Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 23
Stjórnvöld í Kína tilkynntu í gær að þau hefðu sett þrettán borgir í sóttkví í von um að þannig mætti takast að hemja kórónaveirufaraldurinn. 26 manns eru nú sagðir látnir af völdum lungnabólgunnar sem veiran veldur. Sóttkví stjórnvalda nær yfir svæði þar sem 41 milljón manna býr, en vit- að er um meira en 800 staðfest tilfelli í Kína. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjun- um tilkynntu í gær að kona á sjötugs- aldri hefði greinst með lungnabólg- una í Chicago-borg, en ástand hennar er sagt stöðugt. Þá væru 50 önnur til- felli til rannsóknar vestanhafs. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á kínverskt samfélag, en fresta þurfti hátíðarhöldum vegna kínverska ný- ársins í gær. Þá hyggjast Kínverjar reisa nýtt sjúkrahús í borginni Wuh- an, þar sem veikin blossaði fyrst upp, innan næstu tíu daga til þess að mæta þörfinni fyrir meira sjúkrarými vegna veirunnar. Þrettán borgir í sóttkví  Annað tilfelli grein- ist í Bandaríkjunum FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Sex létust í gær og tveir særðust í skotárás í bænum Rot am See í suð- vesturhluta Þýskalands. Árásar- maðurinn var handtekinn skömmu eftir árásina, en hann var skyldur öllum fórnarlömbunum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í borg- inni Aalen, sem fer með rannsókn málsins. Maðurinn var einn að verki. Skothríðin hófst stuttu fyrir há- degi að íslenskum tíma á veitinga- stað í bænum og sendi lögreglan mikinn mannafla á vettvang. Var svæðið lokað af í kjölfarið á meðan vettvangsrannsóknir fóru fram. Bæði fórnarlömbin sem særðust eru enn á sjúkrahúsi og er annað þeirra enn í lífshættu að sögn lögreglunn- ar. Á blaðamannafundi lögreglunnar kom fram að maðurinn er 26 ára og íbúi í Rot am See. Hann var með byssuleyfi og var 9 mm hálfsjálfvirk skammbyssa skráð á nafn hans, og mun hún hafa verið notuð í skot- árásinni. Foreldrar mannsins voru á meðal þeirra sem létust. Reiner Möller, lögreglustjórinn í Aalen, sagði við fjölmiðla í gær að árásarmaðurinn hefði sjálfur hringt í lögregluna og tilkynnt eigin glæp. Var hann handtekinn fyrir utan heimili sitt skammt frá vettvangi morðanna. Ekki er vitað um ástæður árás- arinnar, en svo virðist sem fjölskyld- an hafi ákveðið að hittast á nokkurs konar ættarmóti í bænum. Sá grun- aði er nú í haldi lögreglunnar en hann hafði ekki tjáð sig um ástæður árásarinnar þegar Möller ræddi við fjölmiðla í gær. Myrti báða foreldra sína  Sex létust og tveir særðust í skotárás í bænum Rot am See í Þýskalandi AFP Skotárás Vettvangurinn var lok- aður af eftir skotárásina í gær. Sænski umhverfissinninn Greta Thunberg tók þátt í mótmælum unga fólksins gegn loftslagsbreytingum í Davos í Sviss í gær. Hinni árlegu ráðstefnu þar um efnahagsmál var slitið í gær, en þetta var í fimmtug- asta sinn sem hún var haldin. Sagði Thunberg að þeir þjóðarleiðtogar og viðskiptafrömuðir sem sóttu ráð- stefnuna hefðu algjörlega hunsað kröfur aðgerðasinna í loftslagsmálum um frekari aðgerðir. AFP Viðskiptaráðstefnunni í Davos lokið Segir kröfur aðgerðasinna „hunsaðar“ Mateusz Mora- wiecki, forsætis- ráðherra Pól- lands, gagnrýndi í gær hæstarétt landsins fyrir að grafa undan rétt- arkerfi þess, en rétturinn úrskurð- aði á fimmtudag- inn að dómarar sem skipaðir hefðu verið af nýjum ríkisstofnunum væru ekki óháðir og því ekki hæfir til að fella dóma. Úrskurðurinn nær til um 500 dómara í Póllandi. Morawiecki hét því að hann myndi vísa niðurstöðu hæstaréttar til stjórnlagadómstóls Póllands, þar sem hún hefði áhrif á tugþúsundir dóma sem þegar hefðu fallið. Christian Wigand, talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, sagði hins vegar að fram- kvæmdastjórnin hefði áhyggjur af lögmæti stjórnlagadómstólsins og hæfi hans til að fara yfir mál tengd stjórnarskrá Póllands, en fram- kvæmdastjórnin og pólsk stjórnvöld hafa deilt um nokkurt skeið um sjálfstæði dómstóla. Ósáttur við niður- stöðu hæstaréttar Mateusz Morawiecki PÓLLAND Josip Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, tilkynnti í gær að hann hefði boðið þeim ríkjum sem enn eiga aðild að kjarnorku- samkomulaginu við Íran til við- ræðna í Brussel, í þeirri von að tak- ast megi að bjarga því. Viðræðurnar koma eftir að Evr- ópuríkin þrjú sem standa að sam- komulaginu, Bretland, Frakkland og Þýskaland, vísuðu deilunni við Ír- an til Sameinuðu þjóðanna, og eru viðræðurnar hugsaðar sem hluti af því sáttaferli. Borrell sagði að hann hefði rætt við fulltrúa allra ríkjanna, þar á meðal Rússlands og Kína, og að allir vildu reyna að bjarga samkomu- laginu. Fundur ríkjanna á að fara fram í febrúar, en náist ekki sættir gæti deilan leitt til þess að viðskipta- þvinganir verði aftur settar á Íran. Boða til viðræðna um samkomulagið EVRÓPUSAMBANDIÐ Að minnsta kosti tveir létust snemma í gærmorgun þegar mikil sprenging varð í verksmiðju í borg- inni Houston í Texas-ríki. Spreng- ingin var feiknaöflug og heyrðist um mestalla borgina. Verksmiðjan sjálf og nálæg hús urðu fyrir miklum skemmdum, og brotnuðu rúður í nágrenninu og hurðir fuku upp. Þá hrundu loft og veggir í mörgum húsum sem urðu fyrir kraftinum úr sprengingunni, en öryggismyndavélar sýna að mikill eldhnöttur hafi myndast þegar sprengingin varð. Þurfti slökkvilið borgarinnar að reyna að ráða niður- lögum elds í rústum verksmiðjunnar í nokkrar klukkustundir eftir sprenginguna. Lögreglan í Houston hefur hafið rannsókn á tildrögum sprengingar- innar og er farið með málið eins og sakamál þar til annað kemur í ljós. Íbúar í nágrenninu lýstu aðkom- unni við fjölmiðla sem svo að svæðið væri líkast vígvelli. Tveir látnir eftir stóra sprengingu  Hús skemmdust víða um Houston AFP Sprenging Þök gáfu eftir og hrundu sums staðar eftir sprenginguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.