Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 Leirdalur 31, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Mjög falleg 4ra herb. 97,4 m2 efri sérhæð í nýlegu tvíbýli í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð kr. 47.900.000.- Stærð 97,4 m2 • 67,5 m2 þaksvalir með heitum potti. • Sérsmíðaðar innréttingar og granít á borðum • Stórar 60x60 flísar á öllum gólfum ásamt gólfhita • AEG heimilistæki og LED lýsing innan- og utandyra í öllum eignum Fleiri myndir og lýsing á eignasala.is 40 ára Nicola er frá Montebelluna í sveitar- félaginu Treviso í hér- aðinu Veneto á Ítalíu. Hann lærði fiðluleik við Tónlistarháskólann í Vín og var fiðluleikari við Vínarfílharmóníuna 2000-2010. Nicola hóf að vinna hér á Ís- landi 2012, flutti hingað alfarið 2014 og er fiðluleikari og konsertmeistari Sinfón- íuhljómsveitar Íslands og Íslensku óper- unnar. Hann hefur verið virkur í kammer- tónlistarlífinu hér á landi og í kennslu. Hann hefur gaman af að kenna og hyggst gera meira af því í framtíðinni. Foreldrar: Marello Lolli, f. 1946, fv. pró- fessor í stærðfræði, og Mirna Feletti, f. 1949, fv. prófessor í sögu og ítölsku. Þau eru búsett í Montebelluna. Nicola Lolli Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhuga- máli fyrir ykkur sambýlingana. 20. apríl - 20. maí  Naut Flýttu þér hægt. Sláðu striki yfir leiðindamál úr fortíðinni og horfðu fram á við. Ekki fylgja straumnum líkt og flestir aðrir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þín bíður gáskafullur og róm- antískur tími. Gefðu þér tíma til að spjalla við eldri borgarana. Þú færð storminn í fangið í stuttan tíma. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að leysa ákveðið mál heima fyrir og það þolir enga bið svo þú verður hreinlega að láta það ganga fyrir öllu öðru. Þú ert með stjörnur í augunum gagnvart vissri manneskju. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er ástæðulaust að efast um allar sínar ákvarðanir. Ástarsamband er komið í strand og þú veist það. Gerðu eitthvað í málunum fyrr en seinna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Fyrirhyggja í fjármálum er nauð- synleg þessa dagana. Einhver nákominn þér lendir í vandræðum en vill ekki biðja um hjálp. Gáðu hvað þú getur gert. 23. sept. - 22. okt.  Vog Varastu að láta aðra ráðskast með líf þitt þótt viðkomandi þykist vita betur. Þú leggur allt í sölurnar fyrir börnin þín. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu ekki hugfallast heldur gerðu það sem þarf til að koma skipulagi á líf þitt. Það er í lagi að sitja með hendur í skauti af og til. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að sjá til þess að þú fáir sem mestan vinnufrið. Það skiptast á skin og skúrir í lífinu, þú heldur alltaf í bjartsýnina sama hvað gengur á. 22. des. - 19. janúar Steingeit Áætlanir þínar ætla bersýnilega ekki að ganga eftir. Taktu þér tíma því að flas er ekki til fagnaðar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er hætt við að þú lendir í deilum við vin. Leggðu spilin á borðið og málið mun leysast farsællega. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft á allri þinni þolinmæði að halda í samskiptum þínum við yfirmenn í dag. Vertu því ekki afundin/n þótt aðrir bendi þér á það sem betur má fara. manni er treyst fyrir núna. Á meðan er maður ekki að hugsa um neitt annað.“ Bjarni varð formaður Sjálfstæðis- flokksins árið 2009 á miklum um- brotatímum upp úr hruninu. Hann var fjármála- og efnahagsráðherra 23.5. 2013-11.1. 2017 í ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks, for- sætisráðherra 11.1.-30.11. 2017 í rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, og fjármála- og efnahagsráðherra í ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks frá 30.11. 2017. þakklátur fyrir og var sagt að ef það gengi vel þá gæti það orðið þingsæti. Sjálfstæðisflokknum gekk vel í okkar kjördæmi en það stóð mjög tæpt að ég kæmist á þing, skreið inn snemma dags daginn eftir kjördag. Ég verð að viðurkenna að það stóð ekki til að vera þetta lengi í stjórn- málum en svo leiðir eitt af öðru og það er erfitt að slíta sig frá stjórnmálunum þegar maður á annað borð sér hvað hægt er að sinna mikilvægum verk- efnum og það er erfitt að sjá mikilvæg- ari og stærri verkefni en þau sem B jarni Benediktsson er fæddur 26. janúar 1970 í Reykjavík og verður því fimmtugur á morgun. Hann ólst upp á Flöt- unum í Garðabæ og er fluttur þangað aftur. „Við fjölskyldan kunnum vel við okkur þar og þar er gott aðgengi fyrir krakkana í skólann og íþróttalífið.“ Bjarni æfði handbolta og fótbolta með Stjörnunni. Hann lék með öllum yngri aldursflokkum íslenska lands- liðsins í knattspyrnu og spilaði með meistaraflokki Stjörnunnar í fótbolta á árunum 1986-94 þegar hann hætti vegna meiðsla. „Minn árgangur tók þátt í því að koma Stjörnunni úr þriðju deildinni og upp í efstu deild árið 1989, en það tók tíma að festa liðið í sessi í efstu deild.“ Bjarni var fyrirliði meistaraflokks síðustu árin og lék rúmlega 100 leiki í meistaraflokki þar af 34 leiki í efstu deild. Bjarni varð Ís- landsmeistari bæði í fótbolta og hand- bolta í yngri flokkum. Hann spilaði sem miðvörður í fótboltanum og hægri handar skytta í handboltanum. „Marg- ir af mínum nánustu vinum í dag eru samherjar mínir úr Stjörnunni.“ Bjarni gekk í Flataskóla og Garða- skóla, lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1989 og kláraði lögfræðinám við Háskóla Íslands 1995. Hann var í námi í þýsku og lögfræði í Þýskalandi 1995-1996 og lauk LL.M.- gráðu frá University of Miami School of Law í Bandaríkjunum 1997. Hann varð héraðsdómlögmaður 1998 og lög- giltur verðbréfamiðlari 1998. Bjarni var fulltrúi hjá sýslumann- inum í Keflavík 1995, lögfræðingur og deildarstjóri hjá Eimskipi 1997-1999 og varð síðan lögmaður og einn af eig- endum Lex lögmannsstofu 1999-2003. Hann sat í stjórnum ýmissa fyrirtækja 2001-2008, m.a. sem stjórnarformaður N1, þar til hann sneri sér alfarið að stjórnmálunum. Hann varð alþingis- maður Suðvesturkjördæmis árið 2003 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Ég hafði tekið þátt í ungliðastarfi Sjálfstæðis- flokksins og hef auðvitað alltaf haft áhuga á stjórnmálum. Ég var svo sem ekki sérstaklega að stefna á framboð þegar það var skorað á mig að gefa kost á mér á lista. Mér fannst þetta vera tækifæri sem ég ætti að vera „Þegar ég gaf kost á mér sem formað- ur eftir hrun fannst mér allt eins lík- legt að það væri ekki hægt að endast lengi í formannsætinu, það væru bara slíkir tímar uppi. En svo líða árin og skyndilega er maður búinn að vera for- maður í tíu ár. Þetta hafa verið um- brotatímar í stjórnmálunum en um leið gefandi að taka þátt í öflugri við- spyrnu í efnahagsmálum. Við stöndum betur að vígi en áður. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur verið kjölfestan á þessum tíma, enda með mest fylgi í öllum kjör- dæmum.“ Bjarni sat í stjórn Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, 1991-1993, formaður 1993 og var for- maður knattspyrnudeildar Ung- mennafélagsins Stjörnunnar í Garða- bæ 2003-2005. Hann hefur setið í ýmsum opinberum nefndum og ráðum. Áhugamál Bjarna eru fjölbreytt, hann fylgist vel með íþróttum, hefur gaman af að veiða bæði bleikju og lax, stundar golf, útivist og fer í líkams- rækt. „Að veiða í Þingvallavatni finnst mér mjög skemmtilegt, ekki síst eftir að urriðinn tók aftur við sér, það er al- gjört ævintýri. Við hjónin erum vön að fara í gönguferðir á sumrin, fórum í Kerlingarfjöll síðasta sumar og stefnum á að fara í fyrsta sinn með sér- stökum gönguhópi til útlanda í sumar, í fjögurra daga gönguferð um sviss- nesku Alpana. Við fjölskyldan reynum einnig að komast á skíði á hverju ári. Maður er síðan að verjast öldruninni með því að fara í ræktina, hef verið duglegur við það í vetur.“ Bjarni ætlar að hafa það rólegt um helgina með fjölskyldunni en ætlar að bjóða til afmælisveislu innan fárra vikna. Fjölskylda Eiginkona Bjarna er Þóra Margrét Baldvinsdóttir, f. 1.3. 1971. Foreldrar hennar eru hjónin Baldvin Jónsson, f. 12.8. 1947, fv. auglýsingastjóri á Morg- unblaðinu og stofnandi Food og Fun, og Margrét Sigríður Björnsdóttir, f. 24.12. 1946, húsmóðir. Þau eru búsett í Garðabæ. Börn Bjarna og Þóru eru: 1) Margrét Bjarnadóttir, f. 19.7. 1991, ný- útskrifuð matreiðslumaður. Maki: Ísak Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins – 50 ára Fjölskyldan Bjarni og Þóra ásamt Helgu Þóru, Benedikt, Margréti og Guðríði Línu, Ísak tengdasyni og foreldrum Bjarna, Benedikt og Guðríði. Formaður í meira en tíu ár Í Þingvallavatni Bjarni með urriða. Hjónin Bjarni og Þóra. 60 ára Pétur er Akur- eyringur, fæddur þar og uppalinn. Hann er tæknifræðingur að mennt frá Odense Teknikum og er við- skiptastjóri hjá útibúi Sjóvár á Akureyri. Pétur er formaður Golfklúbbsins Lundar í Fnjóskadal. Maki: Sigríður Þórólfsdóttir, f. 1965, skrifstofumaður hjá Rafeyri. Dætur: Katrín Reimarsdóttir, f. 1991, Krista Rún Ringsted, f. 1992, Kristín Fanney Reimarsdóttir, f. 1994, og Jenný Mirra Ringsted, f. 1995. Foreldrar: Sigurður Ringsted, f. 1921, d. 2009, útibússtjóri Iðnaðarbankans á Akureyri, og Hulda Haraldsdóttir, f. 1930, d. 2018, húsmóðir á Akureyri. Pétur Gunnar Ringsted Til hamingju með daginn Akranes Marín Björg Allansdóttir fæddist 4. apríl 2019 kl. 19.26. Hún vó 3.788 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigurbjörg Eyþórsdóttir og Allan Freyr Vilhjálmsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.