Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020
✝ Ásgerður Arn-ardóttir fædd-
ist á Melum í Fljóts-
dal 9. september
1946. Hún andaðist
á hjúkrunarheim-
ilinu Skjólgarði á
Höfn í Hornafirði
19. janúar 2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Örn
Ingólfsson og Gróa
Eyjólfsdóttir.
Systkini Ásgerðar eru Ingólfur,
f. 1944, maki Sigurborg Gísla-
dóttir, f. 1943; Örn, f. 1949, maki
Guðlaug Hestnes, f. 1951; Reyn-
ir, f. 1956, maki Svandís Guðný
Bogadóttir, f. 1954; og Elín, f.
1958, maki Lúðvík Matthíasson,
f. 1954.
Eiginmaður Ásgerðar er
Gunnar Ásgeirsson, f. í Þinga-
nesi í Nesjum 3. júní 1943. Börn
foreldrum sínum til Hafnar í
Hornafirði. Ásgerður og Gunn-
ar gengu í hjónaband 31. desem-
ber 1965. Þau byggðu hús að
Kirkjubraut 30 á Höfn og
bjuggu þar alla tíð síðan. Fyrst í
stað starfaði Gunnar sem sjó-
maður en árið 1972 stofnaði
hann útgerðarfélagið Þinganes
ásamt bróður sínum og mági.
Árið 1999 tók félagið höndum
saman við útgerðarfélagið
Skinney um kaup á útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækinu Borgey.
Síðan þá hefur sameiginlegt fé-
lag verið rekið undir nafninu
Skinney-Þinganes. Ásgerður
stundaði ýmis störf samhliða
heimilisstörfum og tók alla tíð
þátt í ýmsu sem laut að útgerð-
inni. Hún var virk í félagsstarfi
á Höfn, sat meðal annars í stjórn
slysavarnardeildarinnar Fram-
tíðarinnar um árabil. Ásgerður
var fyrst kvenna kjörin til setu í
hreppsnefnd Hafnarhrepps,
kjörtímabilið 1982-1986, af lista
Framsóknarflokksins.
Útför Ásgerðar fer fram frá
Hafnarkirkju í dag, 25. janúar
2020, klukkan 11.
Ásgerðar og Gunn-
ars eru 1) Arnþór,
f. 1965, maki Erla
Hulda Halldórs-
dóttir, f. 1966. Þau
eiga tvö börn: Ás-
geir Örn, f. 1990,
sambýliskona
Soffía Scheving
Thorsteinsson, f.
1990. Barn þeirra:
Dagur, f. 2018. Eik,
f. 1998. 2) Ásgeir, f.
1967, maki Eygló Illugadóttir, f.
1965. Þau eiga þrjú börn: Gunn-
ar, f. 1991. Tómas, f. 1995. Mar-
grét, f. 2000. 3) Elín Arna, f.
1969, maki Kristinn Pétursson,
f. 1968. Þau eiga þrjú börn: Þór-
hildur, f. 1995. Ragnheiður Ása,
f. 2000. Helena Gróa, f. 2001.
Ásgerður ólst upp á Vopna-
firði frá þriggja ára aldri til árs-
ins 1959 þegar hún fluttist með
„Jæja Erla mín, eigum við ekki
að koma á vigtina?“ Ég horfi á
Ásu í forundran og hugsa hratt.
Hún er mamma kærasta míns, há
og grannvaxin, en ég lágvaxin og
svolítið mjúk.
Hvað meinar hún eiginlega?
Loks styn ég upp: „Hefurðu
þyngst?“
Mikið hefur verið hlegið að
þessu samtali síðan það átti sér
stað fyrir áratugum því auðvitað
var það ekki baðvogin sem um
var rætt heldur hafnarvogin þar
sem afli báta var vigtaður og lesa
mátti aflatölur á miða í gluggan-
um. Hvernig átti sveitastelpan ég
að vita þetta? Sjómannskonan
fylgdist auðvitað vel með afla-
brögðum og leiddi mig smám
saman inn í þennan heim.
Samtalið fór fram við eldhús-
borðið á Kirkjubraut þar sem
Öræfajökull blasir við út um
gluggann. Eldhúskrókurinn var
samkomustaður því þangað komu
daglega einhverjir úr stórfjöl-
skyldunni, vinkonur eða sam-
starfsfólk. Kaffi rann sífellt á
könnuna og kaka var á borði. Ása
naut þess að tala við fólk, hún var
einstaklega minnug og hafði góða
frásagnargáfu. Við eldhúsborðið
heyrði ég af æskuárunum á
Vopnafirði og fólkinu hennar í
Fljótsdal, af stúlkunni sem fór í
húsmæðraskóla en entist ekki
veturinn því ástin tók völdin, af
ungu móðurinni sem var 23 ára
með þrjú börn og mann á sjó. Það
var meira en að segja það að vera
ein með börnin, bera ábyrgð á
uppeldi og heimili.
Ása vann ýmis störf eins og
gengur en vann um alllangt skeið
á dvalarheimilinu Skjólgarði. Þar
útvegaði hún mér vinnu sumarið
1988 þegar við Arnþór héldum til
fyrir austan, hann að mestu á sjó.
Ég eyddi því mörgum stundum
við eldhúsborðið hjá Ásu, fór með
henni á rúntinn út í Ósland eða
við skruppum upp í Lón til ömmu
Gróu, kíktum jafnvel á aurana að
horfa eftir fallegum steinum.
Í Lóni áttu þau Gunnar athvarf
bæði áður og eftir að þau tóku við
bústað Gróu. Samt fannst mér
Vopnafjörður eiga dýpstar rætur
í hjarta Ásu og það sá ég vel þeg-
ar ég kom þangað í fyrsta sinn
fyrir um tíu árum. Við Arnþór
vorum á ferð um Norðausturland
og Ása tók ekki í mál að við
renndum á Vopnafjörð án henn-
ar. Þau Gunnar hittu okkur þar
og Ása naut þess að sýna okkur
staði sem voru henni kærir og
heimsækja ættingja. Þetta er
dýrmæt ferð í endurminningunni.
Ása var einstaklega flink hann-
yrðakona. Hún snaraði fram á
barnabörnin útprjónuðum peys-
um sem dáðst var að enda engar
misfellur að sjá. Og hún hafði
yndi af útsaumi. Á heimili okkar
Arnþórs hangir litla riddaratepp-
ið (með gamla krosssauminum),
sem hún tók nokkrar vikur í að
sauma handa okkur (og fór í
hægri öxlinni!).
Ása lagði metnað í að hafa fal-
legt í kringum sig. Allt var í röð
og reglu, meira að segja fiskiboll-
urnar voru allar jafn stórar og
eins í laginu!
Tengdamóðir mín var líka
glæsileg kona, hvort sem hún var
í einhverjum af sínum fallegu
kjólum eða leggings og vindjakka
á göngu á aurunum, teinrétt í
baki, dökkt hárið fallega lagt.
Það var þyngra en tárum taki
hve fljótt krabbameinið tók hana
frá okkur, aðeins fáeinum mán-
uðum eftir að hún greindist. En
við leiðarlok er ég þakklát fyrir
ást hennar og umhyggju, ekki
síst gagnvart börnunum okkar
Ásgeiri Erni og Eik, sem eyddu
löngum stundum hjá ömmu og
afa.
Ásu verður sárt saknað en
missir Gunnars tengdaföður míns
er mestur enda höfðu þau Ása
gengið saman veginn næstum 57
ár. Gunnari og öllum ástvinum
Ásu sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Erla Hulda Halldórsdóttir.
Amma Ása var einstaklega
hjartahlý og góð við okkur barna-
börnin. Hún átti einstakt sam-
band við hvert og eitt okkar og
hvort sem við vorum á Höfn, í
Reykjavík eða úti í heimi vissi
hún hvað var að gerast í lífi okk-
ar. Við upplifðum aðeins ást og
væntumþykju frá henni þó að hún
gæti alveg fussað yfir misgáfu-
legum uppátækjum okkar og lát-
ið okkur heyra þegar henni mis-
líkaði eitthvað. Amma lagði mikið
upp úr því að öllum í kringum sig
liði vel og við nutum heldur betur
góðs af því. Hvert okkar hefur
borðað nýsteiktar kleinur og
pönnukökur í hundraðatali og
dagur hjá ömmu og afa endaði
alltaf með gómsætu ísblómi úr
frystinum.
Eins og alkunna er voru dyrn-
ar á Kirkjubraut 30 alltaf opnar
og gestagangur mikill. Skipst var
á sögum yfir kaffibolla og kökum
en við barnabörnin fylgdumst
með og lærðum mikilvægi þess að
tala við fólk, halda góðu sambandi
og bera virðingu hvert fyrir öðru.
Með fordæmi sínu kenndi amma
okkur líka að halda heimili, vera
alltaf vel til höfð og ekki segja að
eitthvað væri „ógeðslega“ gott.
Ömmu fannst alltaf jafn
skemmtilegt að rifja upp gullkorn
og sögur um okkur barnabörnin
og þá skipti engu máli hvort það
voru tvær vikur eða 27 ár síðan,
amma mundi það og ekki við.
Bústaðurinn í Lóni var óspart
nýttur til að verja tíma með fjöl-
skyldunni og þar voru skapaðar
ótal minningar. Langar bílferðir
inn eftir aurum í torfærum og að
tína steina – en ömmu fannst hið
síðarnefnda langtum skemmti-
legra – er ein af okkar sælustu
minningum.
Eftir að amma veiktist héldum
við frændsystkinahitting sem
hafði verið lengi í pípunum. Við
byrjuðum daginn á því að hittast
öll á Landspítalanum til þess að
heilsa upp á ömmu. Hún brosti
svo breitt þegar hún sá okkur öll
samankomin, enda var fjölskyld-
an henni allt.
Elsku amma okkar, þegar við
hugsum til baka og minnumst
tíma okkar saman fyllumst við
gleði og þakklæti. Þú ert fyrir-
mynd okkar og allt það sem þú
kenndir okkur mun fylgja okkur
um ókomna tíð. Við viljum þakka
þér fyrir að við eigum hvort ann-
að og hversu náin við erum en við
munum halda áfram að rækta
samband okkar alla tíð. Þú munt
lifa áfram í minningum okkar,
enda kenndir þú okkur öllum hve
dýrmætt það er að muna.
Ásgeir Örn, Gunnar,
Þórhildur, Tómas, Eik,
Ragnheiður Ása,
Margrét, Helena Gróa.
Ása mágkona var einstaklega
trygglynd og góð vinkona. Jafn-
framt var hún sérstaklega bón-
góð og gott að leita til hennar.
Fáa þekkjum við eins frænd-
rækna og hún var. Ása fylgdist
vel með sínu fólki, vinum og
kunningjum og sóttist eftir að
vita hvernig þeim farnaðist. Um-
hyggjusemi hennar kom vel fram
í fallegu og vönduðu prjónaflík-
unum sem hún gladdi fólkið í
kringum sig með við ýmis tæki-
færi.
Oftar en ekki voru þessar hlý-
legu gjafir, sumar hrein listaverk,
tilbúnar áður en viðkomandi kom
í heiminn. Börnunum okkar og
barnabörnum þótti vænt um gjaf-
irnar og skynjuðu væntumþykj-
una sem þær báru með sér. Hún
var einlægur vinur barnanna
okkar, sem hændust að henni og
það leyndi sér ekki að þeim leið
vel í návist hennar. Eftir að þau
fóru að heiman kom ekki annað til
greina en að líta við hjá Ásu í
heimsóknum á Hornafjörð.
Gæfumanneskja var Ása og
ung bundust þau Gunnar tryggð-
arböndum og tókust fljótlega á
hendur þá ábyrgð að stofna fjöl-
skyldu og koma sér upp heimili.
Börnin og fjölskyldur þeirra bera
þess vitni að hafa fengið góðan
undirbúning út í lífið. Þau hjónin
voru samrýnd og studdu hvort
annað vel í öllu sem þau tóku sér
fyrir hendur. Ása og Gunnar
ræktuðu garðinn sinn vel í víðum
skilningi og lögðu sig fram um að
bæta og snyrta umhverfið í
kringum sig og ekki síður að
leggja samfélaginu lið á margan
hátt.
Sjómannskonunni rann blóðið
til skyldunnar og tók hún virkan
þátt í starfi Slysavarnafélaganna
alla tíð og fyrir framlag hennar
og þátttöku í félaginu var hún
sæmd gullmerki þess.
Ása var einn dyggasti stuðn-
ingsmaður knattspyrnunnar þeg-
ar börnin og barnabörnin voru að
keppa. Hún taldi ekki eftir sér
löng ferðalög, jafnvel milli lands-
hluta, til að missa ekki af kapp-
leikjum þeirra og styðja þau og
hvetja. Ása og Gunnar hafa sýnt
uppbyggingarstarfi knattspyrn-
unnar mikinn áhuga og stutt og
styrkt vel frá fyrstu tíð, sem sam-
félagið á Hornafirði hefur notið
góðs af og mun njóta áfram.
Ása og Gunnar voru höfðingjar
heim að sækja og nutum við fjöl-
skyldan þess í ríkum mæli, hvort
sem var í sumarhúsinu þeirra í
Stafafellsfjöllum eða á Kirkju-
brautinni. Alltaf var vel útilátið
bakkelsi á borðum og ekki skorti
umræðuefni. Fyrst þurfti að fá
fréttir af fólkinu okkar en svo var
rætt um allt milli himins og jarð-
ar. Ása var þægileg og hrein-
skiptin í öllum samskiptum en gat
haft ákveðnar skoðanir á mönn-
um og málefnum.
Fimmtudagskaffifundir á
Kirkjubrautinni voru fastir liðir
þar sem saman komu nokkrar
vinkonur hennar og stundum
nokkrir nákomnir karlar.
Það er bjart yfir minningu Ásu
og ánægjulegum og eftirminni-
legum stundum með þeim hjón-
um í gegnum tíðina. Fyrir það og
umhyggjusemi gagnvart börnum
okkar og fjölskyldum þeirra er-
um við afar þakklát.
Gunnar, Arnþór, Ásgeir, Elín
Arna og fjölskyldur þeirra hafa
tekist á við erfiða daga undanfar-
ið af aðdáunarverðri samheldni
og æðruleysi.
Við biðjum þeim guðsbless-
unar og megi góðar og fallegar
minningar vera þeim huggun í
sorginni.
Ásta Ásgeirsdóttir.
Albert Eymundsson
Ásgerður
Arnardóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma Ása.
Þú sem elskaðir alla svo
heitt, þú sem fyrirgafst öll-
um.
Nú ertu farin á góðan
stað, þar sem þú fylgist
með mér með bros á vör.
Manneskju með hjarta
eins og þitt er erfitt að
finna.
Ég er stolt af því að hafa
alist upp í faðmi þínum og
ég mun þér aldrei gleyma.
Þú ert svo falleg.
Helena Gróa
Kristinsdóttir.
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTJANA JÓNSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Grund,
áður Eiðismýri 30,
lést miðvikudaginn 8. janúar.
Útför hennar fer fram frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn
30. janúar klukkan 13.
Þökkum starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund sérstaklega góða
umönnun og hlýhug.
Ólafur Haukur Ólafsson Elín Arna Arnardóttir Hannam
Valdimar Ólafsson Margrét Steinunn Bragadóttir
Guðrún Ingimundardóttir
Þórleif Drífa Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Davíð
útfararstjóri
551 3485 - www.udo.is
Óli Pétur
útfararstjóri
Faðir minn, bróðir okkar og mágur,
JÓN INGI BJARNÞÓRSSON
verkamaður,
lést á heimili sínu 6. janúar.
Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju
miðvikudaginn 29. janúar klukkan 13.
Bjarnþór Jónsson
Ómar Bjarnþórsson Hanna Þóra Friðriksdóttir
Guðlaug Bjarnþórsdóttir Davíð Jóhannesson
Bjarnþór Bjarnþórsson Jóna Einarsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, systir og mágkona,
ÁSLAUG SÆUNN SÆMUNDSDÓTTIR,
lést 17. janúar á Landspítalanum Fossvogi.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju
fimmtudaginn 30. janúar klukkan 13.
Guðmundur Svavar Valgarðsson
Íris Huld Guðmundsdóttir Gestur Sigurðsson
Margrét S. Frímannsdóttir Jón Gunnar Ottósson
Helga Anna Hannesdóttir Sævar Erlendsson
Inga Hanna Hannesdóttir Ómar Jóhannesson
Hafdís Hannesdóttir
Hjörtur Sæmundsson Sigrún Gunnarsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA GUÐRÚN TRYGGVADÓTTIR
kennari,
Heiðargerði 46,
lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn
21. janúar. Útförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 31.
janúar klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast Önnu Guðrúnar er bent á
Mæðrastyrksnefnd.
Bjarni Guðnason
Tryggvi Bjarnason Erna Eyjólfsdóttir
Gerður Bjarnadóttir Jón Steindór Valdimarsson
Auður Bjarnadóttir
Unnur Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Lífsförunautur okkar, sjómaðurinn og
sagnameistarinn,
HALLDÓR HERMANNSSON,
skipstjóri frá Ísafirði,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 22. janúar.
Hann verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 1. febrúar klukkan 14.
Katrín Gísladóttir
Bergljót Halldórsdóttir
Gunnar Halldórsson
Ragnheiður Halldórsdóttir
Rannveig Halldórsdóttir
Gísli Halldór Halldórsson
Hermann Jón Halldórsson
Guðmundur Birgir Halldórsson
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn