Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 11

Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 11
Gekk frá Svalbarða til Kanada á 76 dögum Ferðalag heimskautarefs Frá Svalbarða til Ellesmere-eyju Ellesmere-eyja (KANADA) G RÆ N L A N D Spitsbergen (SVALBARÐI) 1. mars 2018 26. mars 16. apríl 6. júní 10. júní 1. júlí 2018 10.-11. apríl (viðkomustaður) 7.-8. apríl (viðkomustaður) 250 km Hafísþekja (%) Ferðahraði (km/dag) 100 0 155 0 Ferðalag tófunnar var alls 4.415 km og tók fjóra mánuði H ei m ild : P ol ar R es ea rc h Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ung læða (heimskautarefur eins og íslenski refurinn) fékk gervi- hnattasendi um hálsinn á Spitzber- gen í byrjun mars 2018. Gögnin úr sendinum gerðu kleift að fylgjast með ferðum hennar. Hún var merkt nálægt greninu þar sem hún kom í heiminn. Þaðan fór hún 1. mars 2018 og yfirgaf Svalbarða 26. mars sama ár. Hún var komin leiðarenda á Ellesmere- eyju í Nunavut í Kanada 76 dögum síðar. Þá hafði hún gengið samtals 3.506 kílómetra frá Svalbarða til Ellesmere-eyjar. Lengdin á milli upphafsstaðar og áfangastaðar er 1.789 km í beinni loftlínu. Sé allt talið með, það er áður en tófan fór í utanlandsferðina, þá hafði hún rölt samtals 4.415 km frá því 1. mars og til 1. júlí 2018. Það er eitt lengsta ferðalag hjá heimskautaref sem vit- að er um. Tófan fór hratt yfir Vísindamennirnir Eva Fuglei og Arnaud Tarroux greindu frá tóf- unni víðförulu í grein sem birtist hjá Polar Research. Þau vinna við Norsku pólstofnunina og hjá norsku náttúrufræðistofnuninni. Í greininni kemur m.a. fram að tófan hafi gengið rösklega og lagt að baki að meðaltali 46,3 km á dag. Stundum fór hún enn hraðar yfir eins og þegar leiðin lá yfir norðan- verðan Grænlandsjökul. Einn dag- inn gekk hún litla 155 km. Tófan fór nyrst á hafísnum norðan við Grænland og gekk allt upp á 84,7°N áður en hún sneri aftur til suðurs. Umrædd tófa telst til þeirra refa sem halda sig gjarnan við sjávarsíð- una og leita sér ætis í fjörum, oftar en ekki sjávarfangs. Þær hafa að- lagast þannig að þær eru ekki háð- ar góðum læmingjaárum eins og sumar aðrar norrænar tófur. Tófan víðförula settist hins vegar að á Ell- esmere-eyju þar sem er nóg af læm- ingjum og skipti því um lið.  Ferðalag tófu hefur vakið mikla athygli víða um heim FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 ÚTSÖLU- SPRENGJA LOKSINS ÚTSÖLUVEÐUR SEINASTA ÚTSÖLU- VIKA Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Nýjar vörur vor 2020 frá Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook ALGJÖRT VERÐHRUN Á ÚTSÖLUNNI Str. 36-52 Útsölubuxur kr. 3900.- Aðeins 5 verð 2000.- 3000.- 4000.- 5000.- 6000.- Norskir vísindamenn fundu vikur á Ørland í Þrændalögum þar sem þeir voru að undirbúa stækkun flug- vallar. Samkvæmt heimasíðu geo- forskning.no er talið að vikurinn sé kominn úr eldgosi á Íslandi fyrir um 4.000 árum. Jarðfræðingar og fornleifafræð- ingar hafa gert umfangsmiklar rannsóknir á svæðinu á undan- förnum árum. Jarðfræðingarnir hafa meðal rannsakað hvernig ströndin hefur breyst síðustu 6.000 árin vegna landriss á síðustu sex þúsund árum. Það var í gömlu fjöruborði, sem nú er um ellefu metra fyrir ofan sjávarborð, að fornleifafræðingarnir fundi lag með vikri. Sem kunnugt er myndast eldfjallavikurinn við eld- gos. Steinarnir innihalda loftfylltar blöðrur sem valda því að hann flýtur í vatni og hefur hátt einangr- unargildi. Frekari rannsóknir sýndu að líklega rak vikurinn á land í Þrændalögum fyrir 3-4 þúsund ár- um. Í norskri grein um þennan fund er talið að vikurinn hafi komið úr eldgosi í Kötlu og er það byggt á jarðefnafræðilegri rannsókn við há- skólann í Edinborg. Auk vikursteinanna fundust ýms- ar mannvistarleifar allt aftur frá járnöld. Meðal annars leik- fangabátur og gröf konu á fimm- tugsaldri. Beinagrind hennar þótti hafa varðveist merkilega vel. Getur vel verið úr Kötlu Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, kvaðst ekki hafa séð niðurstöður efnagreiningarinnar og gat því ekki tjáð sig um þær. Hann nam og vann m.a. í sjö ár við jarðvísindadeild Ed- inborgarháskóla og segir að þar starfi dr. Anthony Newton sem skrifaði doktorsritgerð um sjóborinn vikur í N-Atlantshafi. Vísindamenn í Edinborg þekki líka muninn á vikri úr Heklu og Kötlu. Þorvaldur sagði að vikur úr Kötlu og Heklu hefði fundist sjórekinn víða í Skandinavíu og yfirleitt með Kötlusamsetningu. Katla er nær sjó en Hekla og styttra fyrir vikurinn að berast til sjávar. Hann benti á að Kötlugosum hefði fylgt jökulhaup sem hefðu borið mikið út í sjó. Mögulega hefði Kötluvikur fallið á jökulinn og farið í sjó með jökul- hlaupi. Síðan hefði Golfstraumurinn flutt vikurinn til Skandinavíu. gudni@mbl.is Íslenskur vikur úr gömlu gosi fannst rekinn í Noregi  Sjórekinn íslenskur vikur hefur fundist víða um lönd Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Hekluvikur Hann hefur verið fluttur út og notaður við framkvæmdir. Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og föruneyti hans munu ekki klífa fjallið K2. John Snorri greindi frá þessu í gær á In- stagram-síðu sinni, en hann ætlaði sér að verða fyrstur manna til að klífa fjallið að vetrarlagi. Í tilkynningu Johns Snorra kem- ur fram að það sé risavaxið verkefni að klífa K2 að vetrarlagi, og mikil- vægt sé að allir sem einn séu til- búnir í verkefnið, bæði andlega og líkamlega, til að það sé mögulegt. Tveir meðlima fjallgönguhópsins hafi hins vegar ekki talið sig tilbúna til leiðangursins og því hafi verið ákveðið að hætta við fjallgönguna. K2 er næsthæsta fjall í heimi og eitt hið hættulegasta. Hafa nær all- ar göngur á fjallið því verið reynd- ar í júlí eða ágúst, og er það eina fjallið yfir 8.000 metrum sem aldrei hefur verið klifið að vetrarlagi. John Snorri hættir við að klífa K2 Ljósmynd/Wikipedia Fjallganga K2 er næsthæsta fjall heims en það er talið eitt hið hættulegasta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.