Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020
✝ GuðmundurGústafsson
fæddist í Reykja-
vík 8. mars 1935.
Hann lést á
hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni
8. janúar 2020.
Foreldrar Guð-
mundar voru Gúst-
af Þórðarson for-
stjóri, f. 4. ágúst
1910, d. 19. októ-
ber 1979, og Helga Snæbjörns-
dóttir húsmóðir, f. 3. júlí 1913,
d. 10. febrúar 2000. Guð-
mundur giftist árið 1956 Mar-
gréti Árnadóttur, starfsmanni
á auglýsingastofu, f. 2. apríl
1936. Foreldrar hennar Árni
Pálsson kaupmaður, f. 11. júlí
1907, d. 7. janúar 1995, og Guð-
mundía Elísabet Pálsdóttir, f.
12. mars 1910, d. 17. desember
1994, húsmóður og organisti.
Börn Guðmundar og Margrétar
eru: 1) Árni Guðmundsson, fé-
lagsuppeldisfræðingur, starfs-
maður Háskóla Íslands, f. 21.
mars 1957. Maki Ingiríður Óð-
insdóttir myndlistarmaður.
Börn þeirra: Ösp Árnadóttir
sálfræðingur, f. 12. september
1982. Freyr Árnason, leik-
stjóri/kvikmyndagerðarmaður,
f. 26. júní 1987, og Una Mar-
Rosa Rodenas, aðstoðar-
matráður, f. 20. janúar 1966.
Börn þeirra: Gústaf de la Rosa
Gústafsson nemi, f. 13. sept-
ember 2001, Daníel de la Rosa
Gústafsson nemi, f. 3. maí 2003.
Guðmundur ólst upp í
Skerjafirðinum. Hann var
Þróttari af lífi og sál og var
sem barn einn af stofnfélögum
Þróttar sem Halldór Sigurðs-
son og Eyjólfur Jónsson stofn-
uðu. Guðmundur iðkaði bæði
handknattleik og knattspyrnu
strax á fyrstu árum félagsins.
Guðmundur átti yfir 200 leiki
með meistaraflokk í handknatt-
leik. Guðmundur var fyrsti
Þróttarinn til þess að leika með
karlalandsliðinu í handknatt-
leik. Hann tók m.a. þátt í
heimsmeistaramótinu í Tékkó-
slóvakíu árið 1963. Guðmundur
átti farsælan feril sem spannaði
yfir tvo áratugi. Guðmundur
var sæmdur gullmerki Þróttar.
Guðmundur var vélvirki að
mennt. Hann nam við Iðnskól-
ann í Reykjavík auk þess sem
hann var lærlingur hjá Bur-
mester & Wain í Kaupmanna-
höfn. Guðmundur starfaði sem
ungur maður bæði til sjós og
lands m.a. við síldarbræðsluna
á Vopnafirði en lengst af starf-
aði Guðmundur hjá vélsmiðj-
unni Bjargi, Steinbock lyft-
araþjónustunni og síðast hjá
Olís þar sem hann var sölu-
stjóri.
Útför hans fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 17.
janúar 2020, klukkan 13.
grét Árnadóttir,
hárgreiðslukona
og förðunarfræð-
ingur, f. 20. októ-
ber 1993. 2) Helga
Guðmundsdóttir
leikskólakennari,
f. 2.12. 1963. Maki,
Óttar V. Hall-
steinsson rafeinda-
tæknifræðingur, f.
4. júní 1963. Börn
þeirra: Andri Ótt-
arsson læknir, f. 17. september
1988. Hlynur Óttarsson við-
skiptafræðingur, f. 18. janúar
1993. Aron Óttarsson nemi, f.
23. júlí 1996. 3) Guðmundur
Páll Guðmundsson hugbún-
aðarsérfræðingur, f. 3. maí
1966. Maki, Hjördís E. Gunn-
arsdóttir bókari, f. 9. desember
1965. Börn þeirra: Ástríður,
arkitekt, f. 2. mars 1983. Fann-
ar Gauti tölvunarfræðingur, f.
19. nóvember 1993. Margrét
Maren nemi, f. 4. október 1999.
Gunnar Óli nemi, f. 18. nóv-
ember 2000. 4) Alexander Þor-
steinn Guðmundsson, tölv-
unarfræðingur, f. 11. júní 1968.
Barn: Lilja Karen Alexand-
ersdóttir, f. 19. október 2009.
5) Gústaf Guðmundsson, hug-
búnaðarsérfræðingur, f. 13.
júlí 1970. Maki: María de la
Nú er víst komið að kveðju-
stund og sá tími upp runninn að
við þurfum að kveðja hann afa
Mumma. Afi minn var, eins og
við flest kannski, maður þver-
sagna. Ég þekki engan sem náði
jafn langt í íþróttum og hann,
en hann var framgangsríkur
landliðsmarkmaður í handbolta
en á sama tíma hef ég aldrei
þekkt neinn sem hefur reykt
jafn mikið þó svo að það hafi
dregið mikið úr því með aldr-
inum.
Hann var líka algjör nagli og
duglegur til vinnu. Sagan segir
að þegar hann fór á eftirlaun
hafi tveir starfsmenn í röð gef-
ist upp á starfinu hans og álag-
inu og að í kjölfarið hafi starf-
inu verið skipt niður í tvö störf.
Hann var líka klár, skarpur og
fljótur í hugsun.
Hann vissi allt um bíla og
hann kenndi mér allt sem ég
veit um bíla og flutti inn sína
eigin gæðabíla. Hann gaf mér
líka alltaf ráð þegar kom að því
að kaupa einn slíkan og hann
hafði alltaf rétt fyrir sér. Ég
bjó líka alltaf að því þegar ég
bjó hérlendis að ef ég var raf-
magnslaus eða bílinn bilaður þá
kom hann mér til bjargar. Ein-
hverra hluta vegna, í minning-
unni, var það oft þegar ég var
ung, líklega þegar ég leigði bíl
sem var á síðasta snúningi. Það
skipti ekki máli hvenær eða
hvar það var, hann var alltaf til
í að mæta og hjálpa mér.
Afi var líka sannkallaður
kappakstursmaður og það var
ekki fyrir viðkvæma að vera
með honum í bíl. Ekki er ég nú
bílhrædd en það má segja að
það hafi örlað á því þegar ég
var með honum í bíl. Hann
sikksakkaði, það er tók fram úr
þeim sem voru á hægferð,
keyrði hratt og var að öllu leyti
eins og fimur kappakstur-
skappi. Hann lenti aldrei í
árekstri og þökk sé tæki sem
hann keypti sér (langt á undan
sínum samtíðarmönnum og er-
lendis frá) þá var hann aldrei
stoppaður af löggunni fyrir of
hraðan akstur.
Afi minn var stríðinn og
hafði gaman af því að leika við
og stríða yngri barnabörnunum
og svo síðar barnabarnabörn-
unum góðlátlega. Ég á margar
minningar um hann sitjandi á
sínum fasta stað í sófanum, í
ærslafullum leik með hlæjandi
barni.
Þegar ég átti börnin mín þá
var hann líka oft að fíflast í
þeim og grínast jafnvel þegar
hann átti orðið erfitt með hreyf-
ingar. Þá fékk ég líka að verða
vitni að kærleikanum sem hann
bara til þeirra, á síðari stigum
sjúkdómsins tók ég þær alltaf
með í heimsókn því að augun á
honum lýstust upp þegar hann
sá þær og hann fylgdist með
þeim og hafði gaman af ærslum
þeirra og uppátækjum.
Því miður náðum við ekki
heim í tæka tíð til að kveðja en
kveðjum nú.
Loks beygði þreytan þína dáð,
hið þýða fjör og augnaráð;
sú þraut var hörð – en hljóður nú
í hinsta draumi brosir þú.
Svo hvíl þig, vinur, hvíld er góð,
– vor hjörtu blessa þína slóð
og Laxárdalur þrýstir þér
í þægum friði að brjósti sér.
(Jóhannes úr Kötlum)
Ösp Árnadóttir.
Genginn er til sögu kær
frændi okkar og föðurbróðir,
Guðmundur Gústafsson vél-
virki, Mummi frændi. Heilsan
var biluð og líkami íþrótta-
kempunnar gömlu hafði gefið
sig. Fréttin af andláti hans kom
því kannski ekki mikið á óvart
þótt vissulega hefðum við kosið
að eiga fleiri stundir með hon-
um. En sem betur fer er af
mörgu að taka í minningabank-
anum þegar menn eiga langa og
viðburðaríka ævi. Mummi ólst
upp í Skerjafirði og síðar í
Laugarneshverfinu sem þá var
eins konar úthverfi Reykja-
víkur. Mörg ævintýri áttu þau
systkini þar á mörkum sveitar
og borgar eftir að amma og afi
byggðu húsið við Hrísateig 31
og hefur faðir okkar sagt
skemmtilega frá því.
Samskipti okkar bræðra við
Mumma og föðurfólkið fyrir
sunnan voru auðvitað minni en
ella þegar við bræður vorum að
alast upp austur á Héraði.
Skemmtilegast fannst okkur þó
að hitta hann í sínu „rétta um-
hverfi“ ef svo má segja, þ.e. á
bökkum Selár í Vopnafirði, sem
hann átti svo stóran þátt í að
byggja upp. Þar hittist fjöl-
skyldan einu sinni á ári í veiði,
eða við önnur störf sem tengd-
ust uppbyggingu veiðisvæðis-
ins.
Mummi og Magga bjuggu á
Vopnafirði í nokkur ár þar sem
hann vann við viðhald í síld-
arverksmiðjunni. Í frítíma var
svo skroppið í veiði, til dæmis í
Selá, í lax eða urriða. Það var
ekki síst fyrir tilstuðlan
Mumma að Selárævintýrið varð
að veruleika, því það var hann
sem benti afa Gústa og Oddi
Ólafssyni á þá möguleika sem
hugsanlega væru fyrir hendi við
uppbyggingu laxastofns árinn-
ar, sem allir vita hvern árangur
hefur borið. Annars væri Selá
ekki sú veiðiá sem hún er í dag.
Mummi frændi átti auðvelt
með að sjá skoplegar hliðar
mála, var glettinn og talsverður
stríðnispúki og líktist að því
leytinu afa Gústa. Hann tók
sjálfan sig ekki hátíðlega, var
hreinn og beinn í samskiptum,
en jafnframt hógvær og barst
ekki á í einkalífi. Hann var
harðduglegur til vinnu og vel
liðinn, laginn vélamaður og
verkmaður. Mummi frændi er
farinn í sína hinstu veiðiferð, og
við bræður höfum af því veður
að honum líði þar vel og það sé
landburður af laxi þarna hinum
megin. Hvíl í friði kæri frændi.
Þórður, Egill, Bragi
og fjölskyldur.
Guðmundur Gústafsson eða
Mummi frændi var hvers
manns hugljúfi. Þau hjónin
Mummi og Magga voru mjög
samrýnd og einstaklega gaman
var að heimsækja þau. Heimilið
þeirra í Safamýrinni og síðar í
Vogahverfinu var afar hlýlegt
og alltaf fullt af börnum og síð-
ar barnabörnum. Magga fram-
reiddi glæsilegar veitingar sem
borðin svignuðu undan.
Mummi hafði mikinn áhuga á
þjóðmálum og var vel lesinn.
Þrátt fyrir aldursmuninn áttum
við ótrúlega mikla samleið í
hugmyndum um þjóðfélagið og
samtíðina. Það sem okkur þykir
einna vænst um þegar við rifj-
um upp minningar um Mumma
er hversu jákvæður hann var
og uppbyggilegur. Þessi gamli
íþróttamaður og markvörður
var alltaf fyrir liðsheildina,
áhugasamur um það sem við
tókum okkur fyrir hendur og
var góður hlustandi. En fyrst
og fremst voru Magga og börn-
in sem hann passaði upp á eins
og góður markvörður passar
upp á svæðið milli stanga.
Við kveðjum vin og frænda
og biðjum góðan guð að gæta
hans og veita Möggu og fjöl-
skyldunni styrk á þessum
sorgartímum.
Halldóra og Þór.
Guðmundur Gústafsson,
frændi minn og vinur, hefur nú
fengið líkn frá langvarandi og
erfiðum veikindum, sem gerðu
honum síðustu árin æ erfiðara
að hreyfa sig og síðustu miss-
erin gat hann vart eða ekki tjáð
sig með orðum. Þrátt fyrir það
hélt hann andlegri heilsu sinni
til síðustu stundar. Hann fylgd-
ist vel með öllu sem fréttnæmt
þótti og ekki var sá íþrótta-
viðburður í sjónvarpinu að Guð-
mundur fylgdist ekki með af
áhuga. Og þótt hann gæti ekki
talað gat hann alltaf brosað. Og
brosið var sannarlega eitt af að-
aleinkennum Guðmundar allt
hans líf. Hann átti raunar ekki
langt að sækja það. Foreldrar
hans, Helga og Gústaf og föð-
ursystkin öll voru glaðværasta,
skemmtilegasta og besta fólk
sem ég hef kynnst.
Við Guðmundur erum systk-
inabörn og hann var sjö árum
eldri þannig að minningarnar
um hann tengjast fyrst fjöl-
skylduboðum og þá kannski
helst jólaboðunum, sem eru
ógleymanleg. Síðar var það
handboltinn í Þrótti sem leiddi
okkur saman í gamla Háloga-
landinu. Guðmundur var frábær
markvörður og fyrsti Þróttar-
inn til að vera valinn í karla-
landslið Íslands í handbolta.
Þrátt fyrir aldursmuninn lékum
við marga leiki saman í meist-
araflokki Þróttar og mér er
minnisstætt að á 55 ára afmæl-
ishátíð Knattspyrnufélagsins
Fram, árið 1963, var haldin
vítakeppni. Einhvern veginn
fórst fyrir hjá Þrótturum að
velja menn til að tefla fram til
að taka þátt fyrir hönd félags-
ins. Sama kvöld var fjölskyldu-
boð á Hrísateignum hjá foreldr-
um Guðmundar. Nema hvað
síminn hringdi í miðju boði og
við Guðmundur beðnir um að
drífa okkur eins og skot niður á
Hálogaland til að taka þátt. Við
gerðum það og gerðum okkur
lítið fyrir, unnum keppnina og
fengum fín verðlaun sem besta
skyttan og besti markvörður-
inn. Guðmundur átti allan heið-
urinn af því. Hann varði fjögur
skot af 20 og öll þegar mest lá
við. Því stóðum við uppi í lokin
sem sigurvegarar.
Á lífsleiðinni lágu leiðir okk-
ar Guðmundar oft saman og
bar aldrei skugga á vináttu
okkar. Ég kom oft inn í vél-
smiðjuna Bjarg þegar vélvirk-
inn Guðmundur vann þar hjá
pabba sínum. Ef bifreið eða
eitthvert tæki bilaði var alltaf
fyrst leitað til Guðmundar,
enda lék allt í höndunum á hon-
um og fátt sem hann ekki gat
lagað og alltaf með bros og
gamanyrði á vör. Guðmundur
starfaði um skeið á sumrin hjá
síldarbræðslunni á Vopnafirði
og síðar sérhæfði hann sig í við-
gerðum og sölu á lyfturum. Síð-
asti vinnustaður hans var svo
hjá Olís, þar sem hann tók al-
farið við sölu og öllu öðru sem
lýtur að rafgeymum í bíla, lyft-
ara og önnur tæki.
Það var sama hvað Guð-
mundur Gústafsson tók sér fyr-
ir hendur. Hann náði alltaf ár-
angri. Meira að segja þegar
hann á efri árum tók að spila
golf, þá auðvitað náði hann að
fara holu í höggi, sem flestum
golfurum tekst nú aldrei. Og
hvar sem hann fór vann hann
hug og hjörtu allra með sinni
hógværu, léttu og fallegu fram-
komu.
Við Systa vottum Möggu,
börnunum og fjölskyldunni allri
samúð okkar og deilum með
þeim góðum minningum um
þennan góða, skemmtilega og
fallega mann.
Þórður Ásgeirsson.
Guðmundur
Gústafsson
Gústa frænka var
litla systir Gísla,
pabba míns, og
fæddist eftir að
pabbi þeirra dó. Pabbi var þá 9 ára
og næstyngstur. Gústa var því
smábarn þegar amma Sigrún varð
að flytja frá prestssetrinu Mosfelli
í Grímsnesi með fjölskylduna. 9
árum eldri en hún fannst pabba
hann bera töluverða ábyrgð á
henni þegar hún var að vaxa úr
grasi. Hann studdi hana og hvatti í
námi og sá til þess að hana vantaði
ekki pening á skólaböllin. Hann
fylgdist með ungum herrum sem
gáfu henni auga. Þegar Gústa
kynntist Davíð sá pabbi fjótt að
þar var góður maður. Ég fann
hversu mikið pabba mínum þótti
vænt um litlu systur sína.
Nokkrar fyrstu jólaminningar
mínar eru um skemmtilegu jóla-
boðin hjá Gústu og Davíð, þar sem
mikið var sungið og dansað kring-
um jólatréð. Jólasveinn kom í
heimsókn og ár eftir ár var hann
alltaf í sömu fötunum. Ég komst
svo að því með tímanum að Gústa
frænka var frábær kokkur. Þau
hjónin voru afar gestrisin og
veittu vel.
Margir réttir Gústu hétu
skrítnum nöfnum. Seinna vissi ég
að þetta voru frönsk nöfn. Hún
var hrifin af franskri matargerð
og hún talaði fína frönsku. Þau
Davíð heimsóttu okkur Einar og
Gísla þegar við bjuggum í París og
nutum við þess að borða saman og
vera þar saman.
Gústu frænku þótti mjög vænt
um fæðingarstað sinn, Mosfell í
Grímsnesi, þótt hún hefði ekki al-
ist þar upp. Pabbi minn og bróðir
hans Kjartan fengu landspildu
beint suður af Mosfelli og reistu
þar nýbýlið Reykjalund. Byggðu
góðurhús og ræktuðu grænmeti
Ágústa Þuríður
Gísladóttir
✝ Ágústa Þur-íður Gísladóttir
fæddist 4. apríl
1918. Hún lést 28.
desember 2019. Út-
för Ágústu var
gerð 8. janúar
2020.
og blóm. Amma Sig-
rún, systkini pabba
og vinir voru dugleg
að koma í heimsókn.
Það var svo gaman
að hlusta á Gústu
segja frá þessum
heimsóknum, þar
sem pabbi spilaði á
orgelið, allir sungu,
slökktu þorsta í rab-
arbarasvala og borð-
uðu hollt beint úr
gróðurhúsunum. Gústa og Davíð
voru reglulegir gestir í Reykja-
lundi, svo seinna börn þeirra og
barnabörn.
Á ári evrópskra tungumála,
sumarið 2001, fór Gústa með mér
og nokkrum kollegum mínum í
Menntaskólanum í Kópavogi og
hópi nemenda til Frakklands. Til-
efnið var frönskunámskeið á eyj-
unni Île d’Oléron. Ekki það að
Gústa þyrfti að læra frönsku,
heldur vissum við að hún myndi
njóta þess að vera með. Hún var
82 ára og reyndist vera hressust í
hópnum, fór með okkur út á gras-
flöt á hverjum morgni að kenna
okkur sínar reglulegu morgunæf-
ingar, sem urðu ómissandi hluti af
ferðinni.
Seinustu árin var Gústa dugleg
að koma í Reykjalund, þar sem við
fjölskyldan höfum dundað okkur
við ræktun á sumrin. Alltaf var
yndislegt að labba um með henni
eða sitja og rifja upp minningar. Í
Reykjalundi er fallegt birkirjóður
tileinkað henni og heitir Gústu-
gerði. Síðasta júlí vorum við þar
saman og þrátt fyrir að minni
elsku frænku væri farið að förlast,
gat hún ennþá rifjað upp gamlar
stundir í Reykjalundi.
Árin hafa liðið ótrúlega fljótt og
minningarnar eru margar. Það að
hafa náð nærri 102 árum af góðu
lífi með yndislegri fjölskyldu sinni
er mikil gæfa sem Gústu frænku
hlotnaðist.
Kærleikskveðjur til fjölskyldu
Gústu.
Valfríður Gísladóttir,
Einar Júlíusson,
Gísli, Júlíus Karl, Áslaug,
makar og börn.
Elsku Didda
amma, nú hefur þú
fengið hvíldina þína.
Amma lifði sínu lífi af virðingu
og í sátt við Guð og menn. Hún
var einstaklega glæsileg kona,
sterk, ákveðin og dugleg. En um-
fram allt var hún hjartahlý og
dásamleg manneskja. Það eru
óendanlega margar fallegar og
bjartar minningar sem við eigum
um hana Diddu ömmu. Hún elsk-
aði að hafa fallegt í kringum sig
og bar heimili þeirra afa þess
merki. Sönglandi réð hún kross-
gátur, æfði skrautskriftina af
miklum móð og ræktaði garðinn
sinn af alúð. Það voru sannarlega
forréttindi að fá að alast upp á
okkar yngri árum í Litlagerðinu
með ömmu og afa á efri hæðinni.
Það var svo notalegt að geta
hlaupið upp til þeirra, ýmist til
þess að fá nýbakaðar pönnukök-
ur eða dísætt hrært skyr eða til
þess að eiga notalega stund með
þeim, hlusta á Diddú og Pavar-
otti á hæsta styrk og spjalla um
Gíslína
Þórarinsdóttir
✝ Gíslína Þór-arinsdóttir,
alltaf kölluð Didda,
fæddist 3. mars
1928. Hún lést 29.
desember 2019.
Útför Diddu fór
fram 8. janúar
2020.
heima og geima.
Amma var einstak-
lega dugleg að
virkja okkur barna-
börnin í að strjúka á
sér bakið og greiða
yfir hárið – það
fannst henni gott og
okkur var ljúft og
skylt að verða við
þeim óskum.
Við systur erum
þakklátar fyrir að
hafa fengið að njóta samveru
með ömmu og afa í öll þessi ár og
fá að tilheyra Litlagerðisslektinu
þeirra. Þrátt fyrir að alzheim-
erssjúkdómurinn hafi tekið
margt frá ömmu og afa síðustu
ár ævi þeirra, þá tók hann ekki
frá þeim væntumþykjuna, kær-
leikann og ástina. Við erum þess
fullvissar að Gunnar afi og
Magnús Vilberg hafi tekið vel á
móti ömmu, englinum sínum,
eins og afi kallaði hana svo oft.
Það er gott að vita af þeim saman
á ný.
Elsku amma. Við kveðjum þig
með orðum sem barnabarnabarn
þitt sagði eftir að þú kvaddir:
„Enginn gleymist sem hefur ver-
ið elskaður.“
Þín, og ykkar afa, verður sárt
saknað.
Þín barnabörn,
Helga, Vigdís og Ásthildur
(Didda).