Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 12
12 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020
EKKI SÆTTA ÞIG VIÐ 50% ÞEGAR 100% ER Í BOÐI !
Ný Opel Ampera-e – til afgreiðslu strax!
Allt að 423 km. drægni*
Opnunartímar
Virka daga 9–18
• Kemst lengra en þú heldur
• Rúmarmeira en þú heldur
• Er sneggri en þú heldur
Verð frá 4.990.000 kr.
• Langtímaleiga
Verð ámánuði frá 129.900 kr.
(Tryggingar, vetrardekk og
þjónusta innifalin.)
Birtm
eð
fyrirvara
um
m
ynd-og
textabrengl.
Laugardaga 12–16
Opel á Íslandi
Reykjavík | Krókhálsi 9
Reykjanesbæ | Njarðarbraut 9
OPEL GOES ELECTRIC
*Samkvæmt wltp staðli.
Kynntu þér þína drægni á opel.is
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Verði loðnubrestur annað árið í röð
verður það erfitt fyrir samfélagið í
Vestmannaeyjum, að sögn Írisar Ró-
bertsdóttur bæjarstjóra. „Við erum
að miklu leyti búin að vinna úr áfall-
inu í fyrravetur,
sem var mjög erf-
itt, en bregðist
loðnan aftur á
þessu ári sé ég
ekki að samfélag-
ið geti tekið annað
slíkt högg,“ segir
Íris. Hún segir að
ríkið verði að
koma til aðstoðar
með móvægisað-
gerðir. Yfir 30%
allra veiðiheimilda í loðnu eru hjá fyr-
irtækjum í Eyjum, Ísfélaginu,
Vinnslustöðinni og Hugin, og var
tekjutap þeirra metið um 7,6 millj-
arðar í fyrra.
Íris leggur áherslu á að enn standi
loðnuleit yfir og ekki sé öll nótt úti, en
verði brestur tvö ár í röð sé það nokk-
uð sem ekki hafi gerst áður. Menn
verði að leita af sér allan grun áður en
loðnuvertíð verði endanlega blásin af.
Setja þurfi kraft í leit og vöktun að
minnsta kosti út þennan mánuð og
auka rannsóknir á loðnu. Þar þurfi
ríkið að koma myndarlega að verki
enda skipti loðnuveiðar miklu fyrir
þjóðarbúið í heild. Hún nefnir einnig
að rannsóknir bendi til að loðnuveiðar
verði leyfðar næsta vetur.
Ákveðið svigrúm
Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja
á þriðjudag var lögð fram skýrsla um
loðnubrestinn 2019, þar sem fjallað er
um stöðuna áhrif og afleiðingar
loðnubrestsins fyrir Vestmannaeyj-
ar. Í fundargerð segir meðal annars:
„Verði ekki gefin út loðnukvóti annað
árið í röð mun bæjarráð óska eftir
fundi með sjávarútvegsráðherra,
sveitarstjórnaráðherra og fjármála-
ráðherra til að ræða mögulegar mót-
vægisaðgerðir við aflabresti.“
Íris segist hafa rætt skýrsluna á
fundi með Kristjáni Þór Júlíussyni
sjávarútvegsráðherra á mánudag.
„Hann skilur alvarleikann og áttar
sig á því að við munum kalla eftir
samtali um mótvægisaðgerðir verði
engar loðnuveiðar í ár,“ segir Íris.
Spurð um hvers eðlis þessar mót-
vægisaðgerðir gætu verið segir hún
að samkvæmt grein í fiskveiðistjórn-
arlögum sé heimilt grípa inn í skapist
aðstæður eins og við gæti verið að
etja í Vestmannaeyjum. Þá séu 5,3%
heimilda tekin til hliðar vegna ýmissa
potta og aðgerða og þar sé líka ákveð-
ið svigrúm til að koma til móts við
Vestmannaeyinga.
Með auknum heimildum í öðrum
tegundum til skemmri tíma mætti
nýta þá innviði sem séu fyrir hendi í
sjávarútvegi í Vestmannaeyjum og
takast á við erfiðleika ársins verði
ekki loðnuvertíð. Loks nefnir hún
flutning starfa og stofnana út á land,
en slík aðgerð gæti nýst Vestmanna-
eyingum til lengri tíma.
Varfærni í tekjuáætlun
Hún segir að lagt verði mat á fjár-
hagsáætlun Vestmannaeyjabæjar
fyrir þetta ár verði engin loðna. Vest-
mannaeyjar séu sjávarútvegs-
sveitarfélag og sveiflur geti verið í
veiðum á uppsjávartegundum þar
sem fyrirtæki í Eyjum séu með yfir
30% hlutdeild eins og í loðnunni. Var-
færni hafi verið gætt í tekjuáætlun
bæjarins.
„Á síðasta ári þurftum við ekki að
gera breytingar á fjárhagsáætlun og
það er ábyrgðarhluti að taka upp fjár-
hagsáætlunina. Að sjálfsögðu munu
starfsmenn sveitarfélagsins meta
hvort svigrúm sé fyrir öðru svona
áfalli ef til þess kemur. Ef það verður
brestur aftur ætlumst við til þess að
eitthvað komi í staðinn,“ segir Íris.
Aðspurð segir hún að forystumenn
í Vestmannaeyjum, Fjarðabyggð og
á Höfn í Hornafirði hafi rætt saman
og það muni áfram verða samtöl um
þessa erfiðu stöðu og einnig sam-
skipti við fleiri aðila í greininni. Slíkt
sé mikilvægt því loðnubrestur hafi
áhrif á samfélög víða um land.
Áhrif á allt samfélagið
Eins og áður sagði var ítarleg
skýrsla um áhrif loðnubrestsins í
fyrra lögð fram í bæjarráði í Vest-
mannaeyjum í vikunni, en Hrafn Sæ-
valdsson vann skýrsluna. Í fundar-
gerð bæjarráðs segir m.a. að ljóst sé
að áhrif loðnubrestsins 2019 í Eyjum
séu mjög mikil á samfélagið allt, ekki
bara þá sem starfa í sjávarútvegi.
„Fyrirtæki og fólk í Eyjum hafa
tekið þetta mikla högg vegna ársins
2019 en annar loðnubrestur er eitt-
hvað sem yrði Vestmannaeyjum
mjög erfitt. Rúmlega 30% allra veiði-
heimilda í loðnu eru hjá fyrirtækjum í
Eyjum.
Afleiðingar af því eru ekki bara
mikið tekjutap samfélagsins alls
heldur eru miklar líkur á að markaðir
tapist verði loðnubrestur annað árið í
röð. Loðnubrestur hefði ekki aðeins
áhrif á Vestmannaeyjar og þau sveit-
arfélög sem byggja afkomu sína á
sjávarútvegi heldur þjóðarbúið í
heild,“ segir í fundargerðinni.
Áhrif loðnubrests í Eyjum 2019350 Loðnubresturinn hafði bein áhrif á samtals
350 starfsmenn í Vestmannaeyjum
60 Loðnubresturinn er ígildi 60 ársverka í Vestmanna-
eyjum eða nærri 3% ársverka
1 Tapaðar launatekjur í Vestmannaeyjum eru a.m.k.
1 milljarður kr.
7,6 Uppsjávarfyr-irtækin urðu
af 7,6 ma.kr. tekjum
900 Önnur fyrirtæki í Eyjum urðu af rúmlega 900 m.kr.
160 Vestmannaeyjabær varð af rúmlega 160 m.kr.
í töpuðu útsvari
160 Stéttarfélög og lífeyrissjóðir urðu af 160 m.kr. inngreiðslum
Hlutdeild íslenskra fyrirtækja í loðnukvótanum
Ísfélag Vestmannaeyja
Síldarvinnslan*
HB Grandi
Vinnslustöðin
Samherji
Eskja
Skinney-Þinganes
Gjögur
Loðnuvinnslan
Huginn ehf.
Rammi
19,99%
18,49%
18,00%
10,93%
9,19%
8,81%
8,14%
2,66%
1,75%
1,40%
0,65%
*Kvóti Runólfs Hallfreðssonar
ehf . settur með heimildum
Síldarvinnslunnar, þar sem SVN
á meirihluta hlutafjár í RH.
2x Sumar tölur margfaldast með tveimur ef afl abrestur verður áfram árið 2020
Nauðsyn á mótvægisaðgerðum
Tekjutap uppsjávarfyrirtækja í Vestmannaeyjum metið um 7,6 milljarðar vegna loðnubrests í fyrra
Sé ekki að samfélagið í Eyjum geti tekið annað slíkt högg, segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri
Íris
Róbertsdóttir
Helstu niðurstöður í skýrslu um loðnubrestinn 2019 eru m.a. að hann hafði
bein áhrif á 350 starfsmenn og verið ígildi 60 ársverka. Tekjutap
uppsjávarfyrirtækja í Eyjum er metið um 7,6 milljarðar. Tekjutap annarra
fyrirtækja um 900 milljónir. Tapaðar launatekjur voru að minnsta kosti
einn milljarður. Vestmannaeyjabær og höfnin urðu af um 160 milljónum.
Stéttarfélög og lífeyrissjóðir urðu af 160 milljóna króna inngreiðslum.
Veltan sem fylgir loðnuvertíð dreifist síðan um allt samfélagið.
Um 4.300 manns bjuggu í Vestmannaeyjum í upphafi árs 2019, en á
sama tíma voru íbúar Reykjavíkur 128.800 manns eða tæplega 30 sinnum
fleiri.
Íris Róbertsdóttir segir að ef ígildi 60 tapaðra ársverka séu færð yfir á
Reykjavík samsvari það um 1.800 ársverkum. Á sama hátt megi reikna út
að um 7,6 milljarða tekjutap í Eyjum samsvari því að 230 milljarðar myndu
fara út úr hagkerfinu í Reykjavík ef svona högg yrði í atvinnulífinu þar.
Eins og 1.800 ársverk töpuðust
SAMANBURÐUR VIÐ REYKJAVÍK