Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020 ✝ Jón Traustasonfæddist 18. ágúst 1925 á Kirkjubóli í Staðar- sveit í Strandasýslu. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 10. janúar 2020. Foreldrar hans voru Trausti Sveinsson, f. 1898, d. 1941, og Hólm- fríður Jónsdóttir, f. 1901, d. 1993. Systkini Jóns voru Sveinsína, f. 1920, d. 2013, Guðlaugur, f. 1923, d. 1999, Gunnar, f. 1924, d. 1972, Sveinn, f. 1928, d. 1952, Páll, f. 1930, d. 1998, Ingimund- ur, f. 1933, d. 1952, og Helga, f. 1936, d. 1971. Jón kvæntist Sigrúnu Svövu Loftsdóttur, f. 5 október 1931 á Bólstað í Steingrímsfirði. Börn þeirra eru: 1) Trausti Jónsson, f. 1950, giftist Valgerði Sólveigu Kristjánsdóttur, f. 1952, d. 1994. Dætur þeirra eru Gyða Margrét, eru Jóney Rún, f. 1981, Svava Iselin, f. 1991, Katla Elena, f. 1993, og Elvar Tobias, f. 1996. Langafabörn Jóns eru orðin ellefu og eitt langalangafabarn. Fimm ára gamall flutti Jón með foreldrum sínum og systk- inum frá Kirkjubóli í Staðarsveit að Þiðriksvöllum. Átta ára gam- all flutti hann í vist til Guðmund- ínu og Sigurðar á Ósi og dvaldist þar fram að unglingsaldri. Þegar faðir Jóns lést 1941 flutti hann með móður sinni og systkinum til Hólmavíkur. Hann bjó síðan á Hólmavík og stofnaði þar heimili með Sigrúnu og börnum þeirra. Hann starfaði þar við ýmis störf, m.a. sem sjómaður, bílstjóri og lengst sem vélamaður hjá Raf- magnsveitu ríkisins. Hann flutti síðan með fjölskyldu sína til Hafnarfjarðar árið 1977. Stuttu seinna hóf hann störf hjá Ál- verinu í Straumsvík þar sem hann starfaði þangað til hann fór á eftirlaun. Hann fluttist síðan í Kópavog, þar sem hann bjó síð- astliðin þrjátíu ár, og síðast í þjónustuíbúð i Boðaþingi. Útför Jóns fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 17. janúar 2020, klukkan 15. f. 1973, Sigrún Íris, f. 1975, og Kristjana Ósk, f. 1984. Núver- andi sambýliskona hans er Þuríður Bergsdóttir, f. 1955. Dóttir hennar er Kristín Amelía, f. 1979. 2) Loftur Jónsson, f. 1950, sambýliskona hans er Edda Bang, f. 1950, börn þeirra eru Sigrún Elísa, f. 1977, og Jón Bjarni, f. 1984. 3) Ingimundur Sveinn Jónsson, f. 1954. 4) Pálmi Jónsson, f. 1958, eiginkona hans er Agnes Finnsdóttir, f. 1965, dætur þeirra eru Særún Ósk, f. 1986, og Harpa Rán, f. 1991 5) Sigurþór Jónsson, f. 1959, eigin- kona hans er Hanna Steinsdóttir, f. 1973. Úr fyrri samböndum á hann börnin Sigurð Arnar, f. 1979, Hauk Smára, f. 1984, Jón Hávar, f. 1995, og Áróru, f. 1998. Hanna á fyrir soninn Pétur Guð- björn, f. 2000. 6) Hólmfríður Jónsdóttir, f. 1962, börn hennar Elskulegur tengdafaðir minn, Jón Traustason, er látinn. Ég kynntist Jóni fyrst þegar ég var aðeins tvítug að aldri þegar ég og Pálmi sonur hans byrjuðum sam- an. Þið Rúna tókuð mér mjög vel og voruð mér alltaf mjög góð. Ég man alltaf eftir fyrstu heimsókn- inni til ykkar hjóna en þá buðuð þið mér í mat. Þú spurðir mig hvaðan ég væri og hverra manna ég væri nú. Ég sagði þér að ég væri vestan úr Reykhólasveit og hverjir foreldrar mínir væru. Þetta fannst þér mjög merkilegt og fórst að spyrja mig um fólk, bæði úr Reykhólasveitinni og úr Saurbænum. Ekki kannaðist ég við alla og skammaðist ég mín mikið fyrir hvað ég vissi nú lítið. Þegar ég kom heim hringdi ég í pabba til að vita hver tiltekinn maður væri og hló þá pabbi en sagði mér að viðkomandi hefði dáið árið 1957 þannig að það væri kannski ekkert skrítið að ég þekkti lítið til hans. Höfum við Jón oft hlegið að þessari sögu. Jón var alltaf mjög stoltur af fjölskyldunni sinni, vissi ná- kvæmlega hvað þau hjón ættu mörg barnabörn, barnabarna- börn og meira að segja eiga þau eitt barnabarnabarnabarn. Geri aðrir betur. Jón var mjög fróð- leiksfús maður, hlustaði á alla fréttatíma og þjóðmálaþætti. Ættfræði var líka í uppáhaldi hjá honum. Hann leit oft í Íslend- ingabók til að athuga hvort þessi eða hinn væri skyldur sér. Elsku tengdapabbi, við skulum passa eins vel og við getum upp á hana elsku Rúnu þína. Kærar þakkir fyrir allt. Guð blessi þig. Þín tengdadóttir, Agnes. Það er skrýtið að hugsa til þess að geta ekki faðmað afa aftur, afa sem hafði svo hlýtt faðmlag, smit- andi hlátur og góða nærveru. Honum þótti svo vænt um börnin sín og afkomendur þeirra, vildi allt fyrir þau gera og var alltaf svo stoltur af þeim. Ég minnist þess þegar ég settist á skólabekk í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og afi sýndi því mikinn áhuga hvað ég væri nú að fara að læra úti í hinum stóra heimi. Ég reyndi að útskýra það fyrir honum en þar sem að viðfangsefni námsins var honum fjarlægt, átti hann erfitt með að skilja það. Hann var ekki einn um það. Hann bað mig þó um að skrifa það niður á blað svo að hann gæti nú rifjað það upp ef á þyrfti. Hann braut svo blaðið saman og setti í gleraugnahulstr- ið sem hann geymdi alltaf í brjóstvasanum með öllum hinum miðunum. Þetta þótti mér svo vænt um og það kæmi mér ekki á óvart ef miðinn góði væri þar enn. Ég hef eytt jólunum með þér og ömmu frá því að ég man eftir mér og er ég svo fegin að þú gast verið hjá okkur þessi jól. Næstu jól verða skrýtin án þín en ég veit að þú horfir niður til okkar, lík- legast að hlæja að öllu pakkaflóð- inu og óþarfanum undir trénu. Amma verður hjá okkur og mun- um við passa upp á hana fyrir þig. Ég sakna þín óendanlega mikið en veit að þú ert á betri stað, án alls sársauka. Særún Ósk Pálmadóttir. Þegar ég hugsa til afa koma ótal minningar upp í hugann. Stundirnar sem ég átti með afa og ömmu á Borgarholtsbrautinni, Lindasmáranum, Boðaþinginu og öll ættarmótin og sumarbústaða- ferðirnar áttu það sameiginlegt að maður var umvafinn hlýju og öryggi. Afi tók alltaf á móti manni með þéttu og góðu faðmlagi og vildi allt fyrir okkur barnabörnin gera. Eitt skiptið þegar ég kom í heimsókn til afa og ömmu þá blasti við mér útprentuð mynd sem ég setti á Facebook helgina áður. Þetta var mynd af mér á djamminu haldandi á bjór. Þegar ég spurði afa út í þetta þá sagði hann að sér hefði fundist þetta svo flott mynd að hann hefði ákveðið að prenta hana út í A4 og skella í ramma svo hann gæti allt- af horft á hana. Mér þótti svo vænt um þetta og hef ég sagt þessa sögu margoft. Ég hlakka til að segja Ölfu minni frá afa í Kópavogi sem hún fær því miður ekki að alast upp með. Orð geta ekki lýst því hversu mikið ég mun sakna hans. Harpa Rán Pálmadóttir. Jón Traustason HINSTA KVEÐJA Til elsku hjartans afa okkar. Mikið var alltaf gaman að eiga við þig spjall, um alla mögulega heima og geima. Þú varst sá allra flottasti kall, við aldrei munum þér gleyma. Gyða, Sigrún, Kristjana og fjölskyldur. ✝ Friðrik Jó-hann Stef- ánsson fæddist í Reykjavík 9. desember 1927. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 8. janúar 2020. Foreldrar Frið- riks voru hjónin Kristín Sigurðar- dóttir, f. 28. ágúst 1893, d. 21. mars 1962, og Stefán Jóhann Jó- hannsson, f. 22. júní 1896, d. 27. júlí 1963. Friðrik var yngstur í hópi sex systkina sem öll eru nú látin. Systkini Friðriks sam- mæðra voru: Ólafur Einarsson, f. 25. apríl 1913, Þórunn Einars- dóttir, f. 24. mars 1916, og Mar- grét Einarsdóttir, f. 20. maí 1918. Alsystkin Friðriks voru Ingibjörg Stefánsdóttir, f. 20. ágúst 1923, og Einar Ólafs eiga tvö börn. Friðrik og Þóra bjuggu lengst af í Laugarnesi en fluttu síðan í Fossvoginn þar sem þau bjuggu síðustu árin. Annað heimili þeirra og ekki síður kært var í sumarbústað þeirra í landi Háamúla í Fljótshlíð. Friðrik ólst upp í Reykjavík, gekk í Austurbæjarskóla og lærði síðar rafvirkjun og út- skrifaðist rafvirkjameistari frá Iðnskólanum í Reykjavík. Fyrst eftir nám starfaði hann við fag sitt hjá rafmagnsdeild SÍS – Jöt- unn og síðar hjá innkaupadeild Ingólfsapóteks. Árið 1973 hóf hann störf hjá Ríkisútvarpinu sem tæknimaður og vann þar allt til starfsloka, 1997. Friðrik var mikill áhugamaður um bíla, badminton og veiði. Útför Friðriks fer fram frá Áskirkju í dag, 17. janúar 2020, klukkan 14. Stefánsson, f. 22. september 1925. Hinn 25. febrúar 1950 kvæntist Frið- rik Þóru Björgvins- dóttur, f. 7. janúar 1928, d. 16.8. 2016. Saman eignuðust þau sex börn. Börn þeirra eru: 1) Krist- inn Stefán, f. 1950, d. 1950. 2) Erla, f. 1951, maki Snorri Þórissyni, þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. 3) Örn Friðriks- son, f. 1953, maki Aðalbjörg Pálsdóttir, þau eiga tvo syni og sex barnabörn. 4) Valur, f. 1953, maki Ragna Björk Proppé, þau eiga fjórar dætur og þrettán barnabörn. 5) Metta Kristín, f. 1958, maki Jón Sigurðsson, þau eiga þrjá syni og fimm barna- börn. 6) Björgvin, f. 1961, maki Brynhildi Benediktsdóttir, þau Flýg ég og flýg yfir fjallaskörð, yfir brekkubörð, yfir bleikan svörð, yfir foss í gili, yfir fuglasveim, yfir lyng í laut, inn í ljóssins heim. (Hugrún) Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Hvíl í friði, elsku pabbi. Erla, Valur, Örn, Metta og Björgvin. Friðriki afa tókst lengur en flestum að villa um fyrir Elli kerl- ingu. Með þykkt grásprengt hár og sólskinssleikta vanga, gekk hann 86 ára gamall inn á badmin- tonvöllinn nokkrum sinnum í viku og barði á mönnum sem voru miklu yngri en hann. Dagleg úti- vera, reglulegar æfingar og breitt brosið ollu því að hann leit út fyrir að vera áratugum yngri en hann var í raun. Það var ekki fyrr en amma Þóra veiktist og áhyggjurnar af heilsu hennar ollu því að Elli kell- ing náði loks í skottið á honum og byrjaði ógnarhratt að leggja hlekki ellinnar á herðar hans. Afi var af millistríðskynslóð- inni, sem kynntist sárri fátækt sem mótaði mjög lífsskoðanir hans og breytni í lífinu. Hann var einstaklega nýtinn og vinnusam- ur og eftir að hann og Þóra amma gengu í það heilaga vann hann myrkranna á milli að því að byggja hús yfir ört stækkandi fjölskylduna. Nýtnin gekk reynd- ar stundum út í öfgar þar sem engu mátti henda hvorki í mat né drykk eða veraldlegum hlutum þar sem allt var nýtt. Þegar ég nafni hans kom í heiminn var komið lítið sætt, rautt sumarhús í Fljótshlíðinni. Sem pjakkur fékk ég oft að heim- sækja þau þangað og fara með afa að renna fyrir silung í hylnum fyrir neðan bústaðinn. Í Fljóts- hlíðinni fékk ég líka í fyrsta sinn að sitja undir stýri og aka rauðri Opel station-bifreið yfir túnið í Háamúla að brekkunni og upp að bústaðnum. Við gluggann í bú- staðnum, með útsýni yfir Eyja- fjallajökul, lærði ég líka sex ára gamall mannganginn í fanginu á afa. Þegar ég fór í sveit níu ára gamall á Bustarfelli í Vopnafirði og síðar meir þegar ég fór í nám til Bandaríkjanna og Bretlands voru amma og afi manna dugleg- ust að koma í heimsókn. Heim- sóknin til Bandaríkjanna var sér- staklega eftirminnileg þegar þau komu og bjuggu með okkur Guð- rúnu á nemendagörðunum í heila viku og keyrðu út um allt á Oldsmobile-skrjóðnum sem ég átti á þeim tíma. Í einni ferð sem við fórum saman til Chicago villt- umst við inn í suðurhluta borgar- innar, sem á þeim tíma var eins og að aka inn í stríðshrjáða borg, með brennandi bifreiðum og hús- um í niðurníðslu. Sú ferð kallaði á að stoppað væri á leiðinni heim í verslun og keypt brjóststyrking- armeðal í formi Tanqueray og tonic. Afi gat verið rökfastur og dá- lítið þver, en það var aldrei langt í brosið, brandarann og sögur af fyrri afrekum. Hann var sjarmör af gamla skólanum með fallegt blik í augum. Við barnabörnin fundum alla tíð fyrir mikilli hlýju og væntum- þykju afa og ömmu í okkar garð. Það var ekki hægt að komast út frá þeim án þess að þiggja skyr með krækiberjasaft eða rjóma, brauð með áleggi og ógrynni af vínarbrauði. Ég veit að það var léttir fyrir þig að fá að fara og komast í bíl- túr með ömmu út í eilífðina en þín verður samt sárt saknað. Friðrik Þór Snorrason. Friðrik Jóhann Stefánsson Ég man daginn sem ég sá Sigga og Öddu fyrst eins og það hefði verið í gær. Ég sat með hundinn minn á Naustanes- brúsapallinum í Kollafirði þegar þrír reiðmenn fóru framhjá. Vissi seinna að þar fóru Móabergs- hjónin að fylgja Sigga í Vonar- holti heim. Á þeirri stundu hvarflaði ekki að mér að þau yrðu örlagavaldar í mínu lífi, nágrann- ar og vinir til margra ára. Það voru hestar sem tengdu okkur saman. Þeir voru margir reiðtúrarnir sem við fórum sam- an og oftar en ekki var Adda búin að undirbúa veitingar í áningar- stöðum og í sameiningu slógu þau Siggi upp grillveislu með öllu til- Arnhildur Jónsdóttir ✝ ArnhildurJónsdóttir fæddist 20. febr- úar 1931. Hún lést 26. desember 2019. Útförin fór fram 10. janúar 2020. heyrandi. Þetta eru ógleymanlegar ferð- ir og í minningunni sólskinsdagar. Adda var leik- kona, fagurkeri og listakokkur. Ég var svo heppin að fá að njóta þess og þau eru ófá skiptin sem hún hringdi og bauð mér að koma og borða kvöldmat með þeim Sigga. Þá var oft talað um bækur, myndir og pólitík. Hún hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálun- um, þar vorum við oftar en ekki sammála. Nú á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir vináttuna og allar samverustundir, heimsókn- ir í Móaberg og Kópavog og að hafa getað tekið á móti heiðurs- hjónunum Sigga og Öddu hér í Álftröð á Skeiðum. Innilegar samúðarkveðjur, elsku Siggi og aðrir aðstand- endur. Bára Guðjónsdóttir. ✝ Bárður Árnifæddist í Reykjavík 5. apríl 1945. Hann lést hinn 27. desember á Heilbrigðis- stofnun Suð- urnesja. Foreldrar Bárð- ar Árna voru Stein- grímur Benedikt Bjarnason, f. 8. apríl 1918, d. 29. október 1994, og Þóra Kristín Kristjánsdóttir, f. 28. júní 1922, d. 6. janúar 2012. Systkini Bárðar Árna eru; Kristján, f. 17. mars 1946, Bjarni Jón, f. 28. maí 1947, d. 28. febrúar 1968, Laufey, f. 3. júní 1948, d. 11. janúar 2015, Erling- ur Rúnar, f. 28. október 1949, Steinþór, f. 26. nóvember 1951, Kristín Salóme, f. 30. apríl 1954, Þórhallur, f. 21. júlí 1955, d. 23. júní 2009, Gunnar Örn, f. 4. október 1956, Hörður Stein- grímsson, f. 25. nóvember 1957, d. 16. nóvember 1984, Lilja, f. 8. október 1960. Systir Bárðar Árna, sam- mæðra; Ólína Kjartans Óladótt- ir/Ermert, f. 2. október 1941. Systir Bárðar Árna, sam- feðra; Svandís Bára Steingríms- dóttir, f. 15. ágúst 1943. Börn Bárðar Árna eru Bjarni Jón, f. 6. apríl 1966, maki Jó- hanna Soffía Hansen, Ásta Kristín, f. 22. janúar 1968, maki Edward Hákon Huijbens, Benedikt Þór, f. 8. júlí 1976, maki Hulda Rún Rúnarsdóttir, Steingrímur Örn, f. 4. október 1978. Svava Björk Jónsdóttir, f. 25. ágúst 1968, maki Sigurjón Haf- steinsson. Barnabörn Bárð- ar eru Pétur Snær Hansen Jóns- son, Ásdís Birna Bjarnadóttir, Hulda Jenný Hansen Bjarna- dóttir, Egill Fannar Bjarnason, Ester Friðrika Hansen Bjarna- dóttir, Steinarr Ólafsson, Karen Ásta Edwardsdóttir, Hermann Þór Edwardsson, Elísa Mist Benediktsdóttir, Viktor Berg Benediktsson, Milla Dís Bene- diktsdóttir, Bárður Árni Wesley Steingrímsson, Rebekka Rut Steingrímsdóttir, Róbert Elí Steingrímsson, Benedikt Fálki Steingrímsson, Haraldur Hauk- ur Steingrímsson, Einar Örn Wesley Steingrímsson, Krist- ófer Dan Sigurðsson, Katrín Hildur Karlsdóttir, Einar Bjarki Einarsson. Barnabarnabörn eru Mikael Snær, Fjóla Sif, Gabríela Mjöll Hansen, Róbert Ingi, Garðar Freyr, Aþena Ósk, Guðjón, Vikt- or Dan og Mikael Breki. Útför Bárðar fór fram frá Bú- staðakirkju 3. janúar 2020. Maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman, borðið fisk. Fiskbúðin Vogaver. Þannig hljómaði auglýs- ing í útvarpi eftir brauðaviku. Þetta var Baddi minn. Hann var oftast með sól í sinni þessi snill- ingur. Hengdi vasaljós aftan á fiskbílinn með rautt plast yfir ljós- ið. Enginn tími til viðgerða. Æskuárin á Sogaveginum, 100 börn á 100 metra kafla. Þar af nærri 20 í sama húsi á nr. 158. Oft- ast heyrðist hæst í Badda í gáska og gleði. Byrjaði að afgreiða í fisk- búð fjölskyldunnar 7-8 ára. „Hvað viltu í dag, elskan mín?“ Líf hans snerist um fisk, kominn á sjó 13 ára. Lenti í eitrun á togara og varð aldrei samur. Mikið neistaflug í sálarlífinu en alltaf sami góði drengurinn. Harðduglegur og skemmtinn. Við saman á sjó í Eyj- um. Þar fuku 3-4 netasteinar á hvora hönd þegar netin voru lögð í hálfgerðri brælu. Það sá Baddi um. Farið þið frá. „Móðir mín seg- ir að ég sé kurteis og vel upp alinn drengur annars myndi ég segja þér að grjóthalda kjafti og éta skít!“ sagði hann við afskiptasam- an karl á bryggjunni í Keflavík. Sá kom aldrei aftur. Hjálpaði honum í búðinni seinna. Þar kom kona og nöldraði yfir ólykt í búðinni. „Ég finn aldrei þessa lykt nema þegar þú ert hér,“ svaraði Baddi. Næsti gerið svo vel! um leið og konan skellti hurðinni. „Hún kemur aftur.“ Einn kom: Lánaðu mér 5.000. Þú borgaðir ekki síðast. Ég lofa að borga núna. Þú færð ekki lánað ef þú borgar ekki. Ha, ha, núna er ég laus við hann, sönglaði Baddi þegar maðurinn fór. Hann frelsaðist og átti Jesú í hjarta sínu alla tíð síðan, alveg sama á hverju gekk. Predikaði yfir mér, stand- andi uppi á palli á fiskbílnum á þvottaplani. Það hreif seinna. Samband okkar á seinni árum var ekki mikið en traust og mikill kærleikur alla tíð. Hann valdi sér stundum erfiðari leiðina í lífinu. Sæll, elsku Brandur minn, alltaf þegar við hittumst. Vertu sæll, elsku Baddi minn. Þinn Brandur. Bárður Árni Steingrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.