Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020
Snjóflóðin á Vestfjörðum
Arnar Þór Ingólfsson
Hallur Már
„Ég man eftir því að vera komin á börurnar og
þegar verið var að taka mig út í bíl,“ sagði
Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára göm-
ul stúlka sem bjargað var úr snjóflóðinu á
Flateyri á þriðjudagskvöld, í samtali við blaða-
menn mbl.is á Ísafirði í gær.
Var Alma Sóley grafin undir snjófargi í her-
berginu sínu í um 40 mínútur þar til björg-
unarsveitin náði til hennar. Var Alma stál-
slegin að sjá, bæði á líkama á sál, og sagðist
sakna þess að fá símann sinn og aðra persónu-
lega muni í hendur. Anna Sigríður Sigurðar-
dóttir, móðir Ölmu, segist hafa verið nýbúin að
kyssa dóttur sína þegar snjóflóðið skall á
heimili þeirra við Ólafstún eftir að það fruss-
aðist yfir snjóflóðavarnargarðinn.
„Ég horfi bara á það fara í gegnum rúð-
urnar,“ sagði Anna Sigríður við mbl.is en litlu
munaði að hún lenti sjálf í flóðinu. Kveðst hún
hafa staðið með bakið upp við burðarvegg í
húsinu sem hafi skýlt henni fyrir skvettunum
sem brutu glugga í herbergi Ölmu í stofu húss-
ins, sem snýr upp að hlíðinni.
Man ekki eftir högginu
Alma segist ekki muna eftir högginu sem
hlýtur að hafa orðið þegar flóðið braust inn um
gluggann á herberginu hennar.
„Ég hef örugglega fengið högg á hausinn
eða eitthvað,“ segir Alma, sem man eftir að
hafa verið við meðvitund í nokkrar mínútur,
undir dúnsænginni sinni, sem hélt á henni hita,
þó að vissulega hafi henni verið orðið kalt.
Segist hún strax hafa hugsað um að anda
djúpt og rólega, til þess að spara súrefni. Í
kjölfarið telur hún að hún hafi misst meðvit-
und, þar sem hún man ekki eftir því að hafa
verið grafin upp úr snjónum. Segist hún hafa
hugsað um það að það væri gott ef hún myndi
sofna, þar sem í svefni noti líkaminn einungis
það súrefni sem nauðsynlega þurfi.
Kveðst hún einnig hafa haft miklar áhyggj-
ur af móður sinni og systkinum, þar sem hún
vissi ekki að hún hefði verið sú eina sem grófst
í flóðinu.
Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri var
snögg á staðinn, en björgunarsveitarmenn
voru búnir að græja sig í gallana þar sem fyrra
snjóflóðið féll á höfnina örskömmu áður en
seinna snjóflóðið féll á húsið.
„Þetta tók ekki langan tíma frá því að hún
lendir í flóðinu og þangað til þeir koma,“ segir
Anna, sem kveðst strax hafa áttað sig á að það
væri óvinnandi vegur fyrir hana að ætla sér að
reyna að grafa dóttur sína upp úr flóðinu með
höndunum.
Voru tvö yngri börn Önnu, níu og fimm ára,
inni í herbergjum sínum og þangað inn náði
flóðið ekki. Anna fylgdi þeim út um glugga á
húsinu og fengu þau þrjú skjól úti í bíl á meðan
björgunarsveitarmenn athöfnuðu sig við að
bjarga Ölmu.
Þegar búið var að ná Ölmu upp úr snjónum
var strax farið með hana í sundlaugina á Flat-
eyri, þar sem hún var vafin inn í handklæði og
hárblásari notaður til að koma í hana hita.
Alma segir að sér hafi fljótlega byrjað að
leiðast.
Var byrjað að leiðast
„Eftir þennan hálftíma, þar sem allir voru
yfir mér, var mér byrjað að leiðast. Ég var
bara að stara á klukkuna,“ segir Alma og bætir
við að hún hafi líka verið að hugsa um hvar
síminn hennar væri.
Mæðgurnar voru fluttar með varðskipinu
Þór til Ísafjarðar um nóttina og hafa verið þar
síðan. Segjast þær hafa það gott. Alma náði að
hvíla sig vel á sjúkrahúsinu á Ísafirði, þaðan
sem hún útskrifaðist á miðvikudagskvöld.
Voru mæðgurnar að velta því fyrir sér að fá
far til Flateyrar með þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar þegar mbl.is ræddi við þær í gær.
Ákváðu þær að bíða til morguns og stefna á að
fara akandi í dag, en Flateyrarvegur var enn
lokaður í gær.
Er fjölskyldan komin með nýjan samastað
tímabundið á Flateyri. Anna Sigríður er
kennslustjóri við Lýðháskólann á Flateyri og
fluttist fjölskyldan í þorpið vegna vinnunnar
og hafði verið þar í rúmlega eitt og hálft ár.
Segist Anna efast um að neinn muni nokkurn
tímann búa aftur í húsinu sem varð fyrir flóð-
inu.
„Við erum bara þakklátar fyrir að vera hér í
dag og að björgunarsveitin hafi bjargað lífi
hennar,“ segir Anna Sigríður, sem segist hafa
knúsað alla björgunarsveitarmennina fyrir
lífsbjörgina. „Ég vona að ég hafi ekki gleymt
neinum,“ segir hún og hlær.
Þakklát fyrir að vera hér í dag
Ölmu Sóleyju var bjargað eftir að hafa grafist undir snjóflóðinu á Flateyri á þriðjudagskvöld
Móðir Ölmu Sóleyjar knúsaði alla björgunarsveitarmennina sem björguðu lífi dótturinnar
Morgunblaðið/Hallur Már
Kraftaverk Alma Sóley Ericsdóttir Wolf var í herberginu sínu þegar hún grófst undir snjófargi
eftir að snjóflóð skall óvænt á húsi fjölskyldunnar á Flateyri á þriðjudagskvöldið.
Börnin á Suðureyri við Súgandafjörð léku sér í snjón-
um eins og vanalega í gær og virtust glöð og áhyggju-
laus þrátt fyrir hamaganginn í veðrinu að undanförnu.
Þannig á það líka að vera.
Morgunblaðið/RAX
Lífið heldur áfram
Rúmlega 20 björgunarsveitarmenn
eru að störfum á Flateyri við verð-
mætabjörgun og aðstoð við íbúa.
Helstu verkefni þeirra eru björgun
verðmæta í húsi sem varð fyrir flóð-
inu og snjómokstur. Átta björg-
unarsveitarmenn voru sendir til
Flateyrar í fyrrakvöld til að að-
stoða.
Þetta kemur fram í stöðuskýrslu
frá samhæfingarstöð almannavarna
vegna snjóflóða á Flateyri og í Súg-
andafirði sem birt var í gær.
Fulltrúi Umhverfisstofnunar fór
vestur í morgun til að meta umfang
mengunar í Flateyrarhöfn. Tveir
gámar, 20 og 40 feta langir, sem tal-
ið var að hefðu farið í sjóinn, fund-
ust á bryggjunni undir flóðinu. Þeir
innihéldu meðal annars rafgeyma,
kajaka og björgunarbáta. Þá fannst
4.800 lítra olíutankur sem er nú
kominn á land. Hann var talinn tóm-
ur en nú er er talið að í honum gætu
verið 200 lítrar. Úrgangsolíutankur
er enn ófundinn en líklegt þykir að
hann sé uppi á bryggju undir flóð-
inu þar sem gámarnir fundust.
Hafnarstjórn mun í framhaldinu í
samvinnu við Umhverfisstofnun,
Landhelgisgæslu og aðgerðastjórn
fara til Flateyrar og meta aðstæður
og skipuleggja aðgerðir.
Við björgun og mokstur
Tuttugu björgunarsveitarmenn eru enn á Flateyri
Snjóflóðin sem féllu á þriðjudags-
kvöldið á Flateyri eru með allra
stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á
varnargarða í heiminum. Fram kem-
ur á vef Veðurstofunnar að flóðin
flæddu yfir varnargarðinn ofan Flat-
eyrar á löngum köflum. Mikinn flóð-
snjó er að finna milli garðanna ofan
þvergarðsins sem myndar tengingu
á milli þeirra skammt ofan byggðar-
innar. Flóðin virðast hafa kastast yf-
ir garðana á talsverðri ferð vegna
þess að ofarlega á innri hlið varnar-
garðanna er óhreyfður snjór sem
flóðin hafa ekki sópað með sér en
neðar hafa þau streymt með jörðu
og brotið gróður og eyðilagt skilti og
önnur mannvirki sem þar var að
finna. Mælingar á fyrra flóðinu sem
féll úr Skollahvilft benda til þess að
það hafi verið á 45-60 m/s hraða sem
samsvarar 150-200 km hraða á klst.
áður en það kom að garðinum. Mæl-
ingar á rúmmáli flóðanna liggja ekki
fyrir en út frá tiltækum upplýs-
ingum er áætlað að Skollahvilftar-
flóðið kunni að vera sambærilegt að
stærð við flóðið sem féll úr Skolla-
hvilft í október 1995. Flóðið úr
Innra-Bæjargili var mun minna að
rúmmáli enda upptakasvæði þess
minna.
Með allra stærstu
flóðum á varnargarða
Ýtarlegra viðtal Ölmu Sóleyju
er að finna á mbl.is
mbl.is