Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020
Snjóflóðin á Vestfjörðum
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
• Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré
• Mikið úrval efna, áferða og lita
• Framleiðum eftir óskum hvers og eins
• Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Flóðbylgjan sem skall á Suðureyri kl. 23.06 þann
14. janúar gæti hafa verið um sex metra há, að
mati Þorleifs Kristjáns Sigurvinssonar, hafnar-
varðar á Suðureyri. Stórt snjóflóð fór niður í sjó
utan við Norðureyri, gegnt Suðureyri, og olli flóð-
bylgjunni. Um 600 metrar eru frá Norðureyrar-
odda að hafnarmynninu.
„Það var háflóð þegar þetta gerðist,“ sagði Þor-
leifur. Fólk varð ekki vart við flóðbylgjuna fyrr en
hún gekk upp á ystu og neðstu götuna í bænum
enda myrkur og lítið skyggni. Ummerki sýndu að
bylgjan fór yfir hafnargarðinn, sem er allt að
þriggja metra hár þegar er háflóð. Þorleifur sagði
að líklega hefði megnið af flóðbylgjunni farið út
fjörðinn. „Það kom ekkert svakalegt inn í höfnina
sjálfa. Það slitnaði festing á flotbryggju sem var
bátalaus. Á einum báti slitnuðu tveir endar af fjór-
um en tveir héldu. Engir bátar skemmdust.“
Hafnargarðurinn var bæði hækkaður og lengd-
ur út eftir eyrinni eftir að mikil flóðbylgja skall á
Suðureyri eftir mjög stór snjóflóð árið 1995. „Ég
hefði ekki boðið í það hefði hafnargarðurinn verið
jafn lágur nú og hann var. Hæðin á hafnargarð-
inum hafði mikið að segja nú,“ sagði Þorleifur.
Hann sagði að Súgandafjörður væri fremur
grunnur og því risu flóðbylgjur hátt og hratt færu
stór snjóflóð niður í fjörðinn.
Bylgjan frá flóðinu allt að sex metra há
Morgunblaðið/RAX
Suðureyri Geymsluhúsnæði á eyrinni var meðal þeirra mannvirkja sem urðu fyrir barðinu á flóðbylgjunni á þriðjudagskvöld.
Flóðbylgjan fór yfir
þriggja metra háan
hafnargarð á Suðureyri
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Íbúafundir verða haldnir á Flateyri
og á Suðureyri mánudaginn 20. jan-
úar. Þar verða sérfræðingar sem
geta sagt hvað
gerðist og hvers
vegna. Einnig
munu þeir geta
svarað spurning-
um fundarmanna.
Guðmundur
Gunnarsson,
bæjarstjóri Ísa-
fjarðarbæjar,
sagðist sjá fyrir
sér að í framhald-
inu yrði farið fram á endurnýjuð
hættumöt.
Ljúka þarf ofanflóðavörnum
„Augljóslega þarf að endurmeta
hættuna. Það er mjög bagalegt að
þurfa að hamra á því enn og aftur að
við klárum ofanflóðavarnir hringinn í
kringum landið. Þetta hefur einhvern
veginn dankast hjá okkur allt of
lengi. Vissulega er búið að verja
margar byggðir en það er hellingur
eftir. Við hefðum átt að vera búin að
þessu fyrir löngu,“ sagði Guð-
mundur. Hann sagði að peningarnir
væru til í ofanflóðasjóði. Setja þyrfti
féð á fjárlög og ráðast í snjóflóða-
varnir. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar,
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra, Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra og Sigurður Ingi Jóhanns-
son, samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra, komu til Flateyrar í gær.
Guðmundur sagði að lögð yrði á það
áhersla við ráðherrana að ljúka þyrfti
snjóflóðavörnum sem fyrst.
Snjóflóð hljóp niður í Flateyrar-
höfn og olli miklu eignatjóni. Guð-
mundur sagði að ef nýtt hættumat
leiddi í ljós að þarna þyrfti varnir yrði
að sjálfsögðu farið fram á þær. Hann
sagði að Flateyrarhöfn þarfnaðist
endurbóta eins og berlega hefði kom-
ið í ljós þegar léttabátur frá varðskip-
inu Þór reyndi að leggjast þar að.
Sjór gekk þá yfir bryggjukantinn.
Endurbætur á höfninni væru nauð-
synlegar svo þar væri hægt að starf-
rækja sjávarútveg. Þetta er ekki eina
höfnin sem svona er ástatt um, að
sögn Guðmundar. Hann sagði að
ástand innviða væri víða bágborið og
það kæmi berlega í ljós þegar veður-
hamurinn væri eins og hann var þeg-
ar snjóflóðin féllu. Hafnarmannvirk-
in þyrftu að taka mið af veðráttunni
eins og hún gæti verið.
Ógn úr óvæntri átt
Á Suðureyri upplifði fólk ógn úr
óvæntri átt þegar flóðbylgja kom í
kjölfar snjóflóðs handan fjarðarins.
Guðmundur sagði að eftir að flóðald-
an hefði komið hefðu nokkur hús ver-
ið rýmd vegna hættu á að annað snjó-
flóð gæti fallið og valdið nýrri
flóðbylgju.
„Við munum kalla eftir upplýsing-
um og að gert verði nýtt hættumat
þar sem metið verður upp á nýtt hver
er raunveruleg hætta af svona
flóðum,“ sagði Guðmundur. „Það er
hluti af þeirri úrvinnslu sem við höf-
um þegar kallað eftir.“
Endurmeta
þarf hættuna
Íbúafundir á Flateyri og á Suðureyri
Ljósmynd/Önundur Pálsson
Flateyri Fjórir bátar sukku og tveir strönduðu þegar snjóflóðið féll niður í
höfnina á þriðjudagskvöld. Endurmeta þarf hættuna, að mati bæjarstjóra.
Guðmundur
Gunnarsson
Vinna á Flateyri gengur nú fyrir öðr-
um verkefnum, að sögn Guðmundar
M. Kristjánssonar, hafnarstjóra Ísa-
fjarðarbæjar. Unnið er því að skipu-
leggja hvernig fjórum bátum sem
sukku í Flateyrarhöfn vegna snjó-
flóðsins verður náð upp. Tveir til við-
bótar strönduðu. Tryggingafélög
bátanna sömdu við köfunarþjón-
ustuna Sjótækni um að ná þeim upp.
Þeim þarf að fleyta og dæla úr þeim.
Væntanlega verða bátar sem ekki fljóta teknir á land.
Sérfræðingur frá Umhverfisstofnun var á leiðinni
vestur í gær til að hafa yfirumsjón með mengunar-
málum í höfninni. „Umhverfisstofnun og umhverfis-
fulltrúi Ísafjarðarbæjar munu tryggja að mengunar-
varnir séu til staðar og hafa eftirlit með því,“ sagði
Guðmundur.
Unnið var að mokstri á Flateyrarvegi í gær. Um leið og
hann opnaðist átti að hefjast handa við að ná bátunum
upp.
„Það er gríðarlega mikill krapi í höfninni og erfitt að
athafna sig eins og er. Það er fjögurra gráðu hiti núna en
ég geri mér enga grein fyrir því hvenær við getum búið
okkur til aðstöðu til að geta farið að gera eitthvað í
höfninni,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði að hafnarmannvirkin á Suðureyri hefðu
alveg sloppið og ekkert tjón orðið þrátt fyrir flóðbylgju
sem gekk á land. Guðmundur taldi að sjóvarnir þar væru
í þokkalegu standi en ef ástæða þætti til að endurskoða
þær yrði það rætt nú í framhaldinu með heimamönnum.
gudni@mbl.is, freyr@mbl.is
Bátar sem sukku verða teknir upp
HAFNARSTJÓRI ÍSAFJARÐARBÆJAR
Guðmundur M.
Kristjánsson