Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 25. janúar 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.98 124.58 124.28 Sterlingspund 162.84 163.64 163.24 Kanadadalur 94.13 94.69 94.41 Dönsk króna 18.386 18.494 18.44 Norsk króna 13.791 13.873 13.832 Sænsk króna 13.043 13.119 13.081 Svissn. franki 127.92 128.64 128.28 Japanskt jen 1.1308 1.1374 1.1341 SDR 170.94 171.96 171.45 Evra 137.42 138.18 137.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.2614 Hrávöruverð Gull 1554.05 ($/únsa) Ál 1807.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.68 ($/fatið) Brent Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar verkefnisins 201 Smári hafa tekið tilboðum í 25 af 80 íbúðum sem þeir settu á markað suður af Smáralind um miðjan desember. Um er að ræða fjölbýlishúsin Sunnusmára 19-21, 23 og 25. Síðastnefnda húsið er ætlað fyrir 60 ára og eldri. Fasteignaþróunarfélagið Klasi stýrir verkefninu fyrir hönd verk- efnisins 201 Smári. Ingvi Jónasson, framkvæmda- stjóri Klasa, segir íbúðirnar 25 sem selst hafa undanfarinn mánuð vera að meðaltali 80 fermetrar og kosta rétt rúmlega 50 milljónir króna. Seldu alls 29 íbúðir Jafnframt hafi 201 Smári selt fjór- ar íbúðir í eldri húsum frá miðjum desember, eða alls 29 íbúðir. Má því ætla að félagið hafi selt íbúðir fyrir um 1,5 milljarða á um mánuði. Ingvi segir aðspurður að íbúð- irnar hafi verið seldar á uppsettu verði. Einn aðili hafi keypt sex íbúðir í hverfinu en að öðru leyti hafi ekki verið um magnkaup að ræða. Hefur félagið nú selt 141 af 213 íbúðum sem eru tilbúnar eða í smíðum í nýja hverfinu. Svæðið er skilgreint sem miðbæjarsvæði í Kópavogi en þar verða 675 íbúðir þegar hverfið er fullbyggt eftir þrjú til fjögur ár. Fyrsta húsið, Sunnusmári 24-28, fór í sölu í september 2018. Mikil sala íbúða við Smáralind  201 Smári selur fyrir 1,5 milljarða BAKSVIÐ Freyr Bjarnason Stefán E. Stefánsson Líkurnar á því að Arion banka takist að selja kísilverksmiðjuna í Helguvík hafa minnkað að undanförnu. Þetta sagði Haraldur Guðni Eiðs- son, upplýsingafulltrúi Arion banka, í samtali við mbl.is í gær. Í afkomuviðvörun sem bankinn gaf út í fyrradag kemur fram að óvissa sé á mörkuðum með sílikon, auk þess sem nokkrir framleiðend- ur hafa dregið úr framleiðslu eða lokað verksmiðjum. Ónýtt fram- leiðslugeta er því til staðar sem get- ur haft neikvæð áhrif á söluferli verksmiðjunnar. Meiri áhugi fyrr Fyrir um ári höfðu helstu fram- leiðendur heims lýst yfir áhuga á að taka þátt í viðræðum um kaup á verksmiðjunni en sá áhugi hefur dvínað, aðallega vegna breyttra að- stæðna á erlendum mörkuðum, að sögn Haraldar Guðna. Bankinn hef- ur fyrir vikið fært verðmæti eignar- innar niður um um það bil helming en það var áður í kringum 5,5 millj- arðar króna. Markmið bankans sé að búa þann- ig um hnútana að verksmiðjan sé söluhæf. Hann segir bankann vonast til að selja hana til rekstraraðila sem hefur reynslu og þekkingu af rekstri kísilverksmiðju. Valitor tosar afkomuna niður Fram kemur í afkomuviðvörun- inni að allt stefni í að Arion banki hafi hagnast um einn milljarð á síð- asta ári, sem er mun minna en síð- ustu ár. Árið 2018 nam hagnaður bankans 7,8 milljörðum króna og ár- ið 2017 nam hann 14,4 milljörðum. Vandamálin í kringum kísil- verksmiðjuna og endurskipulagning Valitors eiga mestan þátt í því. Virði síðarnefnda félagsins hefur minnkað gríðarlega á síðustu misserum, sam- hliða því sem bankinn hefur haft það í söluferli. Nýjustu vendingar eru þær að virðisrýrnunarpróf sem gert var á óefnislegum eignum Valitor leiddu til þess að stjórnin taldi sig þurfa að færa þær niður um fjóra milljarða króna. Kemur sú niður- færsla til viðbótar við 1,7 milljarða króna kostnað af völdum félagsins á síðasta fjórðungi ársins 2019 sem til kom vegna taps og sölukostnaðar. Gangi drög að uppgjöri bankans eftir er ljóst að arðsemi eiginfjár bankans mun aðeins nema um 0,5% á árinu. „Félög sem bankinn er með í sölu- ferli hafa dregið niður afkomu hans á síðustu fjórðungum. Við leggjum mikla áherslu á að auka arðsemi af reglulegum rekstri og í því sambandi er yfirlýst markmið bankans að ná um 10% arðsemi,“ segir Haraldur Guðni, sem tekur fram að rekstur bankans á fjórða ársfjórðungi síð- asta árs hafi verið ágætur. Hann segir að bæði Valitor og kísilverksmiðjan standi fyrir utan reglulega starfsemi bankans og séu félög til sölu. Til að styrkja reglulega starfsemi bankans hafi verið gerðar skipulags- breytingar í lok september í fyrra og stefna bankans í dag sé að draga úr áhættu í kringum stærri lánveiting- ar. Einnig segir hann rétt að benda á að bankinn hafi á ári hverju skilað hagnaði og eiginfjárhlutföll hans séu sterk. Í lok september síðastliðins nam eigið fé bankans 196,1 milljarði króna. Gengið flöktir nokkuð Markaðurinn brást illa við af- komuviðvörun Arion banka þegar markaðir voru opnaðir í gær. Í Kauphöll Íslands nam lækkun bréfa bankans ríflega tveimur prósentum. Þegar líða tók á daginn rétti verðið nokkuð úr kútnum og stóð í 0,8% lækkun lengi vel. Þegar viðskiptum lauk nam lækkun dagsins 1,24%. Markaðsvirði bankans stendur nú í 144,2 milljörðum króna. Sé miðað við efnahagsreikning hans í lok þriðja ársfjórðungs er markaðsvirð- ið 73,6% af bókfærðu eigin fé hans. Dvínandi áhugi á kísil- verksmiðjunni í Helguvík Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Arion Erfiðleikar í rekstri Valitor og sagan endalausa með kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík draga dilk á eftir sér. Sviptingar » Benedikt Gíslason tók við starfi bankastjóra í lok júní í fyrra af Höskuldi Hrafni Ólafssyni. » Bankinn hefur á síðustu misserum þurft að senda frá sér afkomuviðvaranir vegna dótturfélaga sinna. » Í lok september í fyrra sagði bankinn upp 100 starfsmönnum, eða 12% þess hóps sem starfaði hjá bankanum.  Flest bendir til þess að arðsemi Arion banka verði um 0,5% á árinu 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Steinþór Jónsson, eigandi og fram- kvæmdastjóri Björnsbakarís, segir íslensk bakarí ekki geta staðið undir þeim miklu launahækkunum sem orðið hafi síðustu ár. „Starfs- mannakostnaður á Íslandi er orð- inn alltof mikill, sérstaklega fyrir framleiðslu- fyrirtæki eins og okkar,“ segir Steinþór. „Það er grimm samkeppni á markaðnum. Samkeppnishæfni fyrirtækjanna hefur hins vegar ekki aukist að sama skapi. Við hjá bak- aríunum eigum í samkeppni við inn- flutning og á meðan krónan er þetta sterk er innflutningurinn ódýr. Við getum ekki keypt inn hráefni á heimsmarkaðsverði, t.d. egg, smjör og ost. Okkur er gert að keppa við innfluttar vörur án nokk- urra vörugjalda en er gert ókleift að kaupa sömu hráefni nema með háum gjöldum. Til að mynda er gjald á kíló af innfluttu smjöri rúm- lega 600 kr.“ Hefur ekki skilað sér Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt í samtali við Morgunblaðið að með launahækk- unum aukist kaupgeta launþega. Með því aukist sala fyrirtækjanna. Þannig yrðu hærri laun allra hagur. Spurður um þetta sjónarmið seg- ir Steinþór að þetta hafi ekki gengið eftir í kjölfar lífskjarasamninganna. Salan dreifist víðar en áður. Fleiri keppi um markaðinn, þ.m.t. stórfyrirtækin Ikea og Costco sem hafi náð töluverðri markaðs- hlutdeild. „Það er síðan dýrt að hækka laun á Íslandi, sökum þess að launatengd gjöld, t.d. lífeyrissjóðsgreiðslur og tryggingagjald, eru hlutfall af laun- um. Síðan má benda á að við búum við 80% álag á dagvinnukaup á nóttunni og um helgar en talsvert af greiddu kaupi í bakaríum er ein- mitt vegna vinnu á þeim tíma. Við erum föst í úreltu kerfi sem hreint og beint hvetur til yfirvinnu en í mörgum framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum fer starfsemin fram á kvöldin, nóttunni og um helgar.“ Launin eru orðin alltof há  Eigandi bakarís segir dæmið ekki geta gengið upp Steinþór Jónsson NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS VERÐ FRÁ 122.900 KR. ÁMANNM.V. TVO FULLORÐNA 7. - 14. FEBRÚAR ROQUE NUBLO | KANARÍ Í lok febrúarmánaðar 2018 var tilkynnt að fjármála- og efnahagsráðherra hefði ákveðið að selja 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. sem var dótturfélag Kaupþings. Fyrir hlutinn fékk ríkið 23,4 milljarða króna. Verðmiðinn var nokkuð gagnrýndur þar sem andvirðið nam lægri fjárhæð en sem svaraði til hlutdeildar ríkisins í eigin fé bankans. 13% hlutur í Arion banka er í dag að markaðsvirði 18,5 milljarðar króna. Frá því að ríkissjóður seldi bankann hefur aðalfundur bankans hins vegar tvívegis samþykkt arðgreiðslur til hluthafa, í hvort sinn að fjárhæð 10 milljarðar króna. Hlutdeild ríkissjóðs hefði numið 2,6 millj- örðum króna í þeim greiðslum ef hann hefði haldið í hlut sinn í bank- anum. Gengi hlutabréfa í bankanum hafa lækkað um 6,72% á þessu ári. Fékk 23,6 milljarða RÍKIÐ LOSAÐI UM EIGNARHALD Í ARION BANKA 2018

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.