Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 ✝ Hilmar ÞórZophoníasson fæddist á Syðsta- Mói í Fljótum, Skagafirði, 22. nóv- ember 1959. Hann lést á heimili sínu 17. janúar 2020. Foreldrar hans voru hjónin Zop- honías Frímanns- son, f. 18. júlí 1933, d. 14. nóvember 2013, og Sigurbjörg Sveins- dóttir, f. 19. júlí 1936, d. 10. maí 2015. Zophonías og Sigurbjörg bjuggu lengst af á Syðsta-Mói í Fljótum. Systkini Hilmars eru: Guðrún Svana, f. 28. september 1955; Sveinn Heiðar, f. 21. apríl 1963; Gunnar Valur, f. 14. ágúst 1965; Jósefína Harpa Hrönn, f. 17. júní 1968, og Hlynur Örn, f. 2. febrúar 1977. Hilmar hóf árið 1979 sambúð með Svanfríði Pétursdóttur frá Hrauni í Sléttuhlíð, f. 1. nóv- ember 1961. Þau giftust 12. des- ember 2012. Börn þeirra eru: 1) arskóla 1977 eftir tveggja ára heimavistardvöl. Haustið 1978 fluttu Hilmar og Svana í Kópa- vog þar sem Hilmar stundaði nám í bifvélavirkjun og vann hann hjá Krafti hf. meðfram náminu og starfaði þar áfram að námi loknu. Veturinn 1986 flutti fjölskyld- an norður og settist að á Nýrækt í Fljótum. Hilmar hóf þá útgerð frá Haganesvík ásamt föður sín- um og bróður, Sveini. Haustið 1991 fluttu Hilmar og fjölskylda á Siglufjörð og hélt útgerðin áfram þar, ýmist á línu, grá- sleppu eða snurvoð. Hilmar gegndi stjórnarstörfum í stjórn Landssambands smábátaeig- enda um árabil meðfram sjó- mennskunni. Árið 1998 keypti Hilmar sína fyrstu vinnuvél með Sveini og ári síðar stofnuðu þeir hluta- félagið HD-vélar og hófu rekst- ur á bifreiðaverkstæði samhliða verktakavinnu. Árið 2000 keyptu þeir hlut í Bás ehf. verk- takafyrirtæki og steypustöð. Hilmar hefur því verið bæði sjó- maður, bifvélavirki, verktaki og snjómokstursmaður allt á sama tíma og lýsir það honum vel. Útför Hilmars fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 25. jan- úar 2020, og hefst athöfnin kl. 14. Guðni Geir, f. 8. júní 1981, fanga- vörður, maki Linda Hilmarsson fang- elsisstjóri. Börn þeirra eru: Edda Ýr, f. 2012 og Aron Freyr, f. 2014. 2) Hafrún Dögg, f. 15. september 1986, ráðgjafi, maki Kristján Vilhjálms- son flugumferð- arstjóri. Börn þeirra eru: Lydía Katrín, f. 2008, Tómas Logi, f. 2014 og Stella Berglind, f. 2016. 3) Halldór Logi, f. 7. maí 1991, tölvunarfræðingur, maki Haf- rún Sif Sveinsdóttir hópstjóri, barn þeirra er Kristófer Henrý, f. 2014. Hilmar ólst upp við sveita- störf á Syðsta-Mói og byrjaði ungur að stunda grásleppuveið- ar með föður sínum. Hann var í barnaskólanum á Sólgörðum í Fljótum og fór síðar í fram- haldsnám við Hlíðarskóla í Reykjavík. Hann lauk svo gagn- fræðanámi við Varmahlíð- Það þykknar upp og þegar kólnaði Þá allt í einu sárt ég saknaði Og himininn grét og lagðist yfir Það var óraunverulegt En minningin hún lifir Ég hugsa um þig Þig fráleitt þangað núna langaði Og engan mikið svo sem grunaði Að himininn lykist upp í skyndi Það er óraunverulegt Í nöprum norðanvindi Ég hugsa um þig Eitt blóm sem dó í næturkuldanum Einn fugl sem fló of nærri eldinum Náttúrubarn, oft var hlegið dátt Þú tekur nú stefnu í sólarátt Stefnir hátt Það eitt er öruggt víst að sérhver deyr Og ef til vill við sjáumst seinna meir Já himininn sortnar oft og grætur Það er óumflýjanlegt Og dögum fylgja nætur Ég hugsa um þig Já himininn grét og lagðist yfir Það var óraunverulegt En minningin hún lifir Ég hugsa um þig Hvíl í friði, elsku vinur. Takk fyrir allt. Þín, Svana. Elsku pabbi. Ég á ennþá svo erfitt með að sætta mig við að þú, einmitt þú af öllum, hafir þurft að veikjast. Þessi tími sem við fengum eftir greininguna var svo stuttur og óraunverulegur en á sama tíma svo dýrmætur. Mig skortir orð til að lýsa líðan minni og tilfinningum til þín. Ég er þakklát fyrir tímann okkar saman og allar minningarnar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem pabba og sem afa barnanna minna. Þú átt sérstakan stað í hjörtum okkar allra. Ég er búin að sakna þín í hálft ár nú þegar. Ég er búin að sakna þess að heyra ekki í rauða bílnum frá verkstæðinu og upp Þormóðs- brekkuna og vita þá að þú sért á leiðinni heim, án þess að líta upp frá því sem ég er að gera. Ég er búin að sakna þess að heyra þig ekki hlaupa upp stig- ann hérna heima með þínum ein- stöku látum. Ég er búin að sakna þess að fá símtölin frá þér. Ég er búin að sakna stríðninn- ar þinnar, hvernig þú stríddir mömmu, börnunum mínum, mér og jafnvel kettinum. Öllum gastu strítt á þinn góðlátlega hátt. Ég er búin að sakna þín og ég á eftir að sakna þín um aldur og ævi. Nú ertu laus, nú ertu frjáls ferða þinna aftur og fylgist með okkur og leiðbeinir. Þú kenndir mér svo margt, mun meira en þú gerðir þér grein fyrir. Ég elska þig elsku pabbi minn, alltaf. Þín, stelpan. Hafrún Dögg. Elsku pabbi, það er skrýtin til- finning sem fer um mig þegar ég hugsa út í að þú sért dáinn. Mér verður hugsað til góðra minn- inga. Sögurnar og ævintýrin sem þú sagðir mér þegar þú varst að svæfa mig sem barn, kapphlaupin okkar upp stigann heima, ferð- irnar sem ég fór með þér á vöru- bílnum og svo allar stundirnar sem við áttum saman á sjónum. Þessar minningar hlýja mér og gleðja. Það var svo magnað að fylgjast með þér þegar þú varst að vinna í viðgerðum á hverju sem var. Ég átti svo erfitt með að skilja hvern- ig þú gætir verið svona klár. Oft var það kannski bara örstutt hljóð og þú vissir nákvæmlega hvað var að. Ekki nóg með það, heldur varstu búinn að gera við það áður en maður vissi af. Þú varst duglegasti maður sem ég hef þekkt. Ég man þegar ég var yngri að þá heyrði ég oft út undan mér að þú værir alltaf að vinna. Þú vannst vissulega mikið, en það truflaði mig aldrei. Metn- aður þinn var aðdáunarverður og ef þú hafðir eitthvað að gera varstu ánægður. Það dugði mér. Mín tilfinning er sú að þú hafir viljað sjá til þess að fjölskyldan þín liði aldrei skort og þú gerðir það svo sannarlega, elsku pabbi minn. Samband okkar var sérstakt. Þú varst ekki endilega maður margra orða og talaðir sjaldan um hvernig þér leið. Alltaf fann ég samt fyrir því að þér þótti af- skaplega vænt um mig. Stundum á ég erfitt með að sitja í þögn með einhverjum, en það var aldrei til- fellið með þér. Við áttum þó einn- ig mörg löng og góð samtöl við borðið heima sem ég er þakklátur fyrir. Það voru hlutir í fari þínu og uppeldi sem hafa mótað mig. Ég fór í fyrsta róðurinn með þér þeg- ar ég var 12 ára og það styrkti mig. Þú lést mig fara og sækja um vinnu hjá verkstjóranum per- sónulega, þrátt fyrir að fyrir- tækið væri í þinni eigu. Það gerði mig sjálfstæðari. Þú hvattir mig áfram til að sækja mér aukin öku- réttindi, vinnuvélaréttindi og loks smáskiparéttindi. Það gerði mig fjölhæfan. Að lokum er það nálg- un þín og hugarfar þegar kemur að vinnu sem ég tel mig hafa fengið frá þér. Það gerir mig stoltan. Ég elska þig og ég sakna þín. Þú lifir áfram í mér og verður alltaf hjá mér. Hvíldu þig núna, pabbi, og svo sjáumst við ferskir í næsta róðri, hvort sem það verð- ur á Sporðagrunni eða hugsan- lega í annarri vídd, það verður bara að koma í ljós. Þinn sonur, Halldór Logi. Kæri bróðir, þá er ég sestur niður og reyni að skrifa nokkrar línur til þín, sem mig óraði ekki fyrir að ég myndi þurfa að gera fyrir svo stuttu síðan. Við ólumst upp í fallegu sveit- inni okkar og unnum við bústörf- in á bænum eins og vera bar í þá daga. Við höfðum alltaf eitthvað við að vera og stundum, þegar það skorti, fundum við okkur verkefni af ýmsu tagi, oft við lít- inn fögnuð foreldra okkar og jafnvel nágranna. Við fórum snemma að nota vél- arnar á bænum og fórum ungir í róðra með pabba sem átti trillu sem hann reri, mest til grá- sleppuveiða. Af þessu mótaðist líf okkar. Þú fórst í iðnskólann og lærðir að gera við bíla og tæki og ég fór að vinna á vélum. Seinna meir togaði sjómennskan svo í okkur báða og við létum smíða fyrsta bátinn fyr- ir okkur ásamt pabba árið 1985. Útgerðin gekk bara vel hjá okkur og Víkurberg SK 72 var smíðað fyrir okkur árið 1987. Þú varst skipstjórinn, sóttir fast og varst afburða eljusamur og mikill aflamaður og ef eitthvað fór úrskeiðis varst þú ekki lengi að redda hlutunum. Það er margs að minnast. Allar sjóferðirnar og ýmislegt fleira sem á dagana dreif og verður ekki rakið í stuttu máli hér. Við hættum þessari útgerð árið 2003. Við vorum þá komnir í vélarekst- ur og viðgerðir alls konar og höf- um verið í því síðan. Eins og endranær varst þú alltaf foring- inn og minn klettur í flestu sem við tókum okkur fyrir hendur, úr- ræðagóður og flinkur viðgerða- maður. Þú kenndir þér meins í júní á síðasta ári og við tók mjög erfið barátta hjá þér og fjölskyldu þinni. Þú kvaddir okkur umvaf- inn ástvinum þínum. Elsku Hilmar, ég veit að þér líður betur núna og ég get ekki lýst því hvað ég sakna þín. Hvíl í friði, bróðir. Elsku Svana, Guðni Geir, Haf- rún Dögg, Halldór Logi og fjöl- skyldur. Hugur okkar Immu er hjá ykkur. Guð styrki ykkur á þessum erfiða tíma. Góðar minningar um Hilmar munu lifa með okkur. Denni, Sveinn H. Zophoníasson. Þegar lífið slokknar, þá sorgin skýst. Oft þá andlitið blotnar, því sorginni engin orð fá lýst. Sorgin eftir skilur í hjartanu holu, sem ekki er hægt að fylla upp í með vindgolu. Maður getur ekki verið hennar þegn en þó vill hún fylgja manni lífið út í gegn. Loks kemur gleðin, þá birtir til, svo jafnvel við dánarbeðinn, er hægt að kunna á því skil. Gleðin sorginni burt víkur, þannig að henni um tíma lýkur. Bros og hlátur hlutar af gleðinni eru og hún er stór þáttur í okkar tilveru. Elsku Svana, Guðni Geir, Haf- rún Dögg, Halldór Logi og aðrir ættingjar og vinir. Innilegar sam- úðarkveðjur. Guð geymi ykkur. Kveðja, Guðrún E. Björnsdóttir og Guðmundur K. Sigurbjörnsson. Hilmar Þór Zophoníasson HINSTA KVEÐJA Elsku afi minn. Þú varst besti afi í heimi og gætir ekki verið betri. Ég vildi að við hefðum fengið meiri tíma saman. Þú kvaddir allt of snemma en ég veit að þér líður betur núna. Ég elska þig. Þín afastelpa, Lydía Katrín. Elsku afi, við minnumst þín alltaf brosandi, sá sem alltaf fíflaðist og kitlaði okkur. Sá sem leyfði okkur alltaf að vera með í öllu. Bestu minningar okkar eru frá því að þú fórst með okk- ur á sjóinn að veiða fisk. Elsku afi, við söknum þín. Edda Ýr og Aron Freyr Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SAULIUS BLAZEVICIUS rafvirki, Brynjólfsbúð 2, Þorlákshöfn, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 12. janúar. Útförin hefur farið fram. Saulius verður jarðsettur í heimalandi sínu, Litáen. Fjölskyldan þakkar innilega veittan stuðning. Sérstakar þakkir fá starfsmenn Bergheima. Lidija Blazeviciéné Tomas, Eliza, Karolis og Davíð Anton Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÞORSTEINSSON, Háteigi 10, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 18. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 31. janúar klukkan 13. Ásdís Minný Sigurðardóttir Karólína S. Sigurðardóttir Jón Sigurðsson Steinunn B. Sigurðardóttir Þorsteinn S. Sigurðarson Sandra Skuld Kolbeinsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA SIGFÚSDÓTTIR, áður til heimilis í Árskógum 6, Reykjavík, lést 18. janúar á Hrafnistu Laugarási. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 30. janúar klukkan 15. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Félag langveikra barna. Greta Viðars Jónsdóttir Guðjón Jónsson Guðrún Rögn Jónsdóttir Sólbjörg Alda Jónsdóttir Sigfús Kristinn Jónsson Ragnhildur Guðnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri GUÐMUNDUR ÖRN GUÐBJARTSSON lést á heimili sínu í Los Cristianos, Tenerife þriðjudaginn 21. janúar. Ingifríður Ragna Skúladóttir Guðbjartur Vilhelmsson Ásdís Erna Guðmundsdóttir Grétar Örn Guðmundsson Patrik Birnir Guðmundsson Alexía Ýr Magnúsdóttir Guðmundur Dór Guðmundsson Hrafnkell Skúli Guðmundsson Vilhelm Guðbjartsson Eydís Erna Guðbjartsdóttir Elskulegur faðir okkar, SIGURÐUR TR. SIGURÐSSON, frv. formaður verkalýðsfélagsins Hlífar, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 21. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 30. janúar klukkan 13. Sigurður Tryggvi Sigurðsson Guðrún Sigurðardóttir Berglind Sigurðardóttir Kolbrún Sigurðardóttir Edda Sif Sigurðardóttir Elva Björk Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.