Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020
✝ Einar Jónssonfæddist 16.
apríl 1931. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Ási í
Hveragerði á ný-
ársdag 2020.
Einar var sonur
hjónanna Jóns M.
Júlíussonar og Sol-
veigar Kristjáns-
dóttur á Munka-
þverá í Eyjafirði
og þar ólst hann upp. Systkini
hans eru: Kristín, fædd 1933,
Kristján Hans, fæddur 1936, og
Eysteinn, fæddur 1941.
Hann lærði stjórn stórvirkra
vinnuvéla og vann við það víða
um land, en mestan starfsaldur
sinn var hann verk-
stjóri og síðar eftir-
litsmaður í virkj-
unum.
Hann kvæntist
eftirlifandi eigin-
konu sinni, Hall-
dóru Ásmundsdótt-
ur frá Hólakoti,
Hrunamanna-
hreppi, á gamlárs-
dag 1970.
Börn þeirra eru
Jón, fæddur 1970, lögfræðingur
í Borgarnesi, og Ása Margrét,
fædd 1972, landfræðingur í
Reykjavík. Barnabarn er Baldur
Orrason Gröndal, f. 2007.
Útför hans fór fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Ég vil minnast föður míns,
Einars Jónssonar. Hann lenti
ungur í slysi sem bæklaði hann á
hendi. Það varð til þess að hann
fór að vinna á Keflavíkurflug-
velli og lærði stjórn stórvirkra
vinnuvéla. Lengst af starfsaldri
sínum vann hann í virkjunum,
fyrst sem verkstjóri og tækja-
stjóri, en síðar sem eftirlits-
maður. Mest var hann á Þjórsár-
Tungnaársvæðinu, en kom einn-
ig að Blönduvirkjun og Kára-
hnjúkavirkjun. Hann var
virkjunarmaður í orðsins fyllstu
merkingu og studdi þær upp-
byggingaraðgerðir sem orðið
gætu til velfarnaðar landsins,
t.d. í rafvæðingu og samgöngu-
uppbyggingu.
Hann hafði gaman af að tala
og talaði hátt. Hann heyrði ekki
vel og notaði heyrnartæki. Vafa-
laust hefur það aukið við það hve
hátt hann talaði. Hann var
áhugasamur um landsmálin og
ekki síst mál sem vörðuðu orku-
mál og samgöngumál. Hann
fylgdist vel með enska boltanum
og við feðgarnir fórum tvívegis
saman á leik á Englandi.
En helsta áhugamál hans var
samt hrossarækt. Ég fann í
haust á nytjamarkaði óskemmt
eintak af gamalli ættbók stóð-
hesta. Ég keypti hana og færði
honum á elliheimilið, því gamla
eintakið hans af sömu bók hafði
hann lesið svo gersamlega að
hún var að kalla má í henglum.
Í þessari bók var einmitt
færsla um stóðhestinn Svart
777. Pabbi keypti hann af stóð-
hestastöðinni í Gunnarsholti og
átti og notaði á meðan hesturinn
lifði. Annar hestur sem var í
miklu uppáhaldi var Smári sem
var síðasti reiðhesturinn hans.
Ég kveð föður minn með
þakklæti. Þakklæti fyrir lífs-
hlaup hans, lífsstarf hans, og
hann sjálfan. Hann var heill og
sannur.
Jón Einarsson.
Einar bróðir minn var elstur
okkar systkina og aðeins tveim-
ur árum eldri en ég. Mér var
sagt að hann hefði ekki orðið
hrifinn þegar systirin kom í
heiminn og gerði hann það sem
hann gat til að losna við mig, en
það var ekki svo auðvelt. Með
tímanum urðum við þó samrýnd.
Að eðlisfari vorum við ólík, hann
fjörmikill dugnaðarforkur sem
lét sér fátt fyrir brjósti brenna,
en ég hæglát og ekki kjarkmikil.
Ég öfundaði hann af hugrekkinu
en um leið var ég dauðhrædd um
að hann færi sér að voða. Og þótt
hann stríddi mér bar hann mig
alltaf fyrir brjósti. Eitt sinn þeg-
ar hann var fimm ára fór hann
með pabba í heimsókn á bæ í
sveitinni. Húsfreyjan sótti strax
rautt epli og rétti Einari. „Hvað
segirðu þá?“ sagði pabbi við
Einar. „Og svo er nú litla systir
mín heima,“ sagði Einar. Þá
sótti konan auðvitað annað epli.
Þetta epli er í huga mínum dýr-
mætast allra epla.
Þetta litla atvik lýsir Einari
vel. Þótt hann væri örlyndur og
stundum bráður í lund þá var
hann í hjarta sínu alla ævi góði
drengurinn sem vildi gleðja
aðra. Þegar hann byrjaði í
barnaskóla 8 ára vildi hann ekki
fara nema ég kæmi líka. Leiðin
lá yfir gamla brú yfir bratt
hamragil. Ég, sem var loft-
hrædd, kveið því alltaf að fara
yfir brúna, en Einar hljóp spor-
léttur og gerði sér stundum leik
að því að fara út á ystu nöf á gil-
barminum. Það má ef til vill
segja að Einar hafi stundum á
fyrri hluta ævi sinnar farið út á
ystu nöf í lífi sínu, en verið svo
lánsamur að komast heill til
baka. Innan við tvítugt varð
hann fyrir alvarlegu slysi á
hægri hendi, missti einn fingur,
sem gerði það að verkum að
hann varð að hætta prentnámi í
Reykjavík. Eftir það stundaði
hann ýmsa vinnu á sjó og landi,
var samtals á 8 togurum og lík-
aði það starf vel. Einar hafði
mikla ánægju af að ferðast og
tengdist vinna hans oft ferðalög-
um. Fimm sinnum fór hann í
ferðir til Ameríku til að heim-
sækja vesturíslenska ættingja
og vini. Síðustu áratugi á starfs-
ferlinum vann Einar við virkj-
anir á Suðurlandi og víðar, með-
al annars í Búrfellsvirkjun og
þar kynntist hann Halldóru Ás-
mundsdóttur sem átti eftir að
verða eiginkona hans og stoð og
stytta í lífinu. Börn þeirra, Jón
og Ása Margrét, og dótturson-
urinn Baldur voru honum afar
hjartfólgin.
Það má segja að Einar hafi átt
mjög litríka ævi, en mesti sigur
hans í lífinu var að vinna bug á
áfengisneyslu sem hafði staðið
yfir talsvert lengi. Með góðri
hjálp fjölskyldunnar og SÁÁ
varð hann algjör bindindismað-
ur á áfengi síðustu áratugina.
Einar var mjög mannblendinn
og glaður á góðri stundu. Í fjöl-
skylduboðum var hann kátastur
allra og lét gullkorn fjúka. Síð-
ustu árin naut hann góðrar um-
hyggju starfsfólksins í Ási í
Hveragerði. Ef ég ætti að nefna
eitt orð sem lýsti Einari vel
kemur mér í hug „trygglyndi“.
Þegar veikindin ágerðust var
honum efst í huga að senda vin-
um og ættingjum kveðjur. Sjálf
kveð ég hann með miklum sökn-
uði og þakklæti. Ég sé okkur í
huganum, tvö lítil börn, leiðast á
brúnni yfir bratta klettagilið og
ég held fast í höndina á honum
svo hann fari sér ekki að voða.
Kristín Jónsdóttir.
Ekki er ofmælt að sjónar-
sviptir sé að vini mínum og ná-
granna Einari Jónssyni. Stór-
brotinn persónuleiki sem
sannarlega setti svip sinn á sam-
tímann.
Einar var bókstaflega með
virkjanasöguna í blóðinu.
Starfsferill hans samofinn sögu
framkvæmdanna en Einar starf-
aði við allar virkjanafram-
kvæmdir Landsvirkjunar frá
Búrfelli og fram yfir aldamótin.
Brennandi áhuginn og kappið
gleymist engum þeim sem var
samferða honum á einhverju af
þeim mörgu tímabilum sem
hann var þáttur í virkjanasögu
landsins.
Einari og fjölskyldu hans í
Hólakoti kynntist ég á barns-
aldri og þróaðist með okkur mik-
ill vinskapur eftir samstarf í
Búrfellsvirkjun og sem ná-
grannar hvor sínum megin
Stóru-Laxárinnar sem Einar
fylgdist með af miklum áhuga.
Ekki liðu margir dagar á milli
þess sem hann hringdi eða kom
að Skarði til að ræða veiðina og
ástandið á ánni.
Einar lifði langa og merka
ævi. Hann ræktaði vini og félaga
af mikilli natni allt til hins síð-
asta og fylgdist af lifandi áhuga
með því hvernig lífinu vatt fram
hjá sínu samferðafólki.
Síðast sótti ég hann heim í
desember síðastliðnum er við
Jón Áskell Jónsson tókum hús á
honum að Ási í Hveragerði þar
sem Einar dvaldi að mestu síð-
ustu misserin. Þrótturinn var
vissulega þverrandi en sami lif-
andi áhuginn til staðar á mönn-
um, hestum og málefnum. Hann
fór reglulega heim að Hólakoti
og ekki leyndi sér að hugurinn
var uppi í Hreppi.
Fjölskyldurnar í Skarði,
Skeiða- og Gnúpverjahreppi,
minnast einstaks nágranna og
vinar með söknuði og virðingu
um leið og við sendum aðstand-
endum Einars okkar innilegustu
samúðarkveðjur með þökk fyrir
vináttuna og tryggðina í gegnum
árin öll.
Björgvin G. Sigurðsson.
Kær vinur minn, Einar Jóns-
son, kvaddi okkur á fyrsta degi
nýs árs.
Einar var vinamargur og ég
hef ekki þekkt nokkurn mann
sem hefur verið jafn ræktarsam-
ur við vini sína og kunningja.
Hann var einstaklega geðgóð-
ur og léttur í lund og það var
gaman að hlæja með honum að
einhverjum spaugilegum at-
burðum í lífi hans og okkar, því
að hann hafði einstakan áhuga á
mönnum og málefnum.
Einar talaði hátt og mikið og
ég var stundum ekki búin að
svara honum áður en næsta
spurning kom, en alltaf mundi
hann eftir að spyrja frétta af
mér og mínum.
Hann var hlýr og umhyggju-
samur og hélt samskiptum alla
tíð við samstarfsmenn, sem
höfðu unnið með honum á virkj-
anasvæðunum, til að heyra af
þeim og þeirra afkomendum.
Hann var svo heppinn að vera
klár í kollinum nánast alla tíð.
Einar var litrík persóna sem
ég mun aldrei gleyma. Við unn-
um saman hjá Landsvirkjun við
framkvæmdir virkjana í Sig-
öldu, Hrauneyjum og Blöndu.
Ég kynntist Einari líklega
best í Blönduvirkjun og var
hann einn af mínum bestu vinum
þar, við þurftum stundum að
skreppa af bæ. Eitt skiptið
skruppum við á á laugardags-
kvöldi á Sauðárkrók til að lyfta
okkur upp. Einar var frekar
þreyttur þegar hann kom heim
svo að ég hjálpaði honum að
komast í rúmið.
Hann var mér ævarandi
þakklátur fyrir að hafa hjálpað
sér og minntist oft á það hvað
hann var feginn að þurfa ekki að
hitta neinn sem taldi sig hafa
eitthvað um þetta að segja.
Einar var einstaklega ósér-
hlífinn og röggsamur verkstjóri.
Verkfræðingar, með nokkrum
undantekningum, voru ekki hátt
skrifaðir hjá honum og fengu
þeir gjarnan að heyra það. Þeg-
ar honum var mikið niðri fyrir
kallaði hann þá stundum verk-
fræðingastóðið.
Það var ekki að ástæðulausu
að Verkalýðsfélögin kröfðust
þess að sett var í Virkjanasamn-
inginn að það væri stranglega
bannað að gefa fyrirmæli í mat-
artímum. Okkar ástkæra vinnu-
félaga lá svo á að drífa hlutina af
og átti það til að verkstýra
starfsmönnum sínum í matsaln-
um, þá týndi hann jafnvel disk-
inum sínum nokkrum sinnum.
Halldóru, Jóni, Ásu og öðrum
ættingjum votta ég mína dýpstu
samúð.
Hvíldu í friði, kæri Einar,
vinur minn.
Elín Pálsdóttir.
Einar Jónsson
Illviðrið sem
gekk yfir fyrir
norðan á dögunum
kom mörgum í
opna skjöldu, þau sem eru ung
að árum hafa aldrei áður kom-
ist í kast við slíkt veður með
öllum sínum hremmingum en á
sjöunda tug síðustu aldar voru
svona veður nokkuð algeng
með tilheyrandi vindgnauði og
Elín Jónsdóttir
✝ Halldóra ElínJónsdóttir
fæddist 10. október
1928. Hún lést 26.
desember 2019.
Útför Elínar fór
fram 7. janúar
2020.
myrkri. Á þessum
árum stundaði ég
nám við Mennta-
skólann á Akureyri
og þurfti daglega
að ganga þrjá kíló-
metra hvora leið til
skóla, oft í hörðum
veðrum. Stundum
sá maður varla
hvar maður gekk
úti í gráhvítum
sortanum enda
ekkert þéttbýli þá fyrir ofan
gamla Glerárskólann, en þá sá
ég ljós, ljósið á Steinaflötum.
En það er hús á hæðinni norð-
ur af Glerárskóla. Þar bjó þá
Elín Jónsdóttir með manni sín-
um Þórarni, sláturhússtjóra á
Akureyri. Dóttir þeirra var
með mér í bekk og einhver
fyrstu kynni mín af Elínu voru
í boði sem hún hélt fyrir okkur
bekkjarsystkinin. Elín vakti
strax athygli mína fyrir útgeisl-
un sem ég gat ekki almennilega
gert mér grein fyrir en fyllti
mig einkennilegri vellíðan. Á
næstu árum átti ég eftir að
kynnast henni betur og á þess-
um erfiðu en jafnframt
skemmtilegu árum urðu þau
kynni mér ómetanlegur
styrkur. Elín bar alltaf með sér
eitthvað í framkomu sinni sem
minnti mann á hálfgoðumlíka
veru. Maður bar fyrir henni
mikla og djúpa virðingu. Hún
átti mikinn þátt í að efla hug
minn og kjark þessa erfiðu
daga á mótunarárum mínum.
Fundirnir með henni í eldhús-
inu á Steinaflötum og stofunni í
Helgamagrastrætinu eru mér
ógleymanlegir og dýrmætir.
Meðal þess sem okkur fór á
milli var umræða um framtíð
mína. Spurði hún eitt sinn
hvort ég hygðist verða prestur.
Gaf ég lítið út á það þar sem ég
þóttist ekki hafa köllun til þess
starfs. En tveir synir Elínar
urðu prestar, báðir afar vinsæl-
ir og virtir kennimenn. Þá var
ómetanlegt hvað hún létti undir
með mér þegar hún tók mig
upp í gula Skódann þegar hún
ók dóttur sinni í skólann. Ég
get aldrei fullþakkað hversu
mikið það létti undir með mér
og hvíldi mig áður en kennslan
hófst.
Nú er ljósið á Steinaflötum
slokknað en birta þess í sálu
minni yljar með þeim kærleik
sem allt líf Elínar snerist um.
Reynir Heiðar Antonsson.
✝ Grímur ÖrnHaraldsson
fæddist í Reykjavík
18. desember 1938.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
vangi 8. janúar
2020.
Foreldrar hans
voru Pálína Þor-
kelsdóttir, f. 21. júlí
1922, d. 13. mars
1998, og Haraldur
S. Guðmundsson, f. 9. janúar
1917, d. 20. september 1979.
Systkini samfeðra eru Harald
G., Sólveig og Sigríður. Systkini
sammæðra búa í Boston.
Eiginkona Gríms er Svava Ax-
elsdóttir, f. 28. nóvember 1942.
Börn þeirra eru 1) Ómar Örn, f.
3. júní 1961, d. 4. júlí 2016, börn
hans eru Guðrún Rakel, Sylvía
Rún, Aníta Rún, Svava Líf og
Helga Margrét. 2) Helga, f. 3.
júní 1962, maki
hennar er Sebastien
Paquin, sonur henn-
ar er Baldvin Örn. 3)
Harpa, f. 1. október
1968, maki hennar
er Garðar Sigurjóns-
son, börn þeirra eru
Gríma Björg og Ar-
on Snær.
Grímur ólst upp í
Hafnarfirði hjá
ömmu sinni og afa,
Helgu og Grími. Stundaði nám
við Iðnskólann í Hafnarfirði þar
sem hann lærði vélsmíði og vann
við það þangað til hann hætti
störfum vegna aldurs.
Grímur og Svava fluttu til
Grundarfjarðar 1962 og bjuggu
þar til ársins 1987, þegar þau
fluttu í Garðabæ.
Útför Gríms fer fram frá
Garðakirkju í dag, 17. janúar
2020, klukkan 13.
Þegar ég kynnist Grími
bjuggu þau Svava í Kjarrmóum
19 í Garðabæ. Hann var vélvirki
og vann í Vélsmiðju Sigurðar í
Garðabæ þar sem nú stendur
Sjálandshverfið.
Tengdamamma var og er mik-
il blómakona og vann í blóma-
búð. Þau tóku mér bæði opnum
örmum og bjuggum við Harpa til
að byrja með á efri hæðinni hjá
þeim.
Eftir að við fluttum þaðan
bjuggum við aldrei langt frá
þeim og var því alltaf stutt fyrir
Grímu og Aron að skreppa til
ömmu og afa þar sem alltaf var
tekið vel á móti þeim.
Það verður seint sagt um
Grím að hann hafi verið æsinga-
maður. Alveg pollrólegur sama
hvað dundi á. Talaði aldrei illa
um nokkurn mann. Ekki sérlega
ræðinn, en hins vegar var enda-
laust hægt að ræða áhugamál
þeirra hjóna sem var stangveiði,
bæði alveg forfallin. Allur þeirra
frítími snerist um stangveiði.
Man ekki eftir því að þau hafi
farið út fyrir Reykjavík án þess
að vera með stangir og vöðlur í
skottinu.
Á veturna var veiðisumarið
planað og sumarfríið skipulagt í
kringum veiðidaga. Þau áttu
góða veiðifélaga í Hveragerði
sem eru hjónin Gulli og Hólm-
fríður, og með þeim ferðuðust
þau vítt og breitt um landið.
Margir staðir voru heimsóttir
aftur og aftur eins og Eldvatns-
botnarnir við Klaustur, Hlíðar-
vatn í Selvogi, Hvítá í Borgar-
firði og Veiðivötn. Með Gulla og
Hólmfríði áttu þau fasta daga í
Veiðivötnum tvisvar sinnum á
hverju sumri og við fórum
nokkrum sinnum með þeim
þangað, þetta voru eftirminni-
legar ferðir.
Ekki alltaf besta veðrið né
besta veiðin en náttúran þarna
alveg mögnuð sem og fé-
lagsskapurinn. Kaffipásurnar í
Veiðivötnum eru eftirminnilegar
þegar „Gulli í Hveragerði“ mess-
aði yfir hópnum.
Þegar þau hjónin voru komin
að einhverju vatninu var Grímur
fljótt horfinn.
Það var yfirleitt aðeins betra
lengra úti í vatni eða lengra utar
með vatninu. Heyrði oft Svövu
segja að það væri enginn fiskur
eftir fyrir hana því Grímur væri
búinn að fæla hann allan í burtu.
Hann hafði dálæti á Álfta-
gerðisbræðrum og hinum ýmsu
karlakórum og raulaði yfirleitt
með. Söng lengi vel í kirkjukórn-
um í Grundarfirði meðan þau
bjuggu þar. Eftir að sjúkdóm-
urinn tók yfir þá var það músíkin
sem kveikti á einhverju hjá
Grími því hann fór yfirleitt að
syngja með.
Ég er ekki í nokkrum vafa um
að okkar bíða ný ævintýri að
þessu lífi loknu.
Ég þakka þér, Grímur, fyrir
samfylgdina og við sjáumst
síðar.
Garðar Sigurjónsson.
Góður drengur er fallinn frá.
Grímur Haraldsson og fjölskylda
hans voru næstu nágrannar okk-
ar á Fagurhólnum í Grundarfirði
um langt árabil. Einstakt sóma-
fólk sem gott var að eiga samleið
með. Grímur og Svava reyndust
okkur Sigríði miklar hjálparhell-
ur, vinir og velgerðarfólk. Þau
voru samhent hjón og einhuga
og varla hægt að nefna annað án
þess að nefna hitt í sömu andrá.
Dætur okkar áttu hjá þeim skjól
löngum og nutu umhyggju
þeirra og gæsku og gestrisni.
Greiðvikni og velvild var viðmót
sem mætti hverjum þeim sem að
garði bar.
Grímur var menntaður vél-
smiður og hann var afar snjall í
sínu fagi. Vinnusamur með af-
brigðum og hikaði ekki við að
leggja nótt við dag svo allt mætti
ganga vel í stóru fyrirtæki þar
sem hann lagði til krafta sína.
Hann var myndarlegur maður,
sviphreinn, með hlýtt bros og
glettnisglampa í augum. Hann
var fremur dulur maður en engu
að síður glaðsinna með næma
kímnigáfu, vinsæll og vel látinn.
Þau Svava voru bæði góðir og
trúir félagar í kirkjukórnum og
iðulega var brugðið á leik með
góðum organista með einsöng,
tvísöng eða að kvartett var sett-
ur saman og voru númer á
árshátíð kvenfélagsins eða
þorrablóti hjónaklúbbsins. Grím-
ur hafði afar fallega tenórrödd
og sönggleðin var falslaus og
einlæg svo geislaði af honum.
Margar minningar frá slíkum
stundum koma í hugann nú þar
sem sungið var og dansað af
hjartans lyst.
Leiðir skildi þegar þau hjónin
fluttu suður og samfundir urðu
færri. Þegar við tókum upp
tjaldhælana okkar og settumst
að í Mosfellsbænum var gott að
finna Svövu í blómabúð í Breið-
holtinu og þar urðu til í höndum
hennar listafallegir brúðarvendir
dætra okkar. Ánægjulegt var
líka að mega taka þátt í helgum
gleðistundum fjölskyldunnar.
Við finnum til þess nú að grasið
hefði ekki átt að fá að gróa í göt-
unni á milli okkar en annir og
umstang riðla forgangsröð fólks
í nútímanum. Jólakveðjur og
spjall í síma staðfesta trúan vin-
arhug.
Við leiðarlok viljum við þakka
látnum vini yndislega samleið,
hjálpsemi og tryggð. Guð blessi
minningu drengsins góða. Guð
blessi Svövu og ástvini alla og
veiti þeim huggun og styrk á
komandi tíð.
Jón Þorsteinsson,
Sigríður Anna Þórðardóttir.
Grímur Örn
Haraldsson