Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Moccamaster kaffivélar – margir litir
Verð 35.900 kr.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Aðeins ein íslensk kvikmynd rataði
inn á listann yfir þær 20 tekjuhæstu í
kvikmyndahúsum hér á landi á síð-
asta ári. Það var kvikmyndin Agnes
Joy sem rúmlega tólf þúsund manns
sáu. Hafnaði Agnes Joy í sautjánda
sæti á lista yfir tekjuhæstu mynd-
irnar í kvikmyndahúsum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Frísk, sem heldur utan um aðsókn í
kvikmyndahús, voru 16 íslenskar
myndir sýndar í kvikmyndahúsum
árið 2019. Er það sami fjöldi og árið
2018. Þrátt fyrir þetta fóru heildar-
tekjur af íslenskum kvikmyndum og
heimildarmyndum niður um 68%
milli ára. „Tæp 54 þúsund manns
keyptu sig inn á íslensk verk saman-
borið við 164 þúsund árið 2018. Hér
munar mest um gott gengi kvik-
myndanna Lof mér að falla og Víti í
Vestmannaeyjum, sem sýndar voru á
árinu 2018. Hlutfall íslenskra kvik-
mynda af heildartekjum er því ein-
ungis 4,8%, sem er það lægsta síðan
2015,“ segir í samantekt Frísk.
Samtals nam miðasala í íslenskum
kvikmyndahúsum 1.580.370.576
krónum, sem er 12% lækkun frá
árinu á undan. Alls lögðu 1.267.298
manns leið sína í kvikmyndahús á
árinu og er það um þrjár og hálf bíó-
ferð á hvert mannsbarn í landinu.
Avengers tekjuhæsta myndin
Tekjuhæsta mynd síðasta árs var
Avengers (Endgame), sem halaði inn
92 milljónir króna. Það gerir hana að
fimmtu tekjuhæstu kvikmynd í kvik-
myndahúsum síðasta áratuginn. Alls
sáu rúmlega 66 þúsund manns mynd-
ina. Næstar á eftir í vinsældum voru
The Lion King (68 þúsund gestir),
Joker (52 þúsund gestir), Frozen 2
(49 þúsund gestir) og nýjasta Star
Wars-myndin, The Rise of Sky-
walker (36 þúsund gestir).
Ein íslensk mynd á listanum
Avengers vinsælasta myndin í kvikmyndahúsum í fyrra
Vinsæl Agnes Joy var eina íslenska
myndin sem komst á topp 20 listann.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta var mikið áfall fyrir alla í
ráðinu. Okkur var verulega brugðið
að ástandið væri orðið svo slæmt að
það væri verið að brjóta lög á
börnum,“ segir Örn Þórðarson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
og fulltrúi í skóla- og frístundaráði.
Örn vísar í máli sínu til fundar í
ráðinu á þriðjudaginn síðasta þar
sem fram fór kynning á fjárhags-
uppgjöri og fjárhagsáætlunum
skólasviðs. Við umræðu hafi komið í
ljós að fjárhagsstaða margra grunn-
skóla í Reykjavík væri það slæm að
ekki væri til fjármagn til að greiða
fyrir forfallakennslu. Það hafi, að
sögn Arnar, leitt til þess að nem-
endur í mörgum bekkjum væru
sendir heim ef kennari þeirra
veiktist.
„Getum ekki sent börn heim“
„Rekstrarliðurinn forfallakennsla
er ekki fjármagnaður nægilega og
því þurfa skólastjórnendur að grípa
til þessa örþrifaráðs að senda nem-
endur heim. Það er gert þó að skóla-
skylda sé og lögboðið að nemendur
fái forfallakennslu í veikindum kenn-
ara sinna. Ástandið er því grafalvar-
legt í skólakerfinu,“ segir Örn. Hann
segir skýrslu innri endurskoðunar
hafa varpað ljósi á þessa vanfjár-
mögnun á síðasta ári. „En við höfum
ekki orðið eins illilega vör við þenn-
an raunveruleika og þarna kemur
fram. Þegar kemur að því að veita
forfallakennslu höfum við enga val-
kosti. Okkur ber samkvæmt lögum
að finna kennara – við getum ekki
sent börn heim,“ segir borgar-
fulltrúinn, sem kveðst munu óska
eftir frekari skýringum á stöðunni.
„Við munum kalla eftir upplýsing-
um um hvar nákvæmlega börn hafi
verið send heim, hversu oft og
hversu mikið. Það er alvarlegt ef
þetta er að lenda á sömu börnum aft-
ur og aftur.“
Vandinn er tvíþættur
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-
og frístundasviðs Reykjavíkur-
borgar, segir í samtali við Morgun-
blaðið að alltaf geti skapast aðstæð-
ur sem ómögulegt sé að leysa.
Skólastjórar í borginni geri sitt
besta og það sé ekki fyrsti valkostur
þeirra að börn séu send heim vegna
forfalla. Hann segir að vandinn sé
tvíþættur. Annars vegar dugi fjár-
magn ekki en hins vegar geti reynst
erfitt að manna forfallakennslu.
„Almennt má segja að skólar fá
fjárveitingar til að standa straum af
kostnaði vegna forfallakennslu í
skammtímaveikindum. Það er fjár-
veiting sem nær yfir allt árið. Það
geta komið upp tilvik þar sem sú
fjárveiting dugar ekki til að mæta
kostnaði vegna veikinda,“ segir
Helgi og bætir við að ef fjárhags-
staða skóla sé slík að ekki sé afgang-
ur annars staðar frá fari skólinn í
halla það árið.
Ekki nýr vandi
Þetta ástand kannast Magnús Þór
Jónsson, formaður Félags skóla-
stjórnenda í Reykjavík og áheyrnar-
fulltrúi í skóla- og frístundaráði, við.
Ekki sé lengur hægt að sækja í mið-
læga potta þegar veikindi verði
meiri en áætlanir borgarinnar geri
ráð fyrir. „Þar sem skammtímafor-
föll eru ekki lengur bætt að fullu
getur komið sú staða upp innan
skóla að mikil forföll hafi bein áhrif á
fjárhagsstöðu þeirra og geti leitt til
halla sem þurfi að flytja á milli ára,“
segir Magnús.
Helgi segir enn fremur að aukið
fjármagn myndi ekki leysa allan
vandann. „Á unglingastiginu er til að
mynda verið að kenna þannig fög að
skólastjórar ná ekki hæfum kennara
inn í staðinn. Í staðinn fyrir að
kenna bara eitthvað hafa þeir valið
að fella þá niður kennsluna. Þetta er
í tilvikum þar sem forföll verða í fagi
sem krefst fagþekkingar og slíku
fólki er ekki endilega til að dreifa.“
Hann segir að þetta sé ekki nýr
vandi og kveðst ekki telja að hann sé
stærri nú í vetur en verið hefur.
„Þetta hefur verið í deiglunni og er
auðvitað mismunandi milli skóla,
sérstaklega á unglingastiginu.“
Morgunblaðið/Eggert
Á heimleið Fjárhagsstaða margra grunnskóla í Reykjavík er slík að ekki er til fé til að greiða fyrir forfallakennslu.
Nemendur sendir heim
ef kennarar eru veikir
Borgarfulltrúi segir ónógt fjármagn fyrir forfallakennslu
Örn Þórðarson Helgi Grímsson
Skipa á átakshóp til að finna lausnir
á brýnum vanda bráðamóttökunnar
og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta
er sameiginleg niðurstaða fundar
heilbrigðisráðherra, landlæknis og
forstjóra Landspítalans sem haldinn
var í heilbrigðisráðuneytinu í gær.
Á fundinum var fjallað um aðstæð-
ur á bráðamóttöku Landspítalans,
vandamálin sem þar er helst við að
etja og aðgerðir til að leysa vandann
til skemmri og lengri tíma. Land-
læknir afhenti heilbrigðisráðherra
minnisblað í vikunni varðandi stöð-
una á bráðamóttöku Landspítala og
var efni þess kynnt fyrir forstjóra
sjúkrahússins og þeim stjórnendum
sjúkrahússins sem sátu fundinn í
gær auk hans.
Í minnisblaði landlæknis segir að
þrátt fyrir fjölda aðgerða sem gripið
hafi verið til af hálfu heilbrigðisráðu-
neytisins og Landspítalans hafi stað-
an á bráðamóttökunni ekki batnað.
Allt of margir sjúklingar bíði þar eft-
ir innlögn á deildir spítalans. Telur
embættið meginvandann vera skort
á hjúkrunarrýmum og vöntun á
hjúkrunarfræðingum og sjúkralið-
um á legudeildum spítalans. Alls eru
nú 40 rúm lokuð á bráðalegudeildum
spítalans vegna skorts á hjúkrunar-
fræðingum og sjúkraliðum en voru
35 fyrir ári.
Átakshópur um
bráðamóttökuna
Niðurstaða fundar með LSH í gær
Í nýjum kjarasamningi Starfsgreina-
sambands Íslands (SGS) og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga er
kveðið á um að laun hækki um 90
þúsund frá 1. janúar sl. til 1. janúar
2022 og ári síðar hækka laun í sam-
ræmi við hækkanir á almennum
vinnumarkaði. SGS skrifaði í gær
undir samninginn fyrir hönd 17 að-
ildarfélaga sinna.
Samið var um að félagsmenn
fengju greidda 195 þúsund kr. ein-
greiðslu vegna þess hversu lengi hef-
ur dregist að gera kjarasamninginn
en meirihluti hennar, eða 125 þús-
und, hefur þegar verið greiddur þeg-
ar félagsmenn fengu innágreiðslu
vegna þessara tafa í október sl.
Vinnutíminn styttist
Í nýju samningunum er samið um
að tekin verði markviss skref til
styttingar vinnuvikunnar, en frá 1.
janúar á næsta ári styttist hún um 65
mínútur fyrir fólk í fullu starfi.
Skv. tilkynningu SGS mun lág-
marksorlof starfsmanna í SGS-
félögunum sem starfa hjá sveitar-
félögum verða 30 dagar. Þá náðist
samkomulag um persónuuppbót sem
greiðist 1. maí ár hvert og nemur
50.450 kr. fyrir fullt starf árið 2020.
Desemberuppbót hækkar úr 115.850
í 124.750 kr. árið 2022.
Stigin verða skref til jöfnunar líf-
eyrisréttinda milli starfsmanna á al-
mennum og opinberum vinnumark-
aði með stofnun sérstaks Félags-
mannasjóðs. Atvinnurekendur
greiða mánaðarlega framlag í sjóð-
inn sem nemur 1,5% af heildar-
launum félagsmanna. Fyrsta úthlut-
unin úr sjóðnum verður á þessu ári
og fá þá allir félagsmenn í fullu starfi
61 þúsund króna greiðslu vegna
þessa.
Í samningunum er líka að finna
ákvæði sem tekið verður upp, sem
kveður á um að félagsmenn sem
starfað hafa samfellt í þrjú ár geta
fengið launað leyfi í samtals þrjá
mánuði til að stunda viðurkennt
starfsnám.
Í kjaraviðræðum hefur að undan-
förnu illa gengið að ná samkomulagi
um fyrirkomulag vaktavinnu. Í sam-
komulaginu frá í gær kemur fram að
SGS mun áfram taka þátt í starfs-
hópi aðila opinbera vinnumarkaðar-
ins um þau mál.
90 þúsund kr.
hækkun á næstu
tveimur árum
17 SGS-félög og sveitarfélög semja
Ljósmynd/SGS
Samningar SGS samdi við sveitar-
félögin í Karphúsinu í gær.