Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020
Kveðja frá
Háskólanum
á Akureyri
Solveig Hrafns-
dóttir hóf störf sem námsráð-
gjafi við Háskólann á Akureyri
haustið 1995, en hafði starfað
Sólveig
Hrafnsdóttir
✝ SólveigHrafnsdóttir
fæddist 30. júní
1956. Hún lést 10.
janúar 2020. Útför
Sólveigar fór fram
23. janúar 2020.
að kynningarmál-
um við skólann áð-
ur. Solveig var
fyrsti námsráðgjafi
Háskólans á Akur-
eyri. Ýmislegt ann-
að fylgdi starfinu
svo sem umsjón
með endurmennt-
un, námskeiðahaldi
og skipulagningu
málstofa á vegum
HA. Ennfremur sá
Solveig um alþjóðasamskipti.
Meginstarfið var alltaf náms-
ráðgjöf sem fólst í að leiðbeina
nemendum og tilvonandi nem-
endum um val á námi, leiðsögn
varðandi námsframvindu og
bætt vinnubrögð, sem og per-
sónuleg ráðgjöf. Velgengnis-
vika var fyrst haldin á vegum
náms- og starfsráðgjafar haust-
ið 2000 og hefur haldið sér til
dagsins í dag sem nýnemadag-
ar á hverju hausti.
Árið 2001 voru gerðar skipu-
lagsbreytingar í háskólanum og
varð staða námsráðgjafa þá
100% starf og önnur mál færð-
ust á hendur annarra.
Solveig starfaði í mörgum
nefndum og starfshópum fyrir
skólann þar sem tekin voru fyr-
ir gæðamál, jafnréttismál og al-
þjóðamál, en umfram allt starf-
aði hún að málum sem tengdust
hagsmunum nemenda.
Og það er óhætt að segja að
Solveig var ötull og öflugur
talsmaður nemenda, og stuðlaði
hún að velgengni skólans al-
mennt. Besta viðurkenning á
því kom árið 2013 þegar nem-
endur heiðruðu hana sérstak-
lega fyrir störf sín.
Sem samstarfskona okkar
hér við HA var Solveig sterk
og skemmtileg persóna sem
setti svip sinn á skólann. Sam-
töl um málefni líðandi stundar,
pólitík, nemendur og um sam-
félagið í heild sinni, koma
strax upp í hugann þegar ég
hugsa til baka. Solveig hafði
mikinn áhuga á söng, var enda
ágæt söngkona, og starfaði
meðal annars með Kvennakór
Akureyrar. Jafnframt var hún
söngvari HA-bandsins, hljóm-
sveitar sem starfaði um árabil
innan Háskólans á Akureyri og
kom fram á helstu skemmt-
unum starfsfólks og jafnvel
nemenda. Solveig hafði mikil
áhrif á þá sem í kringum hana
voru. Skemmtilegasta dæmið
er að báðir synir hennar,
Sindri og Orri Kristjánssynir,
hafa lært sín fræði við Háskól-
ann á Akureyri og tekið virkan
þátt í hagsmunabaráttu nem-
enda, sem formenn nemenda-
félaga og fulltrúar nemenda á
hinum ýmsu sviðum skólans.
Sjaldan fellur eplið langt frá
eikinni.
Umfram allt var Solveig eit-
ilhörð baráttumanneskja fyrir
Háskólann á Akureyri og tilvist
hans sem öflugs háskóla utan
höfuðborgarsvæðisins. Nýlega
sendi hún hvatningu til sam-
starfsfólks síns sem ég mun
lengi minnast hennar fyrir, en
þar kemur fram að HA hafi
alltaf verið samfélag fólks sem
brenni fyrir því að hlutir gangi
upp og að menntamál, mennta-
pólitík og góð grunnmenntun
þjóðar sé óheyrilega mikilvæg.
Mér þykir þessi setning lýsa
hug hennar til skólans, nem-
enda og samstarfsfólks einstak-
lega vel. Við samstarfsfólk Sol-
veigar munum minnast hennar
með því að berjast áfram fyrir
öflugum háskóla. Solveig var
sannarlega einn af frumkvöðl-
um Háskólans á Akureyri. Við
söknum góðs vinnufélaga sem
kvaddi okkur alltof snemma.
Fyrir hönd starfsfólks og
nemenda sendum við Kristjáni,
eiginmanni hennar, sonum
þeirra, ættingjum og vinum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Eyjólfur Guðmundsson,
rektor Háskólans
á Akureyri.
✝ Jón Pálssonvar fæddur á
Siglufirði 22. febr-
úar 1942. Hann lést
á Heilbrigðisstofn-
un Suðurlands á
Selfossi 18. janúar
2020.
Foreldrar hans
eru Auður Magnea
Jónsdóttir, hús-
móðir og verslun-
arkona frá Sauðár-
króki, f. 21. apríl 1921 og Páll
Magnússon, bílstjóri frá Grund í
Svarfaðardal, f. 21. mars 1918,
d. 23. júlí 1974. Þau hófu sinn
búskap á Siglufirði og bjuggu
þar til ársins 1964 þegar þau
fluttu til Akureyrar, þar sem
þau bjuggu alla tíð síðan, lengst
af í húsi sínu í Rauðumýri 16.
Systkini Jóns eru: Guðný, f.
1943, fyrrverandi kennari á
Höskuldssyni. Þeirra synir eru
Jón Auðunn, Andrés Már og
Magnús Páll. Þau slitu sam-
vistir. Núverandi sambýlis-
maður er Gísli Eiríksson, f.
1963. Börn hans af fyrra hjóna-
bandi eru Eiríkur og Auður
Anna. Hermann, f. 17. sept-
ember 1970. Kvæntur Önnu
Kristínu Jensdóttur. Dætur
þeirra eru Sunna Björk og Auð-
ur Anna. Dætur Önnu Kristínar
af fyrra sambandi eru Frið-
gerður og Jenný Katarína.
Jón lærði rafvirkjun við Iðn-
skólann á Siglufirði og starfaði
næstum allan sinn starfsaldur
að iðn sinni hjá ýmsum fyr-
irtækjum, bæði í Reykjavík og í
Þorlákshöfn. Hann var félagi í
Kiwanisklúbbnum Ölver í Þor-
lákshöfn og á árum áður í
Hestamannafélaginu Háfeta og
Björgunarsveitinni Mannbjörg.
Jón verður jarðsunginn frá
Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í
dag, 25. janúar 2020, klukkan
14.
Siglufirði, Þórunn,
f. 1945, hár-
greiðslumeistari á
Akureyri, Unnur
Björk, f. 1946, fyrr-
verandi verslunar-
kona á Akureyri,
Magnús, f. 1955,
félagsráðgjafi í
Reykjavík.
Jón kvæntist 3.
desember 1963 eft-
irlifandi eiginkonu
sinni, Önnu Lúthersdóttur frá
Siglufirði. Hún starfaði sem
leiðbeinandi og forstöðukona í
Þorlákshöfn. Foreldrar Önnu
voru Lúther Einarsson og Ok-
tavía Lovísa Friðriksdóttir á
Siglufirði.
Börn Jóns og Önnu eru: Auð-
ur, f. 17. nóvember 1964, d. 8.
desember 1979. Þórunn, f. 19.
ágúst 1966. Hún var gift Haraldi
Hann Jón bróðir minn er
genginn á vit feðra sinna eftir
stutt en snörp veikindi. Hann
tók því af æðruleysi að hverfa
af sjónarsviðinu og gekk frá
öllu sem þurfti með Önnu konu
sinni og börnunum.
Alltaf jafn samviskusamur
og nákvæmur. Hann var stoð
mín og stytta þegar ég flutti til
Reykjavíkur til að ganga í
skóla og þegar ég eignaðist
strákana mína voru þau hjónin
boðin og búin að aðstoða við
pössun og flutninga og hvað
sem til þurfti. Við fluttum aust-
ur fyrir fjall á svipuðum tíma
og höfðum mikið samband alla
tíð.
Jón hafði mikinn áhuga á
náttúru Íslands og einn morg-
un gat ég hringt eldsnemma í
hann og tilkynnt honum að ég
hefði heyrt að byrjað væri að
gjósa nærri byggð. Hélt
kannski að nú væri farið að
gjósa á Reykjanesinu.
Hann trúði mér varla en svo
kom í ljós að þetta var Vest-
mannaeyjagosið sem var að
hefjast og ég hafði heyrt Ómar
Ragnarsson segja frá í útvarp-
inu. Þetta var nú eitthvað sem
Jón hafði áhuga á og fylgdist
með.
Þau hjón urðu fyrir þeirri
sáru reynslu að missa elsta
barnið sitt 15 ára gamla dóttur
og fyrir nokkrum árum missti
ég elsta barnið mitt og nú er
móðir mín á nítugasta og ní-
unda aldursári að missa sitt
elsta barn. Undarleg þessi ör-
lög okkar. Ég vil þakka bróður
mínum alla hans góðu hjálp og
umhyggju í minn garð og
barnanna. Kannski við hittumst
öll fyrir hinum megin og getum
þá rifjað upp gömlu árin á
Siglufirði þegar þar ríkti nótt-
laus voraldarveröld á síldar-
plönum og miðnætursólin litaði
gluggana í bænum eldrauða.
Minningin lifir.
Guðný Pálsdóttir.
Það fylgdi því ákveðin ör-
yggiskennd fyrir okkur
skötuhjúin og foreldra okkar,
þegar við ung að árum
ákváðum að flytjast til Þorláks-
hafnar, að vita af Jóni Páls og
Önnu Lú á staðnum.
Þó að samgangur heimilanna
hafi ekki verið daglegur og
stundum hafi liðið vikur og
jafnvel mánuðir milli samveru-
stunda, einkum í seinni tíð, var
alltaf gott að hittast og kært á
milli fjölskyldnanna. Fyrir það
langar okkur að þakka nú þeg-
ar Jón hefur kvatt eftir stutta
en snarpa baráttu við krabba-
mein.
Segja má að samskiptin hafi
verið á ýmsum sviðum. Frænd-
semin vó þar þyngst og margar
minningar skjóta upp kollinum
frá bernskuárum og heimsókn-
um til Jóns og Önnu hér fyrir
sunnan. Eftir að við settumst
að í Þorlákshöfn fengum við að
taka þátt í fjölskyldustundum
með þeim og Þórunni, Hemma
og fjölskyldum. Áramótin á Sel-
vogsbrautinni koma upp í hug-
ann, barnaafmælin og fleiri
veislur, svo ekki sé minnst á
kaffibolla og rökræður við eld-
húsborðið. Þessar stundir eru
nú afar dýrmætar.
Við Jón störfuðum einnig
saman um árabil við lúðueld-
isstöðina Fiskey hér í Þorláks-
höfn. Það voru góðir tímar
enda merkileg starfsemi og
skemmtilegur vinnustaður. En
það væri ósatt ef ég segði að
við frændurnir hefðum alltaf
verið sammála um hlutina. Að
vinna með Jóni var lærdóms-
ríkt. Hann var skarpgreindur,
rökfastur og fylginn sér en líka
fjandanum þrjóskari! Hann var
traustur vinnufélagi, samvisku-
samur og glöggur á lausn
vandamála.
Samstarfsárin okkar í fisk-
eldinu eru nú dýrmæt minning
um samband og samskipti okk-
ar Jóns, samskipti sem líklega
hafa haft meiri áhrif á mig en
ég geri mér grein fyrir. Það er
nefnilega stundum haft á orði
hér á heimilinu við ákveðnar
aðstæður að það sé „Jón í karl-
inum“. Það skilja allir sem til
þekkja hvað átt er við með því!
Fyrst og síðast var Jón okk-
ur góður. Til hans og Önnu höf-
um við alltaf getað leitað og
gott að eiga þau og fólkið
þeirra að.
Við komum til Jóns aðeins
fáum tímum fyrir andlát hans.
Hann var þrotinn að kröftum
og þreyttur. Þegar við tókum
hvort í sína hönd hans að skiln-
aði tók hann furðu þétt á móti
og hélt í dágóða stund. Það
sagði okkur meira en þúsund
orð og var táknrænt fyrir það
sem hann var okkur alla tíð.
Fyrir samfylgdina erum við
þakklát. Við vottum Önnu, Þór-
unni, Hermanni og fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Jóns
Pálssonar.
Sigurður Örn og Sigþrúður.
Kynni okkar Ingu við þau
hjón Jón og Önnu hófust þegar
þau fluttu til Þorlákshafnar ár-
ið 1974 ásamt þremur börnum
sínum, þeim Auði, Hermanni og
Þórunni.
Strax tókst með okkur góður
vinskapur sem haldist hefur
síðan. Nú er hann Jón fallinn
frá eftir stutta og snarpa bar-
áttu við krabbamein.
Það velkist enginn í vafa um
hvaðan þau hjón komu því mað-
ur hefur oftast nær ekki talað
lengi við Siglfirðing þegar hann
hefur komið því að hvaðan
hann er. Þannig var einnig far-
ið með Jón, hann var mjög
stoltur af siglfirskum uppruna
sínum. Jón var lærður rafvirki
og ákaflega vel inni í öllu sem
því fagi við kom og handlaginn.
Jón var einnig afar hjálpsamur
og greiðvikinn vinur. Við Inga
nutum oft hjálpsemi hans, sér-
lega eftir að ég veiktist. Í end-
urhæfingu minni þurfti ég að
æfa mig í að ganga en það gat
ég ekki einn. Jón bauðst þá til
að fara með mér upp á íþrótta-
völl og ganga á eftir mér og
halda í beltið sem ég hafði utan
um mig, tilbúinn að grípa í það
ef ég ætlaði að fara á hausinn.
Svona gengum við fram og til
baka.
Jón hafði gott auga fyrir því
sem við vorum að gera og kom
með góðar ábendingar um það
sem ég mætti gera öðruvísi og
var það oftast mjög gott.
Við Jón áttum oft skemmti-
legar samræður um menn og
málefni, þó ekki höfum við allt-
af verið sammála. Hann hafði
alla tíð ákveðnar skoðanir og
hélt sig þétt að þeim.
Við Inga þökkum Jóni
trausta vináttu í gegnum árin
og sendum Önnu, Auði móður
Jóns, Hermanni, Þórunni og
fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur.
Þorleifur Björgvinsson.
Jón Pálsson
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug, samúð og vinarhug vegna
andláts ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
SÆVARS BRYNJÓLFSSONAR
skipstjóra,
Pósthússtræti 3, Keflavík.
Einnig þökkum við öllum þeim sem af alúð og fagmennsku
studdu hann í veikindum hans.
Ingibjörg Hafliðadóttir
Bryndís Sævarsdóttir Einar Þ. Magnússon
Hafliði Sævarsson Jenný Lovísa Þorsteinsdóttir
Brynjólfur Ægir Sævarsson Áslaug Ármannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
SIGRÍÐAR JÓHANNSDÓTTUR
Ljárskógum 25.
Jóhanna Björnsdóttir Óskar Bergsson
María Björnsdóttir Þór Bjarkar Lopez
Björn Leví Óskarsson
Sigurður Darri Óskarsson
Þóra Björk Þórsdóttir
Jóhann Bjarkar Þórsson
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, sonar og afa,
ARNAR FRIÐRIKS CLAUSEN.
Sérstakar þakkir færa aðstandendur
starfsfólki Mánateigs, hjúkrunarheimilis
Hrafnistu, fyrir góða umönnun.
Helga Theodórsdóttir
Þóra Björg Clausen Bjarnólfur Lárusson
Ragnar Örn Clausen Þórhildur Ásmundsdóttir
Þóra Hallgrímsson Björgólfur Guðmundsson
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
JÚLÍA GUNNARSDÓTTIR,
lést sunnudaginn 12. janúar á
hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Magnús Matthíasson Ragna Jóna Sigurjónsdóttir
Birgitta Lára Matthíasdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur bróðir minn og vinur okkar,
KRISTJÓN GUÐMANNSSON,
Kríulandi 7, Garði,
lést á heimili sínu föstudaginn 17. janúar.
Útförin fer fram frá Útskálakirkju
miðvikudaginn 29. janúar klukkan 15.
Þórður Guðmannsson
Guðmundur Jens Knútsson Anna Marý Pétursdóttir