Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 13
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Málsaðilar í svonefndu landsréttar-
máli fyrir Mannréttindadómstól
Evrópu (MDE) hafa fengið upplýs-
ingar um hvaða dómarar munu
dæma málið, sem tekið verður fyrir í
yfirrétti 5. febrúar næstkomandi.
Einar Karl Hallvarðsson ríkislög-
maður kvaðst vera að undirbúa málið
og ekki geta tjáð sig um það.
Staðfesti hann þó að ríkið hefði á
miðvikudaginn var sent dómstólnum
viðbótargögn vegna málsins.
Um væri að ræða mikið af gögnum
sem væru að hluta svar við spurn-
ingum dómara. Samkvæmt heimild-
um blaðsins er um að ræða hundruð
blaðsíðna. Ríkislögmaður hafi notið
liðsinnis dómsmálaráðuneytisins og
utanaðkomandi sérfræðinga.
Einar Karl sagði embættið hafa
fengið greinargerðir meðalgöngu-
aðila í hendur föstudaginn 10. janúar.
Um er að ræða félagasamtök í
Varsjá, stjórnvöld í Póllandi og um-
boðsmann almennings í Georgíu.
Einar Karl kvaðst aðspurður ekki
vilja tjá sig um greinargerð Sigríðar
Á. Andersen, fv. dómsmálaráðherra, í
málinu, en hún sagði af sér eftir dóm
undirréttar MDE. Fjallað var um
greinargerðina í Morgunblaðinu í
gær, en Sigríður andmælti forsend-
um dómsins og sjónarmiðum sem
birtast í greinargerð Vilhjálms H.
Vilhjálmssonar hrl. í málinu.
Hann vildi ekki tjá sig um málið.
Fengi ekki réttláta meðferð
Vilhjálmur er lögmaður manns
sem undirréttur MDE taldi að hefði
ekki fengið réttláta málsmeðferð
vegna þess hvernig staðið var að
skipan dómarans Arnfríðar Einars-
dóttur. Hafði maðurinn játað brotin.
Íslenska ríkið hefur ráðið breska
lögmanninn Timothy Otty til að flytja
málið fyrir sína hönd en málið er þó
enn á forræði ríkislögmanns. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins hefur
Otty aðstoðarmann í málinu en Einar
Karl vildi ekki tjá sig um það.
Hann staðfesti hins vegar að það
væri samkvæmt reglum MDE að lög-
maður aðildarríkis, í þessu tilviki Ró-
bert Spanó, sæti bæði í undirrétti og
yfirrétti við meðferð máls. Reglurnar
kvæðu á um að sami fulltrúi, en ekki
annar fulltrúi sama lands, sæti þá
jafnframt í yfirréttinum.
Morgunblaðið hefur fengið afrit af
lista dómara fyrir yfirréttinum.
Grikkinn Linos-Alexandre Sicilia-
nos verður forseti yfirréttarins en
þar verða alls sautján dómarar og
þrír varadómarar. Róbert Spanó
verður sem áður segir dómari í yfir-
réttinum 5. febrúar næstkomandi.
Eins og sjá má á grafinu hér fyrir
ofan er Róbert eini dómarinn sem er
bæði fyrir undirrétti og yfirrétti.
Fimm af sjö töldu ríkið brotlegt
Þegar undirrétturinn kvað upp
dóm sinn 12. mars í fyrra töldu fimm
dómarar af sjö að brotið hefði verið á
rétti áðurnefnds umbjóðanda Vil-
hjálms til réttlátrar málsmeðferðar.
Dómararnir Paul Lemmens, sem
var forseti undirréttarins, og Valeriu
Gritco skiluðu séráliti en þau voru
ósammála meirihlutanum. Þau eru
frá Belgíu og Moldóvu.
Fulltrúar Íslands, Tyrklands,
Svartfjallalands, Noregs og Albaníu
mynduðu meirihlutann.
Sem áður segir verður Grikkinn
Linos-Alexandre Sicilianos forseti
yfirréttarins. Þá verða í yfirréttinum
dómarar frá Danmörku og Íslandi en
hins vegar hvorki frá Noregi né Sví-
þjóð. Einn varadómaranna er frá
Finnlandi. Þrír dómaranna sem
verða við yfirréttinn eru frá Vestur-
Evrópu; Írlandi, Lúxemborg og
Austurríki. Þá eru fjórir dómaranna
frá Austur-Evrópu; Litháen, Lett-
landi, Tékklandi og Ungverjalandi.
Jafnframt eru þrír frá Suður-Evr-
ópu; Kýpur, Andorra og Portúgal.
Loks munu Serbía, Króatía, Bosnía
og Hersegóvína og Norður-Make-
dónía eiga fulltrúa í réttinum.
Við þetta má bæta að ásamt Finn-
landi munu Spánn og Pólland fá sinn
varadómarann hvort land. Tékkinn
Aleš Pejchal kom inn sem aðaldómari
í stað Þjóðverjans Angeliku Nuss-
berger, sem er hætt við dóminn.
Af þessu má sjá að dómararnir
fyrir yfirrétti munu koma víða að úr
Evrópu og að einhverju leyti endur-
spegla fjölbreytileika álfunnar.
Fram hefur komið að lítill hluti
mála sem fara fyrir undirrétt MDE
kemur til kasta yfirréttarins. Málið
gæti því vakið töluverða athygli.
17 dómarar dæma mál Íslands
Grískur dómari verður forseti yfirdeildar MDE þegar landsréttarmálið verður tekið fyrir 5. febrúar
Samkvæmt reglum dómstólsins verður Róbert Spanó bæði dómari í undirrétti og fyrir yfirréttinum
Fyrir yfi rrétti (17)Fyrir undirrétti (7)
Landsréttarmálið – málfl utningur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu (MDE)
2019
5. febrúar
Skrifl egur
málfl utn-
ingur fer
fram fyrir
undirrétti.
12 mars
Undirréttur telur
slíka annmarka á
skipan dómara að
stefnandi hafi ekki
notið réttlátrar
málsmeðferðar.
9. apríl
Íslenska
ríkið óskar
eftir því að
yfi rréttur
endurskoði
málið.
9. september
Dómstóllinn
fellst á að taka
málið fyrir í
yfi rrétti.
11. nóvember
Frestur málsaðila til að skila
greinargerð rennur út.
Íslenska ríkið fær breska lög-
manninn Timothy Otty til að fl ytja
málið fyrir hönd Íslands - málið
enn á forræði Ríkislögmanns.
2020
6. janúar
Greinargerðir meðalgöngu-
aðila afhentar málsaðilum
– frá pólskum stjórnvöld-
um, félagasamtökum í
Varsjá og umboðsmanni
almennings í Georgíu.
15. janúar
Frestur til að
tilkynna hverjir
fl ytja málið og
til að afhenda
hliðsjónargögn
rennur út.
5. febrúar
Málið
fl utt fyrir
yfi rrétti.
DÓMARAR Í MÁLINU
Paul Lemmens, forseti, Belgía
Róbert
Spanó
Ísland
Işil Karakaş
Tyrkland
Valeriu
Griţco
Moldóva
Ivana Jelić
Svartfj alla-
land
Arnfi nn
Bårdsen
Noregur
Darian
Pavli
Albanía
Varadómarar
Maria Elósegui
Spánn
Pauliine Koskelo
Finnland
Krzysztof Wojtyczek
Pólland
Linos-Alexandre Sicilianos, forseti, Grikkland
Aleš
Pejchal
Tékkland
Róbert
Spanó
Ísland
Jon Fridrik
Kjølbro
Danmörk
Ksenija
Turković
Króatía
Georgios A.
Serghides
Kýpur
Paulo Pinto de
Albuquerque
Portúgal
Faris
Vehabović
Bosnía-Hersegóvína
Egidijus
Küris
Litháen
Branko
Lubarda
Serbía
Síofra
O'Leary
Írland
Märtinš
Mits
Lettland
Georges
Ravarani
Lúxemborg
Gabriele Kucsko-
Stadlmayer
Austurríki
Pere Pastor
Vilanova
Andorra
Jovan
Ilievski
N-Makedónía
Péter
Paczolay
Ungverjaland
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Í skoðun er að halda sömu veglínu og
nú er við breikkun Reykjanesbrautar
við Straumsvík, í stað þess að leggja
nýjan veg talsvert sunnar eins og
áformað hefur verið. Fyrir alllöngu
fól Hafnarfjarðarbær landið þar sem
núverandi vegur liggur álveri Rio
Tinto til yfirráða færi svo að verk-
smiðjan yrði stækkuð. Engin slík
áform liggja hins vegar fyrir og því
kemur til greina að einfalda áætlanir
um vegaframkvæmdir á þessum
slóðum.
Einfalda fyrri áform
Að sögn Sigurðar Inga Jóhanns-
sonar samgönguráðherra var áform-
að að tvöfalda Reykjanesbraut milli
Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns á
öðru tímabili samgönguáætlunar, það
er á árunum 2025-2029. Hagkvæmast
er þó að breikka Reykjanesbraut í nú-
verandi vegstæði og einfalda fyrri út-
færslur sem kallar jafnframt á breytt
aðalskipulag segir ráðherra. Þannig
er hugsanlega hægt að flýta fram-
kvæmdum og hefjast handa eftir tvö
ár í stað sex. Þetta
er mun ódýrari
kostur: kostar 2,1
milljarð kr. í stað
3,3 milljarða kr.
„Ég fundaði í
haust með fulltrú-
um Vegagerðar-
innar og hef átt
samtöl við fulltrúa
Hafnarfjarðar-
bæjar og álvers-
ins. Nú tel ég mikilvægt, og ætla að
beita mér fyrir því, að við vinnum
málið áfram út frá nýjum forsendum.
Slíkt þýðir að breyta þarf gildandi að-
alskipulagi fyrir svæðið sem tekur
nokkra mánuði. Slíkt er þó léttvægt í
stóra samhenginu, ef okkur býðst
ódýrari lausn sem fellur vel að því
áherslumáli mínu að flýta endurbót-
um á meginleiðunum inn og út af
höfuðborgarsvæðinu með tilliti til um-
ferðaröryggis,“ segir Sigurður Ingi.
Ölfus stærsta útboðsverk ársins
Innan tíðar mun Vegagerðin aug-
lýsa sitt stærsta útboðsverk á líðandi
ári, það er breikkun Suðurlandsvegar
frá Biskupstungnaafleggjara vestan
við Selfoss að Gljúfurholtsá í Ölfusi.
Þarna verður lagður sjö kílómetra
langur 2+1 vegur; framkvæmd sem
verja á til 5,5 milljörðum króna á ár-
unum 2020 til 2022. Eftir það stendur
til færa Suðurlandsveg við Hvera-
gerði talsvert suður fyrir bæinn og
tengja veginn þar Kömbunum. Miðað
er við að því verkefni verði lokið árið
2024.
Byrjað á Kjalarnesi í haust
Þriðja stórframkvæmdin við vegi í
nágrenni höfuðborgarinnar sem nú er
í deiglu er breikkun hringvegarins á
Kjalarnesi, það er 9 kílómetra leiðar
milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðar-
ganga. Sem kunnugt er taldi Skipu-
lagsstofnun að meta þyrfti umhverfis-
áhrif þeirrar framkvæmdar, öndvert
áliti Vegagerðar sem lagði inn kæru
til úrskurðarnefndar skipulagsmála
og nú beðið niðurstöðu þaðan. Jafn-
hliða var svo unnin matsskýrsla og er
umsagnar um hana og þar með nið-
urstöðu í málinu vænst með vorinu.
Sigurður Ingi Jóhannsson segist því
vænta að framkvæmdir á Kjalarnes-
inu, sem hefur verið kallað stíft eftir,
hefjist í haust.
Morgunblaðið/Ómar
Slaufa Mislæg gatnamót við álverið í Straumsvík, undir Reykjanesbrautina sem nú stendur til að breikka og bæta.
Reykjanesbraut á sama stað Millj-
arður króna sparast Skipulagi breytt
Óbreytt veglína
flýtir fram-
kvæmdum
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is