Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 7. J A N Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  14. tölublað  108. árgangur  FEÐGAR BYGGJA HÓTELÍBÚÐIR Á SPÁNI KRÖNUNUM FÆKKAR NÝTT VERK SÝNT Í BORGARLEIK- HÚSINU Í KVÖLD UMSVIF MINNKA 18 HELGI ÞÓR ROFNAR 37FRAMTAKSMENN 14 Betolvex Fæst án lyfseðils 1mg (cyanocobalamin) filmuhúðaðar töflur Betolvex inniheldur 1 mg af cyanocobalamin (B12-vítamíni). Betolvex er gefið við B12-vítamínskorti og þegar hætta er á slíkum skorti. Viðhaldsskammtar/ fyrirbyggjandi meðferð: Venjulega 1 tafla á dag. Töflurnar skal helst taka á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfja- fræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upp- lýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is B-12 A c ta v is 9 1 4 0 3 2 Rósa Margrét Tryggvadóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Hallur Már, Sigurður Bogi Sævarsson, Guðni Einarsson, Helgi Bjarnason. Snjóflóðin sem féllu á Flateyri að kvöldi þriðjudags eru með allra stærstu flóðum í heiminum sem fall- ið hafa á varnargarða. Virðast þau hafa kastast yfir garðana á tals- verðri ferð vegna þess að ofarlega á innri hlið varnargarðanna er óhreyfður snjór sem þau hafa ekki sópað með sér en neðar hafa þau streymt með jörðu og brotið gróður og eyðilagt skilti og önnur mann- virki sem þar var að finna. „Á þessari stundu er engin leið til að átta sig á hvert fjárhagslegt tjón vegna snjóflóðanna á Flateyri og Suðureyri er,“ segir Hulda Ragn- heiður Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hún segir að matsmenn verði sendir vestur á næstunni til að taka út og meta skemmdirnar. Mikil samheldni „Auðvitað er sláandi að sjá þetta tjón en um leið er svo mikil sam- heldni í samfélaginu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem heimsótti Flateyri, Suðureyri og Ísafjörð í gær ásamt tveimur öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, Bjarna Benediktssyni fjármálaráð- herra og Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra. Var farið á þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Það þarf augljóslega að yfirfara hættumatið eftir svona viðburð og það verður gert,“ sagði Katrín. „Við forum í þessa ferð bæði til að sýna þessu samfélagi stuðning og sjá með eigin augum hvað hefur gerst og heyra í fólki varðandi ráð- stafanir sem þarf að gera,“ sagði Bjarni Benediktsson. „Maður er að koma þarna inn í samfélag sem er enn í áfalli en á sama tíma er stutt í að rætt sé um tækifærin og mögu- leikana sem ekki megi fara for- görðum,“ sagði hann. Auðvitað væri eitt að lesa fréttir um svona atburði og allt annað að standa þarna á staðnum ofan á sjálfu flóðinu og sjá ummerkin. Áhrifamest af öllu hefði verið að koma í húsið þar sem mannbjörgunin varð. Þá sagði Guð- mundur Ingi Guðbrandsson um- hverfisráðherra að snjóflóðin væru áminning til samfélagsins um mikil- vægi ofanflóðavarna. Fjöldi fólks kom saman í gær- kvöldi í Lindakirkju í Kópavogi og Guðríðarkirkju í Grafarholti til að minnast snjóflóðanna. „Það er mikil þörf fyrir slíkar samverustundir. Fólk styður hvert annað og minnist hörmunganna og einnig þess sem gott hefur verið gert,“ sagði Eiríkur Finnur Greipsson, fyrrverandi odd- viti á Flateyri. Unga stúlkan, Alma Sóley Erics- dóttir, sem varð undir snjóflóðinu á Flateyri en bjargaðist, sagði í gær að hún hefði verið með meðvitund í nokkrar mínútur undir dúnsænginni sinni eftir að fargið lagðist yfir hana. Kvaðst hún hafa haft miklar áhyggjur af móður sinni og systk- inum þar sem hún vissi ekki að hún hefði verið sú eina sem grófst í flóð- inu. Móðir hennar, Anna Sigríður Sigurðardóttir, sagðist þakklát fyrir björgun dóttur sinnar. Hún hefði knúsað alla í björgunarsveitinni. „Ég vona að ég hafi ekki gleymt neinum,“ sagði hún. Enn var ófært bílveginn til Flat- eyrar í gærkvöldi. Fjárhagstjónið enn ómetið  Snjóflóðið á Flateyri á þriðjudag er með þeim allra stærstu í heim- inum sem fallið hafa á varnargarða  Yfirfara þarf hættumatið eftir snjóflóðin segir forsætisráðherra eftir heimsókn til Vestfjarða  Alma Sóley hafði mestar áhyggjur af móður sinni og systkinum meðan hún hafði meðvitund undir farginu Ljósmynd/Lísa Kristjánsdóttir Flateyri Varðskipið Þór komst að bryggjunni í gær. Laskaðir bátar, fiskkör úr þeim og fleiri hlutir liggja eins og hráviði í sjónum og við fjöruborðið. MSnjóflóðin á Vestfjörðum»2, 4, 6, 10-11  Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í skóla- og frístundaráði Reykja- víkur, segir að skólastjórnendur þurfi að grípa til þess örþrifaráðs að senda nemendur heim ef kenn- arar forfallist. Það sé afleiðing þess að rekstrarliðurinn forfalla- kennsla sé ekki fjármagnaður nægilega vel. „Það er gert þó að skólaskylda sé og lögboðið að nemendur fái forfallakennslu í veikindum kenn- ara sinna. Ástandið er því graf- alvarlegt í skólakerfinu,“ segir Örn í samtali við Morgunblaðið. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykja- víkurborgar, segir vandann vera tvíþættan. Annars vegar dugi fjár- magn ekki en hins vegar geti reynst erfitt að manna forfalla- kennslu. „Almennt má segja að skólar fái fjárveitingar til að standa straum af kostnaði vegna forfallakennslu í skammtímaveikindum. Það er fjár- veiting sem nær yfir allt árið. Það geta komið upp tilvik þar sem sú fjárveiting dugar ekki til að mæta kostnaði vegna veikinda,“ segir Helgi. »12 Senda nemendur heim vegna forfalla Morgunblaðið/Eggert Skortur Börn eru víða send heim ef kenn- ari forfallast vegna veikinda.  Upplýsingar um hvaða dómarar munu dæma í svonefndu lands- réttarmáli fyrir Mannréttinda- dómstól Evrópu hafa borist máls- aðilum. Verður málið tekið fyrir í yfirrétti 5. febrúar. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður stað- festir að ríkið hafi á miðvikudaginn sent dómstólnum viðbótargögn vegna málsins en embættið fékk greinargerðir meðalgönguaðila í hendur föstudaginn 10. janúar. Íslenska ríkið hefur ráðið breska lögmanninn Timothy Otty til að flytja málið fyrir sína hönd en málið er þó enn á forræði ríkislögmanns. Einar Karl staðfesti að sam- kvæmt reglum MDE ætti dómari aðildarríkis, í þessu tilviki Róbert Spanó, að sitja bæði í undirrétti og yfirrétti við meðferð máls. Regl- urnar kvæðu á um að sami fulltrúi en ekki annar fulltrúi sama lands sæti jafnframt í yfirréttinum. Róbert er eini dómarinn sem er bæði fyrir undirrétti og yfirrétti. Grikkinn Linos- Alexandre Sici- lianos verður forseti yfirréttarins. Verða dómarar alls sautján talsins og þrír varadóm- arar. Þá verða í yfirréttinum dómarar frá Danmörku og Íslandi en hvorki frá Svíþjóð né Noregi. Einn vara- dómaranna er frá Finnlandi. Þrír dómaranna sem verða við yfir- réttinn eru frá Vestur-Evrópu; frá Írlandi, Lúxemborg og Austurríki. »13 17 dómarar dæma í landsréttarmálinu Einar Karl Hallvarðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.