Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020
Óskar
Bergsson
fasteignasali
s. 893 2499
Hildur
Harðardóttir
lögfr. og lgfs.
s. 897 1339
Elín G.
Alfreðsdóttir
nemi til lögg.
s. 899 3090
Sveinbjörn
Sveinbjörnsson
lögmaður
s. 892 2804
Vilhjálmur
Einarsson
fasteignasali
s. 864 1190
H a m r a b o r g 1 2 • 2 0 0 K ó p a v o g u r • 4 1 6 0 5 0 0
ÁRANGUR Í SÖLU
FASTEIGNA
www.eignaborg.is
Eftir átta umferðir af þrett-án í A-flokki stórmótsins íWijk aan Zee í Hollandihafði hinn 16 ára gamli
Írani Alireza Firouzsja, sem nú um
stundir teflir undir fána FIDE, náð
forystu ásamt Fabiano Caruana og
var þá heilum vinningi á undan
heimsmeistaranum Magnúsi Carl-
sen. En hans beið erfitt verkefni í
næstu tveimur umferðum; í níundu
tapaði hann fyrir Magnúsi og í þeirri
tíundu fyrir Caruana. Að sumu leyti
minnti framganga hans á annan 16
ára gamlan pilt sem hafði heldur
ekki tekið út allan sinn skákþroska á
þessum aldri; Bobby Fischer tefldi
glæsilega á köflum í áskorenda-
mótinu 1959 en gegn tveimur verð-
andi heimsmeisturum, Tal og Pet-
rosjan, fékk hann aðeins einn
vinning úr átta skákum.
Eins og margir muna var heil-
mikið brambolt í kringum skák Fir-
ouzja og Magnúsar á HM í hraðskák
á dögunum. Þegar skákin var tefld í
Wijk var Magnús að slá met í hverri
umferð og hefur nú teflt 117 kapp-
skákir í röð án taps.
Þeir sem vilja kynna sér betur
handbragð og skákstíl Norðmanns-
ins ættu kannski að veita því athygli
að Magnús lagði stöðu Firouzja í
rúst án þess að ráðast nokkru sinni
til beinnar atlögu:
Wijk aan Zee 2020; 9. umferð
Alireza Firouzja – Magnús Carlsen
Spænskur leikur
1.e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3
Teflir til sigurs. Hann gat fengið
upp þekktar en jafnteflislegar stöður
Berlínarvarnarinnar sem hefjast
með 4. 0-0 Rxe4 og nú 5. d4 eða 5.
He1.
4. … d6 5. c3 a6 6. Ba4 Be7 7. 0-0
0-0 8. He1 He8 9. Rbd2 Bf8 10. h3 b5
11. Bc2 Bb7 12. d4 g6 13. a3 Rb8 14.
d5 c6 15. c4 Rbd7 16. a4 Dc7 17. b3
Hec8 18. Ha2 bxc4 19. bxc4 a5
20. Rf1?!
Fyrsta ónákvæmni hvíts. Ridd-
aranum var betur valinn staður á b1
og halda síðan til a3.
20. … Ba6 21. Re3 Rc5 22. Rd2
cxd5 23. cxd5 Hab8 24. Ba3 Dd8 25.
Df3 h5!
Góður stöðulegur leikur sem
hindrar –Rg4 og býr biskupnum at-
hvarf á h6. 26. Haa1 Bh6 27. Hab1
Hxb1 28. Hxb1 Kg7 29. Ref1 h4 30.
Re3 Bf4
Það er eins og Magnús nái að egna
Firouzsja með þessum leik.
31. Ref1 Dc7 32. g3 hxg3 33. fxg3
Bh6 34. h4 Dd7!
Það er aðeins svartur sem hagn-
ast á opnun stöðunnar. Peðið á a4 er
að falla, g4-reiturinn veikur og
svörtu biskuparnir skjóta geislum
sínum í allar áttir.
35. Kg2 Rxa4 36. Bxa4 Dxa4 37.
Bxd6 Dd4! 38. Df2
Það var ekkert betra í boði.
38. … Dxf2+ 39. Kxf2 Bxf1!
– og hvítur gafst upp. Svartur
vinnur mann hverju svo sem hvítur
leikur.
Magnús og Caruana unnu báðir í
10. umferð og áður en lokasprett-
urinn hófst í gær var staðan þessi: 1.
Caruana 7 v. 2. Magnús Carlsen 6½
v. 3.-4. Van Foreest og So 6 v. 5.-6.
Firouzja og Duda 5½ v. 7.-8. Giri og
Dubov 5 v. 9.-11. Anand, Xiong og
Artemiev 4½ v. 12.-13. Vitiugov og
Yu 3½ v. 14. Kovalev 3 v.
Sigurbjörn og Hjörvar efstir
Sigurbjörn Björnsson vann Guð-
mund Kjartansson í fimmtu umferð
Skákþings Reykjavíkur, vann einnig
sl. miðvikudag og er einn efstur þeg-
ar þrjár umferðir eru eftir með fullt
hús vinninga, sex vinninga. Guð-
mundur Kjartansson og Vignir
Vatnar Stefásson koma næstir með
fimm vinninga.
Hjörvar Steinn Grétarsson er
efstur með þrjá vinninga af þremur í
A-flokki MótX-mótsins. Ingvar Þ.
Jóhannesson kemur næstur með 2½
vinning.
Í B-riðli eru átta skákmenn í efsta
sæti með 2½ vinning hver.
Firouzja á enn
margt ólært
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Ómar
Hæfileikaríkur Alireza Firouzja við taflið á síðasta Reykjavíkurskákmóti.
Guðmunda Elíasdóttir fæddist
23. janúar 1920 í Bolungarvík.
Foreldrar hennar voru hjónin
Elías Þórarinn Magnússon, f.
1878, d. 1923, formaður í Bol-
ungarvík, og Sigríður Jens-
dóttir, f. 1881, d. 1968.
Guðmunda hóf söngnám við
Konservatoríið í Kaupmanna-
höfn árið 1939. Aðalkennari
hennar var Dóra Sigurðsson
prófessor. Hún stundaði einnig
nám í París og New York.
Hún söng í óperum og hélt
tónleika á Íslandi og erlendis.
M.a. söng hún fjórum sinnum í
Hvíta húsinu í forsetatíð
Eisenhowers. Guðmunda söng
töluvert í útvarp og inn á
hljómplötur.
Guðmunda flutti alkomin til
Íslands í upphafi áttunda ára-
tugarins og lék eftir það tals-
vert á sviði og í talsverðum
fjölda kvikmynda jafnframt því
að kenna söng í tónlistar-
skólum og í einkatímum. Hún
var heiðurslistamaður Alþingis
frá 1995.
Fyrri eiginmaður Guðmundu
var Henrik Knudsen gull-
smíðameistari, þau skildu.
Börn þeirra voru Bergþóra, f.
1944, d. 1946, Hans Albert, f.
1947, d. 2009 og Sif Knudsen, f.
1950. Seinni eiginmaður Guð-
mundu var Sverrir Kristjáns-
son sagnfræðingur.
Guðmunda lést 2. ágúst 2015.
Merkir Íslendingar
Guðmunda
Elíasdóttir
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
Á Seltjarnarnesi eru
íbúar ánægðir með bú-
setuskilyrði bæjar-
félagsins, samkvæmt
árlegri þjónustu-
könnun sem Gallup
gerir meðal sveitar-
félaga landsins. Þjón-
usta Seltjarnarness á
heildina litið út frá
reynslu og áliti íbúa
nýtur verðskuldaðrar
viðurkenningar. Á heildina litið er Sel-
tjarnarnesbær oftast í efsta sæti með-
al þessara stærstu bæjarfélaga lands-
ins. Þessi jákvæða niðurstaða undir-
strikar jákvætt viðhorf bæjarbúa til
samfélagsþjónustunnar og er starfs-
fólki og stjórnendum bæjarins hvatn-
ing til að halda áfram á sömu braut.
Seltjarnarnesbær leggur metnað sinn
í að veita íbúum sínum góða þjónustu.
Niðurstöður könnunar Gallups stað-
festa að þau eftirsóknarverðu mark-
mið eru að bera árangur.
Ánægja barna-
og fjölskyldufólks
Ánægja íbúa barna- og fjöl-
skyldufólks fær einnig áfram háa ein-
kunn þegar kemur að þjónustu við
barnafjölskyldur í sveitarfélaginu. Sel-
tjarnarnesbær hefur lagt áherslu á að
vera leiðandi í skóla-, æskulýðs- og
íþróttastarfi á landsvísu. Það hefur
lagt metnað í jöfn tækifæri fyrir alla
og samhliða stuðlað að bættum
árangri og vellíðan skólabarna.
Eldri borgarar una
hag sínum vel
Ánægja eldri Seltirninga með þjón-
ustu bæjarins mælist áfram mikil á
landsvísu. Niðurstaðan endurspeglar
festu í stjórnun þessa málaflokks en
mikið kapp hefur verið lagt á að skipu-
leggja nærþjónustu við
aldraða í samráði við þá
sjálfa með það að mark-
miði að þeir eigi þess
kost að búa sem lengst á
eigin heimili. Í liðnu ári
var opnað nýtt hjúkr-
unarheimili „Seltjörn“
fyrir 40 íbúa.
Aðstaða til íþrótta-
iðkunar fyrsta flokks
Ánægja bæjarbúa á
Seltjarnarnesi helst
áfram mikil þegar kem-
ur að aðstöðu til íþróttaiðkunar í
sveitarfélaginu, en þar lýstu 85% að-
spurðra sig ánægð með aðstöðuna.
Síðastliðið haust var nýtt fimleikahús
tekið í notkun, ásamt stækkun á
íþróttamiðstöðinni.
Menningarlífið í blóma
Bærinn fær einnig hæstu einkunn
meðal þeirra nítján bæjarfélaga
landsins, sem könnunin nær til, þegar
íbúar Seltjarnarness láta í ljós
ánægju sína með menningarlíf bæj-
arins og gefa því hæstu einkunn.
Aukin áhersla hefur verið lögð á þann
málaflokk undanfarin ár með jákvæð-
um árangri.
Gæði umhverfis í hávegum höfð
Það kemur ef til vill ekki á óvart en
Seltjarnarnesbær er efstur að stigum
meðal sveitarfélaganna þegar kemur
að þjónustu í tengslum við sorphirðu.
Enn fremur er mikill meirihluti
ánægður með gæði umhverfis í ná-
grenni við heimil sitt.
Gott samstarf, betra samfélag
Bæjarstjórn og starfsmenn bæj-
arfélagsins leggja sig fram um að
hlusta eftir hvaða þjónusta skiptir
máli fyrir bæjarbúa og hefur sú
stefna skilað bæjarfélaginu mörgum
sinnum fyrsta sætið þegar kemur að
spurningunni um þjónustustig bæj-
arins. Að baki þeirri aðferðafræði
liggur sú sannfæring stjórnenda bæj-
arins að fyrirmyndarsamstarf skili
sér í betra samfélagi og hagkvæmari
rekstri.
Seltirningar ánægð-
ir með bæjarfélagið
Eftir Ásgerði
Halldórsdóttur
Ásgerður Halldórsdóttir
» Á heildina litið er
Seltjarnarnesbær
oftast í efsta sæti meðal
þessara stærstu bæj-
arfélaga landsins.
Höfundur er bæjarstjóri.
asgerdur@seltjarnarnes.is