Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 18

Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 Sundaborg 7-9 | 104Reykjavík | Sími 511 4747 | www.northwear.is Starfsmannafatnaður Einkennisfatnaður Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum öll svo hamingjusöm hérna nú þegar farið er að létta á fjárhagserfiðleikum sveitarfélagsins. Tónlistarskóli er ekki skylduverkefni sveitarfélaga og það hefði verið auðvelt að skera þar niður þegar hart var í ári. Auðvitað þurftum við að halda vel um budduna en skólinn fékk samt að dafna og það er virðingarvert. Það ber að þakka fyrir að þannig skuli hafa verið tekið á málum í sveitarfé- laginu og nú sjáum við ár- angurinn,“ segir Haraldur Árni Haraldsson, skóla- stjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Skólinn fagnar tuttugu ára afmæli á þessu skóla- ári og á þeim tímamótum er hann orðinn stærsti tón- listarskóli landsins með hátt í níu hundruð nemendur. Alls eru um 410 nemendur í hefð- bundnu námi við tónlistarskólann og um það bil 480 í forskóla. Sú kennsla fer fram í fyrsta og öðrum bekk grunnskólanna í sveitarfé- laginu. „Forskólinn er markvisst undirbúnings- nám fyrir áframhaldandi tónlistarnám og þá á hljóðfæri. Þau börn sem sækja um skóla- vist í tónlistarskólanum að loknum öðrum bekk kunna orðið heilmikið. Það hefur verið frábært samstarf milli okkar og grunnskól- ans um þetta fyrirkomulag,“ segir Haraldur. Á sunnudag er einmitt árleg hljóðfærakynn- ing fyrir nemendur sem ljúka öðrum bekk í vor, forskóla 2, en þá geta áhugasamir nem- endur heimsótt tónlistarskólann og fengið að prófa flest þau hljóðfæri sem kennt er á í skólanum, sem ýtir enn frekar undir áhug- ann og hjálpar þeim við að gera upp hug sinn varðandi hljóðfæranám. Stíf afmælisdagskrá í vetur Mikil fólksfjölgun hefur verið í Reykja- nesbæ síðustu ár og þar búa nú um 19.500 manns. Fjölgunin hefur auðvitað skilað sér í forskóla tónlistarskólans en að sögn Har- aldar hefur ekki orðið umtalsverð fjölgun nemenda í skólanum sjálfum. Það skýrist að hans sögn til að mynda af því að ekki er hlaupið að því að fá tónlistarkennara í dag. „Tveir þriðju af kennarahópnum koma af höfuðborgarsvæðinu og það er enn töluverð- ur skortur á fólki í þessa kennslu. Því miður hafa ekki nægilega margir lagt þetta fyrir sig á undanförnum árum. Mér sýnist þó að smátt og smátt sé að rætast úr því, ég horfi með bjartari augum fram á veginn hvað þetta varðar heldur en fyrir t.d. átta til tíu árum.“ Haraldur hóf störf við Tónlistarskóla Njarðvíkur haustið 1982 og tók við stjórn skólans tveimur árum síðar. Þegar Tónlist- arskóli Reykjanesbæjar varð til árið 1999 var hann ráðinn skólastjóri. Ýmislegt hefur verið gert í tilefni tuttugu ára afmælis skólans og verður áfram út skólaárið. „Við byrjuðum á því að setja upp söngleik- inn Fiðlarann á þakinu. Það voru þrjár vel sóttar sýningar í Stapa og lukkaðist gríðar- lega vel. Síðasta laugardag vorum við gítar- sveitadag þar sem við fengum til okkar góða gesti. Hér var mikið æft, bæði í smærri hóp- um og saman og dagurinn endaði með glæsi- legum tónleikum í Bergi, einum af sölum Hljómahallar. Svo ætlum við að vera með stóran afmælisviðburð 8. mars næstkomandi í Stapa, Hljómahöll, sem liðlega 200 nem- endur taka þátt í ásamt kennurum. Þar verða sýnd stór hópaatriði og við fáum til okkar góðan gest, þekktan tónlistarmann héðan úr Reykjanesbæ. Í vor ætlum við síðan að halda 700 manna lúðrasveitamót, landsmót yngri skólalúðrasveita. Þá verður allt undirlagt af lúðrasveitarfólki í bæjarfélaginu.“ Gamlir nemendur við kennslu Haraldur segir að það geti verið snúið að mæla árangur af tónlistarnámi og mæli- kvarðarnir geti verið ýmiskonar. Ekki leggja allir nemendur í tónlistarskólum tónlistina fyrir sig en hann segir það ekki höfuðmálið. „Ég er stundum spurður um það hvort eitthvað komi út úr náminu. Hvort skólinn skili einhverju. Það er auðvitað erfitt að mæla árangurinn og meta útkomu, en við er- um að búa til hlustendur og njótendur og margir spila áfram fyrir sjálfa sig og sem áhugamenn í samspilum eftir að hafa verið hér við nám. En ég bendi oft á að margir kennarar við skólann voru áður nemendur hér. Þeir luku síðan tónlistarnámi á há- skólastigi og ákváðu að fara að vinna við gamla tónlistarskólann sinn. Fyrrverandi nemendur sem komu aftur heim. Þetta er áþreifanlegur árangur ef menn vilja vera í þannig mælingum. Við erum gríðarlega stolt af þessu starfi.“ Orðinn stærsti tónlistarskóli landsins  Tónlistarskóli Reykjanesbæjar fagnar 20 ára afmæli  Nemendur hátt í 900 og aldrei verið fleiri  Skólinn hefur dafnað þrátt fyrir mögur ár í sveitarfélaginu  Fjölbreytt dagskrá í tilefni afmælis Líflegt starf Um 900 nemendur eru í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og framtíðin er björt. Haraldur Árni Haraldsson Gunnar Ármannsson, lögmaður verktaka- og þjónustufyrirtækisins VHE, segir það rangt sem fram kom í ViðskiptaMogganum í gær að samningi VHE við Upphaf hafi verið rift. Þessu hafi verið haldið fram í fyrirsögn með umræddri grein um lok sam- starfs félaganna vegna uppbygg- ingar 129 íbúða á Kársnesi. Fréttin sem Gunnar vísar til byggðist á samtali við framkvæmda- stjóra Upphafs sem staðfesti að í janúar hefði samstarfi VHE og Upp- hafs verið slitið. Samkomulag hefði náðst um verklok á Hafnarbraut 12. Ekki var fjallað um vanefndir. Verksamningi ekki rift Gunnar telur fyrirsögn greinar- innar draga upp ranga mynd. „Það að halda því fram að sam- komulagi hafi verið rift þýðir að van- efnd hafi verið fyrir hendi af hálfu VHE ehf. sem hafi réttlætt það van- efndarúrræði að verkkaupi hafi get- að rift verksamningi. Svo var ekki. Í fréttinni kemur fram að það hafi tafist að afhenda fyrstu íbúðir í Hafnarbraut 12 vegna erfiðrar stöðu Upphafs og annarra utanaðkomandi þátta,“ segir Gunnar. Sammála um að fá aðra aðila „Það er einnig rétt að geta þess að þegar Upphaf hafði tryggt sér fjár- magn til að klára verkefnið voru í byrjun viðræður á milli VHE ehf. og Upphafs um að VHE ehf. myndi ljúka við verkefnið. Þær viðræður þróuðust síðan þannig að aðilar voru sammála um að rétt væri að fá nýja aðila að verkinu til að ljúka við það. Áfram eiga þó fyrirtækin, Upphaf og VHE ehf. (Nesnúpur systurfélag VHE ehf.), í samstarfi um byggingu 138 íbúða í Skarðshlíð í Hafnarfirði. Það er beinlínis rangt að sam- komulagi hafi verið rift. Það er röng frásögn af atburðum og setur VHE ehf. og starfsmenn þess í mjög nei- kvætt ljós.“ baldura@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Uppbygging Málið varðar uppbyggingu 129 íbúða á Hafnarbraut 12. Samkomulagi við VHE var ekki rift  Lögmaður VHE gagnrýnir umfjöllun Gunnar Ármannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.