Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020 Sími 552 2018 info@tasport.is Sjá allar okkar ferðir ogmeiri upplýsingar á 27. janúar-3. febrúar tasport.is Tenerife Hotel Jardin Tropical er staðsett við ströndina í Adeje og þaðan er fallegt útsýni yfir Atlantshafið og LaGomera. Hótelið státar af saltvatnslaug semer höggvin í klettinn þar semnóg er af bekkjum og stutt á er barinn, allt semþarf til að láta fara vel um sig. Innifalið: Flug, skattar og gjöld. 20 kg innrituð taska og 10 kg handfarangur. Gisting á 4* hóteli meðmorgunmat í 7 nætur. Frekari upplýsingar í síma 552 2018 eða info@tasport.is 149.900 kr. á mann í eina viku á Hotel Jardin Tropical því þangað leitar fólk með gigt og ýmsa húðsjúkdóma eftir því að fá bót meina sinna.“ Það voru einmitt þessi sérstöku skilyrði sem heilluðu Ómar Þór og föður hans fyrir tæpum fjórum árum. „Við komum á þennan stað og urð- um strax heillaðir af þessu svæði. Fegurðin ótrúleg og mjög þægilegt að vera þarna. Við ákváðum því að kaupa okkur íbúð til þess að geta komið hingað, rétt eins og margir Ís- lendingar hafa kosið að gera á síðustu áratugum á Spáni. Í kjölfarið keypt- um við tvær íbúðir í viðbót fyrir fjöl- skyldu og vini og einnig til að leigja út.“ Allir heillaðir af svæðinu Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Vinir og kunningjar sýndu þessu mikinn áhuga. Það kom þeim feðgum hins vegar meira á óvart að fólk, alls ókunnugt, tók að hafa samband og sýndi áhuga á íbúðunum. Það var fólk sem hafði áhuga á að dvelja um skemmri tíma á svæðinu en einnig hjón og fjölskyldur sem veltu fyrir sér að fjárfesta í íbúð á svæðinu. „Þetta sannfærði okkur um að það væri eftirspurn eftir þessari þjón- ustu. Við höfðum komist í samband við stórt fjölskyldufyrirtæki þegar við keyptum fyrstu íbúðirnar en það er verktakafyrirtæki sem nefnist Euro Marina. Þau kynntu fyrir okkur ýmsa möguleika á svæðinu og á ein- um tímapunkti fengum við kynningu á átta íbúða húsi á besta stað. Eftir að hafa skoðað teikningar og hönnun hússins, ásamt öðrum möguleikum sem það hafði upp á að bjóða gengum við til samninga og keyptum heilt hús með átta íbúðum,“ segir Ómar Þór. Framkvæmdir tóku um eitt ár og í september var húsið tekið í notkun. „Þetta hús kemur mjög vel út. Íbúðirnar eru um 100 fermetrar hver og fólk getur valið milli þess að vera á jarðhæð eða annarri hæð. Þeir sem velja fyrri kostinn geta gengið beint út í garð sem þykir oft kostur fyrir fólk með lítil börn. Á efri hæðinni eru svo íbúðir með góðum svölum.“ Í íbúðunum eru þrjú svefnherbergi og eitt þeirra er sértakt hjóna- herbergi með einkabaðherbergi. Þá er önnur aðstaða þannig að fólk á gott með að halda kostnaði við ferðalagið í lágmarki ef vilji er til. Þá er á húsinu þakgarður þar sem hægt er að hvíla lúin bein og láta líða úr sér. „Þarna er líka fullkomin eldhús- aðstaða sem einfalt er að nýta sér. Stofa með góðu sjónvarpi þar sem jafnvel er hægt að stilla inn á RÚV ef fólk fær heimþrá,“ segir Ómar Þór og brosir í kampinn. Gott samstarf við heimamenn Spurður út í samstarfið við verk- takann segir Ómar að það hafi allt gengið snurðulaust. „Það má segja að fjölskyldurnar séu orðnar góðir vinir og þau hafa m.a. heimsótt okkur hingað til Ís- lands. Það er líka gaman að sjá hversu vel er vandað til verka. Hér heima er oft talað um að á Spáni séu ekki mikil gæði í byggingariðn- aðinum. Þessi hús eru hins vegar byggð eftir ströngustu gæða- og ör- yggiskröfum og það finnst okkur skipta miklu máli.“ Hann bendir á að í fimm til sjö mín- útna göngufæri eru stórmarkaðir á borð við Lidl, Aldi og Consum sem hægt er að nýta. Þá eru mörg góð veitingahús á svæðinu sem bjóða mat á góðu verði. Gott aðgengi fyrir alla Aðstaðan er nútímaleg að sögn Ómars Þórs og þannig er lyfta í hús- inu þótt það sé aðeins upp á tvær hæðir. „Við leggjum áherslu á að allir geti nýtt sér þessa aðstöðu, óháð aldri eða líkamlegu atgervi. Sumar íbúðirnar eru þannig útbúnar að fólk með sér- þarfir getur auðveldlega dvalið þar um lengri eða skemmri tíma.“ Helgafell er hluti af stærri einingu. Fjögur hús af sama tagi mynda hring um sundlaugaraðstöðu sem Ómar Þór segir lykil að miklum þægindum fyrir þá sem dvelja í Helgafelli. „Það er gott að skella sér í laugina og taka sundsprett eða kæla sig í hit- anum þegar svo ber undir. Þarna er einstaklega gott að vera með börn og útsýni yfir allt svæðið. Ef maður vill meiri kyrrð er þakgarðurinn hins vegar mjög sniðugur.“ Hann segir að þótt Quesada sé ekki nema 25 þúsund manna bæjarfélag sé alls kyns afþreying í seilingarfjar- lægð. „Þarna er gott að komast í góðar gönguferðir, hjólahópar geta farið í góðar ferðir út frá bænum og svo er ströndin hvíta alveg einstök. Það er líka stutt í vatnsrennibrautagarð, nokkra glæsilega golfvelli, einstakan dýragarð og áhugafólk um keilu get- ur meira að segja fundið góðan stað í nágrenninu. Þá er mikið úrval af úti- svæðum sem hægt er að nýta til styttri og lengri göngutúra“ Þjónustan á íslensku Ómar Þór segir að hugmyndin að baki þjónustunni sé sú að þarna geti ís- lenskar fjölskyldur fundið sér afdrep til afslöppunar og góðrar afþreyingar. Hluti af hugmyndinni er einnig sú að fólk geti notið þjónustu á íslensku. „Það finnst ekki öllum gott að þurfa að tjá sig á ensku eða spænsku. Þá er mikilvægt að þjónustan sé á íslensku. Við erum með mjög góðan mann á svæðinu sem hægt er að leita til ef eitt- hvað er og við höfum fundið fyrir því að sú þjónusta sé mjög vel þegin.“ Ómar Þór segir það sama eiga við þegar fólk kynnir sér þjónustuna en heimasíða fyrirtækisins, helgafell- rental.is er á íslensku. Verðlagningin á þjónustunni virðist heldur ekki skemma fyrir. Yfir vetrar- mánuðina kostar nóttin um 8 þúsund krónur en hækkar í um 14 þúsund krónur yfir sumartímann. Flugframboðið nægt Miklar sviptingar hafa verið á flug- markaðnum síðustu misseri og tals- vert dró úr flugframboði til Spánar í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ómar Þór segir að þrátt fyrir það sé til- tölulega auðvelt að komast í beinu flugi til Alicante. „Norwegian hefur haldið uppi áætlunarflugi þangað allt árið um kring og fleiri flugfélög hafa bæst við þegar nær dregur sumri. Það á m.a. við um Icelandair.“ Lengri útgáfu af þessu viðtali geta innskráðir not- endur nálgast á mbl.is. Hótel Helgafell risið á Spáni Hvíta Helgafell Húsið er glænýtt og reist eftir ströngustu öryggis- og gæðastöðlum að sögn Ómars Þórs.  Feðgar hafa byggt upp hótelíbúðir í Quesada, hálftíma leið frá flugvellinum á Alicante  Segja mik- inn áhuga meðal Íslendinga  Einstakt veðurfar og sólskin 320 daga á ári  Nóttin á 8 þúsund krónur VIÐTAL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Við setjumst niður yfir rjúkandi heit- um kaffibolla sem Ómar Þór Ómars- son hefur galdrað fram úr stórri kaffivél af ítalskri gerð. Á síðustu árum hefur Ómar Þór, í samstarfi við föður sinn, Ómar Krist- jánsson, unnið að uppbyggingu hót- elíbúða á einstökum stað á Spáni. Upphaf verkefnisins má rekja til heimsóknar þeirra þangað. Síðastliðið haust tóku þeir í gagnið átta íbúða hús sem þeir reistu í bæn- um Quesada á suðurhluta Spánar. Húsið nefnist Helgafell „Við ákváðum að nefna þetta verk- efni Hótel Helgafell með vísan til fjallsins helga á Snæfellsnesi. Okkur feðgum þykir mjög vænt um það,“ segir Ómar Þór. Quesada er um 25 þúsund manna bær á suðurhluta Spánar, spölkorn frá flugvellinum í Alicante. „Þessi bær er um hálftíma leið frá Alicante og Torrevieja. Þetta er hins vegar að mörgu leyti rólegra svæði en þessir þekktu staðir og mannfjöldinn ekki eins mikill,“ segir Ómar Þór. Quesada er oft nefndur bærinn við hvítu ströndina og það er réttnefni. Eftir um tíu mínútna akstur frá Helgafelli er komið að strönd með hvítum sandi og þar finnst ferðalöng- um en ekki síst Spánverjum gott að venja komur sínar. „Okkur finnst það einmitt með- mæli með staðnum að Spánverjar venja komur sínar til bæjarins. Þeir leita ekki í allan mannfjöldann þar sem ferðaþjónustan er með met um- svif.“ Einstök veðurskilyrði En Ómar Þór segir að það sé meira en kyrrðin sem fólk leiti í. „Veðurskilyrði þarna eru í raun ótrúleg. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur meira að segja vottað það á ein- hverjum tímapunkti. Í Quesada eru 320 sólardagar á ári og loftslagið er ótrúlegt. Það er samspil hafgolunnar og fjallanna en ekki síst vatnsins La Laguna Rosa sem er salt, sem gerir skilyrðin þarna alveg einstök. Vatnið er raunar dálítið eins og Bláa lónið Ómar Þór Ómarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.