Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020 Bankastræti 6 | sími 551 8588 | gullbudin.isBankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is ÚTSALA Tissot, Raymond Weil, Certina, Michael Kors, Tommy Hilfiger, Casio o.f.l á völdum vörum 30-70% afsláttur 60 ára Hjörtur ólst upp í Garði í Keldu- hverfi en býr í Reykjavík. Hann er starfsmaður vega- þjónustu N1. Hjörtur hefur verið í Snigl- unum, bifhjóla- samtökum lýðveldisins, frá upphafi og hefur skrifað mikið og barist fyrir mál- efnum mótorhjólamanna. Hann hefur til dæmis farið fyrir Mótorhjólaskóg- inum sem hefur ræktað örfoka land í samvinnu við Hekluskóga. Maki: Sunna Sveins, f. 1968, vinnur hjá bókaútgáfunni Setbergi. Börn: Sveinn Lárus, f. 1990, og Ólafur Arnar, f. 1997. Hjörtur Leonard Jónsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Um leið og styrkur þinn og sjálfs- traust eflist gæti nánustu samböndum þínum verið ógnað. Menn eiga að láta drauminn rætast, þótt aðrir sjái engan til- gang með breytingunum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér farnast vel í samningamálunum, ef þú sýnir sanngirni og reynir ekki að koma viðsemjanda þínum á kaldan klaka. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Áhugaverðu tilboði verður skotið inn á borð hjá þér í dag. Vegna yfirvegaðs styrks þíns dregst fólk að þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur sterka þörf fyrir að bæta sjálfa/n þig á einhvern hátt. Þér gefast mörg tilefni til upplyftingar en vertu vand- lát/ur og veldu þér skemmtun við hæfi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vertu varkár og reyndu að lesa sem best í samstarfsmenn þína; einhverjir vinna gegn þér, en fara dult með það. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Mál, sem þú berð mjög fyrir brjósti, fær óvænt fylgi, sem getur hjálpað þér vel í átt að takmarki þínu. Leyfðu þér að njóta þess . 23. sept. - 22. okt.  Vog Finnist þér þú ekki hafa fulla stjórn á skapi þínu ættirðu að halda þig til hlés svo þú látir það ekki bitna á þeim sem síst skyldi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fólk heldur að það þekki þig vel en satt best að segja er ýmislegt í þínu fari sem þú vilt halda leyndu fyrir öðrum. Reyndu að breyta þessu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að eyða ekki öllum deginum í það sem þú færð borgað fyrir. Nú er ekki rétti tíminn til þess að láta móðan mása við yfirmanninn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Farðu þér hægt og taktu and- mæli annarra ekki of nærri þér því þú ert á réttri leið eins og koma mun í ljós. Gefðu þér nokkra daga til að hugsa málið ef þú ert í vafa. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nýir möguleikar opnast og þú ert vel í stakk búin/n til að greina í milli og velja þá leið sem farsælust er. 19. feb. - 20. mars Fiskar Óþægilegar aðstæður eru frábær- ar – eitthvað sem þú þarfnast til að ná takmarkinu. Og þegar þú finnur hina full- komnu lausn verður þér ákaft fagnað. takmarkaða sjón. Þóra býr ein eft- ir að Páll maður hennar féll frá fyrir þremur árum. Hún er ern, fylgist með fréttum og gengur dag- lega út ef veður leyfir. Fjölskylda Eiginmaður Þóru var Páll Flygenring, f. 17.10. 1925, d. 4.2. 2017, ráðuneytisstjóri. Foreldrar fylgdist einnig vel með norrænni ljóðagerð. Sjóndepra hefur háð henni undanfarin ár svo hún getur ekki lengur lesið en hlustar dag- lega á bækur af ýmsu tagi. Á miðjum aldri hóf hún að mála bæði með vatnslitum og olíu og leitaði sér tilsagnar á því sviði m.a. í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hún er enn að þrátt fyrir mjög Þ óra Jónsdóttir fæddist 17. janúar 1925 á Bessastöðum á Álfta- nesi. Aftakaveður var þann dag – líkt og ver- ið hefur nú undanfarið – svo þak- plötur fuku af íbúðarhúsinu og skip fórust. Þriggja ára gömul flutti hún til Laxamýrar í Þingeyjarsýslu þar sem hún ólst upp á stóru heimili við hefðbundin sveitastörf. Stórbúskapur var á Laxamýri, dúntekja og laxveiði. Skólagangan var stopul – farskóli frá tíu ára aldri – en hún lærði ung að lesa og féll ekki bók úr hendi upp frá því – einkum vöktu ljóð sérstakan áhuga. Ekki aðeins las hún á ís- lensku heldur líka dönsku og sænsku sem hún lærði af lestri „Bonniers Litterära Magasin“ sem skáldmælt móðir hennar var áskrifandi að. Þóra fór í héraðsskólann að Laugum í Reykjadal og þaðan í Menntaskólann á Akureyri, sem lauk með stúdentsprófi. Hún kenndi í Flensborgarskóla í Hafnarfirði einn vetur áður en hún hélt til Kaupmannahafnar ásamt Páli eiginmanni sínum. Þar las hún tvo vetur bókmenntir við Kaupmannhafnarháskóla auk þess að fá tilsögn í tískuteiknun. Eftir að heim kom sinnti hún börnum og fjölskyldu næstu árin eins og þá tíðkaðist en lauk einnig vetrarnámi í Kennaraskóla ís- lands. Ekki fór hún samt að kenna heldur vann um árabil á Borgar- bókasafni Reykjavíkur. Ritstörf hóf hún seint, eða ekki fyrr en börn hennar voru komin á legg. Fyrsta bók hennar, „Leit að tjaldstæði“, kom út árið 1973 og fékk afar góða dóma. Alls hafa komið út eftir hana 16 bækur: ljóð, örsögur og ljóðaþýðingar, nú síðast örsagnasafnið „Sólardans- inn“ fyrir síðustu jól. Hún hefur hlotið rithöfundarverðlaun Ríkis- útvarpsins og ljóð verið þýdd eftir hana á ensku, norsku, finnsku og japönsku. Þóra hefur verið síles- andi ljóð alla ævi, hún er afar vel að sér í íslenskum kveðskap og hans voru hjónin Ingólfur Flygen- ring, f. 24.6. 1896, d. 15.9. 1979, framkvæmdastjóri og alþingis- maður, og Kirstín Pálsdóttir Flygenring, f. 19.8. 1897, d. 3.1. 1980, húsfreyja. Þau voru búsett í Hafnarfirði. Börn Þóru og Páls eru 1) Björn Flygenring, f. 15.1. 1953, hjarta- læknir, búsettur í Kópavogi. Maki: Anna Þorgrímsdóttir píanókenn- ari. Björn á fjögur börn með fyrri konu sinni, Valgerði Hafstað; 2) Kirstín Þ. Flygenring, f. 19.5. 1955, hagfræðingur, búsett í Garðabæ. Maki: Sigurður R. Helgason, fyrrv. framkvæmda- stjóri. Þau eiga tvö börn; 3) Elín Flygenring, f. 12.5. 1957, sendi- herra, búsett í Reykjavík. Maki: Finnbogi Jakobsson taugalæknir. Þau eiga tvö börn. Systkini Þóru: 1) Sigríður Jóns- dóttir, f. 19.4. 1922, d. 9.9. 2014, starfsmaður Tryggingastofnunar ríkisins, bjó í Reykjavík; 2) Hall- grímur Jónsson, f. 21.6. 1927, fyrrv. lögregluþjónn og sund- laugarstjóri, búsettur í Reykjavík; 3) Vigfús Bjarni Jónsson, f. 8.8. 1929, fv. bóndi á Laxamýri, bú- settur á Húsavík; 4) Björn Gunnar Jónsson, f. 4.2. 1933, d. 1.1. 1997, bóndi á Laxamýri; 5) Þorbergur Þóra Jónsdóttir ljóðskáld – 95 ára Gömlu húsin á Laxamýri Elsta húsið er byggt árið 1874, Jóhann Sigur- jónsson skáld fæddist í húsinu og í því ólst Þóra upp. Gaf út örsagnasafn í fyrra Hjónin Þóra Jónsdóttir og Páll Flygenring á þrítugsaldri. Skáldið Þóra árið 2019. 30 ára Hjörvar er Hvolsvellingur og hef- ur alla tíð búið á Hvolsvelli. Hann er með sveinspróf í smíði frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og er að læra byggingariðn- fræði í Háskólanum í Reykjavík. Maki: Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir, f. 1990, hótelstjóri á Hótel Hvolsvelli. Börn: Brynþór, f. 2010, og Ýmir Rökkvi, f. 2019. Foreldrar: Sigurður Jónsson, f. 1961, skólabílstjóri, og Ástdís Guðbjörnsdóttir, 1964, stuðningsfulltrúi í Hvolsskóla. Þau eru búsett í Hallgeirsey í Austur- Landeyjum. Hjörvar Sigurðsson Til hamingju með daginn Hvolsvöllur Ýmir Rökkvi Hjörvars- son fæddist 14. október 2019 kl. 16.38 á Landspít- alanum í Reykja- vík. Hann vó 3.855 g og var 51 cm langur. For- eldrar hans eru Hjörvar Sigurðsson og Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.