Morgunblaðið - 17.01.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.01.2020, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020 ✝ Hörður Ein-arsson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík hinn 30. ágúst 1952. Hann andaðist á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi hinn 24. desember 2019. Foreldrar hans voru Einar Jóns- son, f. 28. mars 1926, d. 30. janúar 2014, húsgagnabólstrari, og Þóra Valdimarsdóttir, f. 5. mars 1931, húsmóðir. Hörður var elst- ur þriggja barna foreldra sinna en fyrir átti Þóra einn son. Hinn 4. apríl 1974 kvæntist Hörður eftirlifandi eiginkonu sinni, Ólöfu Þórólfsdóttur, f. 11. desember 1955, matartækni og húsmóður. Foreldrar hennar eru Þórólfur Þorgrímsson, f. 30. desember 1928, húsasmíða- meistari, og Halldóra Halldórs- dóttir, f. 13. febrúar 1928, hús- móðir. Börn Harðar og Ólafar fræðingur. Dætur þeirra a) Heiðrún Birna, f. 2014, b) Hrafndís Ólöf, f. 2019. 4) Ragnar Þór, f. 8. ágúst 1990, rafiðnfræð- ingur, maki Hanna María Ósk- arsdóttir, f. 1990, viðskiptafræð- ingur. Synir þeirra a) Henrik Veigar, f. 2015, b) Viðar Kató, f. 2016. Hörður lauk prófi í renni- smíði frá Iðnskólanum í Hafn- arfirði 1972, prófi í pípulögnum frá sama skóla árið 1979 og um aldamótin 2000 prófi frá Tækni- skólanum. Hann starfaði víða, m.a. hjá Vélsmiðju Hafnar- fjarðar, Stálvík, Kísiliðjunni við Mývatn, við pípulagnir hjá Sam- úel V. Jónssyni, Plastos og Báta- lóni. Síðustu 15 ár starfsævinnar starfaði hann hjá félögum sín- um, Magnúsi Guðbjartssyni og Vilberg Jónssyni, hjá Virki við byggingaframkvæmdir. Áhugamál Harðar voru ferða- lög innan lands og utan. Hann var mikill áhugamaður um ætt- fræði og var virkur félagi í Ætt- fræðifélaginu um árabil. Útför Harðar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 17. janúar 2020, klukkan 13. eru: 1) Einar Þór, f. 16. nóvember 1973, hagfræðingur, maki Auður Kristín Árnadóttir, f. 1974, sagnfræðingur. Dætur þeirra a) Ingibjörg Sóley, f. 1998, b) Katrín Vala, f. 2002, c) Elín Helga, f. 2008. 2) Signý Dóra, f. 17. júlí 1978, ljósmóðir, sambýlismaður Einar Ragnars- son, f. 1980, byggingafræð- ingur. Dætur Signýjar Dóru og Ingva Þórs Markússonar (skilin) a) Anna María, f. 2000, dóttir hennar og Böðvars Inga Eiðs- sonar, f. 1997, er Máney Myrra, f. 2020, b) Birna Margrét, f. 2004, c) Emelía Guðbjörg, f. 2008. Börn Einars af fyrra sam- bandi a) Gerald Breki, f. 2002, b) Sindri Thor, f. 2007, c) Elma Júl- ía, f. 2013. 3) Jóna Margrét, f. 16. maí 1989, lögmaður, maki Björn Freyr Björnsson, f. 1986, lög- Það er undarleg tilfinning að setjast niður og skrifa minning- arorð um föður sinn; föður, afa og nú langafa, sem fór alltof snemma frá okkur. Stundum finnst manni lífið ósanngjarnt og að ekki hafi verið rétt gefið. Mestu skiptir þó að spila vel úr þeim spilum sem maður fær í líf- inu og ef það gengur ekki nógu vel er aldrei of seint að breyta um stefnu og bæta sig. Tilvera pabba, mömmu og okkar allra tók óvænta stefnu í sumar þegar hann veiktist. Síðustu dagana fyrir jól dvaldi pabbi á líknardeild Landspítalans, þá orðinn mjög veikur. Við systkinin áttum mikil- vægar stundir með honum þar og sennilega okkar einlægustu sam- töl við hann. Pabbi vildi ekki ræða veikindi sín mikið en þegar við bræður vöktum yfir pabba síðustu nóttina hans sáum við hvað veikindin voru honum átakanleg. Ekkert okkar var þó búið undir svo snöggan endi. Og svo komu jólin; jól sem áttu eftir að vera undarlegri en öll önnur jól sem við systkinin höfum upp- lifað. Pabbi átti sér þá ósk að við breyttum engu, héldum í allar venjur og hefðir. En jólin voru tómleg án pabba. Við systkinin fæðumst á 17 ára tímabili og höfum því ólíkar minningar af föður okkar. Sterk- ar minningar Einars og Signýjar eru tengdar ferðalögum fjöl- skyldunnar um landið, í grænum Saab þar sem ABBA- og Dire Straits-kassetturnar voru spilað- ar í græjunum í rykmekkinum á malarvegunum. Yngri systkinin, Jóna og Ragnar, hafa sömu sterku minningar tengdar ferða- lögum – bara ekki malarvegum og kassettum. Það mátti ekki fara í ferðalag út í sveit nema leita í einhverjum ættfræðibók- um milli þess sem þulið var upp hvað fjöllin og árnar hétu og sög- ur sagðar um hvern hól og dal. Við kunnum ekki að meta landa- fræðina á þeim tíma, en lærðum það síðar. Við munum hvernig hann hafði endalausan áhuga á að vita hverra manna allir væru og hvernig ættir voru raktar fram og til baka þannig að maður varð alveg ringlaður. Pabbi vildi okkur systkinunum vel, aðstoðaði okkur með heima- lærdóminn og vissi oft ótrúleg- ustu hluti. Hann gat verið þrjósk- ur og átti stundum erfitt með að skipta um skoðun. Hann lét okk- ur reyna að gera hlutina sjálf, til að læra af mistökum og til að verða færari og betri manneskj- ur. Þetta veganesti hefur hjálpað okkur systkinunum í lífinu. Í seinni tíð sáum við svo nýja hlið á föður okkar; afa sem dekr- aði barnabörnin og leyfði þeim að komast upp með hluti sem við börnin hans hefðum aldrei fengið að komast upp með. Og þegar spilunum í spilastokknum fór fækkandi sáum við betur og bet- ur hversu góður maður hann pabbi okkar var. Við erum honum þakklát fyrir að hafa stutt okkur í gegnum súrt og sætt og komið okkur heilum út í lífið. Hvíl í friði elsku pabbi. Einar Þór, Signý Dóra, Jóna Margrét og Ragnar Þór. Í dag kveðjum við Hörð frænda. Við vorum systkinabörn en í mínum huga var hann eins og litli bróðir minn. Foreldrar hans bjuggu fyrstu mánuðina eftir að hann fæddist heima hjá afa okkar og ömmu, en þar var ég svo lán- söm að alast upp. Ég var 9 ára er Hörður fæddist og því kom Hörð- ur eins og sólargeisli inn í fjöl- skyldu okkar þar sem ég var eina barnið á heimilinu. Reyndar leit ég alltaf á föðurbræður mína sem bræður mína, svo kom Hörður og þá var augljóst að hann varð að vera litli bróðir. Er foreldrar Harðar fluttu á Öldugötuna varð ég kvöldbarnapían. Hafnarfjörð- ur var ekki stór bær á þessum ár- um þ.e. árin milli 50 og 60 og ekki var langt á milli fjölskyldna. Hörður kom mikið til okkar á Smyrlahraunið og átti góða vini í hverfinu og alltaf var gott að vera hjá ömmu og afa sem dekruðu við okkur. Leiksvæðið í kringum hús ömmu og afa var líka yndislegt stór og góður garður og stutt í óbyggt hraunið. Er árin liðu og við barnabörn ömmu og afa stofnuðum okkar eigin fjölskyldur hittumst við þó alltaf öðru hvoru heima á Smyrla- hrauninu því við vorum mjög hænd að gömlu hjónunum. Árin liðu og gömlu hjónin kvöddu þessa veröld og við yngra fólkið fórum hvert í sína áttina. Alltaf var þó góður þráður milli okkar Harðar því hann hefur alltaf ver- ið í mínum huga litli bróðir minn. Hörður kvæntist Ólöfu og saman eignuðust þau fjögur dug- leg börn. Það var alltaf mikill hugur í Herði að vinna og læra. Hann tók sveinspróf í rennismíði 1972 og bætti síðan við sig sveins- prófi í pípulögnum 1979. Bæði lögðu þau Ólöf svo metnað sinn í að börnin þeirra menntuðu sig og fengju góða starfsmenntun. Er börnin voru farin að heim- an fóru Ólöf og Hörður að ferðast. Bretland var þeirra uppáhaldsland og voru farnar margar ferðir þangað og allar vel undirbúnar. Þau lásu sér til um alla staði sem farið var á og sama var, er þau fóru yfir á meginland Evrópu, því Hörður var vel að sér í sögu heimsstyrjaldanna. Hörður og Ólöf létu vegalengdir ekki aftra sér ef þeim datt í hug að skreppa eitthvað. Mér er minnisstætt í sumar er við Krist- ján vorum í Grímsnesinu og þau hringdu og spurðu hvort þau mættu ekki koma í kaffi. Hvar er- uð þið spurði ég, á Akranesi, við verðum komin eftir smástund. En síðastliðið vor var ákveðið að breyta til, sleppa Evrópu og koma í október að heimsækja okkur Kristján á Flórída. Hörður var þá farinn að verða slæmur í fæti en það átti ekki að aftra hon- um frá Flórídaferðinni. Við vor- um búin að ákveða hvað skyldi skoðað því margt er að sjá ef fólk hefur áhuga. Ekki óraði okkur þá fyrir að veikindin tækju völdin. Er nálgaðist október ákváðum við öll að geyma Flórídaferðina til vors. Í desember var augljóst að veikindin voru farin að aukast en að hann næði ekki jólahátíð- unum áttum við ekki von á. Á Þorláksmessu sat ég hjá honum og við ræddum við um ömmu og afa sem við bæði áttum alltaf athvarf hjá ef erfiðleikar þjökuðu okkur. Ég kvaddi litla bróður minn Hörð og veit að gömlu hjónin okkar hugsa um hann núna. Hjördís. Hörður var dyggur vinur okk- ar og félagi í Ættfræðifélaginu í áratugi. Ég man hann fyrst ung- an, grannan og léttan í spori og það átti aldrei eftir að breytast, ekki fyrr en hann birtist með glansandi silfurbúinn staf á stjórnarfundina og stakk örlítið við. En alltaf var hann jafn flott- ur. Ekki sakaði að hann var mikill fagurkeri í klæðaburði þótt oftast kæmi hann skítugur upp fyrir Hörður Einarsson ✝ KristrúnSkúladóttir var fædd 1. júní 1929 í Reykjavík. Hún lést 8. janúar 2020 á taugadeild Land- spítalans í Foss- vogi. Foreldrar henn- ar voru hjónin Skúli Símon Egg- ertsson rakara- meistari, f. 8. sept- ember 1905, d. 14. mars 1955, frá Bolungarvík, og Klara Rögnvaldsdóttir verslunarmær, f. 8. janúar 1898, d. 26. júlí 1989, frá Saurbæ í Dalasýslu. Kristrún var eina barn foreldra sinna. Foreldrar Skúla voru Eggert Lárusson sjómaður, f. 12. janúar 1880, d. 13.6. 1955, og Kristrún Símonardóttir hús- freyja, f. 9. apríl 1871, d. 26.12. 1928. Foreldrar Klöru voru Rögnvaldur Rögnvaldsson Magnússon bóndi, f. 7. septem- ber 1869, d. 13. mars 1916, og Anna Soffía Oddsdóttir ljós- móðir, f. 20. ágúst 1866, d. 15. ágúst 1943. Kristrún ólst upp í Reykjavík til þriggja ára aldurs þegar for- d. 20. mars 2005. Barn þeirra er Klara Lísa, f. 3. september 1967, bankastarfsmaður. Krist- rún átti fimm barnabörn og eitt langömmubarn. Fyrsti starfsvettvangur Kristrúnar að loknu versl- unarnámi var hjá heildverslun Guido Bernhöft, þar sem hún starfaði um árabil. Um 1950 hóf Kristrún störf hjá Raforku- málastofnun og Rafmagns- eftirliti ríkisins en fór árið 1960 til starfa í Háskóla Íslands, þar sem hún var einkaritari há- skólarektors. Hún lét af störf- um í háskólanum árið 1967 þeg- ar hún hóf störf við heildversl- un þeirra hjóna, þar sem hún starfaði óslitið til ársins 1990 þegar fyrirtækið var selt. Kristrún lagði dýraverndun- arsamtökum lið með sjálfboða- liðastarfi. Á yngri árum söng hún mikið og myndaði m.a. kvintett með fjórum skólasystr- um sínum. Komu þær víða fram á skemmtunum. Hún var á seinni árum virkur félagsmaður Blindrafélagsins og starfaði mikið í félagsstarfi aldraðra í Reykjavík. Kristrún lést á afmælisdegi móður sinnar, 8. janúar, en hún veiktist óvænt í september sl. og átti við vanheilsu að stríða upp frá því til dánardags. Útför Kristrúnar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 17. jan- úar 2020, klukkan 13. eldrar hennar fluttu til Bolungar- víkur, þar sem þau bjuggu um árabil en fluttu svo aftur til Reykjavíkur ár- ið 1937. Í Reykja- vík áttu þau lengst af heimili á Lauga- vegi 81, þar sem Skúli var jafnframt með rakarastofu sína. Í Reykjavík gekk Kristrún í Austurbæjarskóla og síðar í Verslunarskóla Íslands. Lauk hún verslunarprófi árið 1947. Kristrún eignaðist sitt fyrsta barn 17. febrúar 1953 þegar hún átti Skúla Eggert, cand juris. Barnsfaðir hennar var Þórður Þorvarðsson, f. 3. apríl 1930, d. 21. febrúar 2009, deild- arstjóri á Landspítala. Fyrri maður Kristrúnar var Þor- steinn Jónsson, f. 11. janúar 1934, d. 17. nóvember 1972. Þau skildu eftir árs hjónaband. Barn þeirra er Gunnar raf- virkjameistari, f. 4. febrúar 1958. Síðari maður Kristrúnar var Hervald Eiríksson stórkaupmaður, f. 6. apríl 1931, Þær eru búnar að vera undar- legar síðustu vikurnar fyrir okkur börnin hennar Kristrúnar Skúla- dóttur. Óvænt veikindi í haust kipptu fótunum undan daglegu lífi og hún átti fyrir höndum spít- aladvöl sem hún átti ekki aftur- kvæmt úr. Hún náði undraverð- um bata á síðustu vikum en allt kom fyrir ekki. Hún fékk hægt andlát 8. janúar sl. Hún var einkabarn foreldra sinna sem voru bæði útivinnandi. Hennar gæfa var hve mikla áherslu foreldrar hennar lögðu á að hún menntaði sig. Verslunar- skólinn varð fyrir valinu og Krist- rún lauk þaðan verslunarprófi 18 ára að aldri. Eftir það starfaði hún við skrifstofustörf hjá Raf- orkumálastofnun og Háskóla Ís- lands. Skólasystkini hennar úr Versló bundust tryggðaböndum og stelpuklíkan hennar varð að ævivinkonum. Söngurinn batt þær saman og fimm syngjandi stelpur við eigin gítarundirleik fóru að skemmta landanum. Svo tóku fullorðinsárin við og elsta barn hennar fæddist þegar hún var 23 ára. Bjó hún með frumburð sinn hjá foreldrum sín- um þar til faðir hennar lést óvænt 49 ára að aldri. Svo bættist við annar drengur hjá þeim mæðgum og saman héldu þau heimili fjög- ur. Það var oft erfiður tími hjá þeim, lítið var á milli handa en þær mæðgur voru vinnusamar og smám saman rættist úr. Á árinu 1964 gekk Kristrún í hjónaband með Hervald Eiríks- syni, eignuðust þau eina dóttur. Áttu þau góða ævi saman í 40 ár þar til hann féll frá. Ráku þau í aldarfjórðung heildverslun. Þeg- ar fyrirtækið var selt sneri Krist- rún sér að sjálfboðavinnu. Móðir okkar var harðdugleg og komst í gegnum margs konar erf- iðleika á lífsleiðinni. Hún var sjálfstæð og ákveðin kona sem hélt sínu striki en um leið hlý og var góðmennskan uppmáluð gagnvart öllum sem urðu á henn- ar leið. Þegar Kristrún missti lífsföru- naut sinn hóf hún nýtt líf, seldi hús þeirra og keypti sér íbúð á Sléttuvegi. Þá hófst síðasti kafl- inn í lífi hennar þar sem hún kynntist fjölda fólks í samtökum aldraðra og í Blindrafélaginu sem hún mat mikils. Félagsstarfið þar var mikið og hún hafði nóg fyrir stafni. Og dýravinurinn var ekki sestur í helgan stein, hún tók að sér umkomulausan fugl sem hún tamdi og breytti í heimilisvin. Sjálf sagði hún margsinnis að síð- ustu árin hefðu verið hennar bestu ár. Móðir okkar mátti ekkert aumt sjá og var umhyggjusöm við menn og málleysingja. Hún dáði barnabörnin sín og naut samvista við þau og skipti þá engu þótt bú- sett væru í öðrum heimsálfum. Langömmubarnið hennar, sem bar nafn móður hennar, var mesta tilhlökkun sem hún bar í brjósti. Alltaf skipti velferð fjöl- skyldu og vina mestu. „Nei, ertu kominn?“ Hlýleg og fagnandi ávarpsorð þegar henni var heils- að. Hún gætti okkar og var traustasti vinurinn. Um leið og ekkert var henni óviðkomandi virti hún sjálfstæði okkar og var hvetjandi til allra góða verka. Vel- viljuð, næm og skynjaði á raddblæ hvernig líðanin var. Hennar er sárt saknað og dag- leg símtöl eða heimsóknir heyra nú sögunni til. Hún hefur nú hald- ið til austursins eilífa, við trúum því að hún hafi átt góða heim- komu. Skúli Eggert, Gunnar og Klara Lísa. Elskuleg tengdamóðir mín Kristrún Skúladóttir er látin. Það var fyrir 40 árum sem ég kynntist Kristrúnu þegar við Skúli byrjuð- um að vera saman. Þá bjó hún í Hraunbænum með Hervald, seinni manni sínum, í húsi sem þau höfðu keypt af foreldrum mínum. Á þessum árum var Klara móðir hennar á lífi og var eftir- tektarvert hversu natin og um- hyggjusöm hún var við móður sína. Hún var óþreytandi að send- ast með henni og kíkja til hennar í heimsókn, enda voru þær mæðgur mjög nánar. Kristrún lést á afmælisdegi móður sinnar. Kristrún tók seint bílpróf, var um fimmtug þegar hún dreif sig í það og keypti sér bíl. Henni fannst það mikið frelsi að geta farið um allt á eigin vegum. Krist- rún var góð kona, hlý og gefandi og þótti vænt um menn og mál- leysingja. Eftir að þau Hervald stofnuðu sitt eigið fyrirtæki þá vann hún þar þangað til þau seldu það. Það átti ekki við hana að sitja auðum höndum og vann hún í sjálfboðavinnu á flóamarkaði fyr- ir Dýraverndunarsamtökin og Kattholt. Hún naut þess að sinna þessum störfum og afla tekna fyr- ir góðgerðarfélögin. Kristrún flutti á Sléttuveginn eftir andlát Hervalds. Henni leið vel þar, var sjálfri sér nóg. Hún naut félagsskapar Blindrafélags- ins og eignaðist þar marga góða félaga. Ófáar heimsóknir voru farnar á Sléttuveginn og alltaf fagnaði hún fólkinu sínu vel. Það var gott að vera tengda- dóttir Kristrúnar sem tók mér af- skaplega vel frá fyrstu tíð. Sýndi mér alla tíð kærleik, hlýju og vin- semd og það var gott að koma til hennar. Hún var góður hlustandi, trú og trygg sínu fólki. Milli okkar ríkti vinátta og væntumþykja sem aldrei bar skugga á. Þegar fyrsta barnabarnið fæddist man ég hversu innilega stolt, hrærð og glöð hún var. Eins var það líka svo með hina dreng- ina okkar Skúla að allir voru þeir jafn dýrmætir í hennar augum. Hún hafði unun að fá drengina sína í heimsókn og dekstra við þá. Það var strax samkomulag milli okkar að þegar drengirnir kæmu í heimsókn þá mætti dekstra við þá enda eiga öll börn skilið að eiga ömmu eins og hana sem bar þá á höndum sér. Hún var ákaflega stolt af þeim öllum. Hvatti þá til dáða, hafði gaman af að spjalla við þá um alla heima og geima. Ekki má gleyma spilamennskunni en fátt var skemmtilegra en að fá að fara til ömmu sinnar í pössun og taka í spil og naut Kristrún þess- ara stunda ekki síður en dreng- irnir. Hún sýndi þeim hlýju og var vinur þeirra. Helgi Skúli, Daði Rúnar og Hlynur Jökull sakna sárt ömmu sinnar og minnast hennar fyrir allt það sem hún var þeim, amma, félagi og vinur. Kristrún veiktist skyndilega. Hún var mikið búin að hlakka til þess að hitta fyrsta barnabarna- barnið sitt en daginn sem fjöl- skyldan kom til landsins veiktist hún. Að leiðarlokum þakka ég fyrir þann tíma sem ég átti samleið með tengdamóður minni. Hennar er sárt saknað en um leið er ég þakklát fyrir þennan góða og langa tíma sem við áttum saman. Blessuð sé minning hennar. Dagmar Elín Sigurðardóttir. Ég var 16 ára þegar ég hitti Kristrúnu, eða Rúnu eins og ég kallaði mömmu hennar Klöru minnar alltaf eftir okkar fyrstu kynni. Þetta skiptið er eina skipt- ið sem ég hef heyrt hana hækka róminn eða æsa sig yfir einhverju en málið var að Klara hafði verið heima hjá mér þá nóttina og ekki látið vita af sér og mamma hennar ekki ánægð og lét Klöru mína heyra það og áttaði sig ekki á því að ég var inni í herbergi og hlust- aði á reiðilesturinn og heilsaði mér með pirruðum rómi þegar hún sá að ég var inni í herberginu. „Í hverju er ég eiginlega lentur?“ hugsaði ég þá. Þrátt fyrir þessa byrjun á okkar samskiptum náð- um við Rúna strax vel saman og urðum góðir vinir. Við Rúna rifjuðum oft upp þessi fyrstu kynni okkar en aldrei aftur sá ég hana skipta skapi eins og þarna um árið. Rúna og Klara mín voru alla tíð góðar vinkonur og treystist vinátta þeirra eftir því sem árin liðu og þær náðu því að ferðast nokkrum sinnum sam- an erlendis. Þær ferðir gáfu báð- um góðar minningar. Það leið varla sá dagur sem Rúna og Klara ræddu ekki saman á heimili okkar eða hennar eða í síma og verður missirinn að því mikill fyrir Klöru mína. Strák- arnir okkar, þeir Hervald Rúnar og Eiríkur Egill, munu einnig sakna þess að heyra í ömmu sinni, Kristrún Skúladóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.