Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við hjá Isavia fylgjumst vel með þró- un mála í tengslum við kóróna- veiruna. Við erum í góðu sambandi við embætti sóttvarnalæknis og fáum upplýsingar um málið beint þaðan. Við höfum fylgst með nýjustu frétt- um af gruni um smit í Finnlandi en á þessari stundu hefur ekki þótt ástæða til að virkja sérstakan viðbúnað vegna þessa. Komi til þess þá er sérstök viðbragðsáætlun vegna sóttvarna á Keflavíkurflugvelli til staðar og unnið yrði eftir henni,“ segir Guðjón Helga- son, upplýsingafulltrúi Isavia. Útbreiðsla kórónaveirunnar svo- kölluðu heldur áfram og sóttvarna- yfirvöld hér á landi eru „á tánum“ eins og aðstoðarmaður landlæknis orðaði það í samtali við mbl.is í gær. Eftir fundarhöld í gær var kynnt að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefði í samvinnu við almannavarna- deild ríkislögreglustjóra hafið vinnu í samræmi við fyrirliggjandi við- bragðsáætlanir um alvarlega smit- sjúkdóma, CBRNE, og viðbragðs- áætlanir um sóttvarnir á alþjóða- flugvöllum. Ferðamálastofa verður embætti landlæknis innan handar við að koma upplýsingum um veiruna og aðgerðum gegn henni til erlendra ferðamanna á Íslandi. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir að flugfélag- ið fylgi leiðbeiningum landlæknis. „Þá erum við einnig í nánu samstarfi við Medaire sem er alþjóðleg læknaþjón- usta sem sérhæfir sig í lækningum og forvörnum um borð. Á þessu stigi er- um við að leggja áherslu á upplýs- ingagjöf og aukna vöktun. Viðbragð- sáætlanir hafa hins vegar ekki verið virkjaðar að svo stöddu samkvæmt leiðbeiningum landlæknisembættis- ins.“ Árangurslítið að mæla hita Í samantekt á heimasíðu Embættis landlæknis segir að viðbrögð við kórónaveirunni hér á landi séu í fyrsta lagi aðgerðir á Keflavíkurflug- velli til að greina sýkta og hugsanlega smitaða einstaklinga og koma þannig í veg fyrir frekari útbreiðslu hér á landi. Segir þar að farþegar sem koma til landsins muni fá skilaboð þess eðlis að ef þeir eru með merki um öndunar- færasýkingu og hafa verið í borginni Wuhan í Kína undanfarnar tvær vik- ur, eða hafi verið í samgangi við ein- staklinga með grunaða eða staðfesta sýkingu, þá þurfi að gera á þeim læknisfræðilegt mat á Keflavíkur- flugvelli. „Framhald aðgerða ræðst af læknisfræðilegu mati en einangrun mun koma til greina,“ segir á heima- síðu landlæknis. Ennfremur að fólk sem fellur undir ofangreinda skil- greiningu sé beðið að gefa sig fram, jafnvel þótt það sé einkennalaust. Það geti vænst þess að verða sett í sóttkví. Sóttvarnayfirvöld á Íslandi telja ekki ástæðu til að hitamæla alla far- þega eða leggja fyrir þá spurninga- lista á Keflavíkurflugvelli. Slíkar að- gerðir hafi reynst bæði kostnaðar- samar og árangurslitlar að mati yfirvalda. Í öðru lagi segir að allar heilbrigð- isstofnanir á landinu hafi verið upp- lýstar um hina nýju veiru. Þær hafi verið hvattar til að uppfæra sínar við- bragðsáætlanir og undirbúa viðbrögð og einangrunaraðstöðu. Gætu þurft að setja fólk í einangrun  Heilbrigðisyfir- völd og stjórn- endur í ferðaþjón- ustu bregðast við kórónaveirunni AFP Kína Heilbrigðisstarfsmenn í borginni Wuhan í Kína klæðast hlífðarfatnaði til að verjast sjálfir smiti af völdum kórónaveirunnar sem breiðist hratt út. Kórónaveira Heimild: WHO/CDC/Kínversk stjórnvöld Stór fjölskylda veira sem valda ýmsum sjúkdómum, allt frá kvefi til alvarlegri sjúkdóma á borð við MERS-CoV og SARS Hundruð tilfella hafa greinst í Kína og á þriðja tug hefur látist. Tilfelli hafa m.a. greinst í Japan, Taílandi, Kóreu, Bandaríkjunum, Skot- landi og Finnlandi Upphaf smitsins rakið til fisk- og dýramark- aðar í Wuhan. Staðfest að veiran hefur borist á milli manna Nýtt afbrigði Mið-Austurlönd Öndunarfærasýking (MERS-CoV) Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabó (SARS-CoV) Fyrst greind í Sádi-Arabíu árið 2012 Talin upprunnin í leðurblökum, barst í kattardýr og í menn Greint árið 2003. Menn smituðust fyrst í Kína 2002 Barst frá drómedörum í kameldýr og í menn Nýlegir faraldrar Yfir 800 hafa látist í Mið-Austurlöndum Nærri 650 létust í Kína/Hong Kong 2002-2003 desember 2019 í Wuhan í Kína lgu Greindist fyrst í lok 2019 ný kórónaveira (2019-nCoV) svipað SARS Nýtt afbrigði í Kína Þórólfur Guðnason Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavík Þessi ferðamaður skoðaði sig um við Sólfarið í gær, við öllu búinn. Staðfest hefur verið að 897 hafa sýkst af kórónaveirunni og 26 lát- ist í Kína af hennar völdum. Smit hafa verið staðfest víða um Asíu og í Bandaríkjunum. Þá hafa bor- ist óstaðfestar fréttir um smit í nokkrum Evrópulöndum, þ.á m. Skotlandi og Finnlandi. „Þrátt fyrir upplýsingar um aukna út- breiðslu hinnar nýju veiru þá eru ekki vísbendingar um að hún sé hættulegri en áður hefur verið talið,“ segir í umfjöllun um þetta á heimasíðu landlæknis. María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkis- ráðuneytisins, segir að borg- araþjónustu utanríkisráðuneyt- isins hafi ekki borist beiðnir um aðstoð eða ráðgjöf vegna hugs- anlegs smits af völdum veir- unnar. Hún segir að utanrík- isráðuneytið gefi að öllu jöfnu ekki út ferðaviðvaranir en vísað er til ferðaviðvarana nágranna- ríkja sem finna má á vef Stjórn- arráðsins. hdm@mbl.is Kórónaveiran breiðist út  Engar beiðnir um aðstoð borist frá Íslendingum Kína 830 Taíland 4 Singapúr 4 Víetnam 2 Lappland í Finnlandi* 2 Japan 2 Suður-Kórea 2 Taivan 1 Bandaríkin 1 að morgni 24. janúar Kórónaveiran breiðist út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.