Morgunblaðið - 06.02.2020, Side 20

Morgunblaðið - 06.02.2020, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 ALVÖRU VERKFÆRI 145 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is FALLEGTATVINNUHÚSNÆÐI Í HJARTA HAFNARFJARÐAR Hafnarfjarðarbær auglýsir Vesturgötu 8 til leigu og óskar eftir tilboðum. Staðsetning fasteignar býður upp á mikla möguleika. Áhersla er lögð á að starfsemi í húsinu falli vel að stefnu bæjarins um að styrkja miðbæinn og auka enn frekar aðdráttarafl hans. Húsið verður afhent vorið 2020 Fasteignin er hæð og ris, alls 138,3 m². Húsið er timburhús, byggt árið 1985.Tilboðsgjafi þarf að skila ítarlegum upplýsingum og greinargerð um ráðgerðan rekstur í húsinu. Skrifleg tilboð þurfa að berast fyrir kl. 10 þann 20.mars 2020. Nánar á hafnarfjordur.is hafnarfjordur.is585 5500 Sigurbergur Sig- steinsson íþróttakenn- ari lést á hjúkrunar- heimilinu Ísafold í Garðabæ miðvikudag- inn 29. janúar síðastlið- inn. Hann fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 10. febrúar 1948 og var því nær 72 ára þegar hann lést. Foreldrar hans voru Sigsteinn Sigurbergs- son húsgagnabólstrari og Herdís Antoníusar- dóttir. Sigurbergur lauk íþróttakenn- araprófi frá Íþróttakennaraskóla Ís- lands á Laugarvatni 1969 og kennsla var hans aðalstarf, síðast í Verzl- unarskóla Íslands 1975-2014, en lengi kenndi hann jafnframt í Ár- bæjarskóla. Hann var þjálfari um árabil, bæði í handbolta og fótbolta, þjálfaði meðal annars meistaraflokk karla og kvenna í handbolta hjá Fram, meistaraflokk karla hjá Haukum og HK, meistaraflokk kvenna hjá ÍR og Stjörnunni, og meistaraflokk karla í fótbolta hjá Leikni Fáskrúðsfirði og Þrótti Nes- kaupstað. Ennfremur kvennalands- liðin í handbolta og fótbolta. Þá þjálfaði hann yngri flokka í fótbolta hjá Val og Fram, var með knattspyrnuskóla hjá Fram og ÍR og Sum- arbúðir í borg hjá Val. Auk þess var hann þjálfari hjá Lögregl- unni og Landsbank- anum. Sigurbergur var fjölhæfur íþróttamað- ur og spilaði hand- bolta, körfubolta og fótbolta. Hann lék lengi með meistara- flokki Fram í hand- bolta og var lykilmaður í landsliðinu, lék fleiri A-landsleiki en nokkur ann- ar Framari. Hann spilaði einnig með meistaraflokki Fram í fótbolta, var m.a. Íslandsmeistari í handbolta og fótbolta 1972, og lék einn A- landsleik. Þá lék hann unglinga- landsleiki í körfubolta. Sigurbergur fékk ýmsar við- urkenningar, meðal annars frá Fram, ÍR, HSÍ og KSÍ. Eftirlifandi eiginkona Sigurbergs er Guðrún Hauksdóttir. Þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn. Útför Sigurbergs fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 10. febrúar og hefst klukkan 13. Andlát Sigurbergur Sigsteinsson Örnólfur Hall arkitekt lést 30. janúar sl. á heimili sínu Lyng- hvammi 6 í Hafn- arfirði, 83 ára að aldri. Örnólfur fæddist í Reykjavík 2. desem- ber 1936, sonur hjónanna Ragnars Hall málarameistara og Bertu Guðjóns- dóttur Hall hann- yrðakonu. Örnólfur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1957 og arkitektanámi frá Technische Hochschule í Stuttgart í Þýska- landi 1964. Hann lagði einnig stund á nám í tölvuteiknun á ár- unum 1990 til 1992, lauk prófi í fjarskiptafræðum frá Pósti og síma 1981 og nam spænsku og rúss- nesku. Örnólfur starfaði á teiknistofum á náms- árum sínum og rak Arkitektastofuna OÖ í félagi við Ormar Þór Guðmundsson í Reykjavík frá 1967 til 1987 en eftir það hafði hann með hönd- um sjálfstæðan rekst- ur. Meðal verkefna sem Örnólfur vann að eru orkumannvirki Hitaveitu Suðurnesja, Njarðvík- urkirkja, Flensborgarskóli í Hafn- arfirði, Landsbankinn á Akranesi og Menntaskólinn á Egilsstöðum. Eftirlifandi eiginkona Örnólfs er Ásthildur Gígja Kjartansdóttir. Örnólfur Hall Skipulags- og samgönguráð Reykja- víkur samþykkti í gær nýtt deili- skipulag fyrir Laugaveg sem göngu- götu en hluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs verður gerður að varanlegum göngugötum. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavík að unnið verði í framhald- inu að hönnun ýmissa lausna til að bæta götuna og umhverfið. Gert sé ráð fyrir að endurnýja allt yfirborð, gróður, götugögn og lýsingu. Framkvæmdir verða unnar í níu áföngum. Er takmarkið að rask við framkvæmdir verði sem minnst og einblínt verður á eitt svæði í einu til að forðast neikvæða upplifun. Segir í tilkynningu Reykjavíkur að áherslan sé því ekki á allsherjar endurbætur með stórum vinnuvélum og tilheyr- andi truflunum heldur verði unnið á smærri skala. Framkvæmdir verði í samvinnu við rekstrar- og fasteignaeigendur. Afmörkun svæðis er Laugavegur og Bankastræti frá Klapparstíg að Þingholtsstræti. Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugaveg- ar. Vegamótastígur frá Laugavegi að Grettisgötu. Meira líf „Markmiðið með framkvæmdun- um er að gæða göturnar meira lífi með því að veita gangandi vegfar- endum aukið rými. Þannig er skapað betra verslunarumhverfi sem svarar nýjum áskorunum þar sem upplifun og þjónusta eru stór þáttur. Áhersla er lögð á að auka upplifun þeirra sem um svæðið fara með því að skapa eftirtektarvert rými hvort sem það er með leiksvæðum, setað- stöðu eða gróðri,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Alls voru haldnir níu fundir um fyrirhugaðar breytingar með hags- munaaðilum á síðasta ári. Við göngugötusvæðin eru bíla- stæðahús, bæði Bergsstaðir og Traðarkot, alls 328 stæði. Einnig eru bílastæðahús í Kolaportinu og Hafn- artorgi, alls 1.266 stæði. Varanlegar göngu- götur í miðborg  Nýtt deiliskipulag samþykkt í gær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.