Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ein spurningsem öðruhvoru hefur skotið upp kollinum síðustu ár er hvað Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst gera þegar yfirstandandi kjörtímabil hans rennur út 2024 því að sam- kvæmt stjórnarskrá Rússlands má hann ekki sækjast eftir emb- ættinu fyrr en 2030. Þá verður hann 78 ára gamall. Sterkar vísbendingar um hvernig Pútín sér fyrir sér framhaldið fengust í stefnuræðu hans á miðvikudag. Þar kynnti hann víðtækar breytingar sem hann vill gera á stjórnarskrá Rússlands. Í kjölfarið sagði öll ríkisstjórnin af sér og Dímítrí Medvedev, sem þar vék sæti sem forsætisráðherra, var sett- ur í þjóðaröryggisráð Rússa. Við fyrstu sýn miða fyrirhug- aðar breytingar að því að styrkja vald hinna ýmsu stofn- ana Rússlands, einkum Dúm- unnar, á kostnað forsetaemb- ættisins. Þegar nánar er að gáð opna breytingarnar á þann möguleika að Pútín haldi sessi sem valdamesti maður Rúss- lands, jafnvel þó að hann yfir- gefi forsetahöllina. Síðast þegar hann var í þess- ari stöðu, árið 2008, dugði hon- um að fá Medvedev kjörinn sem forseta á meðan Pútín færði sig yfir í forsætisráðuneytið í fjögur ár. Enginn velktist þó í vafa um að Pútín væri hinn raunverulegi valdhafi. Þegar Pútín tók svo aftur við embættinu 2012 var búið að lengja kjörtímabil forseta upp í sex ár, þannig að tólf ár myndu líða en ekki átta áður en leggja þyrfti þenn- an kapal að nýju. Pútín hét því í stefnuræðu sinni að rússneska þjóðin myndi greiða atkvæði um hinar fyrir- huguðu breytingar áður en þær tækju gildi. Efalítið mun rúss- neska þjóðin, með einum eða öðrum hætti, fylgja vilja forset- ans enda nýtur Pútín sem fyrr fádæma vinsælda þrátt fyrir að hann hafi nú setið lengur sem leiðtogi Rússa en nokkur frá tímum Stalíns. En hvert stefnir Pútín? Ætlar hann aftur í forsætisráðuneytið, sem nú myndi hafa enn frekari völd? Eða mun hann taka við forsæti í ríkisráði Rússa, sem einnig á að fá aukið hlutverk? Svörin eru ekki ljós en það eina sem myndi koma á óvart væri ef Pútín myndi setjast í helgan stein árið 2024. Staðreyndin er enda sú að Pútín hefur tögl og hagldir í rússneskum stjórnmálum þessa stundina. Efnahagur landsins er þó enn ótryggur eftir viðskipta- þvinganir og refsiaðgerðir vesturveldanna vegna Úkraínu- málsins, og nánast algjörlega háður olíu- og jarðgasútflutn- ingi. Það skiptir þó litlu fyrir Pútín svo lengi sem staða efna- hagsins bitnar ekki á baklandi hans í rússneskri millistétt. Pútín virðist ekki ætla að setjast í helgan stein} Sterk vísbending um framhaldið Demókratar ífulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu loksins á miðvikudag að senda ákærur sínar til embættismissis á hendur Don- ald Trump Bandaríkjaforseta til öldungadeildarinnar, mánuði eft- ir að þær voru samþykktar. Öldungadeildin þarf nú að rétta í málinu og er gert ráð fyrir að það taki fimm vikur hið minnsta. Ákvörðun Nancy Pelosi, þing- forseta neðri deildar og leiðtoga demókrata í deildinni, um að tefja málið í heilan mánuð hefur því engu skilað. Pelosi vonaðist til að hún gæti með töfunum þvingað repúblíkana í öldunga- deildinni til að kalla fyrir þau vitni í málinu sem demókratar telja að muni koma sér verst fyr- ir Trump. Þeirri störukeppni gat aðeins lokið á einn veg og bætti ekki stöðu demókrata. Ljóst virðist að meirihluti öldungadeildarinnar mun sýkna Trump kemur nema einhver stórfengleg ný sönnunargögn komi fram á næstu fimm vikum, sem ekki hafa fund- ist þrátt fyrir nær stöðugar rannsóknir á Trump í tæp þrjú ár. Sú staðreynd að enginn þingmaður repúblíkana, hvorki í full- trúadeild né öldungadeild, hefur virst líklegur til að snúast gegn forsetanum hefði átt að færa demókrötum heim sanninn um að þessi barátta var töpuð áður en hún hófst. En hvað hefur þá áunnist? Baráttan um Hvíta húsið fer senn á flug og upphaf réttar- haldanna mun skyggja á til- raunir helstu vonbiðla demó- krata til þess að sýna fram á að þeir eigi erindi í forsetastól. Og líklegt er að sókn demókrata gegn forsetanum muni bara verða til þess að margir kjós- endur sem hefðu getað flakkað yfir til þeirra muni slá skjald- borg um Trump. Allt bendir því til að þegar upp verði staðið muni demókratar sjálfir tapa mest á málarekstri sínum gegn Trump. Það gæti reynst dýrkeypt, ekki síst á kosningaári. Demókratar hafa leikið illa úr tapaðri stöðu} Refskákin að klárast N ú er tveir mánuðir síðan sjón- varpið fjallaði um meint afbrot íslensks fyrirtækis í Afríku. Ekki er of djúpt í árinni tekið að segja að þjóðin hafi verið slegin eftir þáttinn. Fréttir bárust af því að nokkrir hefðu í kjölfarið verið handteknir í Namibíu, ráðherrar þurftu að segja af sér og kunnugir segja að enn sé þetta mál stöðugt í umræðunni þar í landi. Fjármálaráðherra Íslands tjáði sig um málið: „Auðvitað er rót vandans í þessu til- tekna máli veikt og spillt stjórnkerfi í landinu. Það virðist vera einhvers konar rót alls þess sem við erum að sjá flett ofan af.“ Hér vísar ráðherrann til þess að Namibía hafi kallað yfir sig ósköpin með veiku og spilltu stjórnkerfi. Fyrir réttri viku var ég í samkvæmi með hópi virðulegra manna á sjötugsaldri. Það kom mér á óvart að í þessum hópi var brosað að ummælum ráð- herrans. Jafnframt greinilegt að flestir viðmælendanna voru sannfærðir um að á Íslandi yrði ekkert frekar gert með málið. Það yrði þagað í hel. Sjálfur hef ég trú á því að hér á landi sé hvorki spillt né sérlega veikt stjórnkerfi. Þar til bær yfirvöld munu örugglega rannsaka málið ofan í kjölinn og ákveða svo hvort þau telja ástæðu til frekari aðgerða. En viðbrögð félaga minna eru lýsandi um þá trú, eða öllu heldur vantrú, sem Íslendingar hafa á stjórnvöldum. Tor- tryggnin ræður ríkjum. Og kannski ekki skrítið, því að hefðbundnir íslenskir stjórnmálamenn hafa langa reynslu af því að sveipa erfið mál þagnar- hjúpi. Nýlega sagði heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítalans: „Ég verð bara að nota tækifærið hér og segja við læknaráð, að það er töluverð áskorun fyrir ráðherra að standa með Landspítala þegar koma ályktanir á færibandi sem tala um það að þessi stofnun sé nánast hættuleg.“ Margir hafa skilið um- mælin á þann veg að ráðherrann vilji ekki fá gagnrýni á sína stjórnun. Sá skilningur er eðlilegur miðað við hve viðkvæmir stjórn- málamenn eru oftast fyrir gagnrýni. Þeir sem segjast vera með þykkan skráp verða oftast sárastir, ef út á störf þeirra er sett. En auðvit- að má líka hugsa sér að ráðherrann hafi hreinlega verið búinn að fá nóg af því að þeir, sem ættu að halda gæðum íslenska heil- brigðiskerfisins á lofti, gerðu stöðugt lítið úr því. Umræðuhefð getur verið með ýmsum hætti, en eitt er víst. Án umræðu verða engar framfarir. Þöggun er virkt stjórntæki þeirra sem vilja verja sérréttindi. Á ferðum mínum um landið sem stjórnmálamaður varð ég bara einu sinni fyrir dónalegum viðtökum. „Eigandi“ lítils sjávarpláss sagði mér að minn málflutningur ætti lítinn hljómgrunn í sínum bæ. Síðast hefði einn íbúi kosið Við- reisn. Það myndi ekki endurtaka sig. Boðskapurinn var skýr: Ég kæri mig ekki um að „mín- ir þegnar“ heyri svona tal og fái nýjar hugmyndir. Benedikt Jóhannesson Pistill Ekki segja neitt Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ýmsar vísbendingar eru umminnkandi umsvif á bygg-ingarmarkaði. Þannig hef-ur magn innflutnings byggingarhráefna minnkað á umliðn- um mánuðum og launþegum í bygg- ingarstarfsemi og mannvirkjagerð hefur fækkað. Er fjöldi þeirra nú á svipuðu róli og á fyrri hluta ársins 2018. Merki um þessa þróun þurfa í sjálfu sér ekki að koma á óvart í ljósi þess mikla vaxtar sem verið hefur á umliðnum misserum og bent er á það í nýútkominni mánaðarskýrslu Hús- næðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) að umsvifin á byggingarmark- aði séu enn mikil í sögulegu sam- hengi. Oft má lesa vísbendingar um minnkandi umsvif úr fjölda bygging- arkrana á hverjum tíma en nú liggur fyrir að skoðunum Vinnueftirlitsins á byggingarkrönum fækkaði um 26% milli áranna 2018 og 2019, sem er í fyrsta sinn frá árinu 2010 sem skoð- unum fækkar milli ára að því er fram kemur í mánaðarskýrslunni. „Árs- breytingin er á pari við breytinguna á milli áranna 2009 og 2010 í prósentum talið en fjöldinn er talsvert meiri,“ segir þar. Fram kom á nýju yfirliti Þjóð- skrár Íslands í vikunni um fasteigna- markaðinn á nýliðnu ári að heildar- velta fasteignaviðskipta í fyrra jókst um 4,4% frá árinu á undan en fjöldi kaupsamninga stóð í stað á milli ára. Bent er á í mánaðarskýrslu HMS að þar af nam samdrátturinn um 6% á höfuðborgarsvæðinu en aukning átti sér stað um 1% í nágrannasveitar- félögum. Húsnæðisskuldir heimilanna halda þó áfram að aukast og var nóvember síðastliðinn næststærsti mánuðurinn á umliðnum árum í hreinum nýjum útlánum, sem voru þá þegar orðin meiri en á sama tímabili á árinu á undan. Fram kemur að árs- hækkun útistandandi íbúðalána var í lok nóvember um 5,4% en fór hæst upp 7% í febrúar sl. Enn er vaxandi munur á lægstu vaxtakjörum íbúðakaupenda milli líf- eyrissjóðanna og banka. Sjóðs- félögum lífeyrissjóða hafa staðið til boða lán með breytilegum verð- tryggðum vöxtum allt niður í 1,69% frá í mars sl. en lægstu vextir í boði hjá bönkum eru 2,9%. Lesa má úr mánaðarskýrslu HMS að aukinni lántöku íbúðalána hefur fylgt að fleiri sem búa í eigin húsnæði telja sig standa undir íþyngj- andi húsnæðiskostnaði. Vanskil bæði eigenda húsnæðis og leigjenda hafa þó jafnt og þétt minnkað á seinustu ár- um. Er staða leigjenda talin fara batn- andi, sem má m.a. merkja af því að húsnæðiskostnaður þeirra í hlutfalli af ráðstöfunartekjum virðist hafa lækk- að lítið eitt frá 2015 og bent er á í mán- aðarskýrslunni að verulega hefur dregið úr því að leigjendur séu eftir á í greiðslu á leigu. Þessar niðurstöður eru þó einkum byggðar á tölum frá árinu 2018 en þá virðast bæði eig- endur og leigjendur hafa átt auðveld- ara með að standa við fjárhagslegar skuldbindingar vegna húsnæðis. Þótt um hægist á fasteignamark- aði er vert að hafa í huga að síðasti mánuður nýliðins árs var líflegri en oft áður. Í umfjöllun Hagsjár Landsbank- ans kemur fram að þá fjölgaði kaup- samningum á höfuðborgarsvæðinu um 25% frá sama mánuði árið áður og um 3% utan þess. „Til samanburðar mældist 29% samdráttur milli ára á höfuðborgarsvæðinu í desember árið 2018, og 19% samdráttur utan þess.“ Færri kranar og minna flutt til landsins Kranavísitala og vanskil á húsnæðiskostnaði Fjöldi byggingarkrana skv. kranaskoðunum vinnueftirlitsins 2000-2019 Vanskil á húsnæðiskostnaði 2004-2018 Hlutfall íbúa á heimilum í vanskilum húsnæðislána eða leigu 400 300 200 100 0 20% 15% 10% 5% 0% Fjöldi krana Eigendur Leigjendur '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 Heimild: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) Í mánaðarskýrslu HMS segir að frá ársbyrjun 2014 hafi leiguverð í nágrannasveitarfélögum höfuð- borgarsvæðisins hækkað um nær 25% umfram launavísitölu Hagstofunnar. ,,Frá því í sumar hefur þó verið nokkur viðsnún- ingur og hefur leiguverð lækkað um 3,2% í hlutfalli við almenna launaþróun síðan þá.“ Í umfjöllun um stöðu leigjenda er m.a. fjallað um nærumhverfi leigjenda og íbúa í eigin hús- næði. Í könnun Hagstofunnar komi fram að fólk á leigumarkaði telji sig oftar búa við hávaða eða glæpi í umhverfi sínu en þeir sem búa í eigin húsnæði. Lítill sem enginn munur sé hins vegar á því hvort fólk telji sig búa við mengun eða óhreinindi eftir því hvort það er á leigumarkaði eða í eigin húsnæði. Nokkur við- snúningur LEIGUMARKAÐURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.