Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020 Snjóflóðin á Vestfjörðum „Staðan á Flateyri er mjög erfið eftir síðustu atburði,“ segir Bergvin Eyþórsson, varaformaður Verka- lýðsfélags Vestfirðinga, í samtali við Morgunblaðið. Sjö manns hafa starfað við fiskvinnslu hjá Hlunnum ehf. sem gerði út Blossa ÍS. Sá var einn bátanna sem lentu í snjóflóðinu síðastliðið þriðjudagskvöld og fer ekki meira á sjó. „Fólk sem starfaði hjá þessu fyrirtæki er í mikilli óvissu með öll sín mál. Verkalýðsfélagið mun að sjálfsögðu fylgjast með framvind- unni og verða þessum félagsmönn- um til halds og trausts,“ segir Bergvin. Að litlu að hverfa Erfiðleikar hafa verið í atvinnulífi á Flateyri að undanförnu. Fyrir- tækið Vest Seafood sem þar var með nokkra starfsemi um skeið varð gjaldþrota í sumar og þá misstu á þriðja tug fólks störf sín. Bergvin segir að litlu að hverfa á Flateyri með atvinnu; þar séu sölu- skáli, skóli, íþróttamiðstöð og svo séu á svæðinu búsettir verktakar sem sæki vinnu sína utan bæjarins. Liðlega 200 manns búa á Flateyri um þessar mundir og er fólk af er- lendum uppruna áberandi í þeim hópi. Fyrir áratug voru Flateyring- ar 250 talsins og nærri aldamótum voru þeir um 300. sbs@mbl.is Staða í atvinnumál- um á Flateyri erfið  Verkalýðsfélagið fylgist með stöðunni Ljósmynd/Lísa Kristjánsdóttir Flateyri Bátarnir í Flateyrarhöfn stórskemmdust og eru sumir ónýtir. 1997 með gildistöku laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og stendur árlegt 0,3% gjald á bruna- tryggingar húseigna undir fjár- mögnun sjóðsins. Lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum var breytt 2014 og 2017 til þess að heim- ila notkun á hluta fjármuna Ofan- flóðasjóðs til að standa undir gerð hættumats fyrir aðra náttúruvá. Lögunum var síðan breytt 2018 og þá var kveðið á um að gjaldið sem áður skyldi renna í Ofanflóðasjóð rynni í ríkissjóð í samræmi við ný lög um opinber fjármál en fjárheim- ildir sjóðsins eru sem fyrr ákvarð- aðar í fjárlögum. Vandræðalegt fyrir stjórnvöld Halldór áætlar að nú séu í sjóðn- um 22-23 milljarðar og tekjur um 2,7 milljarðar á ári. Síðustu ár hafi að- eins um þriðjungur innheimts fjár farið í verkefni Ofanflóðasjóðs. Árið 2003 var ákveðið að hægja á fram- kvæmdum á vegum Ofanflóðasjóðs vegna þenslu í landinu á árunum 2004-2007. Í kjölfar efnahagsáfalls- ins 2008 dró úr því fjármagni sem Ofanflóðasjóður hafði til fram- kvæmda. „Þetta er orðið vandræðalegt fyrir stjórnvöld,“ segir Halldór. „Í upp- hafi var fyrirhugað að ljúka þeim verkefnum sem þá höfðu verið skil- greind, árið 2010, en síðan var miðað við árið 2020. Ef fram heldur sem horfir og miðað við það fjármagn sem árlega fer í framkvæmdir verð- ur þeim ekki lokið fyrr en 2050. Það er vont að ævinlega virðist þurfa stóra atburði til að ráðamenn taki við sér.“ Halldór nefnir í því sambandi að umræða sé nú farin af stað um endurnýjun og uppbyggingu eftir að veilur í grunngerð í raforkukerfisins komu í ljós í óveðrinu fyrir rúmum mánuði. Núna sé uppbygging varnarvirkja vegna snjóflóða komin í umræðuna eftir atburðina á Flat- eyri í vikunni. Varnir hafa verið gerðar eða eign- ir keyptar upp á 15 þéttbýlisstöðum: Ólafsvík, Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Flateyri, Bolungarvík, Hnífsdal, Ísafirði, Súðavík, Siglu- firði, Ólafsfirði, Seyðisfirði, Nes- kaupstað, Eskifirði og Fáskrúðs- firði. Ólokið er gerð varna fyrir íbúðarbyggð í þéttbýli á átta stöðum á hættusvæði C, en í þeim flokki er hættan talin mest. Þessir staðir eru Patreksfjörður, Tálknafjörður, Bíldudalur, Hnífsdalur, Siglu- fjörður, Seyðisfjörður, Neskaup- staður og Eskifjörður. Halldór hefur lengi gagnrýnt seinagang við uppbyggingu varnar- virkja og segist hafa tekið málið ítrekað upp á fundum í stjórn ofan- flóðasjóðs þó svo að ekki hafi sér- staklega verið bókað um það. Hann var meðal þeirra sem í fyrravetur skrifuðu undir harðorða áskorun til ríkisstjórnar Íslands vegna upp- byggingar ofanflóðavarna á landinu. Meðal undirskrifta má sjá nöfn sveitarstjórnarfólks víða um land og sérfræðinga í ofanflóðum og -vörnum. Raunhæft að ljúka fram- kvæmdum fyrir 2030 Þar segir meðal annars: „Við undirrituð, sem öll höfum komið að hættumati og uppbygg- ingu varna gegn snjóflóðum og skriðuföllum hér á landi á undan- förnum árum og áratugum, viljum skora á stjórnvöld að ljúka sem fyrst uppbyggingu ofanflóðavarna. Fjárhagslega og tæknilega virðist raunhæft að ljúka þeim fram- kvæmdum sem eftir standa fyrir ár- ið 2030 ef fljótlega verður hafist handa við framkvæmdir, sem undir- búnar hafa verið. Samtímis yrði unn- ið að undirbúningi framkvæmda sem skemmra eru á veg komnar í samvinnu sveitarfélaganna sem um ræðir og annarra stjórnvalda.“ „Sluppum með skrekkinn“  Stjórnarmaður í ofanflóðasjóði kallar eftir nýrri forgangsröðun  Vont að stóra atburði þurfi til svo að ráðamenn taki við sér  Segir þriðjung innheimts fjár fara í varnir Morgunblaðið/Árni Sæberg Í aðflugi Flugvél Iceland Connect kemur inn til lendingar á Ísafirði, snjóflóðamannvirki í hlíðinni í baksýn. BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ég fagna því hversu vel varnar- virkin á Flateyri virkuðu og í þetta skiptið sluppum við með skrekkinn. Við sem þjóð myndum aldrei fyrir- gefa okkur ef það yrðu slys á stöð- um sem enn eru óvarðir og við með ofanflóða- sjóð bólginn af peningum,“ segir Halldór Halldórs- son, stjórnarmað- ur í ofanflóða- sjóði, fyrrverandi formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar. Hann hefur lengi talað fyrir því að kraftur verði settur í framkvæmdir við ofanflóðavarnir og segir marga staði víða um land vera illa varða. Halldór kallar eftir nýrri forgangs- röðun stjórnvalda, sem verði í sam- ræmi við þá stefnu sem mörkuð var í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og Súðavík fyrir aldarfjórðungi. Ofanflóðasjóður tók til starfa árið Halldór Halldórsson ,,Snjóflóðin á Flateyri og í Súgandafirði núna í vikunni eru áminning til okkar sem samfélags um mikilvægi ofanflóðavarna,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrands- son, umhverfis- og auðlinda- ráðherra. Ofanflóðanefnd fer með forræði yfir Ofanflóðasjóði, sem er vistaður í umhverfis- og auðlinda- ráðuneytinu. Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri er formaður ofanflóðanefndar. Aðspurður segir ráðherra að snjóflóðin hafi þegar verið rædd á vettvangi ráðherranefndar. „Þau verða að sjálfsögðu rædd á vett- vangi ríkisstjórnarinnar nú í kjöl- far þessara atburða og afstaða tekin til þess hvort og þá hvernig sé hægt að setja aukinn kraft í þetta og flýta frekari byggingu varnarmannvirkja,“ segir Guð- mundur. Mun taka áratugi að óbreyttu „Fyrst og fremst er þetta skýrt dæmi um það hversu miklu skiptir að við höldum áfram að byggja upp þessar byggðir þar sem við- líka hætta getur skapast,“ segir Bjarni Benedikstsson fjármála- ráðherra aðspurður um áhrif snjó- flóðanna á áætlanir ríkisstjórnar- innar varðandi snjóflóðavarnir. Náði Morgunblaðið tali af Bjarna þar sem hann var staddur á Ísa- firði í gær eftir heimsókn hans og tveggja annarra ráðherra á Flat- eyri og Suðureyri. „Við þurfum að horfast í augu við að þrátt fyrir að við höfum tryggt fjármögnun fyrir uppbygg- ingu varnarmannvirkja höfum við ekki látið það að fullu renna til uppbyggingar á undanförnum ár- um og við erum af þeim sökum á eftir áætlun. Það mun taka okkur áratugi á þeim framkvæmdar- hraða sem hefur verið undanfarin ár að ljúka verkinu og það verður að breytast,“ segir hann. „Ég geri ráð fyrir því að þegar við erum að gera okkar næstu áætlanir verði lögð áhersla á að hraða framkvæmdartíma. Þetta er ekki verkefni sem leysist á einu eða tveimur árum en það er óásættanlegt að það þurfi að ger- ast á 30 árum eins og stefnir í að óbreyttu,“ segir Bjarni. aij@mbl.is, rosa@mbl.is Áminning um mikil- vægi varna  Ofanflóðavarnir ræddar í ríkisstjórn Alvöru plokkfiskveisla fyrir alla fjölskylduna íValhöll í hádeginu á laugardag, 18. janúar, kl. 11.30 til 13.00. Þingmenn og borgarfulltrúar verða á staðnum, þjóna til borðs og eru tilbúnir í spjall.Maturinn er í boði hverfafélaga sjálfstæðismanna í Reykjavík og það eru allir velkomnir! Plokkari í Valhöll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.