Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 Samhliða yfirlitssýningu áverkum Jóhönnu KristínarYngvadóttur (1953-1991)sem stendur til 26. janúar á Listasafni Íslands kemur út afar vegleg bók um ævi og feril listakon- unnar. Velgjörðarmaður Jóhönnu Kristínar, Knútur Bruun, ritar stuttan inngang um kynni sín af Jóhönnu Kristínu sem lést langt fyr- ir aldur fram að- eins 37 ára gömul og Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, ritar for- mála. Ásdís Ólafsdóttir listfræð- ingur skrifar um líf og list Jóhönnu Kristínar og setur í listsögulegt samhengi en auk þess fjallar Oddný Eir, heimspekingur og rithöfundur, um hughrif verka hennar. „Vorið 1983 kom fram á sjónar- svið íslenskrar myndlistar ung og viðkvæmnisleg kona sem málaði stórar, þróttmiklar og sláandi myndir. Áhrifin voru tafarlaus og var ljóst að hér var kominn lista- maður sem fór sínar eigin leiðir í túlkun, myndefni og lit. Hennar stutti ferill var eins og halastjarna á himni íslenskrar menningarvit- undar, hún birtist sem ægifagur blossi og skildi eftir sig djúpstæð spor.“ (7). Það er afar sjaldgæft að ungum listamönnum sé hælt í bak og fyrir þegar þeir stíga sín fyrstu spor á myndlistarsviðinu, þessi orð í inn- gangi greinar Ásdísar Ólafsdóttur lýsa vel þeim lofsamlegu móttökum sem Jóhanna Kristín fékk á fyrstu einkasýningu sinni í Nýlistasafninu. Sýningin, sem stóð aðeins í 10 daga, markar upphafið að ferli sem stóð aðeins í tæpan áratug og mörgum þótti íslenskri myndlist borgið með tilkomu hennar, svo fast var að orði kveðið. Grein Ásdísar nefnist „Á vit þagn- arinnar og litanna: líf og list Jó- hönnu Kristínar Yngvadóttur. Hún rekur uppvaxtarár Jóhönnu Krist- ínar sem ólst upp við kröpp kjör í Elliðaárdal ásamt móður sinni og yngri bróður en hún missti föður sinn aðeins tveggja ára gömul. Ásdís dregur upp ljóslifandi mynd af við- kvæmri ungri konu sem sýndi snemma listræna hæfileika, segir frá námsárunum í Hollandi þar sem hún dvaldi ásamt þáverandi sam- býlismanni sínum og barnsföður, Ív- ari Valgarðssyni. Fyrstu árin eftir heimkomuna tók við nokkuð stíft sýningarhald sem virðist hafa tekið á Jóhönnu Kristínu, sem glímdi við miklar sveiflur í andlegri líðan sem endurspeglast í verkum hennar, auk þess sem hún var með ólæknandi öndunarfærasjúkdóm. Myndefni Jóhönnu Kristínar var yfirleitt úr nærumhverfinu, for- eldrar og hennar nánasta fjölskylda og bera mörg verk nöfn þeirra, t.d. Systur, Lára o.s.frv. Árið 1986 dvaldi Jóhanna Kristín sumarlangt í gestavinnustofu á Grænlandi þar sem hún skissaði mikið og dvölin þar hefur áhrif, bæði á hana persónu- lega og myndmálið, þar sem litapall- ettan dökknar til muna. „Á næstu árum málaði hún nokkrar myndir af grænlenskum konum og mótífið hélt áfram að lifa með henni. Grænlands- dvölin olli straumhvörfum í lífi Jó- hönnu …“ (20). Í framhaldinu gerði hún nokkur af sínum áhrifamestu verkum, m.a. Grænlensk kona í ró- kókósófa (1987) og Án titils (1986) sem prýðir forsíðu bókarinnar. Texti Oddnýjar Eirar er afar ljóð- rænn og fallegur eins og henni er lagið, með knöppum textabrotum stingur hún sér með lesendum á kaf í dökkan myndheim Jóhönnu Krist- ínar. „Rofi. Mamma fór með mig inn í salinn. Ég sá bara svart daður við þynglyndi. Hún sagði: Sérðu lífið í þeim? Það er eitthvað sérstakt í þeim. Þá horfði ég aftur á þær, olíu- myndirnar, konurnar, og ég tengdist þeim. Eins og ýtt hefði verið á rofa og eitthvað opnaðist í mér gagnvart myndlistinni …“ (45). Kápa bókarinnar er virkilega vel heppnuð með fallegri áferð. Það er fagnaðarefni að hér sé tekið saman vel skrifað efni um lífshlaup Jó- hönnu Kristínar og feril, sem var áberandi myndlistarmaður en að- eins í stuttan tíma. Í bókinni er greinargott myndrænt yfirlit yfir feril hennar sem hefur verið mörg- um hulinn til þessa og er því kær- komið. Auk þess er bókin prýdd fjölda ljósmynda sem færa lesendur nær persónunni og myndlistar- manninum Jóhönnu Kristínu Yngva- dóttur. Halastjarna á himni íslenskrar menningarvitundar Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Listakonan Jóhanna Kristín á vinnustofu sinni 1987, í baksýn sést m.a. í verkin Á ögurstund og Sumar á Grænlandi. Jóhanna lést langt fyrir aldur fram, aðeins 37 ára að aldri. Yfirlitssýningu á verkum hennar lýkur á sunnudag. Myndlist Jóhanna Kristín Yngvadóttir bbbbn Höfundar texta: Ásdís Ólafsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir. Hönnun: Friðrik Snær Friðriksson. Útgefandi: Dimma, 2019. 127 bls. Prentun: Printon AS. ALDÍS ARNARDÓTTIR BÆKUR Undanfarna áratugi hafa nokkrir listfræðingar með sérfræðiþekk- ingu á verkum hollenska meist- arans Vincents van Gogh efast um að meint sjálfsmynd hans, sem Þjóðarlistasafn Noregs keypti árið 1910 og hefði þar með verið fyrsta sjálfsmynd hans í eigu opinbers safns, væri í raun ófölsuð. En nú hafa sérfræðingar við van Gogh- safnið í Amsterdam skorið úr um að ekki sé sjálfsmyndin bara svo sannarlega verk van Gogh sjálfs, heldur sé þetta líka sú eina af 35 sjálfsmyndum sem hann gerði sem sýni hann glíma við alvarleg geð- hvörf. Verkið hafi hann málað á geðsjúkrahúsinu í Saint-Rémy-de- Provence í ágúst 1889, árið áður en hann lést eftir tilraun til sjálfs- vígs. Sjálfsmyndin þykir sýna vanlíð- an listamannsins með áhrifamikl- um hætti. Í The Art Newspaper er haft eftir sérfræðingi við van Gogh-safnið að sjálfsmyndin sé einstök hvað það varði. Listamað- urinn eins og skáskjóti veikinda- legum augum til áhorfenda og hann virðist bæði sjúkur og við- kvæmur. Upp úr 1970 tóku listfræðingar að spyrja hvort verkið gæti mögu- lega verið eftir van Gogh, sökum þess hversu lauslega pensildrætt- irnir hefðu verið dregnir á strig- ann og andlitið ólíkt því sem þekktist af öðrum sjálfsmyndum hans. Þá þótti grængul litapallett- an óvenjuleg fyrir verk van Goghs frá 1889. Árið 2003 hélt virtur norsku for- vörður því fram að málverkið væri falsað og síðan hefur það verið sagt „eignað van Gogh“. Lista- safnið í Ósló sendi verkið til Amst- erdam í rannsókn fyrir fimm árum og niðurstöðurnar liggja loksins fyrir. Málverkið verður nú sýnt um hríð í van Gogh-safninu í Amsterdam. Staðfest Sérfræðingar við van Gogh-safnið í Amsterdam hafa skorið úr um að sjálfsmyndin sé svo sannarlega verk eftir van Gogh. Sjálfsmyndin sannarlega eftir Vincent van Gogh Ljósmynd/Nasjonalmuseet, Oslo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.