Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 ✝ Hjalti Sig-urjónsson fæddist 29. apríl 1931 í Raftholti í Holtum. Hann lést á heimili sínu 11. janúar 2020. Foreldrar hans voru Sigurjón Gísli Sigurðarson, f. 4.3. 1895 í Bjálmholti, d. 2.4. 1988, og Guðný Ágústa Ólafsdóttir, f. 26.5. 1896 í Austvaðsholti, d. 9.5. 1974. Systkini Hjalta eru Sig- rún, f. 9.5. 1923, d. 10.2. 2011, Guðrún Ólafía, f. 18.6. 1924, d. 13.11. 2015, kvænt Ársæli Teitssyni, f. 25.1. 1930, d. 22.3. 2016, og Hermann, f. 9.10. 1929. Hjalti kvæntist 26.5. 1966 Jónu Heiðbjört Valdimars- dóttur frá Hreiðri í Holtum, f. 11.10. 1943. Foreldrar hennar voru Valdimar Sigurjónsson, f. 12.8. 1900, d. 30.7. 1986 og mann, f. 29.8. 2005 og Heið- rún, f. 11.7. 2008. Fyrir átti Hlynur Kristínu Önnu, f. 5.1. 1989 og Ingibjörgu Soffíu, f. 19.3. 1994. 4) Valdimar, f. 13.5. 1977, eiginkona Hrefna María Hagbarðsdóttir f. 2.12. 1981. Dætur þeirra Lilja Heið- björt, f. 7.7. 2005, Jóna Björk, f. 23.10. 2007 og María Sig- rún, f. 25.5. 2012. Hjalti ólst upp í Raftholti og gekk í barnaskóla í Hvammi í Holtum. Hann tók landspróf frá Héraðsskólanum á Skóg- um. Um tíma vann hann við smíðar hjá Helga Kristjáns- syni trésmíðameistara á Lambastöðum á Seltjarn- arnesi. Í lok árs 1966 tóku Hjalti og Jóna við búskap í Raftholti ásamt Hermanni bróður hans. Í Raftholti stund- uðu hjónin kúabúskap allt til ársins 2013 en þá tóku Sig- urjón og Guðríður við búinu. Hjalti sat í hreppsnefnd Holtahrepps, var lengi for- maður skólanefndar Lauga- landsskóla og sinnti hinum ýmsum félagsmálum. Útför Hjalta fer fram frá Marteinstungukirkju í dag, 25. janúar 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Guðrún Margrét Albertsdóttir, f. 4.12. 1902, d. 29.4. 1970. Systkini Jónu eru Sigurjón Margeir, f. 22.7. 1937, Albert H.N., f. 15.10. 1938, Laufey S., f. 26.1. 1940 og Val- gerður, f. 24.3. 1946. Börn Hjalta og Jónu eru: 1) Ágústa Kristín, f. 6.1. 1967. Sonur Ágústu og Sigurðar Björnssonar f. 28.7. 1957 er Hjalti, f. 26.5. 1994. Fyrir átti Sigurður Pál, f. 24.8. 1984 og Björgu Thorberg f. 9.2. 1986 2) Sigurjón, f. 29.10. 1968, eig- inkona Guðríður Júlíusdóttir, f. 13.3. 1965. Dóttir þeirra Helga Sunna, f. 27.6. 1996. Fyrir átti Guðríður Eini Frey, f. 29.6. 1983 3) Guðrún Mar- grét f. 3.4. 1975, eiginmaður Oddur Hlynur Kristjánsson, f. 9.9. 1968. Börn þeirra Her- Elsku pabbi, tengdapabbi og afi, þú ert farinn í ferðalagið sem við öll förum í þegar þar að kemur. Það er gott til þess að vita að þú verður þar fremstur í flokki til að taka á móti okkur með hlýju sterku höndunum þínum. Þessi skrif verða ekki löng því orð eru ekki nóg til að lýsa því hvern mann þú hafðir að geyma og hversu heppin við vorum að eiga þig að. Glaðlyndi þitt, eljusemi og umhyggja gagnvart okkur og öllu lífi í kringum þig er okkur öllum eilíft veganesti og ef við náum að tileinka okkur eitthvað af þínum góðu kostum erum við vel sett í lífinu. Minningarnar eru margar og munum við varðveita þær í hjarta okkar alla tíð. Vísurnar og ljóðin þín sem þú ortir um ævina eru mörg og munum við varðveita þau vel. Síðastliðna nýársnótt þegar gengið var til náða eftir skemmtilegt gamlárskvöld þar sem þú naust þín svo vel með okkur bauðstu okkur góða nótt með þessari vísu: Góða nótt og gleðilegt ár! Hið gamla í minningu lifir. Bæði átti það bros og tár, sem breiðir hversdaginn yfir. Við kveðjum þig með hjörtun full af þakklæti. Þín börn, tengdabörn og barnabörn, Ágústa, Sigurjón, Guðrún og Valdimar. Nú hefur Hjalti tengdafaðir minn verið burtu frá okkur tek- inn. Þar fór enn einn höfðing- inn, hár í lofti með ákaflega milda og umfaðmandi nærveru. Hjalti gat verið glettinn og oft skutum við hvort annað í kaf með stríðnisglettum sem alloft enduðu með smellnum vísum sem tengdapabbi skildi eftir á ólíklegustu stöðum. Einu sinni fann ég vísu sem hann skildi eftir hangandi í síma- skránni heima hjá mér þar sem hann hafði verið að leita sér að verkfærum. Þótt mig frá í flýti beri fyrir önn og stúss, Drottinn sjálfur sé og veri skjólið þessa húss. (Undirritað húsálfurinn.) Þegar Hjalti umvafði börnin sín eða barnabörn sínum stóru föðurlegu höndum sá ég ávallt skíran kærleiksglampa í augum hans sem sýndi betur en nokk- ur orð hversu mikið hann elsk- aði fjölskylduna sína. Ósjaldan heyrði maður óma tignarlega hljómmikla bassa- rödd sem glumdi hvort sem var inni í stofu, við orgelið, á göngu, á traktornum eða úti í fjósi og gæti hún allt eins hafa komið úr óperuuppfærslu í út- varpinu. Þá spurði maður sig stundum hvað svona mögnuð rödd var að gera ónotuð uppi í sveit nema fyrir heimafólkið og fuglana. Nú get ég ekki lengur sótt ráðleggingar og leiðréttingar til tengdapabba þegar mér dettur í hug að skrifa svo ég vona bara að hann líti framhjá öllum villunum og brosi í kampinn hinumegin. Guð leiði þig í þau verkefni sem þú átt framundan, því þau eru sjálfsagt ærin og enginn betur til þess fallinn að sinna þeim en þú, Hjalti minn. Ég kærleikskveðju sendi hér um vegferð langa þar býður sá sem alla sér og hlakkar til að gefa þér einn koss á vanga. Guðríður Júlíusdóttir. Hann afi minn var maður sem lét verkin tala. Það þýddi þó ekki að það heyrðist ekkert í honum við vinnu. Rödd hans mun vera eitt af því sem stend- ur upp úr í minningu minni um hann, en það var alveg einstakt að hlusta á hann þramma niður brekkuna á leið í fjósið söngl- andi sálma eða kveðandi vísur með mölina sem skrikaði undir fótum hans sem undirspil. Allar vísur kunni afi í þaula, tóku þá kýrnar undir að baula. Fátt mun sitja fastar í minni en að heyra hann afa minn raula. Helga Sunna Sigurjónsdóttir. Margs er að minnast þegar litið er til baka og þakklæti efst í huga fyrir að hafa átt svo langa samleið með Hjalta mági okkar í Raftholti. Það var gæfuspor er þau Jóna systir og Hjalti giftu sig á vordögum 1966. Ekki síst var það gæfa okkar systkinanna, er við systkinin komum í sveitina okkar og fengum að njóta gestrisni og hjálpsemi þeirra Jónu og Hjalta. Nú til dags eru það forrétt- indi að þekkja fólk sem býr í sveit, fá að koma með börnin og fylgjast með bústörfunum og hringrás lífsins sem er svo ná- læg bóndanum. Fá að fylgjast með þegar kúnum er hleypt út á vorin, upplifa smalamennsku á haust- in og sauðburð að vori. Í Raftholti var mikill og góð- ur búskapur og mikil snyrti- mennska. Þar var rekinn fé- lagsbúskapur, Hjalti og Jóna með kýrnar og Hermann bróðir Hjalta með stórt fjárbú. Góð samvinna var með þeim bræðr- um með heyskap og önnur bú- störf. Heimilið var mannmargt og þegar börnin komu hvert af öðru var ráðist í að byggja nýtt íbúðarhús vandað og stórt. Við það vann Hjalti mikið enda hagleiksmaður og vandvirkur við öll sín störf hvort sem það var við smíðar, bústörf eða önn- ur verk. Hjalti var ekki mikið fyrir ferðalög. Hann naut sín best heima í sveitinni sinni við sín daglegu störf. Hann var alltaf tilbúinn til hjálpar ef eitthvað bjátaði á hjá nágrönnum sem og ættingjum og vinum. Hann var góðmenni, trúr sinni fjölskyldu og vinum og sínu ævistarfi sem bóndi. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Á kveðjustund þökkum við Hjalta allar ánægjustundirnar og vináttu gegnum árin. Jónu systur og ástvinum öll- um sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Laufey, Sigurjón, Albert, Valgerður og fjölskyldur. Með fráfalli Hjalta í Raft- holti hefur síðasti maki systk- inanna frá Hreiðri í Holtum kvatt. Það hefur verið höggvið í hópinn samheldna í vetur og góðra einstaklinga er sárt saknað. Að Raftholtsfólkinu standa sterkir stofnar og heimilið hef- ur ávallt verið þekkt fyrir gest- risni og góðmennsku. Þeirra eiginleika höfum við frænd- systkinin í Hveragerði ríkulega notið. Hjalti hafði fallega og yfir- vegaða framkomu og kom skoð- unum sínum á framfæri með hæglæti og kurteisi. Það var ávallt ánægjulegt að eiga góðar stundir í Raftholti og þar urðu oft fjörugar um- ræður við eldhúsborðið. Þar fóru þeir bræður Hermann og Hjalti fremstir í flokki, án vafa þjálfaðir í rökræðum frá barn- æsku, af því að þannig var Raftholtsheimilið. Hjalti var hagmæltur mjög þó hann hafi ekki flíkað þeim eiginleika yfir ævina. Það er því vel við hæfi að kveðja Hjalta með ljóði sem hann samdi í minningu tengdaföður síns og afa okkar, Valdimars Sigurjónssonar frá Hreiðri í Holtum, við andlát hans í ágúst 1986. Þér höfum við heilsað, þig höfum við kvatt, þín höfum við lengi notið. Þú áttir manndóm, það er satt, þó er nú virkið brotið. Að standa og horfa við dauðans dyr er dýrmæt reynsla og mögnuð. Og leitandi hugur um ljósið spyr og lífsins eilífa fögnuð. Fegurstu kórónu lífsins í laun er löngu búið að heita. Þeim sem trúa yfir litlu, treysta í raun, sem er tilbúinn hjálp að veita. Til tryggingar aljarðar örlögum örugga grundvöllinn lagði. Hví skyldi þó nokkur efast um, það sem upprisni frelsarinn sagði. Hann kynnir að nokkru sín reginrök með rúnum í sand að skrifa. Án þess að meta okkar sök, „Ég lifi og þér munuð lifa“. Við fögnum og þökkum af heilum hug og hann fær minninga notið. Við trúum þú hafir með dáð og dug dýrmæta sigurinn hlotið. (H.S. 1986) Um leið og við þökkum Hjalta samfylgdina sendum við Jónu, Ágústu, Sigurjóni, Guð- rúnu Margréti, Valdimari og þeirra fjölskyldum okkar inni- legustu samúðarkveðjur sem og Hermanni bróður Hjalta. Þeirra er missirinn mestur. Aldís, Valdimar, Guðrún og Sigurbjörg, Hveragerði. Hjalti Sigurjónsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, HAFDÍS HALLDÓRSDÓTTIR, fv. skrifstofustjóri, Smárarima 98, Reykjavík, lést 20. janúar í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 30. janúar klukkan 13. Páll Pálsson Lóa Dögg Pálsdóttir Hallvarður Hans Gylfason Inga Hlín Pálsdóttir og barnabörn Elskuleg móðir okkar, ÞÓRUNN ERNA ÞÓRÐARDÓTTIR, lést á Hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 19. janúar. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 30. janúar klukkan 15. Þórhildur Andrésdóttir Sigurlaug Andrésdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELISABETH RICHTER, sem lést 14. janúar á hjúkrunarheimilinu Hömrum, verður gerð frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 28. janúar klukkan 13. Svend Richter Björg Yrsa Bjarnadóttir Anna Gerður Richter Örn Ármann Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG Ó. MORTHENS, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. janúar klukkan 15. Þórey Morthens Jónas Þór Steinarsson Ólafur Morthens Unnur Hauksdóttir Björn Morthens Katrin Franke og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lagngamma, RUT ÁRNADÓTTIR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður Miðleiti 3, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 18. janúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 31. janúar klukkan 13. Þorsteinn Unnsteinsson Árni S. Unnsteinsson Anna Guðmundsdóttir Sigurlaug K. Unnsteinsdóttir Þorsteinn J. J. Brynjólfsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, bróðir okkar og vinur, GUÐJÓN ÞORLÁKSSON, Vík, Grindavík, andaðist þriðjudaginn 21. janúar á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð. Hann verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 30. janúar klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Víðihlíð. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Viktoría Ketilsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.