Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 40
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 Laura Ashley á Íslandi 20-70% afsláttur ÚTSALA Opið virka daga kl. 10-18 Kvikmyndadagarnir Nordisk Film Fokus eru haldnir í dag og á morg- un, að þessu sinni í samstarfi við Reykjavík Feminist Film Festival. Frítt er inn á allar myndir og við- burði Nordisk Film Fokus, en bóka þarf miða á vef Norræna hússins. Í dag er myndin Marian paratiisi sýnd og á morgun m.a. annars Dronningen og Dröm vidare. Kvikmyndadagar í Norræna húsinu FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 17. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Þegar Stefán Teitur Þórðarson frá Akranesi kom inn á sem varamaður hjá íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu í sigurleiknum gegn Kanada, 1:0, í Kaliforníu í fyrrinótt var það söguleg stund. Hann varð þar með fjórði ættliðurinn til að spila með ís- lenska karlalandsliðinu, allt frá því Þórður Þórðarson langafi hans lék alla 18 landsleiki Íslands á árunum 1951 til 1958. »35 Fjórði ættliðurinn sem lék fyrir Ísland ÍÞRÓTTIR MENNING Á þrennum tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands (SÍ) í vetur verður teflt saman verkum tveggja rússneskra meistara, þeirra Sergejs Rakhmanínov og Sofiu Gubaidulina. Fyrstu tónleikarnir verða í Norður- ljósum Hörpu í dag kl. 18 þar sem æskutónsmíðarnar Trio élégiaque nr. 1 eftir Rakhmanínov og Píanó- kvintett eftir Gubaidulina hljóma. Flytjendur eru Nicola Lolli, Sigur- geir Agnarsson, Anna Guðný Guð- mundsdóttir, Sig- rún Eðvalds- dóttir, Páll Palomares, Gregory Aronovich og Bryndís Halla Gylfa- dóttir. Æskuverk Rakhman- ínov og Gubaidulina á minni vakt,“ segir hann. Þó hafi ekki verið á allt kosið og stórbruni, þegar stórt hús varð alelda snemma morguns snemma á starfsferlinum, sitji enn í sér enda tjónið mikið. „Íbúinn var sem betur fer kominn út,“ rifjar hann upp. Sama hafi verið uppi á teningnum þegar Nótastöðin brann til kaldra kola 1976. Ekki hafi farið eins vel þegar Flugeldagerðin á Akranesi sprakk í loft upp haustið 1977, en eigandinn og barnungur sonur hans hafi farist í sprenging- unni, sem hafi auk þess valdið miklu eignatjóni í nágrenninu. „Aðkoman var slæm. Þetta var erfitt mál.“ Starf slökkviliðsmanna tekur mikið á líkamlega og andlega. Sam- kvæmt lögum frá 2012 skal björgun á fastklemmdu fólki úr mann- virkjum og farartækjum með sér- hæfðum björgunarbúnaði vera eitt af verkefnum slökkviliðs. Þráinn segir að samfara þessum lögum hafi álagið aukist og ekki sé auðvelt að koma að slysum. „Vinnan er krefjandi og alltaf er erfitt að koma að umferðarslysum,“ segir hann. „En ég hef ætíð lagt áherslu á að menn flýti sér hægt og komi heilir heim. Það hefur gengið eftir.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eftir að hafa verið í viðbragðsstöðu í um 45 ár getur Þráinn Ólafsson loks lokað á útkallssímann. „Það er mikill léttir og þótt ekki hafi verið auðvelt að hætta er ég sáttur; hópurinn sem eftir er er flottur og ég held að ég skili af mér góðu búi,“ segir hann. Nýbakaði húsasmíðameistarinn var skipaður slökkviliðsmaður í slökkvilið Akraness í mars 1974 og var slökkviliðsstjóri frá 2005 þar til hann lét af störfum um nýliðin ára- mót. Á sama tíma hætti Helga Jóna Ársælsdóttir, eiginkona hans, líka að vinna úti og við tekur áhyggju- laust líf hjá þeim. Þráinn rifjar upp að fyrirkomu- lagið hafi verið þannig að yfirmenn slökkviliðsins hafi tilnefnt menn í hópinn, iðnaðarmenn í stærri fyrir- tækjum í bænum, og í kjölfarið hafi bæjaryfirvöld skipað menn í starfið. „Menn gátu hafnað skipuninni með ákveðnum rökum en ég lét til leiðast og tók slaginn.“ Samfara hlutastarfinu í slökkvi- liðinu vann Þráinn í 23 ár í Sements- verksmiðju ríkisins og rak trésmíða- fyrirtækið Bakka ehf. í tíu ár. Hann bendir á að vegna þess að slökkvi- liðsmenn í Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar séu í hlutastarfi sem slíkir sé hópurinn fjölmennari en ef allir væru í fullu starfi. Þegar hann byrjaði hafi til dæmis mest verið 37 manns til taks. Enginn mannskaði Þráinn segir að umfang starfsins sé mun meira nú en áður og tækja- kosturinn allt annar og betri þótt enn megi gera betur. Áreitið sé mik- ið og sem slökkviliðsstjóri hafi hann í raun alltaf verið í vinnunni og til- búinn að hlaupa til hvenær sem var. Starf slökkviliðsmanns er mikil- vægt en engu að síður má segja að slökkviliðsmenn vilji helst hafa sem minnst að gera á vettvangi og Þrá- inn segist blessunarlega hafa slopp- ið vel. „Sem betur fer urðum við ekki fyrir mannskaða í slökkviliðinu Flýta sér hægt og koma heilir heim  Þráinn Ólafsson hættur eftir 45 ár í slökkviliðinu Ljósmynd/Skessuhorn – Kristján Gauti Karlsson Á vettvangi Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri í útkalli á Akranesi í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.