Morgunblaðið - 06.02.2020, Síða 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020
✝ Stefán Lár-usson fæddist á
Miklabæ í Blöndu-
hlíð í Skagafirði
18. nóvember 1928.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 25. janúar
2020. Foreldrar
hans voru hjónin
sr. Lárus Arn-
órsson, f. 30.4.
1895, d. 5.4. 1962,
og Guðrún Björnsdóttir, f. 27.2.
1897, d. 19.1. 1985, búsett á
Miklabæ. Bræður Stefáns voru
sr. Ragnar Fjalar (móðir Jens-
ína Björnsdóttir), f. 15.6. 1927,
d. 26.6. 2005; Björn (eldri), f.
8.12. 1933, d. 6.6. 1935; Björn
Stefán, f. 29.3. 1936, d. 29.7.
2008; Halldór, f. 2.4. 1939, d.
1.1. 1997.
Eiginkona Stefáns er Ólöf
Sigríður Jónsdóttir, f. 11. sept-
ember 1943, þau giftust 11. apr-
Menntaskólanum á Akureyri
1950. Stundaði nám í guðfræði
við HÍ 1950-54 og lauk
cand.theol.-prófi. Hann vígðist
til Staðarprestakalls í Grunna-
vík 26.9. 1954 með aðsetur í
Bolungarvík. Fékk veitingu fyr-
ir Vatnsendaprestakalli í S-
Þingeyjarsýslu haustið 1955,
veitingu fyrir Núpi í Dýrafirði
haustið 1960 með aukaþjónustu
í Holtsprestakalli í Önundar-
firði frá júlí 1963. Sóknar-
prestur í Odda á Rangárvöllum
frá 1. júlí 1964 fram í miðjan
júní 1991. Að þjónustu lokinni
fluttist Stefán á Þinghólsbraut í
Kópavogi. Stefán var stunda-
kennari og prófdómari við
ýmsa skóla í þeim prestaköllum
sem hann þjónaði. Einnig
gegndi hann ýmsum félags- og
trúnaðarstörfum meðfram
prestsstörfum, til að mynda for-
maður barnaverndarnefndar
Rangárvallahrepps 1966-86.
Útför Stefáns verður gerð
frá Kópavogskirkju í dag, 6.
febrúar 2020, og hefst athöfnin
klukkan 13.
íl 1964 í Evanston,
Illinois, BNA. For-
eldrar Ólafar voru
Jón Zofoníasson, f.
28.5. 1911, d. 19.9.
1997, og Svava
Thoroddsen, f.
28.8. 1910, d. 17.6.
1993. Börn þeirra:
1) Jón Lárus, f.
1965, eiginkona
Hildigunnur Rún-
arsdóttir, f. 1964.
Börn: Fífa, maki Carlos L.R. Al-
varez, Freyja og Finnur. 2)
Stefán, f. 1968. 3) Guðrún
Svava, f. 1974, maki Guð-
mundur I.A. Kristjánsson, f.
1972. Börn: Katrín Björg (dóttir
Guðmundar) og Karen Ólöf. 4)
Björn Grétar, f. 1976, eiginkona
Katrín Dögg Teitsdóttir, f.
1979. Barn: Stefán Páll.
Stefán ólst upp á Miklabæ og
gekk í barnaskóla í Akrahreppi.
Hann tók stúdentspróf frá
Faðir okkar Stefán Lárusson
lést 25. janúar eftir stutta legu á
Landspítalanum í Fossvogi. Við
yngri systkinin af fjórum nutum
uppvaxtar eins og eldri bræður
okkar á Odda á Rangárvöllum,
þar sem pabbi starfaði sem sókn-
arprestur um langt skeið. Vart er
hægt að hugsa sér betri uppvaxt-
arstað fyrir börn en það ævintýra-
land sem umhverfið bauð okkur
upp á. Segja má að hlutverkum
foreldra okkar hafi verið snúið við
miðað við þann tíðaranda sem þá
ríkti. Er móðir okkar sinnti
kennslu sá pabbi um heimilishald-
ið og uppeldið á okkur yngri
systkinunum. Í minningunni voru
þetta góðar stundir og nutum við
alúðar föður okkar, komið var á
fót heimaskóla og þegar pabbi
hringdi bjöllunni þustum við til
hans til að hlýða á sögur og annan
fróðleik.
Telja má fullvíst að uppvaxtar-
árin í Skagafirði hafi mótað ævi
hans að miklu leyti. Sex ára gam-
all fékk hann að kynnast sorginni
þegar yngri bróðir hans lést úr
kíghósta aðeins eins og hálfs árs
að aldri, hafði lát litla drengsins
mikil áhrif á pabba og minntist
hann oft á hann.
Þrátt fyrir að hafa skarpar
skoðanir á hlutum og málefnum
var hann ekki ósanngjarn, bjó yfir
mikilli hlýju og umhyggju og
sýndi oft sveigjanleika. Pabbi
sýndi líklega ekki mikinn húmor
út á við við sín störf, en heima fyr-
ir var allt annar gáll á honum.
Hafði hann einstakt lag á að koma
sér í spaugilegar aðstæður og
hafði hann góðan húmor fyrir
þeim, veltist um af hlátri þegar
hann sagði frá hrakförum sínum
þegar allt var yfirstaðið.
Skilvísari og heiðarlegri mann
var vart hægt að finna; passasam-
ur með fjármuni en fljótur að
draga upp veskið þegar við átti.
Pabbi gaf okkur góð ráð í upp-
vextinum og var mikil fyrirmynd,
hann var lítið gefinn fyrir prjál og
hvers konar upphafningu og pre-
dikaði hófsemi bæði í ræðum sín-
um og daglegu lífi.
Móður okkar var hann einkar
góður og passaði alltaf upp á að
hana skorti ekki neitt. Hann var
alltaf mjög þakklátur fyrir allt
sem við gerðum fyrir hann, sér-
staklega þegar heilsunni fór að
hraka. Fundum við það sérstak-
lega í haust þegar foreldrar okkar
fluttu í nýtt húsnæði hversu þakk-
látur hann var fyrir alla hjálpina
við flutningana.
Barnabörnum sínum var hann
einkar góður og glöddu þau hann
mikið. Þegar Karen Ólöf afa-
stelpan hans kom í heimsókn
kyssti hann hana alltaf á ennið og
eins þegar hún kvaddi hann. Það
gladdi hann mikið þegar Stefán
Páll nafni hans kom í heiminn fyr-
ir tveimur árum og lifnaði hann
við þegar hann kom í heimsókn,
því miður sér hann ekki litlu syst-
ur Stefáns Páls, sem von er á í lok
mars.
Blessuð sé minning föður okkar
Stefáns Lárussonar og þökkum
við fyrir allar vökulu stundirnar
yfir okkur, blessuð sé minning
þín.
Björn Grétar
og Guðrún Svava.
Minn kæri föðurbróðir sr. Stef-
án Lárusson lést 25. janúar sl.,
síðastur þeirra bræðra. Stefán var
prestur í Odda í Rangárvallasýslu
um langt árabil.
Frá því að ég var átta ára þang-
að til ég var 14 ára dvaldist ég ein-
hverjar vikur á sumri hverju hjá
þeim hjónum Stefáni og Ólöfu. Á
ég einungis góðar minningar það-
an sem rifjast upp þegar ég minn-
ist frænda míns.
Lékum við okkur saman
frændsystkinin Guðrún Svava,
Björn Grétar og ég, alltaf var
mjög gott samkomulag okkar á
milli. En þegar kvölda tók var ég
oft á tíðum lítil í mér og saknaði
foreldra minna ógurlega. Tók
Stefán þá upp á því að setjast hjá
mér á kvöldin og segja mér sögur
af pabba frá því að hann var lítill
en hann var ellefu árum yngri en
Stefán. Kunni ég svo mjög að
meta þetta og var orðin spennt að
heyra fleiri sögur af pabba. Ég
held líka að Stefáni hafi þótt gam-
an að rifja upp góðar stundir með
þeim bræðrum, allavega var mikil
innlifun í frásögninni.
Annað sem er mér mjög minn-
isstætt er að ávallt þegar ég lauk
dvöl minni í Odda þá kallaði Stef-
án mig inn á skrifstofuna sína,
bauð mér sæti og þakkaði mér
fyrir vel unnin störf. Starfið fól í
sér að sækja mjólk á næsta bæ og
vaska stöku sinnum upp en ég
held að ég hafi þó aðallega verið að
leika mér við krakkana. Rétti
Stefán mér þá pening sem hann
kallaði vinnukonulaun. Mér fannst
ég mjög fullorðin og fann mikið til
mín.
Þakka ég mikið fyrir þessar
góðu minningar og miklu fleiri
með heimilisfólkinu.
Elsku Ólöf, Jón Lárus, Stefán,
Guðrún Svava og Björn Grétar, ég
votta ykkur öllum samúð mína.
Kolbrún Birna
Halldórsdóttir.
Látinn er séra Stefán Lárusson
mágur minn kominn vel á annað
ár inn í tíræðisaldurinn. Minning-
arnar hrannast upp. Það atvikað-
ist þannig að Stefán kom inn í fjöl-
skyldu okkar að hann gerðist
prestur, líklega árið 1960, vestur á
Núpi í Dýrafirði hvar æskuheimili
mitt var. Hann var kennari minn í
íslensku veturinn 1960/61 þegar
ég þreytti landspróf þar í skólan-
um. Ég minnist hans sem ljúf-
mennis. Ég fór síðan suður í
menntaskóla næsta haust og
tveim árum síðar sem skiptinemi
til Bandaríkjanna. Ólöf systir mín
kom þangað líka sama haust
(1963) eins og fyrir tilviljun og
gerðist einskonar au pair-stúlka
hjá íslenskum lækni í Chicago. Ég
var hins vegar vestur undir
Klettafjöllum og langur vegur í
milli. Það kom mér því nokkuð á
óvart er hún tilkynnti mér bréf-
lega undir vor að hún væri að fara
að gifta sig þar í stórborginni við
vötnin stóru og mannsefnið væri
enginn annar en nýi presturinn á
Núpi. Nú, ég gerði för langa í
brúðkaupið sem fór fram í lút-
erskri kirkju á bökkum hins risa-
stóra Erie-vatns. Ekki er ýkja
langt síðan þau hjón og ég skoð-
uðum saman myndir af þessum
viðburði. Við Þórður gamli múrari
á Ísafirði vorum svaramenn og
presturinn útskýrði fyrirfram
hlutverk okkar. „Alveg eins og á
Ísafirði,“ endurtók gamli maður-
inn í sífellu eftir því sem námi
okkar í þessu hlutverki vatt fram.
Um kvöldið var haldin vegleg
brúðkaupsveisla í stóru húsi
þeirra Magnúsar læknis og Svönu
Þórðardóttur múrara, þar sem
margir Íslendingar búandi í borg-
inni mættu. Fjörutíu árum síðar
fóru þau hjón í einskonar píla-
grímsferð vestur í þessa sömu
kirkju og skynjaði ég því að þetta
var þeim sem heilög stund og
staður.
Stefán var bókhneigður maður
með afbrigðum og safnaði reynd-
ar bókum.
Munurinn á honum og öðrum
slíkum söfnurum sem ég hef
kynnst var sá að ég held að hann
hafi lesið hverja einustu bók sem
hann átti og vissi nákvæmlega
hvaða bækur voru í fórum hans og
efni þeirra. Þannig kom það
nokkrum sinnum fyrir er ég sat í
stofu þeirra hjóna og við ræddum
um eitthvert gamalt efni, að hann
stóð upp og sagði: „Ég held ég
eigi bók um þetta,“ og það stóð
alltaf heima. Þá var hann fagur-
keri á myndlist og átti bækur um
alla höfuðmálara heimsins sem og
myndhöggvara.
Fyrir hans tilstilli kom ég inn í
Thorvaldsen-safnið í Kaup-
mannahöfn þegar hluti stórfjöl-
skyldunnar ferðaðist saman um
Norðurlönd og síðar fór faðir
minn með þeim hjónum til Hol-
lands þar sem stóru meistararnir
voru barðir augum. Marga ferðina
fór ég með þeim hjónum akandi
vestur á Núp til þess að heim-
sækja foreldra okkar og ég heim-
sótti þau hjón og í Odda á Rang-
árvöllum hvar Stefán þjónaði
lungann af prestskap sínum; átti
þar m.a. ein jól. Þarna og þá
kynntist ég og betur börnum
þeirra hjóna og eru allar þær
minningar ljúfar og góðar og vitna
um farsælt hjónaband hvers upp-
haf ég vottaði forðum vestur við
vötnin miklu.
Ólöfu systur minni, börnum
hennar, mökum og fjölskyldu
votta ég dýpstu samúð mína við
fráfall ástkærs eiginmanns, föður
og afa.
Einar Jónsson.
Eitt af því góða sem manni get-
ur hlotnast í lífinu er að eiga góða
nágranna. Við vorum einstaklega
heppin þegar við festum kaup á
íbúð fyrir rúmum 19 árum og
gerðumst nágrannar Stefáns og
Ólafar. Þar eignuðumst við ekki
bara góða granna, þau urðu líka
góðir vinir okkar og á þá vináttu
hefur aldrei borið skugga. Heið-
arlegt og vandað fólk sem gott var
að vita af á efri hæðinni.
Stefán var ljúfmenni en hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum. Það var skemmtilegt
að ræða við hann um pólitísk mál-
efni sem voru efst á baugi hverju
sinni, átti auðvelt með að sjá
spaugilegu hliðarnar og svo sló
hann gjarnan á lærið og hló sínum
skemmtilega hlátri.
Það var gaman að bjóða Stefáni
í glas, þá rifjaði hann gjarnan upp
setningu úr einni þjóðsögu:
„Sjaldan hef ég flotinu neitað.“
Hann glaðnaði við og naut sopans
en hann fór vel með vín.
Stefán var safnari og listunn-
andi og átti mikið safn bóka. Hann
klippti fréttir og greinar úr blöð-
um og kom því fyrir á skipulegan
hátt. Oft þegar við vorum að
spjalla um einhvern liðinn atburð
hvarf hann um stund og kom síðan
með blaðaúrklippu um það sem
við vorum að rifja upp. Allt í röð
og reglu. Það er ekki amalegt fyrir
samfélagið í efra að fá svona liðs-
mann!
Þegar við kynntumst Stefáni
hafði hann lokið starfsferli sínum
sem sóknarprestur, lengst af í
Odda á Rangárvöllum. Hann var
því oft heima við og naut Máni
Sveinn þess að eiga skjól hjá þeim
Ólöfu þegar foreldrarnir þurftu að
bregða sér frá. Fyrir það verðum
við ævinlega þakklát.
Við kveðjum kæran vin og vott-
um Ólöfu og fjölskyldu innilega
samúð.
Sigrún, Þorsteinn
og Máni Sveinn
Á sólbjörtum júlídegi árið 1986
var tveimur bifreiðum ekið inn
Fljótshlíðarafrétt í Rangárvalla-
sýslu. Önnur er fólksbíll, drekk-
hlaðinn vegna fólks og farangurs.
Þá lá „vegurinn“ í klettahlíð Þór-
ólfsfells, ofan við Markarfljóts-
aurana. Þar efst í brekku vinkil-
skorningsins stynur ökumaður
fólksbílsins og segir: „Þetta er
bara verra en að aka um verstu
fjallvegina á Vestfjörðum.“ Þessi
maður er séra Stefán í Odda.
Nokkru síðar kom fólkið sér fyrir
skammt vestan Gilsár, á sléttri
flöt, við silfurtæran læk; tjöldum
var slegið upp, borð og stólar
framdregnir, svo og eldunar-
græjur og nesti. Það var stillilogn
og fátt annað heyrðist en lágvær
niður lækjarins og þessi óskil-
greindu náttúruhljóð óbyggðanna.
Á hæðarbrúninni birtist fugl sem
horfði á aðkomufólkið. Séra Stefán
sat í stól sínum og dásamaði þessa
sælu stund – kyrrðina og friðinn –
og að vera svona víðsfjarri skark-
ala heimsins. Handan Markar-
fljótsins mátti þetta kveld sjá
hverja rútuna á fætur annarri
flytja fólk til gleðskapar inn í Þórs-
mörk. Séra Stefán þakkaði fyrir að
Fljótið lá á milli þeirra og okkar.
Frú Ólöf hafði nóg að gera í elda-
mennskunni fyrir sig og flest
börnin og Litli-Stebbi fengu sér-
fæði, sem voru pulsur. Það hafði
heldur ekki gleymst að taka með
uppáhaldsmat séra Stefáns, sem
var köld svið. Ég sé hann enn fyrir
mér sitjandi í stólnum, sneiðandi
upp í sig sviðin, þar sem hann glað-
ur dásamaði fegurð landsins.
Þennan stað hef ég æ síðan nefnt
Prestsflöt.
Ég tel að séra Stefán hafi verið
gæfumaður. Þar má m.a. nefna
það að leiðir þeirra Ólafar lágu
saman. Kannski mátti þó litlu
muna að sú gæfa „rynni honum úr
greipum“. Nokkru áður en sam-
band þeirra komst á hátt stig var
það afráðið að hún réði sig til
heimilisstarfa hjá íslenskum
læknahjónum vestur í Bandaríkj-
unum. Að einhverjum mánuðum
liðnum var Stefán orðinn svo
ókyrr vegna fjarvista Ólafar, að
hann brá sér þangað vestur og
bókstaflega „sótti hana“, en í þá
daga voru ferðalög á milli landa
talsvert fyrirtæki. Slíkt „brott-
nám“ konu hefði orðið frásagnar-
efni í hinum fornu Íslendingasög-
um. Þar með urðu hin
sameiginlegu og farsælu örlög
þeirra ráðin. Ólöf er vönduð
mannkostakona og það þurfti ekki
skarpskyggnan mann til að sjá þá
ást, sem séra Stefán bar til konu
sinnar og jafnframt þá virðingu
sem hann sýndi henni.
Heima í Odda sköpuðu þau sér
fallegt og yndislegt heimili sem
bar með sér listrænan menning-
arblæ. Veisluborð frúarinnar voru
þar framreidd af kunnáttu og
smekkvísi. Stefán var fremur sér-
stæður maður og að eðlisfari
ómannblendinn. Spjátrungar og
fíflskaparmenni voru honum ekki
að skapi, enda var hann mjög
næmur og glöggur í því að sjá út
manngerð fólks. Enginn var hann
óreglumaður, en kunni samt vel
að meta glasagleði með þeim sem
voru honum að skapi. Hann kunni
vel að meta gott tungutak og
snilldaryrði og stundum gaum-
gæfði hann orðalag manna í rituðu
máli. Í samræðum kom í ljós
hversu stálminnugur hann var á
liðna atburði. Hann var vandaður
maður í lífi og starfi.
Gunnar Guðmundsson
frá Heiðarbrún.
Stefán Lárusson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GUÐNÝ JÓHANNA EYJÓLFSDÓTTIR,
Laufhaga 7, Selfossi,
lést í faðmi fjölskyldunnar hinn 24. janúar á
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 7. febrúar
klukkan 14.
Hrönn Harðardóttur lungnalækni og starfsfólki
lyflækningadeildar HSU eru færðar þakkir fyrir alúð og
umhyggju.
Sveinn Þórarinsson
Steinunn Sveinsdóttir Eyjólfur Karlsson
Helga Margrét Sveinsdóttir Róbert Ólafur Grétar McKee
Linda Dögg Sveinsdóttir Árni Þór Guðjónsson
Anton Sveinn, Karitas Irma, Bjarki Þór,
Guðjón og Ársæll
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SALBJÖRG H. NORÐDAHL,
fyrrverandi húsfreyja Hólmi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir 30. janúar,
verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju
mánudaginn 10. febrúar klukkan 14.
Karl H. Norðdahl Ásdís B. Ottesen
Þorvaldur S. Norðdahl
Erla Norðdahl
Eggert Norðdahl
Valur Þór Norðdahl Marta K. Halldórsdóttir
Heiða Björk Norðdahl Jón Jóhannesson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegi sonur minn, bróðir okkar, mágur
og frændi,
KARL K. BERNDSEN
hárgreiðslu- og förðunarmeistari,
lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn
að kvöldi þriðjudags 28. janúar.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
11. febrúar klukkan 15.
Ingibjörg Fríða Hafsteinsd. Þórður Þórðarson
Laufey K. Berndsen Ágúst J. Jónsson
Ernst K. Berndsen Þórunn Óladóttir
Mikael Karl Berndsen Kría Súsanna Dietersdóttir
Eyþór Örn Berndsen
Jón Ernst Berndsen Bryndís Sölvadóttir
Friðvin Ingi Berndsen
Fríða Móníka Berndsen Ásgeir Kristjánsson
Ari Alexander, Ágúst Breki, Elma Karitas,
Izabella og Laufey Kamilla
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNA GÍSLADÓTTIR,
sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði
mánudaginn 27. janúar, verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 11.
febrúar klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Blindrafélagið,
sími 525 0000.
Guðm. Friðrik Sigurðsson Kristín Pálsdóttir
Axel Jónsson Þórunn Halldórsdóttir
Valgerður Sigurðardóttir Óskar Jóhannsson
Ragnheiður Sigurðardóttir Kristján Guðmundsson
Björg Sigurðardóttir
Aðalheiður D. Sigurðardóttir Þröstur Óskarsson
barnabörn og barnabarnabörn