Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 35
Teitur
Þórðarson
Ólafur
Þórðarson
Þórður
ÞórðarsonStefán
Þórðarson
Þórður Þ.
Þórðarson
Stefán
Teitur
ÞórðarsonOliver Stefánsson
Þórður Þórðarson
ÍÞRÓTTIR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Ís-
lands í knattspyrnu, mun gangast undir
læknisskoðun hjá ítalska A-deildar-
félaginu Brescia í dag, en það var Sky
Sports sem greindi frá þessu í gær.
Birkir hefur verið sterklega orðaður við
Genoa í ítölsku A-deildinni undanfarna
daga, en hann hefur verið án félags síð-
an samningur hans við Al-Arabi rann út
um áramótin. Hjá Brescia hittir Birkir
meðal annars fyrir Mario Balotelli, fyrr-
verandi framherja Liverpool og Man-
chester City, en Balotelli á að baki 36
landsleiki fyrir Ítalíu þar sem hann hef-
ur skorað 14 mörk. Brescia er í miklum
vandræðum í nítjánda og næstneðsta
sæti A-deildarinnar með 14 stig eftir
nítján umferðir, tveimur stigum frá
öruggu sæti.
Fimm nýliðar tóku þátt í 1:0 sigri
karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu á
Kanada í Kaliforníu í fyrrinótt. Daníel
Leó Grétarsson og Höskuldur Gunn-
laugsson voru í byrjunarliðinu og inn á
komu þeir Stefán Teitur Þórðarson,
Bjarni Mark Antonsson og Alfons
Sampsted. Sigurmarkið skoraði Hólm-
ar Örn Eyjólfsson eftir hornspyrnu
Davíðs Kristjáns Ólafssonar og var
þetta annað mark Hólmars í þrettán
landsleikjum.
Enska knattspyrnufélagið Mancester
United samþykkti tilboð frá ítalska
A-deildarfélaginu Inter Mílanó í fyrirlið-
ann Ashley Young í gærkvöldi sam-
kvæmt fjölmiðlum á Englandi. Inter
þarf að borga United 1,3 milljónir punda
fyrir leikmanninn, sem hefur verið
sterklega orðaður við ítalska félagið
undanfarna daga. Young kom til United
frá Aston Villa sumarið 2011 og kostaði
20 milljónir punda. Hann á að baki 261
leik fyrir United þar sem hann hefur
skorað 19 mörk og lagt upp önnur 43
en hann var gerður að fyrirliða United
fyrir tímabilið.
Finnur Freyr Stefánsson og læri-
sveinar hans í danska körfuknattleiks-
liðinu Horsens eru komnir á toppinn í
efstu deild Danmerkur eftir 12 stiga
sigur gegn Næstved á útivelli í gær,
85:73. Sigur Horsens var aldrei í hættu,
en liðið leiddi með 12 stigum í hálfleik,
57:45. Næstved vann sig inn í leikinn í
þriðja leikhluta og var munurinn á lið-
unum fimm stig fyrir fjórða leikhluta.
Horsens reyndist hins vegar sterkari
aðilinn í fjórða leikhluta og fagnaði
sigri.
Horsens er með 28 stig í efsta sæti
deildarinnar eftir sextán spilaða leiki en
Randers kemur þar á eftir, einnig með
28 stig, en Randers hefur spilað
sautján leiki. Bakken Bears er í þriðja
sætinu með 26 stig eftir fimmtán leiki.
Vegna umfjöllunar um landsliðsætt-
liðina fjóra á Akranesi hér til hliðar er
rétt að taka fram að þetta hefur áður
gerst hér á landi, en þar
er um blandaðan ætt-
legg að ræða, leikmenn
í bæði karla- og kvenna-
landsliði Ís-
lands. Það
eru Albert
Guðmunds-
son eldri,
Ingi Björn
Albertsson,
Kristbjörg Inga-
dóttir og Albert
Guðmundsson
yngri, sem er
leikmaður AZ
Alkmaar í Hol-
landi.
Eitt
ogannað
FÓTBOLTAÆTT
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þegar Stefán Teitur Þórðarson frá Akranesi
kom inn á sem varamaður hjá íslenska karla-
landsliðinu í knattspyrnu í sigurleiknum
gegn Kanada, 1:0, í Irvine í Kaliforníu í
fyrrinótt var það söguleg stund.
Hann varð þar með fjórði ættliðurinn
til að spila með íslenska landsliðinu, allt
frá því Þórður Þórðarson langafi hans
lék alla 18 landsleiki Íslands á ár-
unum 1951 til 1958.
Þórður skoraði 9 mörk í þessum
átján landsleikjum, m.a. tvö fyrstu
mörk Íslands í undankeppni stór-
móts, sem bæði komu í útileik gegn
Belgum í undankeppni HM árið 1957.
Lengi vel var það aðeins félagi hans Rík-
harður Jónsson sem hafði gert fleiri mörk
fyrir Ísland en Þórður lék einmitt fyrsta lands-
leik sinn 29. júní 1951 þegar Ísland vann Svíþjóð
4:3 og Ríkharður skoraði öll mörkin.
Synir Þórðar, þeir Teitur Þórðarson og Ólafur
Þórðarson, gerðu líka garðinn frægan með lands-
liði Íslands.
Teitur skoraði 9 mörk, alveg eins og faðir hans,
í 41 landsleik á árunum 1972 til 1985.
Ólafur lék 72 landsleiki, sem var um tíma lands-
leikjamet, og skoraði 5 mörk á árunum 1984 til
1996.
Í þriðja ættliðnum eru sonarsynir Þórðar og
bróðursynir þeirra Teits og Ólafs, þeir Stefán Þór
Þórðarson og Þórður Þórðarson yngri.
Stefán lék 6 landsleiki á árunum 1998 til 2008
og skoraði eitt mark.
Þórður yngri varði mark Íslands í einum lands-
leik árið 1996.
Stefán Teitur Þórðarson er síðan sem sagt
fjórði ættliðurinn en hans ferill með A-landsliðinu
hófst í Kaliforníu í fyrrinótt eins og
áður sagði.
Fyrir utan þessa A-landsliðsmenn
eru fleiri öflugir fótboltamenn í fjöl-
skyldunni og tveir til viðbótar tilheyra
fjórða ættliðnum. Þórður Þorsteinn Þórðar-
son, sonur Þórðar markvarðar, hefur verið
landsliðshópi U21 árs en náði ekki að spila lands-
leik. Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs, sem
er aðeins 17 ára gamall hefur spilað 17 leiki með
yngri landsliðum Íslands og er orðinn atvinnu-
maður hjá Norrköping í Svíþjóð en með sama fé-
lagi léku einmitt bræðurnir Stefán Þór faðir hans
og Þórður markvörður um skeið.
Allir þessir knattspyrnumenn í fjölskyldunni
hafa leikið stóran hluta ferils síns ÍA eins og ætt-
faðirinn Þórður og flestir farið í atvinnumennsku
til útlanda.
Fleira landsliðsfólk er í fjölskyldunni því Sveinn
Teitsson, mágur Þórðar, var samherji hans í
landsliði Íslands og Árni Sveinsson sonur hans lék
lengi með landsliðinu. Sigursteinn Gíslason og
Árni voru systkinasynir. Þá lék Magnea Guð-
laugsdóttir, eiginkona Stefáns Þórs og móðir Oli-
vers, með kvennalandsliði Íslands.
Þórður
Þórðarson
Stefán Teitur
Þórðarson
Fjórði ættliðurinn lék gegn Kanada
margir hverjir með stórliðum í Evr-
ópu. Jure Dolenec er til að mynda
samherji Arons Pálmarssonar hjá
Barcelona. Hann og Aron munu
væntanlega takast á á vellinum því
Dolenec er örvhent skytta. Þá hefur
Miha Zarabec verið í nokkur ár hjá
Kiel í Þýskalandi og var fenginn
þangað í stjórnartíð Alfreðs Gísla-
sonar. Hann er eldsnöggur og snjall í
gegnumbrotum. Þar af leiðandi óttast
ég að hann gæti fundið sig vel á móti
framliggjandi vörn Íslands þar sem
iðulega koma upp einvígi maður á
móti manni.
Margir í Ungverjalandi
Ungversku stórliðin hafa verið
dugleg að ná í slóvenska leikmenn.
Þrír eru hjá Veszprém og þrír hjá
Pick Szeged þar sem Stefán Rafn
Sigurmannsson leikur. Einn mark-
varða Slóveníu, Urh Kastelic, er hjá
Göppingen í Þýskaland og verður
Janus Daði Smárason samherji hans
á næsta tímabili.
Tveir í slóvenska hópnum eru því í
Þýskalandi en tveir eru einnig í Pól-
landi og þrír í Frakklandi. Einn þeirra
er hornamaðurinn Vid Kavtichik, sem
handboltaunnendur kannast margir
við, en hann er á 36. aldursári. Í Slóven-
íu er mikil hefð hjá liði Celje Lasko og
þrír leikmenn frá Celje eru í hópnum.
Góðir í boltagreinum
Slóvenía er eitt af þeim ríkjum sem
áður mynduðu Júgóslavíu og leika
knettir í höndunum á Slóvenum eins
og öðrum þar um slóðir. Slóvenía er
fámennt ríki, en þar búa einungis
rúmar tvær milljónir. Engu að síður
er Slóvenía Evrópumeistari í körfu-
knattleik, en þaðan er NBA-stjarnan
Luka Doncic. Knattspyrnulandsliðið
hefur komist á stórmót og handbolta-
landsliðið náði besta árangri sínum
þegar það lék til úrslita á heimavelli á
EM 2004 en tapaði þá í úrslitum fyrir
Þjóðverjum. Auk þess vann Celja
Lasko Meistaradeild Evrópu sama ár.
Verðlaunin tvenn sem minnst hefur
verið á 2004 og 2017 eru einu verðlaun
Slóvena á stórmótum. En síðustu ár
hafa þeir verið býsna góðir. Þeir kom-
ust þó ekki á HM í Þýskalandi í fyrra
en fyrir utan það hefur liðið staðið
framar en það íslenska síðustu árin.
Slóvenía varð í 6. sæti á EM 2012, 14.
sæti 2016 og í 8. sæti á EM 2018.
Komst í undanúrslit á HM 2013, hafn-
aði í 8. sæti á 2015 og fékk bronsið á
HM 2017 eins og áður segir. Auk þess
komst liðið á Ólympíuleikana í Ríó
2016 og féll þar úr keppni í 8-liða úr-
slitum.
Háspenna í Malmö?
Miðað við byrjun Slóvena í mótinu
nú má reikna með að þeir verði erfiðir
andstæðingar í dag. Íslenska liðið hef-
ur hins vegar einnig leikið vel þótt það
hafi dottið langt niður í síðari hálf-
leiknum gegn Ungverjalandi. Vonandi
hefur okkar mönnum tekist að hrista
af sér vonbrigðin gegn Ungverjum.
Ekki þyrfti að koma á óvart ef boðið
yrði upp á háspennu í Malmö í dag, en
leikurinn hefst klukkan 15 að íslensk-
um tíma.
Lið á mikilli siglingu
Slóvenar hafa unnið alla leiki sína á EM Skelltu Svíum í Gautaborg Eiga
leikmenn hjá stórliðum eins og Barcelona, Kiel, Veszprém og Pick Szeged
AFP
Markahæstur Bjarki Már Elísson í leiknum gegn Slóveníu í Metz 2017.
EM 2020
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Andstæðingur dagsins á EM karla í
handknattleik í Malmö er Slóvenía.
Jafnframt er leikurinn sá fyrsti hjá Ís-
landi í milliriðli II í mótinu. Þar hefja
Slóvenar leik með tvö stig en Íslend-
ingar ekkert.
Íslendingar mæta liði á mikilli sigl-
ingu því Slóvenar tóku sig til og unnu
alla leiki sína í riðlakeppninni. Þar
mættu þeir Svíum, Svisslendingum og
Pólverjum. Lið Slóvena virðist því
vera mjög sterkt; Svíar skoruðu að-
eins 19 mörk á móti þeim og þeim leik
lauk 21:19.
Slóvenía vann til bronsverðlauna á
HM í Frakklandi árið 2017. Þá mætt-
ust Ísland og Slóvenía í öðrum leik
riðlakeppninnar í Metz. Slóvenía vann
26:25 eftir spennuleik. Markahæstur í
íslenska liðinu í leiknum var Bjarki
Már Elísson með 7 mörk. Var það í
síðasta skipti sem liðin mættust á
stórmóti þar til nú.
Vranjes við stjórnvölinn
Þegar Slóvenía fékk brons árið
2017 var liðinu stjórnað af goðsögn-
inni Veselin Vujovic, einum snjallasta
handboltamanni allra tíma. Vægast
sagt litríkur þjálfari en sá sem nú
stýrir liðinu nýtur líklega meiri virð-
ingar sem þjálfari. Er það Svíinn lág-
vaxni Ljubomir Vranjes, sem vann
margoft til verðlauna með Svíum á
stórmótum sem leikmaður. Vranjes
gerði því Svíum grikk í riðlakeppninni
í heimaborg sinni Gautaborg. Vranjes
þekkir íslenskan handbolta og ís-
lenska handboltamenn afar vel og veit
við hverju má búast í dag. Hann þjálf-
ar einnig Íslendingaliðið Kristianstad
í Svíþjóð og tók við liðinu síðasta sum-
ar. Þar leika þeir Ólafur Guðmunds-
son og Teitur Örn Einarsson. Svíinn
hefur auk þess stýrt landsliðum Serb-
íu og Ungverjalands en er þekktastur
sem þjálfari fyrir að hafa verið hjá
Flensburg í sjö ár.
Slóvensku landsliðsmennirnir leika