Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 2
Telur umsóknir landsréttar- dómara ekki vera lögmætar Ástráður Haraldsson, héraðsdómari og einn fjögurra umsækjenda um laust embætti landsréttardómara, hefur ritað Áslaugu Örnu Sigur- björnsdóttur dómsmálaráðherra bréf þar sem fram kemur að hann áskilji sér allan rétt til þess að láta reyna á lögmæti umsókna tveggja þeirra sem sækjast eftir embætti landsréttardómara, á þeim grunni að landsréttardómarar, sem skipaðir hafi verið ótímabundið í embættið, geti ekki sótt um sama embætti og þeir gegna nú þegar. Hann segir í bréfinu að hann telji að „þessi niðurstaða sé svo augljós af eðlisrökum að varla ætti að vefjast fyrir nokkrum manni“, en bæði þau Ragnheiður Bragadóttir og Ás- mundur Helgason, dómarar við Landsrétt, sóttu um embættið, sam- kvæmt tilkynningu dómsmálaráðu- neytisins í gær, auk Ástráðs og Söndru Baldvinsdóttur héraðsdóm- ara. Þau Ragnheiður og Ásmundur hafa verið í leyfi frá störfum að und- anförnu, Ásmundur síðan í júlí og Ragnheiður frá því í september, en dómararnir hafa ekki dæmt í málum við Landsrétt frá því í mars, þegar Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu verið ólöglega skipaðir.  Héraðsdómari áskilur sér rétt til að láta reyna á málið 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 Sr. Þórhallur Heimisson kynnir ferðir umáhugaverðar slóðir hjáVITA í Skógarhlíð 12 þriðjudaginn 28. janúar kl. 17.30 • Landið helga – Tel Aviv, Jerúsalemog Eilat 7.–17. sept. • Jerúsalemog sigling umMiðjarðarhafið 5.–20. okt. • Ævintýri í Himalaya –Nepal og Bútan 22. okt.–5. nóv. Bókaðu draumaferðina þína á vita.is Þrjárspennandi haustferðir Njóttu þess að hlakka til Hlökkum til að taka á móti þér! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Svangir menn tóku hraustlega til matar síns í Múla- kaffi í Reykjavík, þar sem súrmeti og fleira gott var á borðum eins og hæfir á fyrsta degi þorra. Stemningin fyrir því að borða þorramat er að sögn kunnugra aldrei meiri enda verða þjóðleg þorrablót víða í byggðum landsins á næstunni. Á höfuðborgarsvæðinu er hefðin orðin sterk rétt eins og á Austurlandi, þar sem alls 16 blót verða á næstu vikum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þjóðlegt í upphafi þorrans Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hópur skuldabréfaeigenda, sem þátt tóku í skuldabréfaútboði WOW air í september 2018, hefur sent stjórn og forstjóra hins fallna félags kröfu- bréf. Þar er þess krafist að þau bæti þeim það tjón sem þeir urðu fyrir þegar WOW air varð gjaldþrota 28. mars 2019. Við gjaldþrotið urðu skuldabréfin með öllu verðlaus. Með bréfinu, sem sent var undir lok síðasta árs, krefst hópurinn þess að stjórnendurnir gangi til samninga um greiðslu bótanna en áskilur sér að öðrum kosti rétt til þess að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Kröfu sína byggja skuldabréfa- eigendurnir á þeirri skoðun að upp- lýsingagjöf í tengslum við skulda- bréfaútboðið hafi gefið villandi upplýsingar um raunverulega stöðu félagsins og með hvaða hætti fjár- munum þeim sem safnað var í útboð- inu yrði ráðstafað. Heimildir Morgunblaðsins herma að þeir stjórnendur sem kröfurnar beinist að séu Skúli Mogensen, for- stjóri, stjórnarmaður og eigandi fé- lagsins, Liv Bergþórsdóttir, sem var stjórnarformaður félagsins þegar það féll og á árunum fyrir fall þess, Helga Hlín Hákonardóttir lögmaður og Davíð Másson, flugrekandi og fjárfestir. Stjórn WOW air var með svokall- aða stjórnendatryggingu sem tekin var til að mæta mögulegum kröfum vegna tjóns sem hún kynni að valda með störfum sínum. Sú trygging var tekin í gegnum áhættustýringar- fyrirtækið Willis Towers Watson en að baki tryggingunni voru tvö erlend tryggingafélög. Ekki hefur verið upplýst fyrir hversu hárri fjárhæð stjórnin var tryggð en heimildir Morgunblaðsins herma að sú fjár- hæð sé mun lægri en sem nemur fjárhæð skuldabréfaútboðsins. Upp- haflega var stefnt að því að safna allt að 12 milljörðum króna í skulda- bréfaútboði sem WOW air réðst í um mitt ár 2018. Afar treglega gekk að safna fjármagni með útboðinu en að lokum var tilkynnt 18. september fyrrnefnt ár að tekist hefði að loka því. Þegar upp var staðið höfðu safnast 50,15 milljónir evra, jafnvirði 6,8 milljarða króna (m.v. gengi evru 135,6 gagnvart krónu). Þar af söfn- uðust 25,8 milljónir evra hjá fyrir- tækjum og einstaklingum sem tengdust WOW air og eiganda þess nánum böndum. Stærsti einstaki þátttakandinn í útboðinu var banda- ríska fjárfestingarfélagið Eaton Vance sem skráði sig fyrir tíu millj- ónum evra en þá var Skúli Mogensen sjálfur með og skráði sig fyrir 5,5 milljónum evra. Ekki var upplýst um þátttöku sjálfs eiganda félagsins í útboðinu fyrr en löngu síðar, en það var gert þegar Skúli biðlaði til skuldabréfa- eigenda í desember 2018, nokkrum vikum eftir að útboðinu lauk, að þeir gæfu eftir talsverðan hluta eigna sinna í bréfum sem þeir höfðu keypt. Krefja stjórnendur WOW um milljarða skaðabætur  Þátttakendur í skuldabréfaútboði telja sig blekkta  Stjórnin klofin í vörn sinni Morgunblaðið/Hari WOW Félagið varð gjaldþrota 28. mars 2019 í kjölfar rekstrarerfiðleika. Liv Bergþórsdóttir Skúli Mogensen Helga Hlín Hákonardóttir Davíð Másson Leki er kominn upp í Fossvogs- skóla í Reykjavík, við þakglugga sem endurnýjaðir voru nú í haust. Nokkrar skemmdir hafa orðið en viðgerðir gengið erfiðlega vegna tíðarfars að undanförnu. Kannað verður á næstunni hverju hafi ver- ið ábótavant við framkvæmdirnar, segir í frétt frá Reykjavíkurborg. Vegna rakaskemmda innanhúss voru gerðar miklar endurbætur í Fossvogsskóla í sumar. Veggir voru málaðir, ný efni lögð á gólf, led-lýsingar settar í loft og svo mætti áfram telja. Unnið var að endurbótum vegna rakaskemmda eftir forskrift frá verkfræðistof- unni Verkís og Náttúrufræðistofn- un Íslands. Samhliða því gekk hluti framkvæmda út á að bæta innivist og hljóðvist. Þá var loft- ræstibúnaður endurnýjaður, nýr pappi lagður á þök og raflagnir endurnýjaðar svo eitthvað sé nefnt. Fossvogs- skóli lekur  Viðgerðir áfram Morgunblaðið/Eggert Fossvogsskóli Margt þarf að laga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.