Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020
✝ GuðbjörgBergs fæddist í
Reykjavík 3. októ-
ber 1951. Hún lést
á krabbameins-
lækningadeild
Landspítalans 9.
janúar 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Lís Bergs,
(fædd Eriksen) f. 9.
október 1917, d.
14. ágúst 1997,
húsfrú, frá Hróarskeldu, Dan-
mörku, og Helgi Bergs, fyrrv.
alþingismaður og bankastjóri,
f. 9. júní 1920, d. 28. apríl 2005.
Systkini Guðbjargar eru
Helgi Már, f. 21. maí 1945, d.
16. mars 2017, Sólveig, f. 28.
janúar 1948, og Elín, f. 11. júní
1949.
Guðbjörg giftist 6. október
1972 Viðari Gunnarssyni,
rafverktaka, f. 31. október
1976. Synir þeirra eru: a) Birk-
ir Hrafn, f. 2012, og b) Bjarni
Þór, f. 2016.
Guðbjörg ólst upp í Voga-
hverfinu í Reykjavík þar sem
hún gekk í Vogaskóla. Að
loknu gagnfræðaprófi hóf hún
þroskaþjálfanám á Kópavogs-
hæli og lauk því árið 1972. Að
námi loknu starfaði Guðbjörg á
geðdeild Barnaspítala Hrings-
ins um nokkurra ára skeið og
síðar við störf hjá leikskólum
Reykjavíkurborgar. Einnig
starfaði hún hjá Bókaútgáfunni
Vöku-Helgafelli þar til fjöl-
skyldan fluttist til Þýskalands
árið 1990. Þar bjuggu þau í yfir
20 ár eða þar til þau fluttu aft-
ur til Íslands árið 2011. Eftir að
heim kom vann Guðbjörg við
móttöku hjá Sjúkraþjálfunar-
stöðinni, þar til hún lét af störf-
um vegna veikinda.
Útför Guðbjargar fer fram
frá Langholtskirkju í dag, 17.
janúar 2020, klukkan 15.
óperusöngvara, f.
29. desember 1950.
Foreldrar hans eru
Herdís Guðrún
Ólafsdóttir hár-
greiðslumeistari, f.
2. júlí 1926, d. 21.
júlí 2011, og Gunn-
ar Bjarnason for-
stjóri, f. 28.
september 1928, d.
19. júní 1970.
Börn Guð-
bjargar og Viðars eru: 1) Gunn-
ar Bjarni hagfræðingur, f. 7.
september 1975, kvæntur Ingu
Láru Ólafsdóttur ferðamála-
fræðingi, f. 29. október 1981.
Börn þeirra eru: a) Victor, f.
2003, b) Katrín Björg, f. 2009,
c) Viðar Óli, f. 2011, og d) Ein-
ar, f. 2015. 2) Kolbrún Lís
sjúkraþjálfari, f. 12. maí 1978, í
sambúð með Baldri Þór Jack
Að ímynda sér lífið án
mömmu er óraunverulegt.
Hún var mín helsta fyrir-
mynd og sú manneskja sem ég
gat alltaf snúið mér til hvort
sem var í gleði eða sorg. Bar-
áttukona með opið hjarta og
hlýjan faðm, stoð okkar allra og
stytta. Besta amma sem hvaða
barn sem er gæti hugsað sér.
Mamma var falleg jafnt að
utan sem innan, svo þolinmóð,
úrræðagóð og kenndi mér flest
ef ekki allt sem ég kann. Hún
var mikill húmoristi og gleði-
gjafi sem gat sagt sögur af svo
mikilli innlifun að hver sem er
grét af hlátri. Mamma var list-
ræn í sér, bæði til hugar og
handa, vel lesin og víðsýn. Hún
skilur svo margt eftir sig sem
minnir okkur á hana og yljar.
Tónlist skipaði stóran sess í
lífi mömmu og pabba. Þau voru
miklir félagar í starfi hans og
hún studdi hann og upplifði
tónlistina með honum um víða
veröld. Þau urðu þeirrar gæfu
njótandi að geta ferðast síðustu
árin til staða sem þau hafði
lengi dreymt um og nutu tím-
ans sem þau áttu saman.
Með sorg í hjarta en full
þakklætis kveð ég elsku bestu
mömmu mína.
Í minninganna mánaskini mæti ég
þér,
þar vekur allt til ljóða og lífs sem
liðið er.
Úr sænum rísa aftur mín óskalönd
og eins og forðum leiðir þú mig við
þína hönd.
(Davíð Stefánsson)
Kolbrún Lís.
Elsku tengdamamma mín
hefur nú kvatt okkur allt of
snemma eftir hetjulega baráttu
við krabbamein. Uppgjöf var
ekki til í orðabók Guddu og var
barátta hennar, með stuðningi
Viðars síns, aðdáunarverð og
okkur hinum til eftirbreytni í
lífinu.
Gudda var hrein og bein og
lá aldrei á skoðunum sínum.
Við vorum ekki alltaf sammála í
einu og öllu, en við áttum alveg
einstakt samband sem ég verð
ævinlega þakklát fyrir. Það er
ekki sjálfgefið að geta talað við
tengdó um allt milli himins og
jarðar, bæði það erfiða og
skemmtilega. Hún var alltaf
tilbúin að hlusta, gefa góð ráð
og aðstoða á allan þann hátt
sem henni var mögulegur. Jafn-
vel ef hún var nýbúin í lyfja-
meðferð þá var það okkar sam-
komulag að við ættum alltaf að
biðja hana um hjálp og hún
myndi segja nei ef hún treysti
sér ekki, aldrei skyldi hún
verða af tækifærinu. Hún sagði
samt aldrei nei, einkum ef það
tengdist barnabörnunum. Tím-
ann sinn nýtti Gudda vel og
barnabörnin nutu góðs af, öll
eiga þau jólasokk og rúmteppi
sem amma hafði nostrað við að
sauma handa þeim, dýrmætir
hlutir sem munu fylgja þeim í
lífinu. Við erum rík af sögum og
myndum af litríku og yndislegu
ömmu sem lifði fyrir fjölskyld-
una sína. Guddu var mjög um-
hugað um að jafnt skyldi yfir
alla ganga þegar kom að barna-
börnunum. Í öllum samtölum
okkar spurði hún sérstaklega
um hvert og eitt þeirra; „hvern-
ig hefur Victor minn það?“,
„hvað segir Katrín Björg mín í
dag?“, „hvernig gengur hjá Við-
ari Óla mínum?“, „er Einar
minn ekki sætur í dag?“, svo
endaði hún auðvitað á því að
spyrja hvernig uppáhalds
strákurinn okkar hefði það og
átti þá við Gunnar Bjarna, hann
áttum við jú saman. Reglulega
spurði hún líka um fjölskylduna
mína og börn bróður míns sem
voru í miklu uppáhaldi hjá
henni og hún hjá þeim. Guddu
þótti ofsalega vænt um alla,
hún var svo góð. Ég vona að
elsku tengdamamma mín viti
hversu þakklát ég var fyrir alla
þá hjálp, ást og stuðning sem
hún veitti okkur skilyrðislaust.
Þrátt fyrir mikil veikindi
undanfarnar vikur fengum við
að hafa Guddu hjá okkur síð-
ustu jól og börnin nutu þess að
vera með ömmu og afa á að-
fangadag. Amma Gudda til-
kynnti börnunum strax að hún
ætlaði að opna alla pakkana,
alltaf stutt í stríðni og leik með
þeim, þau elskuðu það og
fannst amma fyndin.
Það er óraunverulegt að sitja
og skrifa minningargrein um
elsku tengdamömmu mína,
þrátt fyrir að hafa vitað hvert
stefndi þá er aldrei hægt að
ímynda sér hversu erfitt er að
kveðja. Við sem eftir sitjum
getum ekki gert okkur í hug-
arlund hvernig lífið á að halda
áfram án hlekksins sem Gudda
mín var, en það gerir það nú
samt. Okkar verkefni í dag og
framvegis er að uppfylla henn-
ar ósk um að barnabörnin
minnist ömmu sinnar með
skemmtilegum sögum og mynd-
um. Við Kolbrún höldum líka
áfram að gera fína jólakonfekt-
ið og kæfuna hennar ömmu.
Minningin um einstaka
mömmu, ömmu og tengda-
mömmu lifir áfram í hjarta
okkar fjölskyldunnar. Takk fyr-
ir allt, elsku Gudda mín, ég lofa
að passa upp á Gunnar Bjarna
og við pössum öll upp á afa
Viðar.
Þín (uppáhaldstengdadóttir),
Inga Lára Ólafsdóttir.
Mig langar að skrifa nokkur
orð um Guddu tengdamömmu
ógleymanlegan karakter sem
verður sárt saknað.
Það fyrsta sem mér dettur í
hug er þegar ég, Kolbrún, og
Gunnar heimsóttum hana og
Viðar á heimili þeirra í Dort-
mund um jólin 2006.
Ég tók strax eftir hvað heim-
ilið var fallegt. Þegar hún bauð
upp á julefrokost, daginn fyrir
jól, þá áttaði ég mig á því að
hér væri á ferðinni gestgjafi
sem átti sér fáa líka. En eftir
mat á aðfangadag leist mér nú
ekki á blikuna þegar hún stakk
upp á því að við myndum nú
dansa, fimm fullorðnir, í kring-
um jólatréð og syngja saman
lagið „Højt fra træets grønne
top“. Þá hugsaði, ég með mér
hvað ég væri búinn að koma
mér út í. Þetta var ógleym-
anlega skemmtilegt. En þetta
lýsir Guddu svo vel; einstaklega
hlý nærvera og skemmtileg og
stundum dálítið stríðin.
Gudda var mikill listamaður
og eftir hana liggja ótalmargir
fallegir hlutir eins og búta-
saumsteppi, kjólar, vettlingar
og ullarpeysan sem hún prjón-
aði á mig er í miklu uppáhaldi.
Amma Gudda var frábær og
missir barnabarnanna er mikill
en minning hennar lifir. Krakk-
arnir dýrkuðu hana og vildu
vera sem mest hjá henni. Hún
ofdekraði þau en það er einmitt
sem ömmur eiga að gera. Að
gista heima hjá ömmu og afa og
glamra á píanóið og borða ís og
horfa á teiknimyndir og fikta í
öllu fallega dótinu hennar
ömmu hefur lengi verið há-
punktur tilverunnar hjá krökk-
unum. Það er óhætt að segja að
hún hafi elskað barnabörnin sín
afar heitt.
Gudda var mjög klár og vel
máli farin. Hún sagði við mig
nokkur heilræði sem voru upp-
full af visku. Sérstaklega eru
mér minnisstæð orðin sem hún
sagði við mig þegar hún var að
leggja mér línurnar í sambandi
við samskipti mín við Kolbrúnu
en orðrétt sagði hún: „Þú veist,
Baldur minn, að þú átt alltaf
síðasta orðið og það er: „já,
elskan mín“.“
Hún hafði sannarlega efni á
svona viskumola því samrýnd-
ari fyrirmyndarhjón en Gudda
og Viðar eru vandfundin.
Ég kveð nú Guddu með
miklum hlýhug og söknuði og
bið Guð um að hughreysta Við-
ar, Kolbrúnu, Gunnar og Ingu,
alla krakkana og öll skyldmenni
og vini Guddu því missir okkar
allra er mikill og sár.
Baldur Þór.
Í Afríku skilst mér að sagt sé
að það þurfi heilt þorp til að ala
upp barn. Góðir foreldrar eru
ekki nóg. Enginn einn getur
kennt og sýnt barninu allt sem
það þarf að kunna og vita, það
þarf marga til, ólíkt fólk, heilt
þorp, stórfjölskyldu. Ég var svo
heppinn að alast upp á frænd-
ræknu heimili og var svo lán-
samur að njóta samveru við
ættmenni úr báðum ættum. Þó
held ég að það sé ekki á nokk-
urn hallað þegar ég segi að í
því efni hafi „systurnar“ borið
höfuð og herðar yfir aðra.
Mamma, Solla og Gudda voru
svo samrýndar að stundum
held ég að það hafi næstum
mátt segja að börn einnar hafi
verið einhvers konar „auka-
börn“ hinna. Það var ekki fyrr
en í fermingarfræðslunni þegar
þríeining hinnar heilögur
þrenningar var útskýrð fyrir
mér að ég fann loksins ásætt-
anlega hliðstæðu sambands
þeirra systra sem voru svo ólík-
ar en þó svo nátengdar. Það
þurfti líkingu af þessari stærð-
argráðu til að ná utan um þetta.
Alla mína æsku og fram á
þennan dag var samgangurinn
svo mikill að örsjaldan leið
vika, og oftast ekki dagur, að
þær spjölluðu ekki saman,
fengju sér kaffibolla, legðu á
ráðin eða legðu að minnsta
kosti kapal.
Samband þeirra er mér
áminning um mikilvægi frænd-
garðsins og þess að rækta og
njóta þess að eiga systkini.
Aldrei efaðist ég um að hjá
þeim systrum gæti maður
treyst á stuðning og hvatningu
eða bara skemmtilegt spjall um
daginn og veginn.
Og fyrst talið berst að
skemmtilegheitum þá er rétt að
halda því hér til haga að þótt
Solla og mamma hafi veitt
henni harða keppni í gegnum
árin þá var Gudda þeirra allra
skemmtilegust. Sorrí mamma,
sorrí Solla.
Það var aldrei lognmolla eða
ládeyða í kringum Guddu held-
ur alltaf orka og fjör. Hún tal-
aði vafningalaust – kannski
lærði ég af henni hæfilega upp-
reisnargirni. Svo var hún orð-
snör með afbrigðum og stund-
um glannaleg í tali en reitti líka
oft af sér einnar-línu-brandara
hraðar en maður náði að hlæja
að þeim sem kom á undan. Og
mest hló hún sjálf, sínum stóra
hlátri. Og allra mest að sjálfri
sér, eins og allt skemmtilegasta
fólkið.
Nú veit ég fátt um flókna
hluti og fátt er víst flóknara en
dauðinn og mér reynist því erf-
itt að finna orð til kveðja
Guddu frænku mína sem svo
rausnarlega veitti mér af
áhuga, hlýju og fjöri sínu.
Þorpið mitt hefur misst ómiss-
andi manneskju. Og enn vand-
ast málið því Gudda hafði lítið
umburðarlyndi fyrir slepju eða
yfirborðsmennsku svo ekki má
maður falla í þá gryfju. Samt er
ég nú að hugsa um að enda
þennan texta á því að biðja Guð
að geyma hana elskulegu
Guddu frænku mína. Þetta geri
ég bæði af því ég óska þess ein-
læglega en ekki síður vegna
þess að ég veit að við þessu út-
spili mínu hefði Gudda átt leift-
ursnöggt svar – einhvern flug-
beittan brandara – sem hún
hefði ekki látið mig bíða eftir.
Svo hefði hún hlegið sínum
stóra hlátri. Og hans mun ég
sakna mest, þessa stóra hlát-
urs.
Viðari, Gunnari Bjarna og
Kolbrúnu og öllu þeirra fólki
votta ég mína innilegustu sam-
úð og hluttekningu.
Ragnar Helgi Ólafsson.
Það er óraunverulegt að setj-
ast niður til að skrifa minning-
arorð um systur okkar Guddu.
Það mun taka tíma að gera sér
að fullu grein fyrir fráfalli
hennar og enn lengri að sætta
sig við það. Síðan við munum
eftir okkur hefur hún verið svo
stór og sjálfgefinn hluti af lífinu
að erfitt er að hugsa sér hvers-
daginn án hennar.
Náttúran sá svo um að strax
í bernsku var hverri okkar
systranna úthlutað skýrum sér-
kennum: ein var ljóshærð, önn-
ur rauðhærð og Gudda, sú
þriðja og yngsta okkar, fékk
hrafnsvart hár, svo svart með
afbrigðum var. Þetta dugði þó
ekki alveg til því allt fram á síð-
ustu ár hefur komið fyrir að
fólk ruglist á okkur systrunum.
Ástæðan er líklega sú að hitt
var svo miklu fleira sem við átt-
um sameiginlegt – sem var eins
í okkur öllum systrum – þótt
við sæjum það kannski síst
allra sjálfar.
Tengsl okkar voru náin og
urðu æ nánari eftir því sem ár-
in liðu. Margt lærðum við af
mömmu. Hún var fádæma góð
vinkona okkar allra og kannski
var það ekki síst fyrir þær sak-
ir og allra stundanna sem við
deildum í eldhúsinu hennar í
Snekkjuvogi, sem samband
okkar systranna varð svo
sterkt.
Við gættum barna hverrar
annarrar í erli daganna, ferð-
uðumst saman heima og erlend-
is, réðum ráðum okkar,
skemmtum okkur saman,
drukkum kaffi, lögðum ótelj-
andi og endalausa kapla, spjöll-
uðum um allt og ekkert – og
slettum dönsku, mömmu til
heiðurs.
Ef eitthvað bjátaði á stóðum
við aldrei berar að baki því allt-
af gátum við treyst því að eiga
að baki okkur ekki einungis
bróður heldur líka – ekki bara
eina – heldur tvær systur.
Við höfum ferðast mikið
saman í gegnum árin – bæði
með eiginmönnum okkar og
einar – og átt gnótt af gleði-
stundum um víða veröld: Dan-
mörku, Þýskalandi, Frakklandi,
Ítalíu, Bandaríkjunum, Egypta-
landi Það er ekki lengra síðan
en í nóvember síðastliðnum
sem við eyddum tveimur vikum
saman, systurnar þrjár, undir
Flórídasól.
Gudda var sérdeilis lifandi,
frökk og orðheppin. Hún gat
verið beinskeytt enda einstak-
lega fundvís á kjarna málsins.
Svo var hún allra kvenna
skemmtilegust; einstakur
húmoristi sem aldrei hikaði við
að segja brandara á eigin
kostnað. Og eitt er víst að ekki
þurfti að veita Guddu umhugs-
unarfrest til að leita að hnyttnu
tilsvari. Þar vantaði aldrei
snerpuna, grínið valt af vörum
hennar viðstöðulaust ef sá gáll-
inn var á henni. Hlátrasköllin í
Guddu óma enn í huga okkar.
Það munu þau gera lengi enn.
Það er höggvið djúpt skarð í
raðir okkar nú þegar Gudda
hefur verið kölluð frá okkur.
Við munum finna fyrir því
hvort sem erá erfiðum tímum
eða á gleðistundum. Við mun-
um sakna hennar sárt.
Sólveig og Elín Bergs.
Leiftur löngu liðinna sam-
verustunda sækja á hugann
þessa vindasömu janúardaga,
þegar Gudda er öll. Við söknum
þess sem ekki varð og skiljum
ekki af hverju við ræktuðum
ekki betur þessa fallegu vináttu
sem við áttum. En þráðurinn
slitnaði aldrei þrátt fyrir mikla
fjarlægð okkar á milli áratug-
um saman.
Guðbjörg Bergs eða Gudda
eins og hún ávallt var kölluð
var vinur vina sinna. Hún var
heilsteypt og sagði meiningu
sína undanbragðalaust, en
særði aldrei, brosið hennar er
ógleymanlegt og hláturinn líka.
Hún velti sér ekki upp úr
smáum vandamálum og tók
áralangri baráttu við veikindi
með æðruleysi.
Kaffihúsaferðin var aldrei
farin í þessu lífi, hún bíður
þangað til ég verð komin í
„Sumarlandið“ og þá munum
við vísast rifja upp glaðar
stundir, frá fyrstu búskaparár-
um okkar fjögurra.
Þegar við sátum kvöldin löng
í heimasmíðuðu sófasettunum
okkar og gerðum plön fyrir
framtíðina.
Við þökkum fyrir vináttu
Guddu, við erum ríkari fyrir
vikið.
Elsku Viðar, Gunnar Bjarni
og Kolbrún Lís, tengdabörn og
barnabörn, Solla og Ella og
fjölskyldan öll, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur sendum
við ykkur öllum. Megi bjartar
og góðar minningar um elsku
Guddu, lýsa ykkur um ókomin
ár.
Jóna og Gunnar.
Guðbjörg Bergs
Ásta Sigríður
eða Sigga hans
Túlla eins og hún
var jafnan kölluð á
mínu æskuheimili hefur kvatt.
Túlli eiginmaður hennar hét
Halldór Baldvinsson og var
stýrimaður. Sigga var af þeirri
kynslóð sem mikið mæddi á
Ásta Sigríður
Þorleifsdóttir
✝ Ásta SigríðurÞorleifsdóttir
fæddist 25. júlí
1921. Hún lést 17.
desember 2019.
Útför Ástu Sig-
ríðar fór fram 6.
janúar 2020.
fyrir tæpri öld.
Hún þekkti ekki
matarsóun, unni
náttúrunni, var
dýravinur, nýtti
allt vel, var einstök
saumakona og rak
heimili með fimm
börnum á meðan
eiginmaður hennar
stundaði sjó-
mennsku. Sigga
var einstök, dugn-
aðarforkur mikill, listræn,
hannaði og saumaði flott föt á
alla fjölskylduna. Átti auðvelt
með að tileinka sér tísku-
strauma og var mikill fagur-
keri. Hún var alæta á tónlist og
heimilið var hennar stolt.
Það má segja að fólk af
hennar kynslóð hafi haft ein-
staka hæfileika til að lifa af.
Þetta fólk stóð svo sannarlega
sína plikt og þurfti að hafa fyr-
ir lífinu. Engar barnabætur,
fæðingarorlof, sumarleyfi og
barist um alla vinnu sem í boði
var.
Hún kallaði mig alltaf Balda
Jóns eða Balda frænda. Ég á
bernskuminningar frá heimili
Siggu og Túlla. Túlli var föð-
urbróðir minn og hann og
pabbi voru í góðu sambandi og
pabbi hafði það fyrir sið að
heimsækja Siggu og Túlla þeg-
ar hann kom úr siglingum. Það
var farið niður á höfn og síðan
heim á Álfaskeið. Þar settust
þeir bræður saman og fengu
sér mjöð í leirbrúsum sem
greinilega fór vel í þá. Þegar
líða fór á daginn hófu þeir söng
og tóku Dean Martin og Louis
Prima lög. Sigga sat í sófanum
og skenkti þeim reglulega
„kaffi í fant og kleinur með“.
Það er með miklum söknuði
sem Sigga er kvödd en hún er
sú sem síðast kveður úr föð-
urfjölskyldu minni. Hún var
svo sannarlega klettur sem
stóðst allar áskoranir lífsins af
hlýju og umburðarlyndi. Hún
var tákn þeirra tíma sem for-
feður okkar lögðu grunn að því
góða samfélagi sem við njótum
í dag. Þessu fólki má aldrei
gleyma og Sigga var verðugur
fulltrúi þess.
Sigga: „Þú fagra minning
eftir skildir eina, sem aldrei
gleymist meðan lífs ég er.“
Með samúðarkveðju til af-
komenda hennar.
Baldvin Jónsson
(Baldi Jóns.).