Morgunblaðið - 06.02.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 06.02.2020, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 flytur á netið Eftir 18 ár í Smáralind lokar búðin 27. febrúar ÚTSALA á góðum vörum Verið velkomin á drangey.is Fylgið okkur Facebook og Instagram Stofnsett 1934 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir við nýbyggingu Al- þingis á Alþingisreitnum hófust í fyrradag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri tóku fyrstu skóflu- stunguna að viðstöddu fjölmenni. Verktakafyrirtækið Urð og grjót ehf. sér um jarðvegsvinnuna og hóf- ust starfsmenn þess þegar handa við verkið. Urð og grjót átti lægsta tilboð í þann verkþátt, eða 51 milljón. Voru það 70% af kostnaðaráætlun. „Hér fer nú af stað mesta fram- kvæmd á vegum Alþingis í 140 ár, þ.e. frá því að Alþingishúsið sjálft reis á árunum 1880-1881,“ sagði þingforset- inn í ávarpi sínu. „En hér mun nú rísa á næstu fjór- um árum um 6.000 fermetra bygging sem mun sameina á einum stað, undir einu þaki, skrifstofur fyrir alla þing- menn, aðstöðu fyrir þingflokka, fundaherbergi nefnda og vinnuað- stöðu starfsmanna þeirra, auk funda- og ráðstefnuaðstöðu og margt fleira. Byggingin verður tengd nær öllum öðrum byggingum Alþingis þannig að innangengt verður til Skála og þing- hússins sjálfs auk húsalengjunnar hér við Kirkjustræti.“ Kostnaðaráætlun er 4,4 milljarðar króna að viðbættum verðbótum á byggingartíma. Verklok eru áætluð í febrúar 2023. Steingrímur segir að af bygging- unni muni leiða mikið hagræði og sparnaður til lengri tíma litið, því leiga á fjölmörgum stöðum í Kvosinni á mishentugu húsnæði sé óhentugt og dýrt úrræði. „Mest um vert er þó að hér verða skapaðar nútímalegar og fyrsta flokks vinnuaðstæður fyrir þingmenn og ekki síður starfsfólk Al- þingis.“ Hönnunarsamkeppni var haldin árið 2016 og hlutu Arkitektar Studio Granda fyrstu verðlaun. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skóflustungan Steingrímur J. Sigfússon flytur ávarp við athöfnina. Urð og grjót vinnur fyrsta verkþáttinn  Nýbyggingin kostar 4,4 milljarða Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Allnokkur samdráttur varð á inn- flutningi ferskra berja á nýliðnu ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands. Kemur samdrátt- urinn í kjölfar algjörra metára 2017 og 2018 þegar innflutningurinn jókst gríðarlega. Ekki liggja fyrir staðfestar skýringar á hinum aukna innflutningi en það er eflaust ekki tilviljun að sprenging varð í þessum efnum um mitt ár 2017, rétt um sama leyti og stórverslun Costco í Kauptúni í Garðabæ var opnuð. Virtist áhersla verslunarinnar á ferska ávexti, ekki síst berjateg- undir ýmiss konar, hafa ýtt við öðr- um stórmörkuðum sem bæði lækk- uðu verð og juku framboð sitt í þessum vöruflokkum. Jarðarberin vinsælust Sem fyrr var langmest flutt inn til landsins af jarðarberjum í fyrra. Þannig skiluðu sér 741,5 tonn af hinum fræstungnu berjum. Hins vegar fól það í sér samdrátt frá fyrra ári um tæp 6% en þá voru flutt 791,6 tonn til landsins. Inn- flutningurinn í fyrra var þó marg- falt meiri en árið 2015 en það ár voru einungis flutt 417 tonn til landsins. Aukningin nam því tæpum 66% á þessu fjögurra ára tímabili. Mestur var innflutningurinn árið 2017, sama ár og fyrrnefnd stór- verslun var opnuð, og stóð hann þá í tæpum 870 tonnum. Hindber, brómber og fleira Í tollskrárnúmerum er ekki gerð- ur greinarmunur á nýjum hind-, bróm-, mór-, lógan-, sól-, rifs- og stikilsberjum. Samanlagður inn- flutningur þessara berja var hins- vegar tæplega 300 tonn í fyrra og dróst saman um 37,6 tonn frá árinu á undan. Jafngildir það ríflega 11% samdrætti. Árið 2018 var metár í innflutningi þessara berjategunda. Árið 2015 nam innflutningurinn 212,7 tonnum og því nemur aukn- ingin frá því ári til ársins í ár tæpu 41%. Kirsuberin gefa verulega eftir Á nýliðnu ári voru flutt inn 55,2 tonn af nýjum sætum kirsuberjum. Er það talsvert meira en árið 2015 þegar innflutningurinn nam 30,5 tonnum. Algjör sprenging varð hins vegar árið 2017 þegar 161,7 tonn voru flutt inn af þeim. Annaðhvort hafa innflytjendur misreiknað sig herfilega það árið eða gríðarlega hratt dregið úr neyslu berjanna því strax árið 2018 dróst innflutning- urinn saman og nam þá 76,7 tonn- um. Frá 2017 hefur innflutning- urinn dregist saman um 66%. Milli áranna 2018 og 2019 nemur sam- drátturinn hins vegar 28%. Innfl utningur ferskra berja 2015-2019 Tonn 1.000 750 500 250 0 2015 2016 2017 2018 2019 Heimild: Hagstofa Íslands 300 213 742 417 870 5531 Kirsuber Jarðarber Hindber, brómber, mórber, lóganber, sólber, rifsber og stikilsber Kirsuber 28% minni innfl utn- ingur en 2018 6% minni innfl utn- ingur en 2018 Hindber Rifsber Brómber Stikilsber Sólber Mórber Lóganber Jarðarber Morgunblaðið/Ófeigur Breytingar Verslunin Costco hafði áhrif á neysluhegðun landans með auknu framboði af ferskum berjum. Berjaæðið að renna af lands- mönnum?  Mestur hlutfallslegur samdráttur í innflutningi nýrra sætra kirsuberja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.