri erfiðasti leikmaðurinn í deildinni. Hann sagði að ÓIi væri svo fastur fyrir, harður og grófur að dómarar ættu alltaf í mestu vandræðum með hann. Ólafur er því ekkert lamb að leika við. ALBERT Á HEIMLEIÐ ALBERT GUÐMUNDSSON, fyrrum leikmaður með Val í knattspyrnu og fyrrum atvinnumaður í Bandaríkjun- um, er mikið að velta því fyrir sér að koma heim næsta sumar og taka að sér þjálfun ef honum stendur það til boða. Albert hefur þjálfað lið í neðri deildum Svíþjóðar með miklum ágætum í nokk- ur ár en hann hefur fullan hug á því að reyna fyrir sér á íslandi. Albert Guðmundsson. 67

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.