Morgunblaðið - 06.02.2020, Side 8

Morgunblaðið - 06.02.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Fim. 10–18 Föstudaga. 10–17 Laugardaga. 11–15 Sigurður Már Jónsson blaða-maður fjallar um Reykjavík- urflugvöll í pistli á mbl.is og segir jarðhræringar á Reykjanesinu kalla á nýja sýn í flug- öryggismálum hér á landi, sér- staklega á suðvest- urhorninu. Hann segir ljóst að endurskoða þurfi áform um að leggja Reykjavíkurflugvöll af.    Sigurður Már rifjar í þessusambandi upp ýmsar skýrslur sem ritaðar hafa verið um flug- völlinn, meðal annars eina sem samráðsnefnd samgönguráðherra skilaði árið 2007. Þar segi að nú- verandi flugvöllur sé á mjög góð- um stað frá sjónarmiði flug- samgangna og flugrekenda.    Hann vísar einnig í skýrslusem Þorgeir Pálsson, fyrr- verandi flugmálastjóri, ritaði nokkrum árum síðar, þar sem fram kom að öryggi þjóðfélagsins og flugöryggi gerðu það að verk- um að tveir flugvellir yrðu að vera á Suðvesturlandi og að Reykjavíkurflugvöllur uppfyllti „hlutverk sitt sem alhliða örygg- isflugvöllur afar vel“.    Sigurður Már nefnir einnighugmyndir um Hvassa- hraunsvöll, en bendir á að í at- hugunum á þeim í Rögnuskýrsl- unni svokölluðu hafi eldgosa- hætta ekki verið könnuð. Nú sé ljóst að flugvöllur í Hvassahrauni komi ekki til greina en öryggis vegna verði flugvellir á suðvest- urhorninu að vera tveir.    Aðeins Reykjavíkurflugvöllurkomi því til greina sem vara- flugvöllur og þess vegna verði að hefja uppbyggingu hans. Sigurður Már Jónsson Uppbygging þarf að hefjast STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hæstiréttur hefur veitt Vigfúsi Ólafssyni leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar frá 13. desember 2019. Þar var hann sakfelldur fyrir að valda eldsvoða í íbúðarhúsnæði. Karl og kona fórust í brunanum. Vigfús var líka sakfelldur fyrir manndráp samkvæmt 211. grein almennra hegningarlaga. Refsing var ákveðin fangelsi í 14 ár og skyldi hann greiða börnum og foreldrum hinna látnu skaðabætur. Vigfús hafði verið sak- felldur í héraði fyrir brennu og manndráp af gáleysi samkvæmt 215. grein almennra hegningarlaga og gert að sæta fangelsi í fimm ár. Í beiðni um áfrýjunarleyfi sagði m.a. að í fyrsta lagi væru engin for- dæmi fyrir því að sakborningur væri sakfelldur fyrir brot gegn 211 gr. al- mennra hegningarlaga vegna hátt- semi sem leiddi til dauða tveggja ein- staklinga í einum og sama verknaði. Í öðru lagi þyrfti að skera úr um mörk ásetnings og gáleysis í málinu. Í þriðja lagi færi niðurstaða Lands- réttar um ásetning leyfisbeiðanda til manndráps á skjön við réttarfram- kvæmd og skrif fræðimanna. Einnig byggði leyfisbeiðandi á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rang- ur að efni til og uppfyllti ekki þær sönnunarkröfur sem hvíldu á ákæru- valdinu. Loks taldi leyfisbeiðandi mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar í málinu í ljósi ósamræmis milli nið- urstöðu héraðsdóms og Landsréttar um heimfærslu til refsiákvæða sem hefði haft veruleg áhrif á ákvörðun refsingar í málinu. Í ákvörðun Hæstaréttar segir m.a. að líta verði svo á að úrlausn um mörk ásetnings og gáleysis í máli af þessum toga myndi hafa verulega al- menna þýðingu, auk þess sem mik- ilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um ákvörðun refsingar. gudni@mbl.is Fékk leyfi til að áfrýja dóminum  Landsréttur þyngdi dóm yfir manni sem olli eldsvoða þar sem tvö fórust Súlan settist upp og hóf hreið- urgerð í Eldey við Reykjanes í fyrradag. Í gær mátti sjá flokkinn sem floginn var inn, í vefmyndavél- inni á eldey.is, og var nokkuð þétt setið. Fleiri flokkar eiga eftir að koma. Súlan verpir í apríl og maí og er súluvarpið friðað. Enginn fær að stíga fæti sínum í eyjuna fyrr en í október þegar allur fugl er farinn. Þess vegna kemur bein útsending úr varpinu að góðum notum fyrir þá sem hafa áhuga á súlunni og at- ferli hennar. Súlan fer á haf út og er hluti stofnsins á sjónum yfir vet- urinn en hluti hans fer til Bret- landseyja. Tugir þúsunda fugla eru í ís- lenska súlustofninum og verpa flestir þeirra í Eldey og Súlnaskeri í Vestmannaeyjum. Skjáskot af vefmyndavél Eldey Mikið líf er í varpinu á meðan fuglinn er að koma sér fyrir. Súlan komin í Eldey  Hægt að fylgjast með hreiðurgerð og varpi í beinni útsendingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.