Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 14
Allar upplýsingar veita
Helga Pálsdóttir lögg. fasteignasali
Sími 822 2123 helga@fastlind.is
ÞorsteinnYngvason lögg. fasteignasali
Sími 696 0226 thorsteinn@fastlind.is
Bjarkardalur 4-6 Reykjanesbæ
OPIÐHÚS
SJÓN ER SÖGU RÍKARI!
laugardaginn25/1
og sunnudaginn 26/1
milli klukkan 12 og 13
NÝJAR, FULLBÚNAR vandaðar 3 herbergja íbúðir með bílskúr.
Tvær stærðir: 108,4m2 og 130,3m2. Verð frá 44,9milljónum.
20mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Íbúðirnar eru einstaklega vandaðar og skilastmeð gólfefnum
á öllum rýmum, fallegum innréttingum, ísskápm. frysti,
uppþvottavél og smekklegri lýsingu frá Lumex.
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Luxwedding fór af stað árið 2016 svoþetta er fjórða árið okkar núna.Þetta gengur mjög vel, við erum aðskipuleggja um það bil þrjátíu brúð-
kaup hér á landi á hverju ári. Við höfum ýmist
umsjón með hverju einasta atriði athafnar eða
örfáum og allt þar á milli, svo þetta er mjög
misjafnlega mikil vinna fyrir hvert brúðkaup,“
segir Vigdís Segatta, eigandi Luxwedding.is,
fyrirtækis sem tekur að sér að skipuleggja
brúðkaup á Íslandi.
„Viðskiptavinir okkar eru nánast allir út-
lendingar og koma hvaðanæva úr heiminum.
Flestir eru frá Norður-Ameríku, bæði Banda-
ríkjamenn og fólk frá Kanada, en við fáum líka
fólk frá Evrópu og Asíu,“ segir Vigdís og bætir
við að íslensk náttúra sé það sem dregur þetta
fólk hingað til lands.
„Margt af þessu fólki hefur lengi látið sig
dreyma um að koma til Íslands og þegar það
ætlar að gifta sig lítur það á það sem gott tæki-
færi til að láta verða af ferðinni. Þá fer fólk að
skoða möguleikana og mesta aðdráttaraflið er
auðvitað að geta látið taka brúðkaupsmyndir í
íslenskri náttúru. Sumir hafa komið áður til Ís-
lands og heillast af einhverjum ákveðnum stað
og langar að gifta sig þar, eða trúlofað sig á Ís-
landi og koma þá aftur til að láta gefa sig sam-
an.“
Stundum eru væntingar óraunhæfar
Vigdís segir að þau hjá Luxwedding reyni
að verða við óskum fólks, en það sé ekki alltaf
hægt.
„Flestir vilja hafa athöfnina úti undir ber-
um himni, það er mjög vinsælt. Staðsetningar
geta verið nánast hvar sem fólki dettur í hug,
en hjá okkar viðskiptavinum, rétt eins og hjá
öðrum erlendum ferðamönnum hér á landi, þá
er suðurströndin ofboðslega vinsæl og suðvest-
urhornið líka. Þetta nær austur að Höfn og yfir
allt suðvesturhornið, sumir fara alla leið á Vest-
firðina sjálfa. Við erum líka stundum með brúð-
kaup í íshellum eða inni á hálendinu, og það er
rosa gaman þegar fólk er til í að gera eitthvað
öðruvísi eða óvenjulegra. Stundum þurfum við
að sækja um sérstakt leyfi, t.d. ef sá staður sem
brúðhjón óska eftir er á friðuðu svæði, eins og
Malarrifi á Snæfellsnesi, en á þessu ári verðum
við með athöfn þar og höfum fengið leyfi fyrir
því.
Þegar við erum í þjóðgörðum eða inni á
einkalandi, þá þurfum við auðvitað að vera með
leyfi og það er oftast auðsótt enda reynum við
að hafa eins lítið rask og mögulegt er. Brúð-
hjónin sem ætla að gifta sig á Malarrifi í sumar
hafa komið þangað áður og átt þar góðar stund-
ir. Staðurinn á því sérstakan stað í hjörtum
þeirra og hefur tilfinningalegt gildi fyrir þau,“
segir Vigdís og bætir við að fólk sé oft með
óraunhæfar væntingar um hvað hægt er að
gera, líka í tengslum við veðurfar á Íslandi.
„Fólk áttar sig ekki alltaf á að á ein-
hverjum stað sem lítur rosa vel út á ljósmynd,
þá getur vindur upp í 20 metra á sekúndu verið
mjög algengt veðurfar þar. Fólk er eðlilega
ekki alltaf með samhengi í þessu og okkar
vinna felst auðvitað meðal annars í því að vera
með væntingastjórnun, reyna að greiða leið
fólks og verða við óskum þess, en jafnframt
benda á að við verðum að vera raunsæ og hafa
öryggi í fyrirrúmi og annað slíkt. Vissulega höf-
um við verið með brúðkaup uppi á jökli og feng-
ið geggjað veður og allt ræst í topp, en það get-
ur verið erfitt að lofa slíkum hlutum á
fráteknum dagsetningum fyrir þessa stóru
stund á Íslandi þar sem allra veðra er von.“
Sumir koma með hljómsveit með sér
Stundum er miklu til kostað í brúðkaupum
sem Luxwedding tekur að sér að skipuleggja,
þau alflottustu hafa verið upp á nokkrar millj-
ónir. En hvað er það sem gerir athöfn mjög
dýra?
„Ef það eru margir gestir þá er kostnaður
fljótur að fara upp. Brúðkaup eins og við þekkj-
um eru með hundrað til hundr-
að og fimmtíu gestum, en
brúðkaup hjá fólki sem kemur
til Íslands til að gifta sig eru
oftast með aðeins 20 til 50
gestum, en brúðhjónin bjóða
þeim kannski öllum í Bláa lón-
ið eða annað sem kostar sitt.
Þetta eru ekkert endilega ofboðslega dýr brúð-
kaup miðað við gestatölu, en það er verið að
leggja miklu meira í allt. Sum brúðhjón borga
til dæmis gistinguna fyrir alla gestina, svo
kostnaðurinn fer fljótt upp. Það eru engir brjál-
æðislega dýrir póstar í þessu, þetta fer eftir því
hvar fólk gistir, það hleypir verðinu upp ef fólk
ákveður til dæmis að vera í lúxusgistingum á
Íslandi.“
Panta erlend brúðhjón íslenska skemmti-
krafta, tónlistarfólk eða heilar hljómsveitir til
að koma fram í brúðkaupum sínum hér á landi?
„Nei, það er ekki mikið um það, þó höfum
við stundum verið með strengjakvartett eða
gítarleikara, hljómsveitir,
diskótekara eða slíkt. Sumir
koma með hljómsveit með sér
frá útlöndum. Allur gangur er
á þessu, en fæst af þeim brúð-
kaupum sem við skipuleggj-
um eru þannig brúðkaup, þar
sem eru hundrað gestir, partí
og hljómsveit. Flest eru smærri í sniðum og
notaleg. Stemningin hjá flestum er að leggja
áherslu á flottan mat en ekkert endilega ball
eða læti,“ segir Vigdís sem gifti sig sjálf á síð-
asta ári og planaði sitt brúðkaup sjálf, enda
komin með góða reynslu af slíku í vinnunni.
„Brúðkaupið mitt var í Mjóafirði, en fjölskylda
mannsins míns er þaðan, svo það lá beinast við,
enda fallegur staður.“
Ljósmynd/Icelandweddingphoto.co
Stóri dagurinn úti í guðsgrænni Vigdís segir að viðskiptavinir fyrirtækisins Luxwedding séu langflestir erlendir
og vinsælt sé að láta mynda stóra daginn í magnaðri íslenskri náttúru, við fossa, inni í hellum eða hvar sem fólk vill.
Ljósmynd/Icelandweddingphoto.co
Ljósmynd/Icelandweddingphoto.co
Að gifta sig á Íslandi er vinsælt
Íslenska fyrirtækið Luxwedding sérhæfir sig í að skipuleggja brúðkaup fyrir erlenda gesti og er aðdráttaraflið fyrst og fremst brúðkaups-
myndataka í íslenskri náttúru. Stundum er miklu til kostað, jafnvel milljónum, með hljómsveitum og böllum, en oftast eru brúðkaupin
ósköp venjuleg og notaleg. Vigdís Segatta er eigandi Luxwedding en hún gifti sig sjálf í fyrra og hélt veislu í Mjóafirði.
Ljósmynd/Icelandweddingphoto.co
Horfst í augu Luxwedding skipulagði brúðkaupið fyrir þessi erlendu brúðhjón sem virðast hér alsæl úti í íslenskum hólma.
„Erfitt getur verið
að lofa góðu veðri
uppi á jökli einhvern
ákveðinn dag.“