Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 Á morgun, sunnu- daginn 26. janúar 2020, er alþjóðadagur holdsveikinnar (World Leprosy Day). Dag- urinn hefur verið til- einkaður holdsveiki frá árinu 1953 til að vekja athygli á hinum ævaforna sjúkdómi, holdsveiki. Dagurinn er fyrst og fremst hugsaður til að vekja fólk til umhugsunar um sjúkdóm sem margir telja að búið sé að uppræta. Nú til dags er holdsveiki ekki aðeins gleymdur sjúkdómur heldur er einnig fólkið sem smitað er af holdsveiki svo að segja gleymt. Fólk smitast hins vegar enn af þessum sjúkdómi – eins ótrúlega og það hljómar – því að árið 2018 voru 619 nýgreind tilfelli holdsveiki um allan heim. Í þeim hópi voru ung börn. Flest tilfelli holdsveikinnar eru á Indlandi, í Brasilíu, Indónesíu og Afríku. Holdsveiki hefur aftur gert vart við sig í Danmörku en þaðan hvarf þessi óhugnanlegi sjúkdómur á miðöldum. Talið er að um 200 þúsund manns um heim allan séu með sjúkdóminn nú um stundir og fái meðferð við honum – þótt enginn á Íslandi sé með hann nú. Hvar sem sjúkdómurinn greinist þykir enn mikil skömm að grein- ast með hann. Á alþjóðadegi holdsveikinnar er sjónum beint að holdsveikum börnum og einblínt á að útrýma þeirri fötl- un sem fylgir því að smitast af holdsveiki. Ekki síst er mikilvægt að útrýma þeim fordómum sem fylgja því að fá holdsveiki. Á Ís- landi fengu börn holdsveiki fyrr á öldum en sem betur fer er búið að útrýma veikinni hér á landi. Síðasti holdsveikisjúklingur á Íslandi, full- orðin kona, lést hér á landi í lok áttunda áratugar 20. aldar. Holds- veiki hefur ekki gert vart við sig síðan hér á landi. Holdsveiki er langvinnur smit- sjúkdómur og er meðgöngutími hans allt frá sex mánuðum upp í 20 ár. Einstaklingar geta smitast á barnsaldri en veikjast ekki endi- lega fyrr en þeir eru komnir á full- orðinsaldur. Bakterían sem veldur holdsveiki ber heitið Mycobacteri- um leprae. Það var norskur læknir sem uppgötvaði hana árið 1873 en fyrir þann tíma var ekki vitað að sjúkdómurinn væri af völdum bakteríu. Lækning við holdsveiki fannst ekki fyrr en á fimmta ára- tug 20. aldar en fyrir þann tíma var það dauðadómur að smitast af sjúkdómnum þar eð engin baktería hefur meiri limlestingar í för með sér fyrir þann sem veikist en holdsveikibakterían. Í dag er holdsveiki læknanlegur sjúkdómur en sýklalyfjameðferð við honum tekur minnst hálft ár. Sagan af Sófusi, 11 ára, og öðrum íslenskum holdsveikum börnum Holdsveiki er algengust meðal fullorðinna. Fólk getur smitast af holdsveikibakteríunni á barnsaldri en ekki veikst fyrr en á fullorðins- aldri, eins og fyrr segir. Rann- sóknir hafa staðfest að börn undir 15 ára aldri eru sérlega móttæki- leg fyrir bakteríunni vegna þess hversu óþroskað ónæmiskerfi þeirra er. Yngsta barn sem vitað er til að hafi smitast af holdsveiki var þriggja vikna, á eyjunni Mart- inique í Karíbahafi árið 1954. Þau börn sem smitast af holds- veiki fá bakteríuna í sig frá holds- veikum foreldrum sínum eða öðru holdsveiku fólki sem þau umgang- ast. Þá hafa nýlegar rannsóknir staðfest að móðurmjólk smitaðrar holdsveikrar móður getur smitað ungbarn. Holdsveikibakterían get- ur einnig leynst í fylgjuvef hjá holdsveikri konu. Elsta heimild af holdsveikri íslenskri konu sem gekk með barn er frá 1783. Hinn 29. ágúst það ár fæddi Ingibjörg Gísladóttir, 35 ára húsmóðir á Mið- hópi í Vestur-Húnavatnssýslu, drenginn Gísla. Ingibjörg lést í sængurlegu sinni af völdum holds- veiki og fæðingarnauðar. Gísli litli lifði í fimm daga og lést daginn eft- ir andlát móður sinnar. Vel getur verið að hann hafi smitast af bakt- eríunni þegar í móðurkviði. Á árunum 1898-1924 lögðust átta holdsveik börn inn á Holds- veikraspítalann í Laugarnesi, sjö drengir og ein stúlka. Þau voru á aldrinum sex til 15 ára. Þau áttu öll holdsveik foreldri. Yngsti holdsveikisjúklingurinn var Gunnar Halldórsson, sex ára. Móðir hans, Kristjana Gunnars- dóttir, var þegar orðin holdsveik þegar hún gekk með drenginn. Gunnar lést af völdum holdsveiki árið 1945 en hann dvaldi í einangr- un á Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi í 21 ár. Fyrsti sjúk- lingur sem lagðist inn á Holds- veikraspítalann í Laugarnesi, þeg- ar hann tók til starfa í október árið 1898, var barn. Hann hét Sófus Guðjónsson, 11 ára. Hann var sendur frá Vestmannaeyjum, kom- inn með hnúta í andliti en það voru einkenni hættulegustu tegundar holdsveikinnar, líkþrárinnar. Í landinu voru í gildi ströng einangr- unarlög og var Sófus fluttur til Reykjavíkur þar sem hann skyldi einangraður frá ósýktu fólki. Saga Sófusar er sorgarsaga. Þegar hann kom í Laugarnes var móðir hans þegar dáin úr holdsveiki og einnig fimm ára bróðir hans. Sófus var langt leiddur af holdsveikinni og fékk hjúkrun og læknismeðferð á spítalanum. Hann lést þar 20. sept- ember árið 1901, þá 14 ára að aldri. Það er nöturlegt að vita að enn þann dag í dag smitast börn af holdsveiki en skal það áréttað hér að veikinni hefur verið útrýmt hér á landi en engu að síður er hún enn í dag tilkynningarskyldur sjúkdómur til heilbrigðisyfirvalda. Holdsveik börn á Íslandi Eftir Erlu Dóris Halldórsdóttur » Alþjóðadagur holds- veikinnar er á morg- un. Á Íslandi fengu börn holdsveiki fyrr á öldum en sem betur fer er búið að útrýma veikinni hér á landi. Erla Dóris Halldórsdóttir Höfundur er doktor í sagnfræði. edh@hi.is Ljósmyndari/Óþekktur Yngstur Þessi drengur, Gunnar Halldórsson, var einn af þeim ógæfusömu Íslendingum sem smit- uðust af holdsveiki ungir að aldri. Drengurinn er líklega yngstur holdsveikisjúklinga á Íslandi sem settur var í einangrun vegna veik- innar í byrjun 20. aldar. Nýtt hugtak hefur skotið rótum í alþjóð- legum stjórnmálum, þ.e. hugtakið „highly likely“. Þetta hugtak er óspart notað til þess að ásaka og jafn- vel sakfella ríki fyrir hvers konar illvirki og vafasaman verkn- að, án þess að þurfa um leið að leggja fram sannanir máli sínu til stuðn- ings. Tvö sláandi dæmi um þetta eru Scripal-málið í Bretlandi og svið- sett eiturefnaárás í Sýrlandi sem varð tilefni loftárása Bandaríkja- manna og NATO-ríkja á sjálfstætt og fullvalda Sýrland. Þessi aðferð í alþjóðlegum áróð- urshernaði hefur einkum beinst að Rússum og ríkjum sem halla sér að þeim. Vestrænir „einnota“ stjórnmálamenn eiga erfitt með að sætta sig við fádæma vinsældir Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta heimafyrir, svo og sí- vaxandi árangur hans og áhrif í alþjóða- stjórnmálum. Refsiaðgerðir vest- rænna ríkja (GBS fyr- ir hönd íslensku þjóð- arinnar), sem hafnar voru eftir lýðræðis- lega ákvörðun Krím- búa um að sameinast Rússlandi, sem þeir hafa í raun ávallt til- heyrt, menningarlega og sögulega, hafa snú- ist upp í andhverfu sína. Rússum hefur tekist að verða nær óháðir innflutningi á matvælum; eru orðnir stærstu hveitiútflytjendur heims og í stórsókn í fiskvinnslu og fiskveiðum, m.a. með aðstoð ís- lenskra tækni- og markaðs- fyrirtæja. Þá er Krím að rísa úr ösku- stónni eftir langa vanrækslu Úkraínustjórnar og á góðri leið með að verða sumar- og heilsupa- radís á heimsmælikvarða. Með refsiaðgerðum vesturveld- anna hafa þau í raun „rekið“ Rússa til stóraukins samstarfs við Kína, Indland og önnur ríki eystra þar, svo og í BRICS-samstarfinu. Þar með fjarlægist gullið tækifæri til stóraukins samstarfs Evrópu- ríkjanna við Rússa á sviði efna- hags-, tækni- og menningarmála, sem hefði orðið gæfuspor fyrir báða aðila. Refsiaðgerðirnar gegn Rússum hafa vissulega tekið sinn toll efna- hagslega, en frábær stjórn rúss- neska seðlabankans á peninga- málum, undir forystu hins mikil- hæfa hagfræðings Elviru Nabiullinu, hefur snúið vörn í sókn, eins og nýjustu upplýsingar alþjóðlegra efnahagsstofnana og matsfyrirtækja bera vott um. Nú á dögunum komst „highly likely“ aftur í fréttir. Nýjar til- lögur Rússlandsforseta til þess að auka völd þjóðkjörins þings lands- ins á kostað forsetavalds eru túlk- aðar af svonefndum „fréttaskýr- endum“ á Vesturlöndum sem áform forsetans um að sitja ævi- langt að völdum. Engra raka er greinilega þörf og engu líkara en „fréttaskýrendur“ hafi ekki lesið tillögurnar. Þessar trakteringar eru einnig bornar fram af íslensk- um miðlum, sem gagnrýnislaust þýða boðskapinn, þ.m.t. frétta- stofu Ríkisútvarpsins, sem lengi vel naut mikils trausts, en má nú muna sinn fífil fegri. Spurning hvort ekki sé tími kominn til að leysa skattgreiðendur undan þeirri ánauð að gjalda þessu apparati tíund. „Highly likely“ – Mjög líklegt Eftir Vilhelm G. Kristinsson »Þessar trakteringar eru einnig bornar fram af íslenskum miðl- um, sem gagnrýnislaust þýða boðskapinn, þ.m.t. fréttastofu Ríkisútvarps- ins, sem lengi vel naut mikils trausts, en má nú muna sinn fífil fegri. Vilhelm G. Kristinsson Höfundur er fyrrverandi fjölmiðlamaður og núverandi áhugamaður um alþjóðastjórnmál. vilhelmg@simnet.is Viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali Símanúmer 659 4044 halla@gimli.is Halla Unnur Helgadóttir Löggiltur fasteignasali Símanúmer 899 9787 sb@gimli.is Sigþór Bragason Skrifstofa Símanúmer 661 1121 ellert@gimli.is Ellert Bragi Sigurþórsson Löggiltur fasteigna- og skipasali Símanúmer 773 7126 elinrosa@gimli.is Elín Rósa Guðlaugsdóttir Sölustjóri Símanúmer 896 5221 bardur@gimli.is Bárður Tryggvason Viðskiptafræðingur / sölufulltrúi Símanúmer 691 4252 kristjan@gimli.is Kristján Gíslason Löggiltur fasteigna- og skipasali hafrun@gimli.is Hafrún Huld Einarsdóttir Löggiltur fasteigna- og skipasali Símanúmer 690 2602 elin@gimli.is Elín Urður Hrafnberg Viðskiptafræðingur / sölufulltrúi Símanúmer 820 6511 lilja@gimli.is Lilja Hrafnberg Grensásvegi 13 108 Reykjavík S 570 4800 gimli@gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar Hafðu samband og samdægurs verðmetum við eignina þína þér að kostnaðar- og skuldbindingarlausu Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.