Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 36
Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Elís Rúnarsson Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi 36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 ✝ Pétur Jónssonfæddist á Þor- valdsstöðum í Breiðdal 9. apríl 1929. Pétur lést á sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 7. janúar 2020. Foreldrar Pét- urs voru hjónin á Þorvaldsstöðum, Jón Björgólfsson, fæddur í Snæ- hvammi í Breiðdal 5. mars 1881, d. 10. maí 1960, og Guðný Jón- asdóttir frá Hóli í Breiðdal, fædd 30. október 1891, d. 7. jan- úar 1956. Pétur var einn þrettán systk- ina frá Þorvaldsstöðum: Sig- urður, f. 1916, d. 1986, Kristín Björg, f. 1917, d. 1993, Árni Björn, f. 1918, d. 2010, Björg- ólfur, f. 1919, d. 2001, Helga Björg, f. 1920, d. 2010, Einar Björgvin, f. 1922, d. 2006, Oddný Aðalbjörg, f. 1923, d. 2005, Hlíf Þórbjörg, f. 1924, d. 2009, Jónas, f. 1926, d. 1980, Guðmundur Þ., f. 1930, Óskar Sigurjón, f. 1932 og Þórey, f. 1936, d. 2011. Tungufell út úr Þorvalds- stöðum. Á Þorvaldsstöðum hef- ur ávallt verið öflugt sauðfjárbú og þrátt fyrir að bærinn sé innsti bær í Norðurdal og því ekki í alfaraleið hefur ávallt verið gestkvæmt á Þorvalds- stöðum. Pétur sinnti ýmsum störfum samhliða búskap, svo sem við síldarbræðslu, í frystihúsi eða afgreiðslu á kjöti. Jafnframt starfaði hann við sláturhúsið á Breiðdalsvík um langt árabil, og alveg fram á síðustu sláturtíð í Breiðdal haustið 2002. Pétur var einnig um árabil skólabíl- stjóri fyrir Staðarborgarskóla í Breiðdal og áfram eftir að skólastarf færðist út á Breið- dalsvík. Pétur var virkur í starfi Veiðifélagi Breiðdæla og var veiðivörður á vatnasvæði félags- ins um árabil. Pétur var einn af upphafs- mönnum þess að árleg þorrablót væru haldin í Breiðdal um 1955 og var einn af forsvarsmönnum þeirra fyrstu árin og hefur svo mætt á þau öll síðan. Pétur verður jarðsunginn frá Eydalakirkju í Breiðdal í dag, 25. janúar 2020, og hefst athöfn- in kl. 14. Jarðsett verður í heimagrafreitnum á Þorvalds- stöðum. Pétur giftist 17. september 1960 Mörthu Maríu Að- alsteinsdóttur, f. í Reykjavík 5. októ- ber 1935, d. 2. maí 2010. Synir Péturs og Mörthu eru: 1) Bjarki, f. 21. janúar 1959, börn hans eru Aðalsteinn Pétur, Svanbjört Brynja, Hjalti Bergsteinn og Berglind Björk og 12 barna- börn. 2) Viðar, f. 10. maí 1960, synir hans eru Pétur og Sig- urður Már og barnabörnin tvö. 3) Björgvin Hlíðar, f. 9. mars 1964. Pétur ólst upp í foreldra- húsum á Þorvaldsstöðum við al- menn sveitastörf og gekk í far- skóla í Breiðdal. Hann tók virkan þátt í starfi Ungmenna- félagsins Hrafnkels Freysgoða og var liðtækur í fótbolta eins og Norðdælinga er siður. Árið 1951 tók Pétur ásamt Guðmundi bróður sínum við búi foreldra sinna á Þorvalds- stöðum og árið 1956 byggði Björgólfur bróðir hans nýbýlið „Ríkasti þátturinn í skapgerð þinni er djúp ást og órofa tryggð við vini þína og vandamenn. Þú ert starfsfús og ástundunarsam- ur, sjálfstæður og sjálfbjarga og mjög hagsýnn í verkum og við- skiptum. Vinir þínir sækja oft ráð til þín, oftast til hagsbóta, sé þeim trúlega fylgt.“ Þessi lýsing stendur í afmælis- dagabók við afmælisdag Péturs. Bókina fékk ég í afmælisgjöf frá Bjarka og Viðari árið 1962. Ekki gæti ég lýst honum betur, en þó bætt mörgu við. Pétur var einstakt ljúfmenni og mjög barngóður. Ef lítil börn voru nálægt honum var hann fljótur að ná til þeirra og taka á hnéð. Hann var snöggur í hreyf- ingum. Sem barni, þegar ég sá hann spila fótboltaleik, fannst mér hann hlaupa hraðast af öll- um. Pétur vék aldrei styggð- aryrði að mér, en hrósaði oft. Ég var í sveit að Þorvaldsstöð- um þrjú sumur við barnapössun og innanhússstörf. Á þessum ár- um kom pósturinn einu sinni í viku með dagblöð, bréf og fleira. Í minningunni mátti enginn mæla á meðan Tíminn var lesinn í tætlur. Held ég hafi fyrst heyrt af Framsókn í sveitinni. Það var oft fjölmennt í bæn- um, enda gott að koma og góðar veitingar hjá Mörthu. Pétur hafði gaman af að spjalla. Hann fór víða og þekkti marga. Martha eiginkona hans lést í maí 2010, sem var honum mikill missir. Það hallaði á heilsu Péturs seinni árin, en hann sýndi engan bilbug þó hann þyrfti að sækja læknisþjónustu í aðra lands- hluta. Á síðasta ári fór hann á hjúkr- unarheimili á Fáskrúðsfirði. Hugur hans leitaði heim, en hann sagði mér að hann væri umvafinn góðu fólki og gæti ekki kvartað. Nú hefur hann kvatt þetta jarð- líf. Ég minnist Péturs með hlýju og þakklæti. Við Hjörtur sendum sonum hans og fjölskyldunni allri sam- úðarkveðjur. Erna Björnsdóttir. Þegar ég kveð vin minn Pétur Jónsson á Þorvaldsstöðum leitar hugurinn meira en 40 ár aftur í tímann, þegar ég hitti þennan öðling í fyrsta skipti. Ég var í dýralæknisvitjun á næsta bæ við Þorvaldsstaði og þá kom Land Rover-jeppi í hlaðið og út steig reffilegur lágvaxinn maður á besta aldri. Frá honum stafaði góð nærvera og hann heilsaði glaðlega og við tókum upp létt spjall ásamt heimilisfólki á bæn- um þar sem veika kýrin var. Strax þarna urðum við Pétur vinir og á þá vináttu bar aldrei skugga alla tíð síðan. Ég átti eftir að koma reglulega í Þorvalds- staði, þar var alltaf gott að koma og gestrisni og gleði voru í önd- vegi. Þau Pétur og Martha kona hans voru höfðingjar heim að sækja og á Þorvaldsstöðum var alla tíð mikill gestagangur. Martha féll frá fyrir 10 árum og syrgði Pétur Mörtu sína alla tíð en lagði sig fram um að halda heimilinu á Þorvaldsstöðum í sömu skorðum og áður. Pétur var sagnamaður góður, fyrir kom að hann kryddaði sögur sínar eins og góðra sagnamanna er háttur en slíkt gerði sögurnar bara eftirminnilegri. Foreldrar Péturs voru bæði vel hagmælt og sumar systra hans einnig. Til eru margar vísur eftir þau sem birst hafa opinberlega. Pétur var bóndi af gamla skólanum í þess orðs bestu merkingu, en vann lengst af með bústörfum, í slát- urhúsi á haustin og annaðist skólaakstur á árum áður. Til þess var tekið hvað hann var öruggur ökumaður og nær- gætin við börnin sem hann keyrði til og frá skóla. Pétur var samvinnumaður og fylgdi Fram- sóknarflokknum að málum alla tíð. Hann sat oft kjördæmisþing og var þar góður og sanngjarn fulltrúi, sem lagði alltaf gott til mála. Ég kveð kæran vin og mun sakna hans og alls þess góða sem fylgdi honum alla tíð. Hákon Hansson. Pétur Jónsson Royal-kara- mellubúðingur, al- vöru sódastream, spilabunki og handavinna er meðal þess sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um yndislegu ömmu mína, Pálínu. Við vorum svo heppin að búa í kjallaranum hjá ömmu og afa í hálft ár þegar verið var að byggja húsið okkar í Smáran- um. Í stað þess að fara í frí- Pálína Pálsdóttir ✝ Pálína Páls-dóttir fæddist 15. september 1927. Hún lést 28. desember 2019. Útför Pálínu fór fram 24. janúar 2020. stund þá gátum við Einar Bragi labbað heim eftir skóla og átt ljúfa stund með ömmu og afa. Alltaf var hún jafn glöð að sjá okkur. Hjartahlý, bros- mild og einstaklega mjúk knús. Við sátum oft tímunum saman og spiluðum manna og ég gat einnig, tímunum saman, skoðað myndirnar á veggjunum í borð- stofunni og minjagripi frá Spánarferðunum í hillunum. Þegar ég var að alast upp var oft minnst á hversu lík ég væri henni ömmu minni. Ég man að mér fannst það hallær- islegt sem táningur að vera líkt við einhvern með mun fleiri hrukkur en ég. En mér þykir svo ósköp vænt um það í dag að vera líkt við þessa fallegu og góðhjört- uðu konu sem passaði ávallt vel upp á sína. Ég er viss um að það eru ekki bara brúnu augun mín sem koma frá henni, en hún var einnig skapandi, nýtin og sam- kvæm sjálfri sér sem eru eig- inleikar sem ég hef reynt að temja mér. Amma Pálína dó á fæðing- ardegi afa. Það eru bara alvöru ástar- sögur sem enda eins og hennar og afa. Prinsinn sækir prinsess- una sína. Þín er sárt saknað, elsku amma, en fallegar minningarn- ar um þig lifa áfram og ég minnist þín með bros á vör. Eva María Árnadóttir. Ungur maður, bjartur yfirlitum og kátur, hlýr í við- móti og með glimt í auga. Þannig lifir myndin af Jóni Birni Hjálmarssyni – eða Jómba – í huga mér frá því að ég kynntist honum fyrst. Við störfuðum saman í Alþýðu- bandalaginu í Hafnarfirði á ní- unda áratug síðustu aldar; seinna þegar hann stofnaði eigið bílaverkstæði varð hann auðvit- að bifvélavirkinn minn. Það var sama í hvaða samhengi maður var með Jómba, alltaf var jafn- gott að vera með honum. Rétt- lætiskennd hans varð ekki hnik- að, hvaða stjórnvöld sem áttu í hlut, og húmorinn og kátínan sem yfirleitt voru hans megin- einkenni viku fyrir alvöru þegar hlaðið var undir eignamenn á kostnað þeirra sem sköpuðu eignirnar. Jómbi var líka einstaklega barngóður. Í minni fjölskyldu er varðveitt minning um samskipti hans við eitt barnabarna minna, Maríu Christinu. Hún kom til landsins á fjórða ári, alin upp fram að því í Danmörku. Skömmu seinna þurftum við að fara með bílinn á verkstæði og sögðum Maju að hún yrði að koma með okkur til Jómba. Hún misheyrði og hélt við hefðum Jón Björn Hjálmarsson ✝ Jón BjörnHjálmarsson fæddist 13. janúar 1956. Hann lést 9. janúar 2020. Útför Jóns Björns fór fram 20. janúar 2020. sagt Júmbó svo að við stríddum henni á leiðinni. Senni- lega hefur hún tek- ið það nærri sér, óörugg í nýju um- hverfi. Að minnsta kosti gekk hún rak- leitt til Jómba þeg- ar við komum til hans og spurði: „Má ég kalla þig Júmbó?“ Hann svaraði, án þess að bregða svip: „Að sjálfsögðu, ef ég má kalla þig Dúmbó.“ Þetta var slíkur sigur fyrir barnið að nokkrum mánuðum seinna kom það hróð- ugt heim af leikskólanum með plöntu í potti og sagðist hafa ræktað blóm handa Jómba (það var reyndar kryddjurt). Þá var haldið af stað til að afhenda gjöfina. Það er ógleymanlegt hvernig Jómbi tók á móti lítilli telpu sem færði honum stolt blómið sitt. Ég held ég hafi ekki verið við öllu hátíðlegri athöfn um dagana. Hann var grafalvar- legur þegar hún afhenti jurtina og sagði: „Þetta er merkisdagur María. Þú ert fyrsta konan á ævi minni sem gefur mér blóm.“ Ég hef grun um að Jómbi hafi með framgöngu sinni létt Maju ansi mikið lífið fyrstu mánuðina á Íslandi. Sjálf þakka ég honum langa samfylgd – og hversu oft hann bjargaði dögunum með dásemd- arathugasemdum um lífið og til- veruna. Brynju, Birgi, Kolbeini og barnabörnunum sendum við öll okkar hlýjustu kveðjur. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Magnús Sævar Magnússon, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.