Morgunblaðið - 17.01.2020, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
LOKAKAFLINN
Í SKYWALKER SÖGUNNI
F ROM T HE D I R E C TOR OF S K Y FA L L
dfgsdfg
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
6 ÓSKARSTILNEFNINGAR
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Sýningin Afrit verður opnuð í
Gerðarsafni í Kópavogi í kvöld,
föstudag, klukkan 19 og er hún hluti
af Ljósmyndahátíð Íslands 2020 sem
stendur yfir þessa dagana.
Á sýningunni eru verk sjö ólíkra
samtímalistamanna sem allir hafa
verið virkir hér við sýningahald,
þeirra Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur,
Bjarka Bragasonar, Claudiu Haus-
feld, Hallgerðar
Hallgrímsdóttur,
Katrínar Elvars-
dóttur, Péturs
Thomsen og Þór-
dísar Jóhannes-
dóttur.
Sýningarstjóri
er Brynja Sveins-
dóttir, verkefna-
stjóri safneignar
og miðlunar í
Gerðarsafni. Hún
segir verkin á sýningunni „ögra við-
teknum hugmyndum áhorfandans
um ljósmyndir sem glugga að raun-
veruleikanum“. Sýningin sé í senn
könnun á óljósu eðli ljósmyndar-
innar og leikur með möguleika mið-
ilsins, þar sem látið er reyna á þol-
mörk hans. Sýnd eru nýleg verk
eftir listamennina en þeir hafa unnið
með ljósmyndina eða birta afritun af
veruleikanum á annan hátt. Á sýn-
ingunni „fær ljósmyndin að fljóta í
tómarúmi á milli miðla líkt og hún
flýtur á milli raunveruleika og birt-
ingarmyndar“.
Leikur í verkunum
„Þessir listamenn vinna með ljós-
myndamiðilinn eða miðla sem vísa í
hugmyndir um afritið,“ segir
Brynja. „Verkin eru ýmist leikur
með afritun, þar sem endurteknir
rammar láta hið horfna augnablik
líða á ný, eða eins í verki eftir Önnu
Júlíu sem sýnir ummerki um ljós-
mynd en ljósmyndina sjálfa er
hvergi að sjá. Í öðrum verkum er svo
til að mynda unnið með það hvernig í
ljósmyndum er sífellt verið að gera
þrívíðan heim að tvívíðum fleti. Hér
sjáum við þó hvar ljósmyndin fær að
njóta sín sem þrívíður hlutur, papp-
írinn lifnar við, það er brotið upp á
ljósmyndina eða hún verður að
skúlptúr.“ Og Brynja segir að gestir
muni í einhverjum verkanna upplifa
hálf stríðnislegan leik með vænt-
ingar okkar til ljósmynda.
Hún ítrekar að listamennirnir fari
mjög ólíkar leiðir. „Verk Hallgerðar
nefnist „A Few Thoughts on Photo-
graphy – Vol. 2“ og í því er einmitt
mikill leikur. Hún vísar í kennslu-
bækur um ljósmyndun, til dæmis til-
launir í stúdíólýsingu, það að nota
eldri tækni eins og að handmála ljós-
mynd, og hún býr líka til litla útgáfu
af camera obscura í rýminu. Hún
gerir þannig tilraunir með ljós-
myndamiðilinn og veltir fyrir sér til
hvers við ætlumst af honum. Hún
hugsar bæði um möguleika miðilsins
og klisjur sem eru tengdar honum.“
Varðandi það að sumir listamann-
anna vinni með það grunneðli ljós-
myndunar að frysta augnablik nefn-
ir Brynja sem dæmi hvernig Pétur
Thomsen í verkunum „Prelude I og
II“ sýni myndir sem hann hefur tek-
ið í sínu nærumhverfi af náttúru að
nóttu til með sterku ljósi, annars
vegar þegar jörð sé auð og hins
vegar í björtum snjó og vísi útkoman
til svarthvítra ljósmyndunar, og
grunnþáttanna ljóss og skugga, og
þar sem um myndraðir sé að raða sé
enn fremur sterk og áhrifarík vísun í
kvikmyndamiðilinn.
Claudia Hausfeld er síðan annar
listamaður sem vinnur með tvívíða
umbreytingu umheimsins. Hún hef-
ur til að mynda ljósmyndað klett
sem hún reynir síðan að endurskapa
í þrívídd út frá umbreytingunni, en
það er nokkuð sem Brynja bendir á
að sé í raun ekki gerlegt.
Gerður: Ný grunnsýning
Í kvöld verður einnig opnuð ný
grunnsýning; Gerður, á neðri hæð
Gerðarsafns. Á sýningunni er sjón-
um beint að járnverkum Gerðar
Helgadóttur frá 6. áratugnum. Gerð-
ur var fyrsti íslenski listamaðurinn
til að nota járn í list sinni og var
frumkvöðull þrívíðrar abstraktlistar
hérlendis. Sýningin er eins konar
framhald af yfirlitssýningu sem
haldin var 2018 þar sem 1.400 verk
Gerðar í safneign Gerðarsafns voru
höfð til grundvallar. Sköpunar-
kraftur og tilraunastarfsemi lista-
konunnar er í tilkynningu um sýn-
inguna sagt leiðarstef í starfsemi
Gerðarsafns, sem einnig endur-
speglar stöðu þess sem eina listasafn
landsins sem stofnað hefur verið til
heiðurs listakonu.
Í tengslum við sýninguna verða
listamenn með tímabundna opna
vinnustofu innan safnsins. Þórdís
Erla Zoëga verður fyrsti lista-
maðurinn í lifandi vinnustofu
Gerðarsafns.
Við opnun sýninganna í Gerðar-
safni í kvöld mun einnar konu hljóm-
sveitin DJ flugvél og geimskip sjá
gestum fyrir tónaflóði.
Óljóst eðli ljósmyndunar
Verk sjö listamanna á sýningunni Afrit í Gerðarsafni „Ögra viðteknum
hugmyndum áhorfandans um ljósmyndir sem glugga að raunveruleikanum“
Fjölbreytileg Frá sýningunni Afrit þar sem listamennirnir leika á afar ólíkan hátt með möguleika ljósmynda.
Brynja
Sverrisdóttir
Myndröð Unnið að uppsetningu
verks eftir Pétur Thomsen.
Dægurlaga-
söngkonan vin-
sæla Whitney
Houston, sem
lést fyrir átta ár-
um 48 ára gömul,
hefur verið kjör-
in inn í Frægð-
arhöll rokksins í
Bandaríkjunum.
Hin árlega hátíð
í Rokkhöllinni í
Cleveland, þar sem nýkjörnir með-
limir eru teknir inn, verður haldin
2. maí næstkomandi. Yfir eitt þús-
und valinkunnir tónlistarmenn og
tónlistarfræðingar hafa rétt til að
kjósa um það hvaða tónlistarmenn
fá inngöngu og aðrir sem komast
inn í höllina að þessu sinni eru
rokksveitin Nine Inch Nails, hin
draumkennda hljómborðasveit
Depeche Mode, rapparinn Notor-
ious B.I.G., popprokksveitin Doobie
Brothers og glamrokksveitin T-Rex
sem leidd var af Marc Bolan þar til
hann lést árið 1977.
Í tilkynningu frá Frægðarhöll-
inni kemur fram að þeir sem voru í
forvali en ekki hlutu nægilega
mörg atkvæði að þessu sinni séu
Dave Matthews Band, Motörhead
og Pat Benatar.
Whitney
Houston
Houston, Nine
Inch Nails og T-Rex
í Frægðarhöllina
Femínísk kvikmyndahátíð hófst í
Bíó Paradís í gær og stendur fram
á sunnudag. Kvikmyndasýningar
hátíðarinnar verða bæði þar og í
Norræna húsinu og er um fjöl-
breytilegar myndir að ræða. Sam-
kvæmt heimasíðu hátíðarinnar,
rvkfemfilmfest.is, er markmið há-
tíðarinnar það að styrkja og styðja
við kvenkyns leikstjóra og jafna
kynjamismuninn í kvikmyndagerð.
Dagskrána má sjá á heimasíðunni.
Femínísk kvik-
myndahátíð hafin