Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020 TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN Kíktu á netverslun okkar bambus.is Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er mikil þörf fyrir slíkar samveru- stundir. Fólk styður hvert annað og minnist hörmunganna og einnig þess sem gott hefur verið gert,“ segir Eiríkur Finnur Greipsson, fyrrverandi oddviti á Flateyri. Önfirðinga- félagið í Reykjavík stóð fyrir samverustund í Lindakirkju í Kópavogi síðdegis í gær. Þá var snjóflóðanna í Súðavík fyrir réttum 25 árum minnst við guðsþjónustu í Guðríðar- kirkju í Grafarholti. Mannskæð snjóflóð féllu á Súðavík 16. jan- úar 1995 og á Flateyri 26. október sama ár. „Undanfarin 23 ár höfum við Önfirðingar átt sameiginlega kyrrðarstund 26. október ár hvert. Við urðum vör við þörf hjá fólki til að hittast eftir snjóflóðin í vikunni og Önfirð- ingafélagið ákvað að standa fyrir þessari samverustund,“ segir Eiríkur Finnur. Gömul sár ýfast upp Hann segir að gömul sár ýfist upp við at- burði eins og urðu í vikunni. „Fólk finnur vanmátt sinn. Það er tilfinning sem erfitt er að bera með sér en fær útrás með því að fólk hittist og sýni kærleik,“ segir Eiríkur Finn- ur, sem sjálfur lenti í snjóflóðinu á Flateyri. „Markmiðið er að minnast þeirra sem fórust og þakka fyrir þau og svo að veita fólki styrk,“ segir Karl V. Matthíasson, sóknar- prestur í Guðríðarkirkju í Grafarholti. Þess var minnst í gærkvöldi að 25 ár eru liðin frá því að snjóflóðið féll á Súðavík með miklum afleiðingum fyrir fólkið og byggðina. Kemur oft upp í hugann Karl var þá sóknarprestur á Tálknafirði en fór með björgunarsveitarmönnum á skipi til Ísafjarðar til að aðstoða við að þjóna fólkinu sem átti um sárt að binda. Stundum hefur at- burðanna verið minnst í Guðríðarkirkju en atburðirnir á Flateyri urðu til þess að ákveð- ið var að halda þessa minningarstund nú. „Þessir atburðir koma upp í hugann á þess- um degi á hverju ári og miklu oftar, eins og gerist með svona mikla atburði,“ segir séra Karl. Prestar kirkjunnar, Karl og séra Leifur Ragnar Jónsson, þjónuðu ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands. Auk þess að minnast atburðanna var beðið fyrir landi og þjóð og komandi tíð. „Ég tel að fyrir utan skemmdir á atvinnu- tækjum sé það langerfiðast að snjóflóða- varnargarðarnir eru ekki eins öruggir og fólk hélt. Flóðið fór yfir garðana og inn í eitt hús. Sem betur fer bjargaðist fólkið en öryggis- tilfinningin brestur,“ segir Eiríkur Finnur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samvera Önfirðingafélagið stóð fyrir samverustund í Lindakirkju í Kópavogi í gær. Morgunblaðið/Eggert Minning Snjóflóðanna fyrir 25 árum vr minnst í Guðríðarkirkju í gærkvöldi. Minnast atburðanna og sýna stuðning  Samverustund í Lindakirkju vegna snjóflóðanna á Flateyri og minningarstund í Guðríðarkirkju Snjóflóðin á Vestfjörðum Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Auðvitað er sláandi að sjá þetta tjón en um leið er svo mikil sam- heldni í samfélaginu. Allir eru bara að styðja hver annan og moka frá húsum. Það var líka ótrúlega fal- legt,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, en hún fór í gær ásamt Bjarna Benediktssyni fjár- málaráðherra og Sigurði Inga Jó- hannssyni samgönguráðherra með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Flateyrar og Suðureyrar vegna snjóflóðanna sem féllu þar á þriðjudagskvöld. Segir Katrín slá- andi að sjá bátana hálfsokkna í höfninni á Flateyri og húsið sem varð fyrir snjóflóðinu. Hún segir að ummerki flóðsins á Suðureyri hafi einnig verið mikil. „Mér er sagt að það hafi ekki komið annað eins flóð þar síðan 1951 og þar gekk flóðbylgja yfir í kjölfarið,“ segir Katrín í samtali við Morgunblaðið. Eftir heimsóknina til Suðureyr- ar flugu ráðherrarnir til Ísafjarð- ar, þar sem þeir heimsóttu aðgerð- arstjórnina sem er að störfum þar. Katrín hitti auk þess móður stúlk- unnar sem grófst undir flóðinu. Spurð hvað ríkisstjórnin muni gera í sambandi við snjóflóðavarn- ir segir Katrín það ljóst að snjó- flóðið á Flateyri hafi verið afar mikið og líklegt að það hafi jafnvel verið stærra en snjóflóðið sem féll á bæinn 1995. „Það þarf augljóslega að yfir- fara hættumatið eftir svona við- burð og það verður auðvitað gert,“ segir Katrín. „Hvað varðar ofan- flóðasjóð almennt og snjóflóða- varnir var það áætlunin að ljúka þeirri uppbyggingu 2010. Það er ljóst að það tókst ekki og mun ekki takast að ljúka henni fyrir 2020 eins og var næsta mark. En við munum núna fara yfir þau mál á vettvangi ríkisstjórnarinnar og skoða hvernig verður hægt að flýta þeirri uppbyggingu.“ Ljósmynd/Lísa Kristjánsdóttir Ráðherrar Sigurður Ingi Jóhannsson, Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir heimsóttu Vestfirði í gær. Sláandi að sjá tjónið  Það þarf augljóslega að yfirfara hættumatið, segir Katrín „Á þessari stundu er engin leið að átta sig á því hvert fjárhagslega tjónið er,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Ís- lands. Í leiðangri forystufólks rík- isstjórnarinnar á hamfarasvæðin á Flateyri og Suðureyri í gær var Hulda Ragnheiður með í för. „Mér fannst nauðsynlegt að fara á stað- inn til að átta mig á heildarmynd- inni og upplýsa íbúana um stöðu þeirra,“ segir hún. Skv. lögum bætir Náttúruham- faratrygging Íslands (NTÍ) tjón á öllum fasteignum sem kann að hafa orðið vegna snjóflóðanna, sem og á brunatryggðu innbúi og lausafé. Tjón á varanlegum hafnarmannvirkjum verður bætt að hálfu. Í hamförunum vestra fyrr í vikunni féll snjóflóð á eitt íbúðarhús á Flateyri og skemmdir urðu við höfnina þar, svo og á Suðureyri. Tjón á bátum bætir húftrygging báta hjá almennu vá- tryggingafélögunum. Fljótt á litið virðist sem vátryggingavernd á þeim eignum sem skemmst hafa sé nokkuð góð að frátalinni flot- bryggjunni, sem NTÍ bætir ekki. „Þegar aðeins líður frá sendum við matsmenn á næstunni til að taka út og meta skemmdir. Myndin á enn eftir að skýrast,“ segir Hulda. sbs@mbl.is Of snemmt að segja til um fjárhagslegt tjón eftir snjóflóðin á Flateyri og Suðureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.