Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 Ítalía Brescia – AC Milan .................................. 0:1  Birkir Bjarnason var ónotaður varamað- ur hjá Brescia. Belgía Standard Liege – Oostende.................... 2:1  Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Oostende. Frakkland B-deild: Grenoble – Chambly................................ 0:0  Kristófer Ingi Kristinsson var ónotaður varamaður hjá Grenoble. Katar Al-Arabi – Al-Duhail ............................... 1:3  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið. Tyrkland B-deild: Akhisarspor – Bursaspor ....................... 0:1  Theódór Elmar Bjarnason lék fyrstu 77 mínúturnar með Akhisarspor. England Bikarkeppnin 4. umferð: Northampton – Derby ............................. 0:0 QPR – Sheffield Wednesday................... 1:2  EM karla 2020 Undanúrslit í Stokkhólmi: Noregur – Króatía ....................... (frl.) 28:29 Spánn – Slóvenía .................................. 34:32 Leikir í dag: 15.00 Þýskaland – Portúgal um 5.sæti 17.30 Slóvenía – Noregur um 3. sæti Úrslitaleikur á morgun: 15.30 Spánn – Króatía Þýskaland Leverkusen – Oldenburg.................... 26:25  Hildigunnur Einarsdóttir var ekki í leik- mannahópi Leverkusen. Grill 66-deild kvenna ÍR – HK U............................................. 34:28 Víkingur – FH ...................................... 14:27 Staðan: Fram U 13 13 0 0 434:301 26 FH 14 11 1 2 395:308 23 Selfoss 13 9 2 2 309:274 20 ÍR 14 8 1 5 371:348 17 Grótta 13 8 1 4 321:306 17 Valur U 13 6 1 6 351:337 13 ÍBV U 13 5 1 7 306:314 11 Stjarnan U 13 4 1 8 297:331 9 Fjölnir 13 4 1 8 310:348 9 HK U 14 4 1 9 354:407 9 Fylkir 13 3 0 10 260:299 6 Víkingur 14 0 0 14 300:435 0   Dominos-deild karla Tindastóll – Valur................................. 89:91 ÍR – Þór Ak. ...................................... 120:113 Keflavík – Stjarnan .............................. 77:83 Staðan: Stjarnan 15 13 2 1371:1218 26 Keflavík 15 11 4 1329:1225 22 Tindastóll 15 9 6 1307:1250 18 Njarðvík 15 9 6 1280:1150 18 KR 14 9 5 1167:1147 18 Haukar 15 9 6 1338:1280 18 ÍR 15 8 7 1259:1316 16 Þór Þ. 15 6 9 1194:1222 12 Grindavik 15 5 10 1255:1340 10 Valur 15 5 10 1210:1293 10 Þór Ak. 14 4 10 1183:1327 8 Fjölnir 15 1 14 1279:1404 2 1. deild karla Skallagrímur – Höttur ......................... 64:88 Selfoss – Sindri ..................................... 88:81 Vestri – Álftanes................................... 75:80 Snæfell – Breiðablik........................... 73:111 Staðan: Höttur 15 14 1 1306:1124 28 Breiðablik 14 12 2 1425:1159 24 Hamar 14 12 2 1397:1237 24 Vestri 13 7 6 1133:1036 14 Álftanes 15 7 8 1285:1316 14 Selfoss 13 5 8 997:1045 10 Snæfell 15 2 13 1200:1481 4 Skallagrimur 13 2 11 1063:1264 4 Sindri 12 1 11 964:1108 2 Evrópudeildin Zalgiris Kaunas – Alba Berlín ......... 104:80  Martin Hermannsson tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar fyrir Alba Berlín á þeim nítján mínútum sem hann lék. Svíþjóð Borås – Luleå ....................................... 84:72  Elvar Már Friðriksson skoraði fimm stig, tók tvö fráköst og gaf fimm stoðsend- ingar fyrir Borås. NBA-deildin Cleveland – Washington .................. 112:124 Brooklyn – LA Lakers..................... 113:128 Portland – Dallas.............................. 125:133   KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Deildarmeistartitillinn er á leið í Garðabæ eftir sex stiga sigur Stjörnunnar gegn Keflavík í topp- slag úrvalsdeildar karla í körfu- knattleik, Dominos-deildarinnar, í Blue-höllinni í Keflavík í gær. Leiknum lauk með 83:77-sigri Garðbæinga en leikurinn var afar kaflaskiptur. Stjarnan byrjaði betur og leiddi með níu stigum í hálfleik, 44:39. Keflvíkingar mættu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik, skoruðu 25 stig gegn 14 stigum Stjörnunnar í þriðja leikhluta og leiddu með tveimur stigum fyrir fjórða leik- hluta. Þar reyndust Garðbæingar sterkari á ögurstundu og Stjarnan fagnaði sigri. Þegar allt kemur til alls var það frammistaða Nikolas Tomsicks í fjórða leikhluta sem tryggði Garðbæingum stigin tvö. Tomsick hafði ekkert getað, allan leikinn, en skoraði sína fyrstu körfu í leiknum þegar hann setti niður þriggja stiga körfu undir lok þriðja leikhluta. Hann bætti svo við þremur þriggja stiga körfum í viðbót í fjórða leik- hluta og endaði sem stigahæsti leikmaður Stjörnunnar með 16 stig. Tomsick dró vagninn ásamt Urald King sem skoraði einnig 16 stig og þá var King drjúgur í fráköstunum fyrir Stjörnuna en hann tók alls átta fráköst í leiknum. Þeir Deane Williams og Domin- ykas Milka voru í sérflokki hjá Keflavík en Williams skoraði 23 stig og tók þrettán fráköst. Milka skoraði 20 stig og tók ellefu fráköst og Khalil Ahmad skilaði 19 stigum. Ótrúlegt en satt þá dugði þessi frammistaða þeirra þriggja ekki til þess að tryggja liðinu sigur. Hörð- ur Axel Vilhjálmsson stýrði leik Keflavíkur mjög vel og gaf þrettán stoðsendingar í leiknum en aðrir leikmenn liðsins skiluðu nákvæm- lega engu og þar lá munurinn á lið- unum. Það er erfitt að sjá eitthvert lið skáka Stjörnunni í leið sinni að Ís- landsmeistaratitlinum, en liðið var að vinna sinn ellefta sigur í röð í deildinni. Ef eitthvert lið getur það hins vegar þá er það Keflavík en ef það á að gerast þurfa aðrir leik- menn liðsins að stíga niður af áhorfendapöllunum og sameinast liðsfélögum sínum á parketinu því það er allt of mikið af farþegum í liðinu eins og staðan er í dag.  Valsmenn unnu sinn fimmta sigur í deildinni í vetur þegar liðið heimsótti Tindastól á Sauðárkrók í gær en leiknum lauk með tveggja stiga sigri Hlíðarendaliðsins, 91:89. Austin Magnus Bracey átti stórleik fyrir Valsmenn og skoraði 32 stig en staðan var jöfn í hálfleik, 47:47. Valsmenn unnu tveggja stiga sigur í þriðja leikhluta og Stólunum tókst ekki að koma til baka í fjórða leik- hluta. Valur fer með sigrinum í 10 stig og upp úr fallsæti en Valsmenn hafa unnið báðar viðureignir sínar gegn Tindastóli á leiktíðinni. Stól- arnir eru hins vegar áfram í þriðja sætinu með 18 stig líkt og Njarð- vík, KR og Haukar. Svissneski landsliðsmaðurinn  Roberto Kovac bauð upp á þriggja stiga sýningu í Seljaskóla í Breiðholti þegar lið hans, ÍR, vann 120:113-sigur gegn Þór frá Akur- eyri. Kovac skoraði 40 stig í leikn- um og setti niður níu þriggja stiga körfur úr fimmtán skotum. Þórs- arar leiddu með tveimur stigum í hálfleik, 63:61, en ÍR-ingar unnu ellefu stiga sigur í þriðja leikhluta og lögðu þar með grunninn að sigri sínum. Fyrir leik gærkvöldsins höfðu Þórsarar unnið þrjá leiki í röð en ÍR-ingar, sem voru að vinna sinn annan leik í röð, eru áfram í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig. Akureyringar eru í ellefta sæt- inu með átta stig, tveimur stigum minna en Valsmenn. Titillinn á leið í Garðabæ  Annar sigur Vals á Tindastóli í vetur Morgunblaðið/Eggert Atkvæðamikill ÍR-ingurinn Georgi Boyanov sækir að körfunni í Seljaskóla. Birkir Bjarnason var ónotaður varamaður hjá ítalska knattspyrnu- félaginu Brescia þegar liðið fékk AC Milan í heimsókn í ítölsku A- deildinni í gærkvöldi. Ante Rebic skoraði sigurmark leiksins á 71. mínútu en leiknum lauk með 1:0-sigri AC Milan. Þetta var fjórtánda tap Brescia á tímabilinu en liðið er í miklum vandræðum í þriðja neðsta sæti deildarinnar eða átjánda sæti með einungis 15 stig eftir 21 leik. Brescia er nú tveimur stigum frá öruggu sæti. bjarnih@mbl.is Staða Brescia versnar eftir tap Morgunblaðið/Eggert Vandræði Birkir Bjarnason og sam- herjar hans eru í fallbaráttu. Elvar Már Friðriksson lét lítið fyrir sér fara þegar lið hans Borås styrkti stöðu sína á toppi efstu deildar Sví- þjóðar í körfuknattleik með tólf stiga sigri gegn Luleå á heimavelli í gær. Elvar skoraði fimm stig og gaf fimm stoðsendingar en leiknum lauk með 84:72-sigri Borås. Elvar Már hefur hefur skorað 16 stig og gefið átta stoðsendingar að meðtali í leik á tímabilinu en Borås er með 42 stig og hefur sex stiga forskot á Koping Stars og Lulea sem eru með 36 stig. Bæði lið eiga leik til góða á Borås. bjarnih@mbl.is Styrkti stöðu sína á toppnum Lykilmaður Elvar Már Friðriksson hefur farið á kostum á tímabilinu. Króatía og Spánn leika til úrslita á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Austurríki, Noregi og Sví- þjóð en þetta varð ljóst í gær. Úr- slitaleikurinn fer fram í Stokkhólmi á morgun en Króatar lögðu Norð- menn að velli í undanúrslitum á meðan Spánverjar unnu tveggja marka sigur gegn Slóvenum. Það var mikil dramatík í leik Nor- egs og Króatíu en framlengja þurfti leikinn í tvígang til þess að skera úr um sigurvegara. Bæði lið fengu nokkur tækifæri til þess að skora sigurmark leiksins í fyrri framleng- ingunni en það tókst ekki. Það var svo Zeljko Musa sem skoraði sig- urmark leiksins þegar fjórar sek- úndur voru eftir af síðari framleng- ingunni og tryggði Króötum 29:28-sigur. Í hinu undanúrslitaeinvíginu voru Spánverjar með yfirhöndina gegn Slóvenum allan tímann. Forskot spænska liðsins var fimm mörk í hálfleik, 20:15, og Slóvenar gerðu sig aldrei líklega til þess að jafna metin fyrr en um fimm mínútur voru til leiksloka. Spánverjar héldu hins vegar út og fögnuðu 34:32-sigri. Króatar hafa tvívegis leikið til úr- slita á EM, árin 2008 og 2010, en aldrei fagnað sigri. Liðið tapaði fyrir Dönum á EM 2008 í Lillehammer og Frökkum árið 2010 í Vín. Króatar geta því orðið Evrópumeistarar í fyrsta sinn á morgun. Spánverjar eru ríkjandi Evrópu- meistarar og fá því tækifæri til þess að verja titil sinn á morgun. Liðið hefur fjórum sinnum leikið til úrslita á EM en aðeins fagnað sigri einu sinni, 2018 í Zagreb. Liðið lék einnig til úrslita á EM 2016 en tapaði þá fyrir Þjóðverjum í úrslitaleik í Kraká í Póllandi. bjarnih@mbl.is AFP Fagnaðarlæti Spánverjar fagna á hliðarlínunni þegar það var orðið nokkuð ljóst að liðið fengi tækifæri til þess að verja Evrópumeistaratitil sinn. Meistaravörn hjá Spánverjum?  Króatar hafa aldrei fagnað sigri á EM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.