Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020
Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • verslun@brynja.is
Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16
Öxi Carpenters
19.980 kr.
AXIR FYRIR KRÖFUHARÐA
MIKIÐ ÚRVAL
Öxi Ekelund
9.910 kr.
Öxi Hatc
mini
16.770 kr
1
et
.
Öxi Hultan
17.820 kr.
Öxi Qvarfot
19.910 kr.
Vefverslun brynja.is
Öxi Splitting
22.530 kr.
Öldungadeildin tekin við
Ákærur fulltrúadeildarinnar á hendur Donald Trump lesnar upp Réttarhöld
deildarinnar yfir Donald Trump hefjast á þriðjudag Niðurstaðan virðist ljós
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ákærumál fulltrúadeildar Banda-
ríkjaþings til að svipta Donald
Trump forseta embætti sínu kom
formlega til kasta öldungadeildar-
innar í gær þegar fulltrúadeildar-
þingmaðurinn Adam Schiff, sem á að
leiða saksóknina gegn Trump, las
upp ákærur fulltrúadeildarinnar í sal
öldungadeildarinnar í bandaríska
þinghúsinu.
Varð Trump á þeirri stundu þriðji
forseti Bandaríkjanna til að vera
ákærður til embættismissis, á eftir
Andrew Johnson árið 1868 og Bill
Clinton árið 1998.
John Roberts, forseti hæstaréttar
Bandaríkjanna, tók því næst við for-
setaembætti öldungadeildarinnar,
sem varaforseti Bandaríkjanna sinn-
ir að öllu jöfnu, en hlutverk Roberts
verður að sitja yfir réttarhöldunum
yfir Trump og stýra þeim. Lét
Roberts alla hundrað þingmenn
deildarinnar sverja eið um að þeir
yrðu „óvilhallir kviðdómendur“ í
málinu. Var fundi deildarinnar svo
slitið fram til næsta þriðjudags, en
þá munu réttarhöldin hefjast af full-
um þunga.
Umdeildur vegna Obamacare
Roberts var skipaður í hæstarétt
af repúblíkananum George W. Bush,
og síðar sem forseti réttarins þegar
William Rehnquist, sem sat yfir
réttarhöldunum þegar Bill Clinton
var ákærður til embættismissis, lést
árið 2005. Roberts hefur oftast nær
skipað sér í sveit með íhaldssamari
dómurum réttarins. Ein undantekn-
ing á því var hins vegar árið 2012,
þegar Roberts myndaði meirihluta
með þeim dómurum réttarins sem
demókratar höfðu skipað til þess að
skera úr um lögmæti Obamacare.
Sú ákvörðun vakti reiði margra
repúblíkana, þar á meðal Donalds
Trump, sem kvartaði mjög yfir henni
á sínum tíma áður en hann ákvað að
færa sig yfir í stjórnmálin. Sagði
Trump þá að skipan Roberts hefði
reynst algjör hörmung.
Þá vakti athygli þegar Trump og
Roberts greindi opinberlega á árið
2018 um dómskerfið og meinta hlut-
drægni dómara eftir því hvaða for-
seti hefði skipað þá.
Hlutverk Roberts í réttarhöldun-
um verður hins vegar að mestu leyti
táknrænt, þar sem öldungadeildin
sjálf getur ákveðið með atkvæða-
greiðslu hvernig réttarhöldin eiga að
fara fram. Dugar einfaldur meiri-
hluti, eða 51 þingmaður af 100, til að
skera úr um allan ágreining. Í ljósi
þess að repúblíkanar hafa nú 53
þingmenn af 100 munu þeir því hafa
langmest um það að segja hvaða
stefnu réttarhöldin taka.
Tekur tvær vikur hið minnsta
Meirihluti repúblíkana þýðir einn-
ig að við ramman reip er að draga
fyrir demókrata, vilji þeir fá Trump
sviptan embætti sínu. Samkvæmt
stjórnarskránni þarf tvo þriðju, eða
67 þingmenn deildarinnar, til þess að
sakfella forsetann. Demókrata vant-
ar því tuttugu atkvæði upp á.
Ákærur fulltrúadeildarinnar eru í
tveimur liðum. Annars vegar er
Trump sakaður um að hafa misbeitt
valdi sínu með því að hafa frestað því
að Úkraína fengi hernaðaraðstoð í
formi fjármuna, sem þingið hafði
samþykkt að veita landinu, þar til
Úkraínustjórn féllist á að hefja rann-
sókn á fyrirtæki sem tengdist syni
Joe Biden, fyrrverandi varaforseta
og mögulegs mótframbjóðanda
Trumps í næstu forsetakosningum.
Hins vegar hefur fulltrúadeildin
ákært Trump fyrir að hafa staðið í
vegi þingsins og réttvísinnar með því
að neita að veita nokkur gögn eða að
leyfa embættismönnum Hvíta húss-
ins að bera vitni fyrir fulltrúadeild-
inni þegar fyrrnefnda málið var
rannsakað þar.
Talsmaður Trumps sagði að ríkis-
stjórnin gerði ekki ráð fyrir að
réttarhöldin myndu taka meira en
þær tvær vikur sem munnlegur mál-
flutningur fer fram í málinu, en
Mitch McConnell, leiðtogi repúblík-
ana í öldungadeildinni, hefur lýst því
yfir að ekki verði tekin ákvörðun um
vitnaleiðslur fyrr en að þeim mál-
flutningi loknum. Talið er mögulegt
að þá verði sett fram tillaga um að
vísa málinu frá, en óvíst er hvort
meirihluti er innan deildarinnar um
slíka málsmeðferð. Verði málinu
ekki vísað frá á því stigi munu réttar-
höldin líklega standa yfir í um það bil
þrjár vikur til viðbótar meðan öld-
ungadeildin kallar til sín vitni og
frekari gögn.
Ljósmynd/C-Span
Réttarhöld Chuck Grassley, aldursforseti öldungadeildarinnar, les hér upp eiðstaf fyrir John Roberts, forseta
hæstaréttar, en hann á að stýra réttarhöldunum yfir Trump. Hlutverk Roberts verður þó að mestu táknrænt.
Josep Borrell, utanríkismálastjóri
Evrópusambandsins, hvatti í gær Ír-
ana til þess standa við skuldbinding-
ar sínar samkvæmt kjarnorkusam-
komulaginu frá árinu 2015, en
Borrell fundaði með Javad Zarif,
utanríkisráðherra Írans, í Nýju Delí,
höfuðborg Indlands, í gær.
Zarif sakaði Evrópusambandið og
þau þrjú ríki þess er standa að sam-
komulaginu, Bretland, Frakkland og
Þýskaland, á móti um að hafa brotið
samkomulagið, meðal annars með
því að hafa ekki keypt olíu af Íran.
Sagði Zarif einnig að Evrópuríkin
hefðu látið undan „eineltisbrögðum“
Bandaríkjastjórnar með því að
hætta viðskiptum sínum við Íran.
Zarif gagnrýndi einnig ákvörðun
Evrópuríkjanna þriggja um að vísa
kjarnorkudeilunni við Íran á borð
Sameinuðu þjóðanna, en sú ákvörð-
un gæti á endanum leitt til þess að
viðskiptaþvinganir verði settar á
landið á ný.
Auðga nú meira úran en áður
Ákvörðun Evrópuríkjanna kom í
kjölfar þess að Íranar ákváðu að
hætta að fylgja þeim takmörkunum
sem kjarnorkusamkomulagið setur
þeim í framleiðslu á úrani og auðgun
þess. Hassan Rouhani Íransforseti
lýsti því yfir í gær að landið auðgaði
nú meira úran á degi hverjum en það
gerði áður en samkomulagið var
undirritað árið 2015.
Yfirlýsing Rouhani var ætlað að
verja stefnu forsetans í kjarnorku-
málum. Það var að hans undirlagi
sem Íranar ákváðu að semja við al-
þjóðasamfélagið um takmarkanir á
auðgun úrans, en óttast hefur verið
að kjarnorkuáætlun Írans miði að
framleiðslu kjarnorkuvopna. Þing-
kosningar verða í landinu í næsta
mánuði og er talið að fylgismenn
Rouhanis eigi undir högg að sækja.
Hvatti Írana til
að standa við sitt
Segjast auðga meira úran nú en 2015
AFP
Íran Hassan Rouhani Íransforseti
sagði Írana auðga nú meira úran.
Bresk stjórnvöld
tilkynntu í gær að
ekki væru heim-
ildir í breskum
lögum fyrir því að
afla fjár fyrir rík-
ið með svonefndri
hópfjármögnun.
Tilkynningin var
áfall fyrir stuðn-
ingsmenn út-
göngunnar úr
Evrópusambandinu, en þeir hugðust
safna fé meðal almennings til að
mæta þeim kostnaði sem myndi
fylgja því að láta klukkuverk breska
þinghússins, sem í daglegu tali nefn-
ist Big Ben, hringja þegar útgangan
væri í höfn, kl. 23 hinn 31. janúar
næstkomandi. Áætlað hefur verið að
það muni kosta um hálfa milljón
sterlingspunda að láta Big Ben
hljóma, en viðgerðir hafa staðið yfir
á klukkuverkinu frá árinu 2017.
Boris Johnson forsætisráðherra
vakti máls á hugmyndinni fyrr í vik-
unni, en talsmaður forsætisráðu-
neytisins lýsti því yfir að í ljósi
þeirra annmarka sem væru á því að
þiggja fjárframlög frá almenningi
væri nú stefnt að því að vera með
annars konar dagskrá.
Mark Francois, þingmaður
Íhaldsflokksins, sagðist vera mjög
ósáttur við þessa ákvörðun, en hann
hafði hafið söfnun til að Big Ben
gæti hringt inn Brexit, og hafði að
sögn hans þegar safnast um einn
fimmti af áætluðum kostnaði.
„Skammast sín fyrir Brexit“
Nigel Farage, formaður Brexit-
flokksins, sagði ríkisstjórnina
greinilega „skammast sín fyrir út-
gönguna“ fyrst hún stæði í vegi fyrir
því að Big Ben myndi hringja.
Farage sótti um leyfi til þess að
skjóta upp flugeldum en þeirri
beiðni var hafnað, þar sem það gæti
truflað fuglalíf í St. James-garðinum
í miðborg Lundúna.
Big Ben
verður
þögull
Boris
Johnson
Umsókn Farage
um flugelda hafnað