Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 48
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskól- anna heldur tónleika í dag kl. 16 í Langholtskirkju. Hljómsveitin, sem er samstarfsverkefni fjögurra tón- listarskóla á höfuðborgarsvæðinu, var stofnuð 2004 og hefur haldið tónleika árlega að undangengnu hljómsveitarnámskeiði. Í sveitinni eru í ár 80 ungmenni á aldrinum 13 til 20 ára. Björgvin Brynjarsson leikur einleik á saxófón. 80 ungmenni leika í Langholtskirkju LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 25. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Guðni Valur Guðnason, kringlu- kastari úr ÍR, er að jafna sig eftir veikindi og meiðsli sem settu svip sinn á síðasta keppnistímabil. Hann ætlar að freista þess að kom- ast í annað skipti á Ólympíuleika í sumar en um næstu helgi keppir hann í aukagrein sinni, kúluvarpi, á Reykjavíkurleikunum í Laugardals- höllinni. »41 Guðni Valur stefnir hátt á ný eftir erfitt ár Barítónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson og hljóðfæraleikarinn fjöl- hæfi Bjarni Frímann Bjarnason flytja ljóðasöngva Hugos Wolfs við texta Eduards Mörike á hádegistón- leikum í Hannesarholti á morgun, sunnudag, kl. 12.15. Oddur hefur hlotið fjölda viðurkenninga í alþjóð- legum ljóðakeppnum og Bjarni komið fram víða um Evrópu, bæði sem strengja- og hljómborðsleikari. Flytja ljóðasöngva Hugos Wolfs ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Veðrið hefur víða sett strik í reikn- inginn að undanförnu en það hefur ekki dregið úr verslun í Bjarnabúð í Bolungarvík. „Það hefur verið skíta- veður hjá okkur meira og minna allan janúar, en verslunin gengur vel,“ segir Stefanía Birgisdóttir, sem keypti reksturinn 1. janúar 1996 og hefur verið þar til taks nánast á hverjum degi síðan. „Ég hef opið 363 daga á ári – ekki á jóladag og nýárs- dag – og reyni að gera mitt besta,“ segir Stefanía. Húsið í Hafnargötu 81 hefur verið eitt helsta kennileitið í Bolungarvík í 100 ár. Það var byggt sem verslunar- hús 1919 og kostaði 60 þúsund. Þar hefur alla tíð verið verslun frá 20. jan- úar 1920. Hinar sameinuðu íslensku verslanir voru með rekstur í húsinu 1920 til 1926, Bjarni Eiríksson rak þar samnefnda búð 1927 til 1958, Benedikt Bjarnason tók þá við af föð- ur sínum og var með reksturinn þar til Stefanía keypti af honum. „Ég var treg til að fara að vinna í búðinni en Benedikt plataði mig til þess að vinna hálfan daginn og eftir fjóra daga var ég farin að vinna allan daginn og sjá um reksturinn,“ segir Stefanía. „Hann var orðinn fullorðinn og einhvern veginn æxlaðist það svo að ég keypti af honum.“ Ekki stórt kolefnisspor Stefanía segir að ein mesta breyt- ingin hafi verið þegar Bolungarvíkur- göngin voru opnuð 2010. „Þá fórum við að fá fólk úr nágranna- byggðarlögunum,“ segir hún. Bætir við að áður hafi verið lítið um að fólk færi frá öðrum stöðum í verslunar- leiðangur til Bolungarvíkur. „Ég tel mig vera með gott og fjölbreytt vöru- úrval og góða þjónustu og viðskipta- vinir kunna að meta það.“ Bjarnabúð er ekki aðeins í aldar- gömlu nánast óbreyttu húsi, heldur minnir búðin í mörgu á gamla tíma. Þar má kaupa ferskar matvörur og nýlenduvörur, leikföng og gjafa- vörur, bækur, fatnað og garn. „Nefndu það bara. Ég er með sitt lít- ið af hverju og það er gott, það styður hvað við annað. Ég vanda innkaupin og geri hlutina eftir mínu höfði.“ Efri hæð hússins hefur verið út- búin sem vísir að safni. „Engu hefur verið hent og hérna eru til dæmis gamlar bækur og peningakassar, inn- réttingar frá fyrri tíð, sloppar með nótubókum og pennum og fleira. Mér finnst mikilvægt að varðveita söguna og svo er gaman að vera með búð sem er ekki eins og allar hinar excel- búðirnar – allar steyptar í sama mót- ið.“ Olgeir Hávarðarson, eiginmaður Stefaníu, tekur þátt í rekstrinum þegar hann er ekki á sjó. „Ég er mest ein í búðinni en hann er hérna með annan fótinn og aðstoðar mig,“ segir Stefanía. Bætir við að hún taki sér sjaldan frí en þegar það gerist hlaupi vinir og vandamenn í skarðið. „Mér finnst mjög gaman í vinnunni og það er gaman að koma hingað en bind- ingin er það eina neikvæða.“ Stefanía heldur reglulega konu- kvöld í búðinni og hellir upp á kaffi fyrir viðskiptavini þegar tími gefst til. „Fólk hittist hérna og spjallar, finnst andrúmsloftið notalegt og ég reyni að lífga upp á tilveruna,“ segir hún og leggur áherslu á að hún breyti helst engu, haldi gömlum innréttingum og láti frekar gera við en að kaupa nýtt. „Kolefnissporið er ekki stórt í þessari verslun.“ Venjulega eru daglegir vöruflutn- ingar frá Reykjavík til Bolungar- víkur en veður hamlar stundum för. „Þetta hefur verið smá puð í janúar en það hefur allt sloppið til,“ segir Stefanía, sem er formaður þorra- blótsnefndar, en árlegt þorrablót verður í Bolungarvík í kvöld. Opið 363 daga á ári Ljósmyndir/Helgi Hjálmtýsson Í Bjarnabúð Hjónin Olgeir Hávarðarson og Stefanía Birgisdóttir.  Stefanía Birgisdóttir hefur staðið vaktina í Bjarnabúð í nær aldarfjórðung  Verslun í sama húsi í Bolungarvík í 100 ár Hafnargata 81 Verslunarrekstur hefur verið í húsinu í 100 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.