Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020
Vináttulandsleikur karla
Kanada – Ísland ....................................... 0:1
Leikið í Irving, Kaliforníu:
0:1 Hólmar Örn Eyjólfsson 21.
Lið Íslands: (4-4-2) Mark: Hannes Þór
Halldórsson. Vörn: Hólmar Örn Eyjólfs-
son, Daníel Leó Grétarsson, Kári Árnason
fyrirliði (Birkir Már Sævarsson 46.), Davíð
Kristján Ólafsson. Miðja: Mikael Anderson
(Alfons Sampsted 89.), Alex Þór Hauksson,
Aron Elís Þrándarson (Stefán Teitur Þórð-
arson 73.), Höskuldur Gunnlaugsson
(Bjarni Mark Antonsson 81.). Sókn: Kjart-
an Henry Finnbogason (Kristján Flóki
Finnbogason 59.), Viðar Örn Kjartansson
(Óttar Magnús Karlsson 59.)
Varamenn: Elías Rafn Ólafsson (M), Pat-
rik Sigurður Gunnarsson (M), Kolbeinn
Sigþórsson, Óskar Sverrisson, Tryggvi
Hrafn Haraldsson, Ari Leifsson.
Ísland mætir El Salvador á sunnudags-
kvöld kl. 24 að íslenskum tíma í Carson í
Kaliforníu.
EM karla 2020
MILLIRIÐILL I, Vín:
Spánn – Tékkland................................. 31:25
Króatía – Austurríki............................. 27:23
Hvíta-Rússland – Þýskaland............... 23:31
Staðan:
Spánn 2 2 0 0 64:51 4
Króatía 2 2 0 0 58:46 4
Þýskaland 2 1 0 1 57:56 2
Austurríki 2 1 0 1 55:56 2
Tékkland 2 0 0 2 54:63 0
Hvíta-Rússland 2 0 0 2 46:62 0
MILLIRIÐILL II, Malmö:
Staðan:
Noregur 1 1 0 0 34:28 2
Ungverjaland 1 1 0 0 24:18 2
Slóvenía 1 1 0 0 21:19 2
Svíþjóð 1 0 0 1 19:21 0
Portúgal 1 0 0 1 28:34 0
Ísland 1 0 0 1 18:24 0
Leikir í dag:
15.00 Slóvenía – Ísland
17.15 Noregur – Ungverjaland
19.30 Portúgal – Svíþjóð
Svíþjóð
Boden – Skuru ..................................... 28:37
Eva Björk Davíðsdóttir komst ekki á
blað hjá Skuru.
Dominos-deild karla
KR – Fjölnir.......................................... 96:83
Valur – ÍR.............................................. 75:85
Njarðvík – Keflavík.............................. 85:97
Staðan:
Keflavík 14 11 3 1252:1142 22
Stjarnan 13 11 2 1215:1075 22
Tindastóll 13 9 4 1152:1086 18
Njarðvík 14 8 6 1179:1075 16
KR 13 8 5 1091:1073 16
Haukar 13 7 6 1156:1124 14
ÍR 14 7 7 1139:1203 14
Þór Þ. 13 6 7 1044:1063 12
Grindavik 13 5 8 1107:1151 10
Valur 14 4 10 1119:1204 8
Þór Ak. 12 3 9 987:1131 6
Fjölnir 14 1 13 1196:1310 2
Danmörk
Næstved – Horsens.............................. 73:85
Finnur Freyr Stefánsson þjálfar Hor-
sens sem er í efsta sæti deildarinnar.
NBA-deildin
Boston – Detroit ............................... 103:116
Philadelphia – Brooklyn .................. 117:106
Miami – San Antonio........................ 106:100
Oklahoma City – Toronto ................ 121:130
Chicago – Washington ..................... 115:106
Minnesota – Indiana .......................... 99:104
Denver – Charlotte ............................ 100:86
Houston – Portland .......................... 107:117
Sacramento – Dallas ........................ 123:127
LA Lakers – Orlando ....................... 118:119
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Höllin Ak.: Þór Ak. – Þór Þ ................. 18.30
Mustad-höll: Grindavík – Haukar....... 18.30
MG-höllin: Stjarnan – Tindastóll ........ 20.15
1. deild karla:
VHE-höllin: Höttur – Selfoss.............. 19.15
Álftanes: Álftanes – Snæfell ................ 19.15
Hveragerði: Hamar – Skallagrímur ... 19.15
Ice Lagoon-höllin: Sindri – Vestri ........... 20
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Hertz-höllin: Grótta – Fram U............ 19.30
Dalhús: Fjölnir – ÍR............................. 19.30
GLÍMA
Íslandsmeistaramótið í „Backhold“ fer
fram í húsnæði RVK MMA að Viðarhöfða í
kvöld kl. 20 til 22.
Í KVÖLD!
Í NJARÐVÍK
Skúli B. Sigurðsson
skulibsig@mbl.is
Þriðja viðureign risana úr Reykja-
nesbæ í vetur var háð í Njarðtaks-
Gryfju þeirra Njarðvíkinga í gær-
kvöldi þegar heimamenn mættu
Keflavík í úrvalsdeild karla í körfu-
knattleik, Dominos-deildinni.
Stórskemmtilegt og tilfinninga-
ríkt kvöld endaði að lokum með
sigri Keflvíkinga, 97:85, í hörkuleik,
en Keflvíkingar leiddu með 5 stig-
um í hálfleik.
Það var tilfinningaþrungin
stemmning sem lá í loftinu í Njarð-
víkinni, en í gær voru slétt tuttugu
ár frá því að Örlygur Aron Sturlu-
son, fyrrverandi bakvörður Njarð-
víkinga, lést af slysförum langt fyr-
ir aldur fram. Aðeins 18 ára gamall
hafði hann þá þegar orðið Íslands-
meistari og leikið nokkra landsleiki.
Framan af kvöldi var minning hans
heiðruð á ýmsan hátt og t.a.m. fór
allur aðgangseyrir leiksins í Minn-
ingarsjóð Ölla og allir borguðu sig
inn á leikinn, jafnt leikmenn sem og
þjálfarar liðanna. Meira að segja
Grindavíkurliðið sem mætti ekki
greiddi aðgangseyri á leikinn. Í
leiknum sjálfum var það varnar-
leikur Keflvíkinga í þriðja fjórð-
ungi, í bland við ótrúlega hittni
þeirra á köflum, sem vó þyngst í
sigri þeirra. Njarðvíkingar voru
einfaldlega ráðalausir oft á tíðum
gegn vel undirbúnu liði Keflvíkinga.
Khalid Ahmed fór á kostum í upp-
hafi leiks og skoraði fyrstu 17 stig
Keflvíkinga, hann endaði kvöldið
með 31 stig en hann er bæði heilinn
og hjartað í þessu Keflavíkurliði,
ásamt Dominykas Milka. Þegar
virkilega er þörf fara þeir Milka og
Hörður Axel í hefðbundna vagg og
veltu (e. pick and roll) og Njarðvík-
ingar hafa ekki enn eftir þrjá leiki í
vetur fundið formúluna til að stöðva
þennan leka að körfu þeirra. Þrátt
fyrir fallega umgjörð utan vallar
var hart barist á parketinu sjálfu.
Dómaratríóið átti í erfiðleikum með
að finna línu í leiknum, en hallaði þó
á hvorugt liðið. Sérstaklega má
nefna óíþróttamannslega villu sem
dæmd var undir lokin, þegar úrslit-
in voru ljós. Mætti segja að þar hafi
dómarinn sem flautaði sýnt skort á
tilfinningu fyrir leiknum og fyrir
augnablikinu. En það er ekki spurn-
ing að eins og staðan er í dag eru
Keflvíkingar með besta lið deild-
arinnar. Vel þjálfaðir og undirbúnir
fyrir alla leiki og það sem skiptir
gríðarlegu máli að flestir leikmenn
eru með sín hlutverk á hreinu. Þeg-
ar svo ber við fylgir auðvitað einnig
ákveðin lukka með. Njarðvíkingar
áttu alveg sínar rispur en eiga enn
eitthvað í land að finna svör við
ákveðnum þáttum hjá þessu Kefla-
víkurliði. Þessi seinni umferð virðist
vera að spilast fyrir þá alveg eins og
sú fyrri þar sem þeir unnu fyrsta
leik sinn en töpuðu svo næstu fjór-
um. Lykilleikir fyrir þá í næstu
tveimur umferðum gegn Grindavík
og Stjörnunni. Keflvíkingar tylla
sér í efsta sætið eftir sigurinn þetta
kvöldið með Stjörnumönnum, sem
eiga leik til góða.
Vörn og hittni
Keflvíkinga
vó þungt
Keflavík tyllti sér á toppinn í deildinni
Morgunblaðið/Skúli B. Sig
Loftfimleikar Njarðvíkingurinn Aurimas Majauskas og Keflvíkingurinn
Deane Williams takast á undir körfunni í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gær.
Íslandsmeistarar KR í körfuknatt-
leik fóru mikinn í fyrsta leikhluta
þegar liðið vann þrettán stiga sigur
gegn nýliðum Fjölnis í úrvalsdeild
karla, Dominos-deildinni, í Dal-
húsum í Grafarvogi í 14. umferð
deildarinnar í gær.
Leiknum lauk með 96:83-sigri KR
en staðan eftir fyrsta leikhluta var
35:17 KR í vil og Fjölnismenn náðu
ekki að koma til baka eftir það.
Michael Craion fór mikinn í liði
Vesturbæinga og skoraði 25 stig.
KR er áfram í fimmta sæti
deildarinnar með 16 stig, jafnmörg
stig og Njarðvík sem er í fjórða sæt-
inu, en Fjölnismenn eru áfram
neðstir með 2 stig eftir fjórtán leiki.
Sterk byrjun
skilaði sigri
Morgunblaðið/Hari
Jafnvægi Michael Craion var erf-
iður viðureignar undir körfunni.
ÍR vann tíu stiga endurkomusigur
gegn Val á Hlíðarenda í úrvalsdeild
karla í körfuknattleik, Dominos-
deildinni, í 14. umferð deildarinnar
í gær. Leiknum lauk með 85:75-
sigri Breiðhyltinga en Valsmenn
byrjuðu leikinn betur og voru 12
stigum yfir í hálfleik, 43:31. Leikur
Valsmanna hrundi hins vegar í
þriðja leikhluta þar sem ÍR-ingar
skoruðu 30 stig gegn 13 stigum
Vals og þar tapaðist leikurinn.
Evan Singletary skilaði 29 stigum
fyrir Breiðhyltinga, sem fara með
sigrinum upp í sjöunda sæti
deildarinnar og upp fyrir Þór Þor-
lákshöfn. Valsmenn eru áfram í tí-
unda sætinu með 8 stig.
Sneru leikn-
um sér í vil
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Endurkoma Evan Singletary fór
fyrir sínu liði og skoraði 29 stig.
Njarðtaksgryfjan, Dominos-deild
karla, fimmtudag 16. janúar 2020.
Gangur leiksins: 7:6, 13:9, 19:17,
22:26, 26:29, 34:36, 41:40, 46:51,
54:56, 54:63, 54:68, 61:73, 72:78,
77:83, 79:91, 85:97.
Njarðvík: Chaz Calvaron Williams
36/7 fráköst/11 stoðsendingar,
Aurimas Majauskas 21/8 fráköst,
Maciek Stanislav Baginski 13, Mario
Matasovic 5/5 fráköst, Kristinn
Pálsson 4, Tevin Alexander Falzon
2, Jón Arnór Sverrisson 2, Ólafur
Helgi Jónsson 2.
NJARÐVÍK – KEFLAVÍK 85:97
Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.
Keflavík: Khalil Ullah Ahmad 31/5
fráköst, Dominykas Milka 17/13 frá-
köst, Callum Reese Lawson 16/6
fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson
11/12 stoðsendingar, Deane Willi-
ams 8/5 fráköst, Reggie Dupree 7,
Ágúst Orrason 5, Magnús Már
Traustason 2.
Fráköst: 28 í vörn, 5 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson,
Jóhannes Páll Friðriksson, Davíð
Kristján Hreiðarsson.
Áhorfendur: 400.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Strákarnir í 20 ára landsliði Íslands
í íshokkí unnu stórsigur á Nýsjá-
lendingum, 10:1, í lokaleik sínum í
riðlakeppni 3. deildar heimsmeist-
aramótsins í þessum aldursflokki í
Búlgaríu í gær.
Þeir fengu þar með 9 stig í A-
riðlinum og spila í undanúrslitum
við Tyrkland, sem hafnaði í öðru
sæti B-riðilsins og tapaði fyrir Ástr-
alíu, 3:2, í hreinum úrslitaleik um
efsta sætið í gær.
Ísland vann því leikina þrjá gegn
Búlgaríu, Mexíkó og Nýja-Sjálandi
með markatölunni 19:6. Mexíkó vann
Búlgaríu í gær, 5:2, og fylgir Íslandi
í undanúrslitin þar sem liðið leikur
gegn Ástralíu.
Axel skoraði þrjú mörk
Nýsjálendingar komust yfir strax
á 2. mínútu leiksins. Tveimur mín-
útum síðar höfðu Heiðar Krist-
veigarson og Axel Snær Orongan
komið Íslandi í 2:1 og þeir Atli
Sveinsson og Axel bættu við mörk-
um áður en fyrsta leikhluta lauk, 4:1.
Axel gerði þriðja mark sitt og
kom Íslandi í 5:1 í byrjun annars
leikhluta og Halldór Skúlason
bætti við marki, 6:1, áður en honum
lauk.
Í síðasta leikhlutanum skoruðu
síðan Einar Grant, Heiðar Krist-
veigarson, Unnar Rúnarsson og
Gunnar Arason sitt markið hver.
Undanúrslitaleikir mótsins fara
fram á morgun, laugardag, og úr-
slitaleikir um sæti á sunnudaginn.
Leikið er um sæti í B-riðli 2. deildar
en þangað kemst sigurliðið í 3.
deildinni.
Stórsigur og fullt hús í riðlinum
Ljósmynd/ÍHÍ
Drjúgur Axel Snær Orongan skor-
aði þrjú af fyrstu fimm mörkunum.