Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020
»Það var margt um manninn í Bíó Paradís á
fimmtudaginn þegar Franska kvikmyndahátíðin
var sett með pomp og prakt og opnunarmynd
hennar sýnd. Sú nefnist La belle époque eða Fagra
veröld og er á vef kvikmyndahússins sögð stórkost-
leg rómantísk gamanmynd sem fjalli um Daniel
sem gefið sé tækifæri til að endurlifa fortíðina í
þeim tilgangi að bjarga hjónabandi sínu.
Ellefu kvikmyndir verða sýndar á hátíðinni. Eru
þær af ýmsu tagi og þeirra á meðal ein teiknimynd
og ein heimildarmynd.
Franska kvikmyndahátíðin hófst í fyrradag í Bíó Paradís
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hátíð Guðlaug Jakobsdóttir, Hilmar Oddson og Hrönn Sveinsdóttir.
Listapar Snæbjörn Brynjarsson og Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson.
Kát Erling Jóhannesson, Sigríður Heimisdóttir og Ingibjörg Þórisdóttir.
17 útskriftar-
nemendur við
myndlistardeild
Listaháskóla Ís-
lands opna sam-
sýningu í Segul
67 á Siglufirði í
dag en þeir hafa
dvalið þar á
vegum Alþýðu-
hússins á Siglu-
firði sl. tvær
vikur og starfað undir hand-
leiðslu Aðalheiðar S. Eysteins-
dóttur og Sindra Leifssonar. Sýn-
ingin ber titilinn 17 nemendur,
einn fokkaði upp, og verður opn-
uð kl. 15.
17 nemendur en
einn fokkaði upp
Aðalheiður
Eysteinsdóttir
Í frétt sem birt
var í blaðinu í
gær stóð að org-
anistinn Kristján
Hrannar Pálsson
myndi frumflytja
loftslagsverkið
+2,0°C á Klais-
orgel Hallgríms-
kirkju þá um
kvöldið. Hið rétta
er að verkið verð-
ur frumflutt föstudaginn 7. febrúar
og er beðist velvirðingar á þessum
leiðu mistökum.
LEIÐRÉTT
Tónleikar 7. febrúar
Kristján Hrannar
Pálsson
Leikhópurinn Lotta frum-sýndi þriðju vetrarsýningusína í Tjarnarbíói um liðnahelgi. Fyrir tveimur árum
markaði hópurinn sér þá stefnu að
halda áfram að frumsýna ný barna-
og fjölskylduleikrit á sumrin, en nota
vetrartímann til að dusta rykið af
eldri verkum hópsins og sýna í nýjum
uppfærslum ávallt tíu árum eftir
frumuppfærsluna. Í ár var því komið
að Hans klaufa eftir Snæbjörn Ragn-
arsson sem Lotta frumsýndi sumarið
2010. Ólíkt fyrri tveimur vetrarsýn-
ingum Lottu lagði leikhópurinn, und-
ir forystu Önnu Bergljótar Thoraren-
sen, mun meiri vinnu í að uppfæra
leikritið og breyta til þess að láta það
betur tala við samtímann, enda hefur
margt breyst á einum áratug.
Í grunninn snýst verkið sem fyrr
um Hans klaufa (Sigsteinn Sigur-
bergsson) sem starfar við hirðina og
er vinur Arons prins (Stefán Bene-
dikt Vilhelmsson). Sölvi (Orri Huginn
Ágústsson) og Ríkey (Tinna Hrönn
Sigurdórsdóttir) eru ekki lengur
mæðgin óskyld Aroni heldur systkini
hans. Þegar drottningin móðir þeirra
(Andrea Ösp Karlsdóttir) deyr erfir
Aron konungsríkið, Sölvi spegil og
Ríkey töfrasprota, sem er þeim
eiginleikum gæddur hann lætur ekki
að stjórn sé hann notaður til illra
verka. Ólíkt systkinum sínum er
Aron lítið upptekin af titlum og
dreymir þess í stað um stéttlaust
samfélag þar sem öll fái að sitja við
sama borð. Ríkeyju gremst þetta og
fær Sölva í lið með sér til að vinna
gegn áformum Arons sem endar með
því að Aroni er óvart breytt í frosk,
sem er meistaralega útfært bæði í
öllu gervi og leik.
Þriðja sagan sem höfundar vinna
með, auk Hans klaufa og froska-
prinsins, er sem fyrr Öskubuska
(Andrea Ösp Karlsdóttir). Hún býr
við vont atlæti stjúpsystra sinna,
Heklu (Orri Huginn Ágústsson) og
Kötlu (Thelma Hrönn Sigurdórs-
dóttir). Þegar Aron býður öllum í
ríkinu til veislu eru það ekki stjúp-
systur Öskubusku sem koma í veg
fyrir að hún geti mætt heldur sú
ákvörðun Ríkeyjar að breyta boðs-
kortunum á þá leið að aðeins fólk
sem eigi fín föt sé velkomið, því
þannig megi útiloka fátæklingana.
Líkt og í upprunalega ævintýrinu
fær Öskubuska óvænta aðstoð frá
álfkonunni Álfheiði (Stefán Benedikt
Vilhelmsson), sem líkt og Öskubuska
reynir að vera umhverfisvæn sem út-
skýrir með skemmtilegum hætti
hvers vegna kjóll hennar hverfur á
miðnætti. Öskubusku langar fyrst og
fremst á ballið í höllinni til að tala fyr-
ir mikilvægi þess að allir íbúar Ævin-
týraskógarins flokki og endurvinni
rusl, en verður óvænt ástfangin af
Aroni sem endurgeldur hrifningu
hennar.
Sem fyrr er prinsessupróf Hans
klaufa fyrirferðarmikið í seinni hluta
verksins þar sem Öskubuska, Hekla
og Katla leysa þrautir prinsessa úr
öðrum þekktum ævintýrum áhorf-
endum til mikillar skemmtunar, en
sérdeilis flott var að sjá þegar Hekla
stakk sig á snældunni. Hans klaufi er
nefnilega sannfærður um að takist
honum að finna stúlkuna sem Aron
varð ástfanginn af rétt áður en hann
hvarf (þegar hann breyttist í frosk)
þá muni Aron snúa aftur. Og auðvitað
fer allt vel að lokum.
Fyrir þá sem þekkja gömlu útgáfu
Lottu af Hans klaufa, sem aðgengileg
er á geisladiski og heyra má í Lottu-
appinu sem hópurinn hefur þróað og
mun einnig innihalda myndrænar
upptökur af öllum vetrarsýningum
hópsins, er gaman að láta koma sér á
óvart með nýjum snúningi á verkinu.
Fyrir yngstu áhorfendurna sem eru
ef til vill að kynnast Lottu í fyrsta
sinn er nýja útgáfan af Hans klaufa
einstaklega gott dæmi um þann mikla
listræna metnað sem ávallt hefur
einkennt sýningar hópsins, óþrjót-
andi hugmyndaauðgi, góðan húmor
(þar sem allir fá eitthvað fyrir sinn
snúð, jafnt börn sem fullorðnir) og
samfélagsádeiluna sem orðið hefur
fyrirferðarmeiri í uppfærslum hóps-
ins á umliðnum árum. Á aðeins
klukkutíma tekst forvitnilegum per-
sónum verksins að segja skemmti-
lega sögu og nota til þess öll meðöl
leikhússins.
Leikmyndin er einstaklega vel
heppnuð og útfærð hjá Sigsteini Sig-
urbergssyni og Andreu Ösp Karls-
dóttur þar sem litríkum flekum er
snúið á ýmsa enda og kanta og iðu-
lega kubbað upp á nýtt til að þjóna
hverri senu. Búningar Alexíu Rósar
Gylfadóttur og Rósu Ásgeirsdóttur
þjóna persónum vel og draga fram
skýra mynd af stöðu þeirra í verkinu.
Lýsing Kjartans Darra Kristjáns-
sonar skapaði ávallt rétta stemn-
ingu. Hljóðmynd og nýjar útsetn-
ingar Þórðar Gunnars Þorvalds-
sonar settu afgerandi svip á lögin,
bæði gömlu og nýju. Sem dæmi tókst
honum að skapa martraðarkennda
stemningu í dúett Heklu og Kötlu
þar sem þær syngja um „Busku-
greyið“ og stjórna systur sinni líkt
og strengjabrúðu. Rýnir saknaði
þess ögn að sjá systurnar ekki
höggva af sér hæl og tá, ekki síst til
að undirbyggja söngtextann þess
efnis að býfur Öskubusku séu pass-
legar í prinsessuskó en „hún ekkert
af sér hjó“.
Dansarnir sem Berglind Ýr Karls-
dóttir hafði yfirumsjón með njóta sín
vel í útfærslu leikhópsins. Leikgleði
og skemmtilegar sjónrænar lausnir
einkenna uppfærsluna undir styrkri
stjórn Önnu Bergljótar Thorarensen
og Þórunnar Lárusdóttur. Andrea
Ösp Karlsdóttir er yndisleikinn upp-
málaður í hlutverki Öskubusku,
sannfærandi baráttukona fyrir bætt-
um heimi og kveikir auðveldlega
samkennd með áhorfendum. Stefán
Benedikt Vilhelmsson á skemmti-
lega innkomu sem Álfheiður, er
fyndinn froskur og trúverðugur í
hlutverki Arons, hvort heldur er
þegar hann talar fyrir jöfnum kjör-
um íbúa ríkisins eða missir nánast
málið sökum feimni þegar hann hitt-
ir draumadísina sína.
Orri Huginn Ágústsson sameinar í
Sölva sjálfumglaðan einstakling sem
samtímis er bæði latur og undirgef-
inn systur sinni, en í reynd ekki svo
vondur inn við beinið. Thelma Hrönn
Sigurdórsdóttir syngur eins og eng-
ill, fer hamförum í hlutverki Ríkeyj-
ar og er dásamleg undir lok sýningar
þegar hún trúir lygasögunni sem
Hans klaufi spinnur upp til að bjarga
málum. Samleikur Orra Hugins og
Thelmu Hrannar í hlutverkum sín-
um sem Hekla og Katla er skínandi
og auðvelt að fá samúð með Ösku-
busku þegar systurnar níðast á
henni. Flámæli Kötlu bætti litlu við
persónusköpunina en gerði á stund-
um erfitt að skilja það sem sagt var,
sem var miður.
Að lokum verður að minnast á Sig-
stein Sigurbergsson sem er í essinu
sínu í titilhlutverkinu. Sigsteinn hef-
ur meistaraleg tök á kómískum tíma-
setningum og vekur hæglega sam-
hug með áhorfendum í einfeldni sinni
sem Hans klaufi. Dásamlegt var að
heyra hann ítrekað „ussa“ á aum-
ingja Aron, í gervi frosksins, með
þeim orðum að bannað sé að grípa
fram í, fullorðna fólkið sé að tala
saman og hann verði að sýna kurt-
eisi, sem hljómar vafalítið kunn-
uglega í eyrum margra áhorfenda.
Eftir stendur að Hans klaufi er frá-
bær sýning fyrir alla fjölskylduna og
enn ein rósin í hnappagat Lottu.
Sitjum öll við sama borð
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gleði Hans klaufi fyrir miðri mynd ásamt systkinunum Aroni og Ríkeyju, en lengst til hægri glittir í Öskubusku.
Tjarnarbíó
Hans klaufi bbbbn
Eftir Snæbjörn Ragnarsson, Anna Berg-
ljót Thorarensen og leikhópinn. Leik-
stjórn: Anna Bergljót Thorarensen og
Þórunn Lárusdóttir. Höfundar laga og
texta: Anna Bergljót Thorarensen, Bald-
ur Ragnarsson, Björn Thorarensen,
Gunnar Ben, Snæbjörn Ragnarsson og
Þórður Gunnar Þorvaldsson. Hljóðmynd
og útsetningar: Þórður Gunnar Þor-
valdsson. Lýsing: Kjartan Darri Krist-
jánsson. Leikmynd: Sigsteinn Sigur-
bergsson og Andrea Ösp Karlsdóttir.
Búningar: Alexía Rós Gylfadóttir og
Rósa Ásgeirsdóttir. Danshöfundar:
Berglind Ýr Karlsdóttir, Anna Bergljót
Thorarensen og Þórunn Lárusdóttir.
Leikarar: Andrea Ösp Karlsdóttir, Orri
Huginn Ágústsson, Sigsteinn Sigur-
bergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson
og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir. Leik-
hópurinn Lotta frumsýndi í Tjarnarbíói
laugardaginn 18. janúar 2020.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST