Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 30
30 MESSUR Á MORGUN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Fræðsla um áfalla- og
sorgarúrvinnslu. Prestur er Hildur Eir
Bolladóttir. Klassíski kór Akureyrar-
kirkju syngur. Organisti er Eyþór Ingi
Jónsson. Sunnudagaskóli í Safn-
aðarheimilinu kl. 11. Yngri barnakór
Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sig-
rúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Um-
sjón: Sonja Kro og Jón Ágúst Eyjólfs-
son.
AKURINN kristið samfélag | Sam-
koma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og
bæn.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta
og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Þór
Hauksson þjónar fyrir altari og préd-
ikar. Organisti er Krizstina Kalló
Szklenár. Kirkjukórinn leiðir almennan
safnaðarsöng. Sunnudagaskóli á
sama tíma í safnaðarheimili kirkj-
unnar í umsjón Önnu Siggu Helgadótt-
ur og Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.
Kaffi og djús í lokin.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
11. Sigurður Jónsson sóknarprestur
prédikar og þjónar fyrir altari. Jóhanna
María Eyjólfsdóttir djáknakandídat
annast samverustund sunnudaga-
skólans ásamt Ingu Steinunni Henn-
ingsdóttur. Kór Áskirkju syngur. Org-
anisti er Bjartur Logi Guðnason.
Kaffisopi og safi eftir messu.
Guðsþjónusta á Skjóli kl. 13. Séra
Sigurður Jónsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Organisti Bjartur Logi
Guðnason. Almennur söngur. Vinir og
vandamenn heimilisfólks velkomnir
með sínu fólki.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga-
skóli kl. 11. Umsjón með stundinni
hafa Sigrún Ósk, Þórarinn Kr. og Guð-
mundur Jens. Síðdegismessa kl. 17.
Lærisveinar hans spila undir sönginn,
Ástvaldur organisti, Margrét djákni og
sr. Hans Guðberg leiða stundina.
BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalar-
nesi | Kvöldmessa kl. 20. Organisti er
Guðmundur Ómar Óskarsson og
kirkjukór Reynivallaprestakalls
syngur. Arna Grétarsdóttir sóknar-
prestur þjónar fyrir altari. Altaris-
ganga.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Steinunn Leifs-
dóttir og Sighvatur Karlsson héraðs-
prestur, leiða stundina.
Tómasarmessa kl. 20. Þema: Saman
við borðið. Fjölbreytt tónlist og fyrir-
bænir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf kl.
11. Samvera fyrir alla fjölskylduna.
Daníel, Sóley Adda, og Pálmi leiða
stundina. Hressing eftir samveruna.
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti: Ant-
onia Hevesi. Félagar úr Kammerkór
Bústaðakirkju syngja. Sr. Eva Björk
Valdimarsdóttir messar og þjónar
ásamt messuþjónum.
Heitt á könnunni eftir messu.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11.
Hádegisverður í safnaðarheimili að
messu lokinni á vægu verði.
Sama dag er fjölskyldumessa í Hjalla-
kirkju kl. 17 og er sunnudagaskóli
kirknanna tveggja hluti af þeirri sam-
veru. Kvöldmatur á vægu verði í safn-
aðarheimili að lokinni stund í kirkju.
Dómkirkja Krists konungs,
Landakoti | Messa á sunnud. kl.
8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku,
kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl.
8, lau. kl. 18 er vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Séra Sveinn Val-
geirsson prédikar og þjónar fyrir altari
við messu kl. 11. Sunnudagaskólinn
á þessu vormisseri verður ekki á
sama tíma og messur. Nánara fyr-
irkomulag auglýst fljótlega. Dómkór-
inn og Kári Þormar er dómorganisti.
FELLA- og Hólakirkja | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ómar
Gunnarsson þjónar og prédikar. Kór
kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhild-
ar Valgarðsdóttur organista. Meðhjálp-
ari er Helga Björg Gunnarsdóttir. Kaffi-
sopi eftir stundina.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Barnakór
Fríkirkjunnar syngur undir stjórn Álf-
heiðar Björgvinsdóttur. Hljómsveitin
Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina
leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunn-
arssyni. Séra Hjörtur Magni Jóhanns-
son leiðir stundina.
GLERÁRKIRKJA | Kveðjumessa sr.
Gunnlaugs Garðarssonar kl. 14. Sr.
Gunnlaugur Garðarsson lætur af störf-
um sem sóknarprestur. Kór Glerár-
kirkju leiðir söng undir stjórn Valmar
Väljaots organista. Vinafundur og veit-
ingar.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl.
11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir préd-
ikar og þjónar. Organisti er Hákon
Leifsson og Kór Grafarvogskirkju leiðir
söng. Sunnudagaskóli á neðri hæð
kirkjunnar kl. 11. Umsjón hafa Þóra
Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður
Frostadóttir. Undirleikari er Stefán
Birkisson.
GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í
SPÖNG | Selmessa kl. 13. Sr. Arna
Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar.
Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og
Vox Populi leiðir söng.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11.
Prestur er Leifur Ragnar Jónsson. Org-
anisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guð-
ríðarkirkju syngur. Barnastarf í safn-
aðarheimilinu. Derhúfudagur í umsjá
Péturs Ragnhildarsonar.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Kirkju-
brall, fjölskyldustund kl. 11.
Börn og fullorðnir taka þátt í sköpun,
leikjum, helgihaldi og borðhaldi og
vinna með þemað „Ofurhetjur“ á ýms-
um stöðvum í kirkju og safnaðarheim-
ili. Barna- og unglingakórar Hafn-
arfjarðarkirkju syngja. Léttur
hádegisverður.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og
barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Ósk-
arsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mót-
ettukór Hallgrímskirkju syngja. Org-
anisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Umsjón barnastarfs Kristný Rós Gúst-
afsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir.
Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna
Þórs Bjarnasonar. Bænastund mánud.
kl. 12.15. Fyrirbænaguðsþjónusta
þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa
miðvikud. kl. 8. Kyrrðarstund fimmtud.
kl. 12.
HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Dúó Stemma leikur og
syngur. Almennur söngur. Organisti er
Guðný Einarsdóttir. Prestur er Helga
Soffía Konráðsdóttir.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Fjöl-
skyldumessa kl. 17 og er sunnudaga-
skóli kirknanna tveggja, Digranes- og
Hjallakirkju, hluti af þeirri samveru. Eft-
ir stundina er kvöldmatur á vægu verði
í safnaðarheimilinu.
Hjúkrunarheimilið Skjól | Guðsþjón-
usta á Hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13
á sal á 2. hæð. Séra Sigurður Jónsson
prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti
er Bjartur Logi Guðnason. Almennur
söngur. Vinir og vandamenn heim-
ilisfólks velkomnir með sínu fólki.
HÓLANESKIRKJA Skagaströnd |
Messa kl. 11. Kór Hólaneskirkju syng-
ur, svo og sunnudagaskólabörnin. Org-
anisti er Hugrún Sif Hallgrímsdóttir. Sr.
Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir alt-
ari og prédikar. Gengið verður til alt-
aris. Eftir stundina er boðið upp á veit-
ingar og föndur á kirkjuloftinu.
Foreldrar og /eða ættingjar ferming-
arbarna eru hvattir til að koma með
þeim í messuna.
HREPPHÓLAKIRKJA | Dægur-
lagamessa kl. 20. Kirkjukórinn flytur
dægurlög. Ritningarorð, hugvekja,
bæn og blessun.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía |
Samkoma kl. 11. Service. Translation
into English. Samkoma á ensku kl. 14.
English speaking service. Samkoma á
spænsku kl. 16. Reuniónes en esp-
añol. Samkoma Fíló+ kl. 20 (fyrir fólk
á aldrinum 18-30 ára).
ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð |
Gautaborg. Guðsþjónusta verður í
Västra Frölundakirkju sunnudaginn
26. janúar kl. 14. Íslenski kórinn í
Gautaborg syngur. Orgel og kórstjórn
annast Lisa Fröberg. Prestur er Ágúst
Einarsson. Barnastund, smábarna-
horn. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn
samkoma kl. 13. Aldursskipt barna-
starf. Ólafur H. Knútsson fjallar um
bæn og föstu. Kaffi að samverustund
lokinni.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudaga-
skóli og lopapeysumessa kl. 11. Karl-
ar eru hvattir til að mæta í lopapeys-
um í tilefni af bóndadegi og þorra.
Karlaraddir kirkjukórs Keflavíkurkirkju
leiða sálmasöng undir stjórn Arnórs
Vilbergssonar organista. Séra Fritz
Már þjónar fyrir altari. Konur í kór
Keflavíkurkirkju bjóða í súpu eftir
messu.
Miðvikudaginn 29. janúar kl.11 er
kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar.
Gæðakonur bjóða í súpu eftir stund-
ina.
KOLAPORTIÐ | Kolaportsmessa kl.
14. Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni,
sr. Hjalti Jón Sverrisson og sr. Ása
Laufey Sæmundsdóttir þjóna. Fyr-
irbænaefnum verður safnað fyrir
stundina. Í lok stundarinnar verður fyr-
irbæn og smurning í lófa. Messan fer
fram á kaffistofu Kolaportsins, Kaffi
Port.
KÓPAVOGSKIRKJA | Útvarpsmessa
kl. 11. Sigurður Arnarson sóknar-
prestur prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt Ástu Ágústsdóttur djákna og
messuþjónum. Fermingarbörn vetr-
arins taka þátt í messunni. Kór Kópa-
vogskirkju syngur undir stjórn Lenku
Mátéová, kantors kirkjunnar. Eftir
messu verður stuttur fundur í kirkjunni
með fermingarbörnum vetrarins og
foreldrum og forráðafólki þeirra.
Sunnudagaskóli á sama tíma í safn-
aðarheimilinu Borgum.
LANGHOLTSKIRKJA | Fjöl-
skyldumessa kl. 11. Krúttakórinn
kemur fram undir stjórn Söru Gríms-
dóttur og Auðar Guðjohnsen. Aldís Rut
Gísladóttir leiðir stundina. Léttur
hádegisverður að lokinni messu.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl.
11. Samkór Reykjavíkur syngur undir
stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Sr.
Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari.
Sunnudagaskóli á meðan. Kaffi og
samvera á eftir.
Þri. 28.1. Kyrrðarbæn kl. 20. Kristin
íhugun. Kirkjan opnuð kl. 19.40.
Mið. 29.1. Foreldrasamvera frá 10-
12. Félagsmiðstöðin Dalbraut 18-20.
Helgistund með Sr. Davíð Þór og Arn-
gerði Maríu.
Fim. 30.1. Kyrrðarstund í Áskirkju kl.
12. Léttur hádegisverður og opið hús
á eftir. Hásalurinn Hátúni 10 kl. 16.
Helgistund.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar
úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng.
Organisti er Steingrímur Þórhallsson.
Prestur er Skúli S. Ólafsson. Söngur,
sögur og leikir í sunnudagaskólanum.
Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir,
Margrét Heba Atladóttir og Ari Agnars-
son. Samfélag og kaffisopi eftir
messu á Torginu.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-
Njarðvík | Guðsþjónusta kl. 14.
Altarisganga.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Tregatrúar-
tónlistarmessa í kirkjunni kl. 14. Blás-
arasveit Þollyjar sér um tónlist og kór.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar.
Messugutti er Petra Jónsdóttir, barna-
starf í messutíma og maul og kaffi eft-
ir messu. Ólafur Kristjánsson tekur á
móti kirkjugestum.
ÓLAFSVALLAKIRKJA á Skeiðum |
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Biblíu-
saga og söngur.
SALT kristið samfélag | Sameigin-
legar samkomur Salts og SÍK kl. 17
alla sunnudaga í Kristniboðssalnum
Háaleitisbraut 58-60. Barnastarf.
Túlkað á ensku.
SELJAKIRKJA | Barnamessa kl. 11.
Óli og Jóhanna leiða samveruna. Eyja-
guðsþjónusta kl. 14. Bjarni Karlsson,
fyrrverandi sóknarprestur í Eyjum, pre-
dikar. Sr. Ólafur J. Borgþórsson þjónar
fyrir altari. Kór Seljakirkju syngur, Tóm-
as Guðni leikur undir. Eftir messu
stendur Átthagafélag Vestmanna-
eyinga á Reykjavíkursvæðinu fyrir gos-
kaffi í safnaðarheimilinu. Ókeypis
kaffiveitingar. Guðsþjónusta í Skóg-
arbæ kl. 15.30. Sr. Ólafur Jóhann pre-
dikar þjónar fyrir altari.Tómas Guðni
leikur á flygilinn.
SELTJARNARNESKIRKJA |
Fræðslumorgunn kl. 10. Kristrún
Heimisdóttir, lögfræðingur og doktors-
nemi, talar. Messa og sunnudagaskóli
kl. 11. Sóknarprestur þjónar og org-
anisti kirkjunnar leikur. Leiðtogar sjá
um sunnudagaskólann. Félagar úr
Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða
almennan safnaðarsöng. Kaffiveit-
ingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu.
SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 14. Organisti er Ester Ólafsdóttir,
prestur er Kristján Valur Ingólfsson.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Halldór Reynisson prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt messuþjón-
um. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja
og organisti er Jóhann Baldvinsson.
Sunnudagaskóli á sama tíma sem
Matthildur Bjarnadóttir æskulýðs-
fulltrúi stýrir ásamt fræðurum sunnu-
dagaskólans.
Kaffi og djús eftir messu. Sjá garda-
sokn.is og fésbókarsíðu Vídal-
ínskirkju.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Messa kl. 11. Kór Víðistaðasóknar
syngur undir stjórn Kristínar Waage og
sr. Stefán Már Gunnlaugsson þjónar
með aðstoð messuþjóna. Hressing í
safnaðarsalnum á eftir.
ORÐ DAGSINS:
Jesús gekk
ofan af fjallinu
(Matt. 8)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Kirkjubólskirkja í Valþjófsdal
Við Stefán Örn
Stefánsson kynnt-
umst fyrst haustið
1952 fyrir 67 árum
þegar við áttum samleið í annan
bekk Gagnfræðaskólans á Akur-
eyri, hann frá Húsavík en ég úr
Eyjafirðinum. Hálfu öðru ári síð-
ar, vorið 1954, tókum við báðir
landspróf upp úr sama bekk og
settumst í framhaldi af því í
Menntaskólann á Akureyri og
lukum þar stúdentsprófi 17. júní
1958. Með okkur Stefáni tókst
strax einstök vinátta, sem entist
okkur alla ævi.
Margt brölluðum við saman á
menntaskólaárunum, en einkum
voru það fjallaferðir og göngu-
ferðir sem freistuðu okkar. Vetr-
arferðir á skíðum fórum við bæði
á Súlur, Kaldbak og Strýtu. Að
sumrinu vann ég mest á búgarði
foreldra minna á Arnarhóli, en
Stefán vann að hluta við upp-
byggingu gamla bæjarins í Lauf-
ási. Á þeim tíma náðum við
stundum að ferðast saman um
helgar.
29. júní 1956 tjölduðum við í
Mývatnssveit og rerum á bát út í
Slútnes til að skoða okkur um á
þeim fagra stað. Þaðan gengum
við yfir Hólasand niður í Laxár-
dal. Þar komum við fyrst að Hól-
um, en síðan í Kasthvamm og
Laxárvirkjun, og þaðan heim.
Eina eftirminnilegustu gönguna
fórum við 23. ágúst 1957. Þá fór-
um við saman austur í Reykjahlíð
til gistingar, en þaðan daginn eft-
ir með bíl langleiðina austur að
Stefán Örn
Stefánsson
✝ Stefán ÖrnStefánsson
fæddist 15. febrúar
1938. Hann and-
aðist 11. janúar
2020.
Útförin fór fram
22. janúar 2020.
Jökulsá á Fjöllum.
Gengum síðan niður
með henni að Sel-
fossi, Dettifossi og
niður á Hafragils-
undirlendi og gist-
um að lokum á
barmi Gljúfurleitar-
foss neðst í Hólma-
tungum. Enduðum
ferðina daginn eftir
á Húsavík, og vor-
um mættir til vinnu
á mánudeginum. Þann 8. ágúst
1958 slóst bróðir minn, Magnús, í
för með okkur og tjölduðum við
þá á Grænavatni, en gengum síð-
an upp í Bláhvamm og þaðan á
Bláfjall. Í leiðinni til baka fórum
við um brúnir Seljahjallagils, afar
sérkennilegan stað, sem minnir
helst á að þar séu nýir Hljóða-
klettar í smíðum. Ég minnist
þess sérstaklega þarna hversu
sterk hrifnæmi Stefáns var oft
gagnvart íslensku landslagi og
gaman að upplifa það með hon-
um. Frá Seljahjallagili fórum við
til gistingar undir trjám við Vill-
ingafjall, og gengum daginn eftir
norður með Grjótagjá í átt að
Hverfjalli.
Haustið 1958 skildi leiðir okk-
ar að nokkru, þar sem Stefán hóf
verkfræðinám við Háskóla Ís-
lands og síðar í Kaupmannahöfn,
en ég fór í líffræðinám til Gött-
ingen í Þýskalandi. En þótt
minna yrði um sameiginlegar
ferðir áttum við notalegar stund-
ir áfram, hittumst árlega, héldum
góðu sambandi og treystum vin-
áttuböndin. Okkur Sigrúnu, konu
minni, þótti ávallt mjög notalegt
að heimsækja þau hjónin, Stefán
og Gunnþórunni. Að lokum send-
um við Sigrún Gunnþórunni og
fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur vegna fráfalls Stefáns, en
minningin um góðan vin lifir.
Hörður Kristinsson.
Vorið 1963 lá
leiðin frá Reykjavík
í Steinadal með
rútu frá Guðmundi
Jónassyni. Ég var
12 ára og mjög spenntur hvernig
væri að vera í sveit.
Mér er minnisstætt er Gústi
kom og náði í mig á dráttarvél-
inni síðla dags og við ókum fram í
dal í þoku, síðasti bærinn í daln-
um, Steinadalur. Svanborg móðir
Gústa var stödd þar að passa
Svanhildi því Ásdís var í Reykja-
vík með Hrafnhildi, hún hafði
fengið botnlangakast.
Eftir langa ferð var komið að
kvöldverði sem ég aldei gleymi
því í boði var súrsaðir selshreif-
ar, æðar- og kríuegg og volg
mjólk beint úr spena. Gott að ég
er ekki matvandur og bragðaðist
allt mjög vel. Ég var hissa að
ekki væri rafmagn og kom það
fyrst eftir að ég hætti í sveit í
Steinadal.
Gústi var einstaklega góður
húsbóndi enda var ég í fimm
sumur og hefði viljað vera lengur
í Steinadal. Í öllum verkum og
frammkvæmdum vorum við eins
og jafningjar. Fyrsta sumarið
sagði Gústi að honum leiddist
fólk sem blótaði og hef ég varla
blótað síðan. Sumarið ’63 var
byggð heljarmikil gryfja fyrir
súrhey, ég hélt að gryfjan væri
fyrir þurrhey og hélt að Gústi
væri orðinn eitthvað ruglaður
þegar við fórum að moka ný-
slegnu grasi inn í gryfjuna, ég
Jón Gústi Jónsson
✝ Jón Gústi Jóns-son fæddist 20.
október 1933. Hann
lést 26. desember
2019. Útförin fór
fram 4. janúar
2020.
spurði hvort ekki
þyrfti að þurrka
grasið, hann brosti
og útskýrði fyrir
mér súrheysverkun.
Ég var ansi stolt-
ur fyrsta haustið er
ég fór suður og fékk
eitt golsótt lamb í
laun. Gústi elskaði
kindurnar sínar og
hugsaði alltaf vel
um þær.
Það bættist í barnahópinn hjá
Gústa og Ásdísi, Jón Gísli, Jón,
Jóhanna Signý, Arnar Snæberg
og Árdís Björk. Hann var mjög
stoltur af sínum stóra barnahóp.
Það voru mörg bréfin sem
Gústi skrifaði til mín um hvernig
gengi í sveitinni, og fréttir af
sveitungum.
Gústi var laus við allt lífs-
gæðakapphlaup, var og er mín
fyrirmynd í heiðarleika og rétt-
lætiskennd, það hef ég oft hugs-
að um á mínum ferli sem skip-
stjóri á sjó um öll heimsins höf.
Árin í Steinadal hjá Gústa og
Ásdísi hugsa ég oft um, því þar
var lagður grunnur að minni lífs-
braut og er það Gústa að þakka.
Ég var alltaf kallaður Gísli ráðs-
maður og þótti mér vænt um
það.
Síðan við Gullý fluttum til
Danmerkur 1975 höfum við oft
komið við í Steinadal og notið
þess að sitja á eldhúsbekknum
og rifja upp gamlar minningar.
Alltaf tók Gústi á móti okkur
með stóru brosi á hlaðinu í
Steinadal. Ég mun sakna þess.
Innilegar samúðarkveðjur frá
okkur Gullý til Ásdísar, barna og
barnabarna og fjölskyldu.
Blessuð sé minning Jóns
Gústa í Steinadal.
Gísli Guðjónsson, Danmörku.