Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 11
unnið að því að greina verkefnin og ákveða hvar þeim verður best fyrir komið innan ráðuneytisins. Í því felst meðal annars að á næstunni mun hluti starfsmanna sem áður til- heyrðu búnaðarstofu færast á skrif- stofu matvæla og landbúnaðar, í samræmi við þá megináherslu sem fólst í breytingunni, að styrkja skrif- stofu matvæla og landbúnaðar. Fjár- hagsleg verkefni, líkt og greiðslur til bænda, munu þó falla undir skrif- stofu fjárlaga og innri þjónustu, og mun því hluti starfsmanna sem áður voru starfsmenn búnaðarstofu til- heyra þeirri skrifstofu,“ segir í svarinu. Ekki hlustað á sjónarmið BÍ Lilja Rafney Magnúsdóttir, for- maður atvinnuveganefndar Alþingis, segir að ef það sé raunin að verið sé að stokka starfsemi búnaðarstofu meira upp en gert var ráð fyrir megi búast við að nefndin óski eftir kynn- ingu ráðuneytisins á því. Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Ís- lands, segir að samtökin hafi alltaf viljað hafa búnaðarstofu sem sjálf- stæða stofnun, bæði hjá Mast og í ráðuneytinu. „Það hefur ekki verið hlustað á þau sjónarmið, ráðuneytið ákvað að gera þetta öðruvísi.“ Segir Sigurður að afstaða Bænda- samtakanna grundvallist á því að búnaðarstofa veiti mikla þjónustu sem eðlilegt sé að hafa vel afmark- aða enda þyrftu bændur og aðrir notendur hennar að geta leitað beint til hennar. Kæruleið fellur niður Þegar búnaðarstofa er komin inn í ráðuneytið eru ákvarðanir starfs- manna eðli málsins samkvæmt ekki kæranlegar til ráðuneytisins með hefðbundnum stjórnsýslukærum. Í greinargerð með frumvarpinu var tekið fram að þessi kæruleið félli nið- ur. Jafnframt var bent á að þetta úr- ræði væri ekki eins virkt og ætla mætti þar sem flestar ákvarðana búnaðarstofu byggðust á skýrum reglum og stöðugri framkvæmd. Að- eins væri um að ræða fáein tilvik á ári. Í ljósi þess að þessi kæruleið er ekki lengur fyrir hendi segir ráðu- neytið í svari sínu að það taki beiðnir um rökstuðning til alvarlegrar at- hugunar og þá sé einnig kannað hvort ástæða sé til endurupptöku máls eða afturköllunar ákvörðunar í samræmi við stjórnsýslulög. Í svari ráðuneytisins kemur fram að ekki hafi komið upp erfiðleikar með þetta frá því búnaðarstofa rann inn í ráðuneytið. Þó hafi komið upp tilvik þar sem óskað hefur verið eftir rökstuðningi. Sigurður Eyþórsson bendir á að ef ágreiningur verður um ákvarðanir búnaðarstofu þurfi viðkomandi að leita til dómstóla. Það sé bæði taf- samt og dýrt. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook af allri útsöluvöru Enn er hægt að gera góð kaup 20% aukaafsláttur ENN MEIRI AFSLÁTTUR GERRY WEBER - TAIFUN - BETTY BARCLAY JUNGE - FUCHS SCHMITT OG FL. Á GÆÐA MERKJAVÖRU Dúnúlpur og ullarkápur ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is ÚTSALA Meiri verðlækkun 40-60% Blaðamannaverðlaun 2019 Blaðamannafélag Íslands Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða veitt í 17. skipti þann 6. mars næstkomandi. Tilnefningar dómnefndar verða kynntar viku fyrir afhendingu en skilafrestur tilnefninga til dómnefndar er LAUGADAGURINN 1. FEBRÚAR. Eins og á síðasta ári verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir: Besta umfjöllun ársins 2019 Viðtal ársins 2019 Rannsóknarblaðamennska ársins 2019 Blaðamannaverðlaun ársins 2019 Hægt er að senda inn tilnefningar til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamannafélagsins í Síðumúla 23 á auglýstum skrifstofutíma ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Jafnframt er hægt að tilnefna með rafrænum hætti á heimasíðu BÍ, www.press.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eyþór Björnsson fiskistofustjóri hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Samtaka sveitarfélaga og at- vinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Um er að ræða ný samtök, en í nóvember sam- þykktu EYÞING, Atvinnuþróunar- félag Eyjafjarðar og Atvinnuþróun- arfélag Þingey- inga sameiningu félaganna þriggja undir hatti nýrra samtaka, SSNE. 26 umsóknir bárust um stöðuna. Eyþór hóf störf á Fiskistofu árið 2006 og hefur verið fiskistofustjóri frá 2010. Hann segist stoltur af störfum sínum á Fiskistofu, en um leið sé hann spenntur fyrir nýju starfi. „Þetta hefur verið mikill reynslu- tími og lærdómsríkur sem fiski- stofustjóri, en líka skemmtilegur“ segir Eyþór. Fiskistofa hóf flutning höfuðstöðva úr Hafnarfirði til Ak- ureyrar haustið 2015 og var Eyþór þá eini starfsmaðurinn stofnunar- innar sem flutti norður. Formlega hófust flutningarnir 1. janúar 2016. Hann segir að vissulega hafi flutn- ingarnir tekið á, en þeir hafi verið komnir í gegn á um þremur árum og Fiskistofa standi sterk eftir. Breytingar og endurnýjun „Stofnunin hefur gengið í gegnum miklar breytingar og mikla endur- nýjun. Ég tel að þetta sé góður tími til að skipta um vettvang, bæði fyrir mig og Fiskistofu, og í minn stað kemur nýr fiskistofustjóri með nýja sýn,“ segir Eyþór. Hann segir ekki frágengið hvenær hann láti af störf- um á Fiskistofu. Starfssvæði nýju samtakanna er frá Tröllaskaga og austur í Langa- nesbyggð og er áformað að starfs- stöðvar verði á Húsavík, Akureyri, Tröllaskaga og í Norður-Þingeyjar- sýslu. „Þarna opnaðist tækifæri sem mér fannst mjög spennandi og ég ákvað að sækjast eftir stöðunni þeg- ar ég sá hana auglýsta. Það er mjög spennandi að fá tækifæri til að vinna að hagsmunum landshlutans. Mörg tækifæri, en líka margar áskoranir,“ segir Eyþór. Eyþór Björnsson er með B.Sc.- gráðu í sjávarútvegsfræði frá Há- skólanum á Akureyri, MBA frá Há- skóla Íslands og diplomu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla. Einnig hefur hann lokið diplomanámi í al- þjóðlegum hafrétti frá Rhodes Aca- demy í Bandaríkjunum. Hættir sem fiskistofustjóri  Verður framkvæmdastjóri nýrra sam- taka á NA-landi  Tækifæri og áskoranir Eyþór Björnsson „Málefni land- búnaðarins eru á víð og dreif í mörgum ráðu- neytum. Upp- hafið var 2007 og ógæfan og virðingarleysið gagnvart at- vinnuveginum heldur áfram. Það er eins og starf bóndans skipti engu máli lengur í kolli stjórnmálamannanna. Þessum verkefnum þarf að safna saman og stjórnmálamenn verða að gera grein fyrir því hvernig málefnum landbúnaðarins skuli skipað í framtíðinni. Bændur eru nánast án ráðherra og ráðuneytið án starfsmanna sem þekkja landbún- aðinn,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Hann gagnrýnir flutning bún- aðarstofu frá Bændasamtök- unum, fyrst til Mast og síðan inn í atvinnuvegaráðuneytið. „Búnaðarstofa er skýrt dæmi um vitleysuna en hún hefur allt frá upphafi verið hugsuð sem millistykki á milli bænda og land- búnaðarráðherrans,“ segir Guðni og vekur athygli á því að það samrýmist ekki góðri stjórnsýslu að láta starfsemina heyra beint undir ráðherra. „Það er búið að veikja mjög fé- lagskerfi bænda, peningarnir voru höggnir af að kröfu ESB án þess að þeim gæfist tækifæri til að byggja upp nýtt félagskerfi um hin mörgu verkefni. Bænda- samtökin eru orðin fáliðuð og ekki sá öflugi vettvangur sem stjórnmálamenn taka tillit til. Landbúnaðurinn er brothættur, hann er barátta, hugsjón og lífs- stíll og grunnur matvælaöryggis landsins. Sjávarútvegurinn er hinsvegar peningar og viðskipti. Landbúnaðurinn getur fallið með ákvörðunum sem ríkisstjórn og Alþingi taka og eru að taka. Og harðvítugir heildsalar eru orðnir nær pólitíkusunum en bændur, þetta er stórvarasamt ástand því matvælaframleiðslan og sveitir landsins eru undir í þessu vit- lausa spilverki,“ segir Guðni. helgi@mbl.is Bændur eru nánast án ráðherra GUÐNI ÁGÚSTSSON, FV. LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA Guðni Ágústsson Áhyggjum af stöðu dansara og dans- höfunda er lýst í yfirlýsingu Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks sem haldinn var í vikunni. Þar segir að danslistin sé af- skipt innan þeirra sviðslistastofnana sem hæstu fjár- hæðirnar fái úr sameiginlegum sjóðum. Dansarar fái sömuleiðis lægri laun en aðr- ir sem á leiksvið- inu standa og því þurfi að semja sérstaklega við þá. „Sviðslistastofnunum ber að virða menntun og reynslu í ráðningum starfsfólks og mega ekki mismuna einstaklingum eftir starfssviði og kyni. Það brýtur í bága við hlutverk stofnana samkvæmt lögum, sam- þykktum og yfirlýstri jafnlauna- stefnu þeirra. Janframt hvetur fund- urinn aðrar sviðslistastofnanir til að gera kjarasamninga við danshöfunda á jafnréttisgrundvelli við aðra list- ræna stjórnendur,“ segir í ályktun- inni. Sterk samstaða Á aðalfundinum var Birna Hafstein einróma endurkjörin formaður fé- lagsins til næstu þriggja ára. Aðrir stjórnarmenn eru Bergþór Pálsson, Eva Signý Berger, Hjörtur Jóhann Jónsson, Katrín Gunnarsdóttir, Hall- dóra Geirharðsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Í tilkynningu segir að félagið hafi lengi reynt að ná fram viðunandi samningum fyrir dansara í leikhús- um. Sterk samstaða um málið hafi verið á fundinum og fólk þar einróma í því áliti sínu að bæta þyrfti úr. sbs@mbl.is Danslist fái meira pláss í leikhúsunum  Dansarar með lægri laun en aðrir á sviðinu  Menntun og reynsla sé virt Birna Hafstein SMARTLAND MÖRTU MARÍU ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.