Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 23
haus beint úr vinnunni á stjórn- arfundina, því þar lét hann sig ekki vanta. Hörður var ekki að- eins frábær félagi, heldur fag- maður í ættfræði og allri tækni sem henni viðkemur. Hann var tillögugóður og aldrei lá hann á þekkingunni, heldur deildi henni með öðrum. Hann sat í stjórn Ættfræðifélagsins í áratugi, stundum sem varaformaður. Hann sá um húsnæðismálin, út- vegaði okkur hagstæða samninga og ívilnanir. Þar fór sannarlega traustur maður. Hörður var mik- ill fjölskyldumaður, því kynntist ég vel þegar ég kenndi dóttur hans í Menntaskólanum í Reykjavík. Einnig tók ég þátt í litla ættfræðiklúbbnum sem þau hjónin stofnuðu í Hafnarfirði. Sem fagmaður var sömu sögu að segja, því kynntist ég líka þegar hann gerði við þakið á húsinu okkar. Hörður var traustur að hverju sem hann gekk. Hann var fróður og vel lesinn og áhuga- samur um flest sem til góðra verka leiddi. Hann vissi að hverju dró þótt hraðara færi en við var búist. Hann mætti örlögum sín- um æðrulaus, undirbjó sig og sína og síðustu fundir okkar voru eina örskotsstund, í Hafnarfirð- inum hans kæra, þar sem hann afhenti mér nokkra poka af tíma- ritinu Breiðfirðingi sem hann vissi að ég myndi hafa gagn og gaman af. Hörður er okkur öllum, félög- um hans og vinum, í Ættfræði- félaginu harmdauði. Við þökkum honum góð og gengin spor og vottum Ólöfu konu hans og lífs- förunaut í hálfa öld, svo og fjöl- skyldunni allri, okkar dýpstu samúð. Góður maður er genginn. F.h. Ættfræðifélagsins, Guðfinna Ragnarsdóttir. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020 en hún átti það til að hringja í þá til þess að forvitnast um hvað á daga þeirra hafði drifið og hvað væri að frétta úr skólanum, vinnunni eða einkalífinu. Rúna vissi stundum meira um þá en við foreldrarnir. Rúna var einstaklega ljúf og þægileg kona og vildi ekki láta hafa fyrir sér. Hún var æðrulaus, þakklát, kurteis og háttvís og sást það best þegar hún lá inni á Borg- arspítalanum. Hún var stöðugt að þakka fyrir hitt og þetta og hafði áhyggjur af því að við værum svöng eða þyrst og ættum að fá okkur líka af lyfjunum, drykkjun- um og matnum sem var fyrir hana. Ég sjálfur á eftir að sakna Rúnu minnar mikið en við vorum oft í sambandi og stundum í kringum jól og afmælisdaga þar sem ég ráðfærði mig við hana um hvort þetta eða hitt væri sniðug gjöf handa Klöru dóttur hennar. Ég mun einnig sakna heimsókn- anna til hennar á heimili hennar eða hún heim til okkar. Þær heim- sóknir gáfu mér og mínum mikið. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Rúnu og mörgu af hennar samferðafólki. Í veikindum henn- ar og eftir að hún fékk hvíldina hefur maður heyrt margt gott um hana og öllum ber saman um það hversu ljúf og góð hún var og hvernig hún bar hag annarra fyr- ir brjósti. Takk fyrir mig og mína, kæra Rúna. Valli þinn mun taka vel á móti þér á öðrum stað. Hún var hetja, dugnaðarforkur, yfirveguð og úrræðagóð, ætíð í hlutverki hins sterka. Sönn fyrirmynd, trúföst og ráðagóð. Viðmótið elskulegt og nærveran notaleg. Hún jós af digrum sjóði umhyggju og kærleika sem virtist óþrjótandi. Ósérhlífinn máttarstólpi sem ástæða er til að minnast með þakklæti og hlýju. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þinn uppáhaldstengdasonur, Gísli Bergsveinn Ívarsson. ✝ Örn FriðrikClausen fædd- ist 13. júlí 1951 í Reykjavík. Hann lést 6. janúar 2020 á Hrafnistu í Reykja- vík. Foreldrar hans: hjónin Þóra Hall- grímsson, f. 1930, og Haukur Clausen, f. 1928, d. 2003. Þau skildu. Systkini Arnar Friðriks sam- mæðra: Hallgrímur Björgólfs- son, f. 1954, Margrét Björgólfs- dóttir, f. 1955, d. 1989, Bentína Björgólfsdóttir, f. 1957, Björg- ólfur Thor Björgólfsson, f. 1967. Maki Þóru og fósturfaðir Arnar Friðriks er Björgólfur Guðmundsson, f. 1941. Systkini samfeðra: Anna Marie Clausen, f. 1954, Haukur Arrebo Clausen, f. 1959, d. 2018, Ragnheiður Elín Clausen, f. 1968, Þórunn Erna Clausen, f. 1975. Ekkja Hauks er Elín Hrefna Thorarensen, f. 1944. Hinn 9.10. 1976 kvæntist Örn Friðrik eftirlifandi eiginkonu sinni Helgu Theodórsdóttur, f. 21.12. 1954. Foreldrar hennar: Theodór Jóhannesson, f. 1913, d. 2018, og Ragna Jónsdóttir, f. 1922, d. 2016. Börn Arnar Frið- riks og Helgu eru: 1) Þóra Björg, f. 27.9. 1978. Maki: Bjarnólf- ur Lárusson, f. 1976. Þeirra börn: a) Elína Helga, f. 2006. b) Margrét Harpa, f. 2011. c) Lárus Örn, f. 2013. 2) Ragnar Örn, f. 16.5. 1984. Maki: Þórhildur Ásmunds- dóttir, f. 1986. Dóttir þeirra: Helga Sif, f. 2018. Sonur Ragn- ars Arnar og Þorbjargar Karls- dóttur: Viktor Óli, f. 2007. Örn Friðrik lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1973. Hann stundaði ýmis verslunar- og skrifstofu- störf; síðustu starfsárin hjá flug- frakt Flugleiða og síðan Borgar- bókasafni Reykjavíkur. Örn Friðrik var einn af stofn- endum Ásatrúarfélagsins og tók virkan þátt í starfi félagsins um árabil. Hann greindist með MS-sjúk- dóminn 2002 og háði langa veik- indabaráttu, síðustu 7 árin á Mánateig, Hrafnistu í Reykja- vík. Útför Arnar Friðriks fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 17. janúar 2020, klukkan 13. Elsku pabbi. Þá ertu loksins kominn í hvíld. Það gerir mann óneitanlega leið- an að hugsa til þess hvernig þú þurftir að eyða þessum síðustu árum ævinnar. Það mun einnig alltaf vera sorg í mínu hjarta vegna þess hvernig ég vanmat það hversu hratt þessi veikindi myndu taka þig frá okkur. Lík- ami þinn tórði eins lengi og hann gerði, en hugur þinn var tekinn frá þér löngu áður. Sem ungur maður þá er erfitt að átta sig á því hversu stutt lífið er, jafnvel þó það sé tuggið ofan í mann aft- ur og aftur. Ég ætla að reyna að nýta þína reynslu til að átta mig endanlega á því og vera þakk- látur fyrir þann tíma sem mér verður gefinn. Á sama tíma er ég þakklátur fyrir þann tíma sem við fengum þó saman. Það sem mér hefur fundist gott síðustu daga er að rifja upp allt það góða sem þú gafst mínu lífi (ekki síst lífið sjálft). Ég get rakið flestöll mín áhugamál í dag til þín. Bíó- myndir, bækur, spil og tölvuleik- ir. Þegar ég spila tölvuleik í dag get ég alltaf hugsað til þess að þetta byrjaði allt saman á gömlu Victor-tölvunni þar sem við börð- umst við stafrófið í leiknum Rogue. Ein af mínum uppáhalds- bíómyndum enn þann dag í dag er Aliens, sem þú leyfðir mér að horfa á vel fyrir ætlaðan aldur og ég man hvað ég var montinn af því á þeim tíma. Það var alltaf mjög skemmtilegt að fylgjast með þér hlæja og þá sérstaklega þegar ég var farinn að geta látið þig hlæja sjálfur. Á meðan aðrir springa úr hlátri þá gerðir þú einhvern veginn hið andstæða með því að draga inn andann og halda honum inni í þögn á meðan þú varðst rauðari og rauðari í framan. Mér fannst gaman að mæla hversu fyndið þér fannst eitthvað út frá því hversu lengi þú hélst andanum og hversu rauður þú varðst í framan. Ann- að sem rifjast upp fyrir mér er hvernig þú dansaðir þegar þú varst að skemmta þér með vinum þínum. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið svo gaman að fylgjast með því, af því að ég gjörsamlega þoldi það ekki sem unglingur. En þegar ég hugsa til þess í dag þá man ég hvernig lífs- gleðin lék við þig á þeirri stund og þannig vil ég minnast þín. Ég mun sakna þín ótrúlega mikið og ef svo ólíklega vill til að það sé einhvers konar líf eftir þetta líf, þá hlakka ég mikið til að hitta þig þar. En þangað til ætla ég að nýta tímann. Ég ætla að gera það að þinni mikilvægustu lexíu til mín. Hvíldu í friði. Ragnar (Raggi). Elsku pabbi, loksins fékkstu hvíldina og ert frjáls úr líkaman- um sem brást þér alltof snemma. Kveðjustundin er svo sár en þrátt fyrir langvarandi veikindi þín var ég þessu alls ekki við- búin. Þú yfirgafst þennan heim á þrettándanum og ég mun aldrei gleyma flugeldasýningunni sem blasti við út um gluggann á sjúkrastofunni þinni þegar við áttum með þér kyrrðarstund. Það var eins og allar vættirnar sem þú trúðir á væru að fagna komu þinni í sinn heim. Flugeldum hafðirðu einmitt svo gaman af og mér er minn- isstætt þegar þú ákvaðst að út- búa einn slíkan sjálfur sem sprakk í höndunum á þér rétt fyrir gamlárskvöld eitt árið. Ég var nú varla meira en átta ára og þar sem mamma var ekki heima fór ég með þér upp á slysavarð- stofu og stytti mér þar stundir við að plokka sviðnu hárin af þér meðan við biðum. Þú eyddir svo þessu gamlárskvöldi með tvo boxhanska af umbúðum á hönd- unum. Karakter og sérvitringur varstu. Ég minnist þín sitjandi með pappapýramída á höfðinu og fór stundum í hugsanalestursæf- ingar með þér. Ásatrú þín fór ekki framhjá neinum og trúin á hið dulúðuga og yfirnáttúrulega var áberandi og hreinlega smit- andi. Þú kenndir mér margt um þín áhugamál og tarotspilin fannst mér alltaf sérlega spenn- andi. Þau gafstu mér á fertugs- afmælinu mínu sem mér þótti svo ótrúlega vænt um og nýt þess að leggja þau við og við og hugsa ávallt til þín á meðan. Ég hugsaði þér þó þegjandi þörfina í skírn minni, 13 ára gömul og á hápunkti gelgjunnar en ég þurfti eðlilega að láta skíra mig til að mega fermast eins og eðlilegur unglingur. En þrátt fyrir hversu vand- ræðalegt mér þótti stundum hvað pabbi minn var öðruvísi en aðrir foreldrar dýrkuðu vinkonur mínar þig og settust iðulega nið- ur með þér í spjall um heima og geima. Ég var stundum ekki viss hvort okkar þær voru komnar til að heimsækja. Þú vannst heldur betur í lífs- ins lottói þegar þú kynntist mömmu, betri lífsförunaut er erfitt að finna. Hún hefur ávallt verið kletturinn í þínu lífi og stutt þig og verndað í veikindum þínum á sinn einstaka hátt. Nú munum við styðja hana og vernda í sorginni. Elsku pabbi, ég veit að þú ert á góðum stað núna og treysti á styrk þinn og að þú vakir yfir mér og mínum. Elska þig pabbi minn. Þóra Björg Clausen (Tóta). Össi bróðir lést skyndilega í síðustu viku. Í raun er skrýtið að tala um skyndilega, því Össi hafði verið að nálgast dauðann jafnt og þétt í nokkuð mörg ár í gegnum sinn ólæknandi og beiska sjúkdóm. Ég veit ekki hvort er verra, að missa systkini skyndilega í slysi eða að horfa upp á manneskju tærast upp smátt og smátt. Það var ákaflega sárt að horfa á bróður minn berj- ast við MS-sjúkdóminn í svona mörg erfið ár. Þótt Össi væri orðinn mjög þjakaður í lokin var alltaf stutt í bros og hlátur hjá honum, enda alltaf umlukinn ást og athygli fjölskyldu sinnar. Á þessum tímamótum gefst mér kærkomið tækifæri til að skoða fyrri hluta ævi Össa bróð- ur – sem ég var farinn að gleyma í þoku sjúkdóms hans. Sú mynd er gjörólík, af manni sem ég átti ótal frábærar stundir með og margar minningar sem ég finn núna koma svo sterkt og skýrt fram í huga mínum eftir langan dvala þar. Ég man eftir Össa sem stóra bróður, sem var mjög áhuga- verður og ótrúlega fróður um málefni sem fönguðu forvitni manns. Hann var gullnáma fróð- leiks og oft leit maður með undr- un á þá heima sem Össi var að velta fyrir sér. Ég sé fyrir mér herbergið hans á æskuheimili okkar, uppfullt af plakötum úr heimi dulspeki og ásatrúar, ásamt öllum bókum Tolkien um undraheima manna, dverga og álfa. Hann hlustaði gjarnan á Wagner og Niflungasaga var í uppáhaldi hjá honum. Ofan á þetta allt saman átti saga hern- aðar í heimsstyrjöldunum tveim- ur mikinn sess hjá honum, hann átti aragrúa af bókum og efni um hinar ýmsu orrustur. Hann kunni ótrúleg deili á smáatriðum í þessum efnum og var ótrúlega vel lesinn um þetta söguskeið. Þetta var frábær staður fyrir ungan dreng eins og mig að fá að skoða og velta fyrir sér. Össi var allra manna fróðastur um her- kænsku, skriðdreka, herdeildir og kunni deili á öllum herjum seinni heimsstyrjaldar sem hann sagði mér oft frá og átti góðan þátt í að gera þennan heim spennandi og fróðlegan fyrir for- vitinn yngri bróður. Þar var ég ákaflega heppinn. Það var gaman sem lítill strákur í Vesturbænum á reið- hjóli að heimsækja Össa niður í miðbæ þar sem hann var að vinna, hann tók alltaf vel á móti manni, var til í að spjalla og gaf sér góðan tíma frá vinnunni til að sinna litla bróður þegar mig bar að í Grjótaþorpinu og Austur- stræti. Hann átti fjölbreyttan og at- hyglisverðan vinahóp og var oft glatt á hjalla þegar hann og Helga pössuðu mig þegar for- eldrar mínir fóru til útlanda. Hann var umfram allt skemmti- legur bróðir – mikill sérvitringur sem var með eindæmum uppá- tækjasamur og frumlegur. Hon- um fannst mjög gaman að miðla af fróðleik sínum um sín helstu áhugamál og það var auðvelt að spjalla við Össa um alla heima og geima. Ég þakka fyrir allan þann góða tíma sem ég átti með Össa bróður og hans yndislegu fjöl- skyldu, sem var honum allt í líf- inu – alveg fram á síðasta dag. Ég kveð góðan stóra bróður með söknuði og von um að hann sé kominn á betri stað núna. Björgólfur Thor Björgólfsson. „Ég hef aldrei haft það betra,“ sagði Örn mér spurður um líðan sína á síðasta ári. Þegar ég dró svar hans í efa brosti hann bara. Ég kynntist Erni og fjölskyldu þegar ég og mín fjölskylda flutt- um í okkar fyrstu eignaríbúð. Þá flutti Örn líka með fjölskyldu sína í sama stigagang í íbúðina á móti okkur. Við vorum með börn á svipuðum aldri og eins og títt getur verið með nágranna vorum við að fást við svipuð viðfangsefni og mál þróuðust svo að í mörgu varð heimilishald okkar sam- eiginlegt. Svo varð einnig um frí- tímana og ef gestir mættu á ann- að heimilið þá urðu bæði heimilin að sameiginlegum veislusal. Sumarbústaðaferðir urðu margar. Við spiluðu brids reglu- lega og hefðum haldið því lengur áfram ef Örn hefði ekki reynst afspyrnu lélegur bridsspilari. Einlægni hans var svo hrekklaus að hann gat aldrei náð að skilja það svínslega athæfi að svína drottningunni fyrir kónginn. Þetta átti þó ekki við um alla spilamennsku hans og hann virt- ist geta séð óorðna hluti með hjálp tarot-spilanna. Veröldin er líklega enn flóknari en við gerum okkur grein fyrir. Um Örn sagði sonur minn að þrátt fyrir að hann hefði bara verið barn þá hefði Örn tekið eft- ir því sem hann var að gera og haft áhuga á að spjalla við barnið af umhyggju og með bros á vör. Örn hefði veitt honum sömu at- hygli og hann hefði veitt hverjum hefðarmanni. Hann hefði líka áhyggjulaus lifað í núinu og sýnt í verki að óhætt væri að vera skemmtilegur og uppátækjasam- ur þótt maður væri fullorðinn. Það eitt að vera nálægt Erni var skemmtiatriði út af fyrir sig. Uppátækin mátti m.a. sjá í sprengjuást hans og minnisstætt er þegar hann var með báðar hendur vafðar í sáraumbúðir eft- ir sprengjugerð og svo þegar lög- reglan mætti á svæðið í miðja flugeldasýningu á afmælisdegi hans. Mörg síðustu árin voru erfið. Þegar Örn sagði mér að hann hefði aldrei haft það betra þá hafði hann lengi legið rúmfastur með MS-sjúkdóm á háu stigi. Í veikindunum reyndist Helga, eiginkona Arnar, honum ómetan- leg og hjálpaði það honum að taka sjúkdómnum af einstöku æðruleysi þar sem hann lét veik- indin ekki breyta afstöðu sinni til lífsins. Ef hann hefði getað þá hefðum við fengið lengur að heyra útgáfu hans af „Day-o, day-o Daylight come and me wan’ go home“. Við hefðum líka fengið oftar að heyra ítalska hreiminn í hótelbrandaranum. Því miður mun enginn geta leikið það eftir. Nú þegar komið er að lokum er ástæða til að þakka það sem var. Kynni mín og samvera með Erni gerði líf mitt litríkara. Svo er líka um marga mér nákomna. Þegar hann er jarðsunginn þökk- um við lífinu sem við fengum að lifa með honum. Hannes Í. Ólafsson. Elskulegur vinur er nú fallinn frá. Hann Örn hennar Helgu vin- konu. Örn var um margt óvenjuleg- ur maður og gerði hlutina ekkert endilega eins og á að gera þá samkvæmt reglunum. Hann fór sínar eigin leiðir og ekki alltaf troðnar slóðir. Það var hluti af sterkum og ógleymanlegum per- sónuleika hans. Hann lifði sig inn í hlutina og fór þá gjarnan alla leið. Hann hætti til dæmis á tímabili að fylgjast með landsleikjum í handbolta í sjónvarpinu. Hann varð einfaldlega frá að hverfa. Uppnámið var algjört, sérstak- lega ef tapið var stórt! Örn var líka með eindæmum góður kokkur og lagði allt undir í eldamennskunni. Hann hafði sér- stakt lag á indverskri matargerð og var okkur oft og einatt boðið í slík herlegheit á heimili Helgu og Arnar á Austurströnd. Þar fór Örn gjarnan á kostum og lagði sig allan í verkefnið. Reyndar svo mikið að jafnvel talsmáti hans breyttist í eldamennskunni og var þá eins og indverskur kokkur væri kominn í eldhúsið alla leið frá Lundúnum. Já, Örn var allra manna skemmtilegastur, hafði hárfínan húmor og gat gert grín að sjálfum sér. Nú síðustu árin hefur ljúfur þráður í skapgerð Arnar komið svo fallega í ljós en æðruleysi hans var einstakt í mjög erfiðum veikindum sem sóttu að honum á óvæginn hátt. Alltaf var stutt í brosið og hláturinn þrátt fyrir aðstæður sem margur maðurinn hefði kiknað undan. Helga, kletturinn og stóra ást- in í lífi Arnar, stóð við hlið hans eins og henni einni er lagið. Styrkur, hlýja, jákvæðni og lífs- gleði hennar hélt honum gang- andi. Nú hefur Örn kvatt þennan heim og næsta víst er að hann sé hvíldinni feginn. Við sem eftir stöndum þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast einstökum manni og verið honum samferða á lífsins vegi. Samúðarkveðjur sendum við elsku Helgu, Tótu, Ragga og fjöl- skyldum þeirra. Einnig sendum við móður, fósturföður og systk- inum Arnar einlægar samúðar- kveðjur. Steinunn og Jón Ársæll. Örn Friðrik Clausen Allar minningar á einum stað MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.